Morgunblaðið - 18.10.1991, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 18.10.1991, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. OKTÓBER 1991 Hluthafafundur í Meitlinum: Tilboð komið í togarann Þorlák Heimamenn áhugasamir um hlutaíj áraukningu MEITLINUM í Þorlákshöfn hef- ur borist tilboð erlendis frá í togarann Þorlák. Stjórn fyrir- tækisins ákvað í september að togaranum skyldi lagt fyrir ára- Sjálfstæðisflokkurinn: Flokksráðs- fundur í dag FLOKKSRÁÐ SjálfstæðisHokks- ins kemur saman til fundar í dag í Atthagasal Hótel Sögu. Hér er um hefðbundinn fund að ræða í upphafi þings, þar sem um- ræður um viðhorf í stjómmálum og kjaramálum fara fram. í frétt frá Sjálfstæðisflokknum segir að af- greidd verði stjórnmálaályktun á fundinum. Fundurinn hefst kl. 9.30 með ræðu Davíðs Oddssonar, for- sætisráðherra, formanns Sjálfstæð- isflokksins. mót. Marteinn Friðriksson sljórnarformaður segir að til- boðið sé lágt og ekki hafi verið tekin afstaða til þess hvort því yrði tekið eða hafnað á fundin- um. Þetta kom fram á löngum hlut- hafafundi í Meitlinum sem haldinn var á þriðjudagskvöld. Þar var staðfest sú ætlun stjórnarinnar að selja skyldi togarann úr landi. Marteinn vildi ekki gefa upp um hve hátt tilboð hefði verið að ræða, sagði að það væri enn í athugun. Hins vegar væri betra að selja Þorlák en úrelda hann eða sökkva honum. Einnig væri til í dæminu að endumýjunarrétturinn yrði seldur, þ.e. að samkvæmt lögum má ekki bæta nýjum skipum í fisk- veiðiflotann án þess að úrelda skip af sömu stærð á móti. Forráðamenn sveitarstjómar í Þorlákshöfn sátu fundinn en þar var m.a. til umræðu fyrirhuguð hlutaijáraukning um 150 milljónir króna til að styrkja rekstur fyrir- tækisins. Marteinn segir að heima- menn séu áhugasamir og tilbúnir til viðræðna um málið og vilji fyr- ir sitt leyti vinna að framgangi þess. „Það liggur ljóst fyrir að nýtt fjármagn þarf að koma inn í reksturinn svo hægt sé að gera nauðsynlegar endurbætur á vinnslunni svo sem með uppsetn- ingu á nýrri flæðilínu,” segir Mar- teinn. Meitillinn á nú 3.600 tonna kvóta af þorskígildum sem skiptist nokkuð jafnt milli togaranna tveggja, Þorláks og Jóns Vídalín. Marteinn segir að eftir að Þorlák- ur dettur út muni kvóti hans verða notaður til að semja við aðrar út- gerðir um físköflun fyrir Meitilinn. Hvað varðar hlutafjáraukning- una rennur út um næstu mánaðar- mót sá tími sem hluthafar hafa til að skrá sig fyrir nýju hlutafé. VEÐURHORFUR í DAG, 18. OKTÓBER YFIRLIT: Milli Hjaltlands og Noregs er 958 mb lægð sem þokast austur og grynnist. Á sunnanverðu Grænlandshafi er 1038 mb hæð á hægri suðaustur leið. SPÁ Norðvestan eða vestanátt, strekkingur norðaustan-til, en ann- ars fremur hægur vindur. Stöku él á Norðausturlandi, en þurrt í öðrum landshlutum og víða léttskýjað. Hiti 0-7 stig að deginum, en næturfrost inn til landsins. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: HORFUR Á LAUGARDAG:Vestan og norðvestanátt, skýjað en úr- komulítið við norðurströndina, en víðast léttskýjað í öðrum lands- hlutum. Hiti 2 til 6 stig að deginum, en talsvert næturfrost inn til landsins. HORFUR Á SUNNUDAG: Norðan átt á Norður- og Norðaustur- landi og dálítil rigning eða slydda. Vestlægari og sennilega þurrt í öðrum landshlutum, léttskýjað sunnanlands. Heldur hlýnandi veð- ur um landið sunnanvert. Svarsími Veðurstofu íslands — Veðurfregnir: 990600. ■| Q Hitastig: 10 gráður á Celsius ý Skúrir * V El — Þoka == Þokumóða ’ , ’ Súld OO Mistur —J- Skafrenningur [~<^ Þrumuveður TAKN: O ► Heiðskírt Léttskýjað Hálfskýjað Skýjað Alskýjað y, Norðan, 4 vindstig: " Vindörin sýnir vind- stefnu og fjaðrirnar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. / / / r r ! r Rigning r r r * r * r * r * Slydda r * r * * * * * * * Snjókoma VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12.00 í gær að ísl. tíma hiti veður Akureyri 0 snjókoma Reykjavik 2 léttskýjað Bergen 8 skúr Helsinki 11 þokumóða Kaupmannahöfn 10 skýjað Narssarssuaq 4-2 skýjað Nuuk 2 úrkoma igrennd Osló 9 skúr Stokkhólmur 11 rigning Þórshöfn 7 skúr Algarve 21 léttskýjað Amsterdam 11 skúr á síð.klst. Barcelona 20 heiðskirt Berlfn 12 léttskýjað Chicago 10 heiðskirt Feneyjar 14 þokumóða Frankfurt 13 hálfskýjað Glasgow 9 skúr Hamborg vantar London 11 léttskýjað Los Angeles 18 þokumóða Lúxemborg 10 þoka á sið.klst. Madríd 15 háffskýjað Malaga 22 léttskýjað Mallorca 23 léttskýjað Montreal vantar NewYork vantar Ortando vantar París vantar Madeira vantar Róm vantar Vín vantar Washington vantar Winnipeg vantar Morgunblaðið/Þorkell Breskir dagar í Kringlunni Kynningardagar á Bretlandi og breskum vörum hófust í Kringl- unni í gær og munu standa til 26. október. Markús Öm Antonsson borgarstjóri setti bresku dagana í gær en í Kringlunni gefur að líta margskonar vörur frá Bretlandi auk þess sem sýndar verða ljósmynd- ir af frægu fólki og eftirlíkingar af konunglegu djásni og ýmislegt fleira breskt. Rekstur Heilsuhæl- isins með nýju sniði TVÆR DEILDIR verða starfræktar frá upphafi næsta árs.á Heilsu- hælinu í Hveragerði, annars vegar endurhæfingardeild fyrir bæklunarsjúklinga og hins vegar almenn deild m.a. fyrir eldra fólk og þá sem eiga við offituvandamál að stríða. Viðræður ríkis- ins og náttúrulækningafélagsins um endurskipulagningu á hlut- verki Heilsuhælisins sem staðið hafa yfir frá því í fyrravor eru nú á lokastigi og er áætlað að málið verði að fullu frágengið fyrir miðjan nóvember. Að sögn Eiríks Ragnarssonar, framkvæmdastjóra Heilsuhælis- ins, verður hlutverk þess tvenns konar frá og með l.janúar 1992. „Annars vegar verður þar starf- rækt endurhæfingardeild fyrir bæklunarsjúklinga eftir aðgerð hjá beinasérfræðingum þar sem mesta áherslan verður lögð á bakvanda- mál og aðstoð fyrir fólk með gerviliði. Á þessari deild verður jafnframt meðferð gigtsjúkra og endurhæfing fólks sem greinst hefur með krabbamein,” sagði Ei- ríkur í samtali við Morgunblaðið. Fyrir þessa starfsemi verða hundr- að rúm og verður þjónustan að fullu greidd af ríkinu. Hins vegar verður á Heilsuhæl- inu almenn hvíldar- og hressingar- deild með sextíu rúmum. Þar verð- ur m.a. um gigtar- og viðhalds- þjálfun fyrir eldri borgara að ræða svo og meðferð fyrir fólk sem á við offítuvandamál að stríða. Fyrir þá þjónustu mun fólk greiða 20 til 25% af kostnaði. Endurkrafinn um þingfararkaup: Avísunin verður ógilt ÁVÍSUN á þingfararkaup, sem Árna Matthíassyni blaðamanni var send í misgripum fyrir nafna hans Mathiesen alþingis- mann, verður gerð ógild. Eins og fram kom í Morgunblaðinu í gær fer _ fjármálaráðuneytið fram á að Árni Matthíasson skili þingfararkaupinu, en hann hef- ur fargað ávísuninni. Magni Steinsson hjá embætti ríkisféhirðis segir að bréf á borð við það, sem Árna Matthíassyni hefði verið sent, væri samkvæmt venju sent út ef fram kæmi að umrædd ávísun væri óinnleyst. Magni sagði að blaðamanninum hefði í raun borið að senda ávísun- ina til baka er honum barst hún. Málið væri hliðstætt við það að menn fengju póst, sem þeir ættu ekki. Magni sagði að næsta skref af hálfu fjármálaráðuneytisins í þessu Síldarverð gefið fijálst Á fundi Verðlagsráðs sjávarút- vegsins í dag varð samkomulag um að gefa frjálsa verðlagningu á síld til frystingar og söltunar á síldar- vertíð frá 1. október 1991 til vertíð- arloka,- .: y í' máli yrði að biðja Seðlabankann um að ógilda launaávísunina, að upphæð rúmar 115.000 krónur, og yrði málið þá úr sögunni. Áramótaskaupið: Ágúst Guð- mundsson ráð- inn leikstjóri Ágúst Guðmundsson, leik- sljóri, mun leikstýra áramóta- skaupi sjónvarpsins. Stjórn upptöku verður í höndum Andrésar Indriðasonar. Hvorki hafa verið ráðnir Ieik- arar né höfundar handrits. „Við Andrés erum einmitt að spá í þá atburði sem við viljum skopstæla núna,” sagði Ágúst Guðmundsson þegar Morgun- blaðið ræddi við hann í gær. „Við höfum ekki ráðið neinn leik- ara en talað við nokkra sem koma til greina við samningu handrits og víst er að fleiri en einn og fleiri en tveir munu koma þar við sögu.” Ágúst sagði að skaupið yrði með hefðbundnum hætti. Hann sagði að upptökur á því hæfust 14. nóvemberen þeim lyki uppúr mánaðamótum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.