Morgunblaðið - 18.10.1991, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 18.10.1991, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. OKTÓBER 1991 19 Fjöldamorðin í Texas: Astæðunnar leitað í sjúklegu kvenhatri Killeen, Texas. Reuter. RANNSOKN á fjöldamorðinu í bænum Killeen í Texas í fyrradag, er maður ók bifreið sinni inn á veitingahús og skaut 22 menn til bana áður en hann framdi sjálfsmorð, beinist m.a. að því hvort maðurinn hefði látið til skarar skríða vegna haturs í garð kvenna, að sögn lögreglustjórans í Killeen. Morðinginn, sem hét George Jo Hennard og var 35 ára, myrti fleiri konur en karla og hefur það orðið til þess að beina lögreglurannsókn- inni í fyrrgreindan farveg, að sögn lögerglustjórans. Lítið væri vitað um ódæðismanninn annað en hann hefði verið grannvaxinn, síðhærður og með yfirskegg, atvinnulaus há- seti úr kaupskipaflotanum. Hann var frá borginni Belton í Texas, sem er skammt frá Killeen, var einfari sem nágrönnum hans stóð mikill stuggur af. Komið hefur í ljós sendi- bréf þar sem hann lýsti konum sem nöðrum en þar vegur á móti að hann hlífði ungri konu með barn eftir að hann hóf að skjóta á gesti veitingahússins og.sagði henni að hraða sér brott. Fjöldamorðin voru framin um hádegisbilið og voru um 200 manns á Luby’s-veitingahúsinu er Henn- ard réðst þar inn, flestir á miðjum aldri eða eldri. Sjónarvottar sögðu að hann hefði tekið sér tíma til morðanna og ekki skotið á nýtt fórnarlamb fyrr en hann hefði gengið úr skugga um að hið næsta á undan lægi í valnum. Skaut hann af mjög stuttu færi og notaði tvær 9 millimetra sjálfvirkar skamm- byssur til ódæðisverksins. í fórum hans fundust margar ónotaðar skothleðslur en lögreglu tókst að stöðva morðingjann stuttu eftir að Bandaríkin: Aukinn viðskiptahalli Washington. Reuter. ALMENNT neysluvöruverð í Bandaríkjunum hækkaði um 0,4% í sept- ember og í ágústmánuði jókst viðskiptahallinn um 13%. Þessi tíðindi verða líklega til þess, að bandaríski seðlabankinn hættir við fyrirhug- aða vaxtalækkun. Neysluvöruvísitalan mælir aðal- lega verð á matvælum, orku og hús- næðiskostnaði og hækkunin í sept- ember þykir sýna nokkurn verð- bólguþrýsting þrátt fyrir lítinn hag- vöxt. Hafði verið búist við, að seðla- bankinn lækkaði vexti nokkuð til að ýta undir hann en þessar fréttir draga úr líkum á því. Viðskiptahalli Bandaríkjanna gagnvart útlöndum jókst um 13% í ágúst og var þá 6,76 milljarðar do!l- ara. Er það miklu verri útkoma en búist hafði verið við. í mánuðinum minnkaði útflutningur um 3% en inn- flutningur aðeins um 0,6%. Þrátt fyrir þetta stefnir í, að viðskiptahall- inn á árinu öllu verði verulega minni en í fyrra eða rúmir 64 milijarðar dollara. Reuter Lögreglan í Killeen í Texas sendi í gær frá sér þetta ljósrit af mynd af George Jo Hennard. hann lét til skarar skríða. Munaði þar um að lögreglumaður sem sat að snæðingi á nærliggjandi veit- ingahúsi heyrði skothvelli, hljóp á vettvang og hóf skothríð. Tókst lög- reglu um síðir að særa Hennard skotsári en á endanum greiddi hann sjálfum sér náðarhöggið með eigin byssu. NOTUÐ & NÝ ■ HÚSGÖGN Efnahagssamstarf Sovétlýðveldanna: l Ukraínumeim ætla ekki að undirrita samkomulagið I Við bjóðum upp á margskonar húsgögn s.s. sófasett, borðstofusett, skrifborö, stóla, barnarúm, hillur, skápa og margt fleira. Seljum á góðum kjörum. Kaupum gegn staðgreiðslu. Moskvu. Reuter. ÚKRAÍNUMENN hafa ákveðið að undirrita ekki nýtt sam- komulag um efnahagssamstarf Sovétlýðveldanna, að sögn Vladímírs Grínjovs, varaforseta úkraínska þingsins. Ráðgert er að undirritun sáttmálans fari fram við athöfn í Kreml í dag. Samkomulagið er hyrningar- steinn í tilraunum Míkhaíls Gorb- atsjovs forseta Sovétríkjanna til þess að halda Sovétlýðveldunum 12 saman í ríkjasambandi og segja stjórnmálaskýrendur að þær muni standa og falla með þátttöku Ukra- ínu í efnahagssamstarfinu. I sjón- varpsviðtali um síðustu helgi sagði Gorbatsjov að Sovétríkin yrðu ekk- ert án Úkraínu. Þar á fjórðungur matvælaframleiðslu Sovétríkjanna sér stað, fjórðungur kolaframleiðsl- unnar og fimmtungur vélafram- leiðslunnar. Grínjov sagði að athugasemdir Úkraínumanna við efnahagssam- komulagið hefðu ekki verið teknar til greina nema að óverulegu leyti og því hefði forsætisnefnd þingsins ákveðið að það yrði ekki undirritað af hálfu Úkraínú. Vítold Fokín forsætisráðherra Úrakínu hafði lýst sig fylgjandi samkomulaginu áður en forsætis- nefndin tók af skarið. Grínjov sagði að lýðveldið myndi senda nefnd undir forystu ívans Pljústsj varafor- seta þingsins og Konstantíns Ma- síks fyrsta aðstoðarforsætisráð- herra til „thafnarinnar í Kreml en þeir myndi ekki setja stafi sína við samkomulagið. GA>1LA KRONAN BOLHOLTI 6 : I I BOLHOLTI B, 105 REYKJAVÍK, SÍMI 679860 Forsetakosningarnar í Armeníu: Lev-Petrosjan sigraði Jerevan. Reuter. FYRSTU tölur úr forsetakosningunum í Armeníu bentu til, að Levon Ter-Petrosjan, núverandi leiðtogi landsins, ynni stórsigur. í nokkrum kjördæmum, þar sem talningu lauk snemma, fékk hann um og yfir 80% atkvæða. Um miðjan dag í gær höfðu að- eins borist tölur úr 10 kjördæmum af 66 en í þeim öllum hafði Ter-Pet- rosjan mikla yfirburði eða á milli 80 og 90%. Var hann raunar sjálfur svo viss um sigur, að hann tók lít- inn þátt í kosningabaráttunni en andstæðingar hans í forsetakjörinu, fimm að tölu, fundu honum það helst til foráttu, að hann væri ekki nógu róttækur í sjálfstæðisbarátt- unni og í deilunum við Azerbajdz- han um yfirráð yfir Nagorno-Kara- bak, sem er byggt Armenum. Ter-Petrosjan, alvörugefinn maður, sem talar tíu tungumál, forn og ný, hefur verið leiðtogi Armena frá því í ágúst í fyrra þegar hann var kjörinn forseti þingsins. Arm- enskur blaðamaður sagði í gær, að stuðningur kjósenda við Ter-Petro- sjan endurspeglaði vonir þeirra um stöðugleika, um lausn á deilunum um Nagomo-Karabak og um raun- verulegt sjálfstæði í stað róttækra yfirlýsinga. Ter-Petrosjan fór í gær til Moskvu til fundar við Míkhaíl Gorb- atsjov, forseta Sovétríkjanna, og Ajaz Mutalíbov, leiðtoga Azera, þar sem rætt verður um Na^orno-Kara- bak en í dag er búist við, að hann undirriti nýjan efnahagssáttmála milli sovétlýðveldanna. EB reiðubú- ið að slá af Brussel. Reuter. Evrópubandalagið (EB) er reiðubúið að slá nær helming af veiðikvótakröfum sínum á hend- ur Norðmönnum í viðræðunum um sameiginlegt evrópskt efna- hagssvæði (EES), að sögn emb- ættisrnanna innan bandalagsins. Þeir taka hins vegar fram að lík- ur séu á að Spánverjar muni ekki falla á þessa málamiðlun. Samkvæmt Reuters-írétt er framkvæmdastjórnin reiðubúin að lækka kröfurnar niður í 6.000 tonna kvóta í norskri landhelgi árið 1993 sem færi stighækkandi upp í 11.000 tonn 1997. Upphafleg krafa var 20.000 tonn en Spánverjar vildu 30.000. Á móti þessu fá nokkrar „viðkvæmar” tegundir ekki fullt tollfrelsi, t.d. lax, makríllf síld, SDAGA vegna breytinga á versluninni 0-50% AFSLÁTTUR á nokkrum gerðum gólfefna. FLÍSAR — TEPPI — MOTTUR — TEPPASTYKKI — BÚTAR — RENNINGAR — AFGANGAR Takið málin með ykkur og prúttið um verðið! TEPPABUÐIN Gólefnamarkaður Suðurlandsbraut 26, sími 681950.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.