Morgunblaðið - 18.10.1991, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 18.10.1991, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ EÖSTUDAGUR 18. OKTÓBER 1991 15 Parket — vörugjald eftir Jón H. Karlsson 5. október sl. birtist í Morgunblað- inu frétt um að frá og með 1. nóvem- ber nk. verði sett 11,25% vörugjald á parket. I sambandi við þessa frétt er ástæða til að vekja frekari athygli á málinu og tildrögum þess, sem og þeirri verðhækkun er af leiðir á þessu vinsæla gólfefni. Guðrún Ásta Sigurðardóttir, deild- arstjóri í fjármálaráðuneytinu full- yrðir í viðtali að parket hafi frá 1988 verið rangt tollflokkað en reyndar með „samþykki” ríkistollstjóraemb- ættisins. Eftir henni er og haft að innflytjendur hafí „komist upp með” þá flokkun. Þessi orð má skilja svo að parket- innflytjendur hafi stundað einhvem skollaleik í tollflokkun parkets. Til að koma í veg fyrir misskilning að því leyti skal upplýst að vöruskoðun tollstjóraembættisins flokkaði á sín- um tíma allt parket rækilega sam- kvæmt innsendum sýnishornum og hafa innflytjendur farið eftir þeirri flokkun. Því má fullyrða að ráðuneyt- ismönnum var frá upphafí ljóst að flokkun þeirra á parketi var þannig að það bar ekki vörugjald. Áthygli þeirra var þá þegar vakin á því ósam- ræmi sem með því skapaðist á milli parkets og annarra gólfefna. Guðrún Ásta segir að meginreglan sé sú að allt gólfefni beri vörugjald. Hvers vegna er þá ósamræminu haldið áfram með því að undanskilja gegn- heilt stafaparket frá vörugjaldi, þeg- ar ákveðið er að taka vörugjald af spónlögðu parketi? Guðrún Ásta segir að ekki hafí verið kannað hve miklum tekjum parketvörugjaldið skili til ríkissjóðs. Það virðist vera aukaatriði í málinu — aðalatriðið er samræming í gjald- töku gólfefna (með gegnheila park- etið sem undantekningu). Ætla má að tekjumöguleikar skipti ríkissjóð einhveiju í öllu hans peningahallæri. Ekki er fjarri lagi að ríkissjóður hafi orðið af um 100 milljóna króna vörugjaldi frá 1988 til 1. nóvember 1991. Því til viðbótar hefur hann misst af virðisauka af þessu gjaidi og þeim mun hærra parketverði þessi 3 ár. Sú upphæð er á milli 30 og 50 milljóna króna. En betra er seint en aldrei. Þótt verð hækki nú á parketi um 400-500 kr. hver fermetri munu neytendur halda áfram að klæða gólf sín með parketi — kannski þó í minna mæli en áður. Sé reiknað með um 10% samdrætti í sölu verða fyrirsjáanleg- ar tekjur ríkissjóðs af parketvöru- gjaldinu 25-30 milljónir á ári. Viðbót- arvirðisaukatekjur vegna vörugjalds- ins og verðhækkunarinnar verða 10-15 milljónir. Heildarverðhækkun til neytenda á ári verður 55-70 millj- ónir. Væntanlega eru þessar fáu millj- ónir léttvægar í ríkisbúinu en þær koma við pyngju neytenda. Meðal- kaupverð á parketi hækkar um 15-20 þúsund á íbúð. Það læðist að manni sá grunur að „hagsmunaaðilar” þ.e. innflytj- endur annarra gólfefna en parkets, hafi þrýst á um þessa vörugjalds- töku. Það skýtur skökku við að í hópi kaupmanna, sem undanfarin ár hafa í gegnum samtök sín barist fyrir afnámi tolla og hafta, skuli enn fínnast „nátttröll” sem knýja á um upptöku slíkra gjalda. Neytendur ættu rétt á að vita hveijir færu þar fyrir öðrum, því að skellurinn lendir á þeirra pungju. íbúðaeigendur og húsbyggjendur á íslandi sem eru þekktir að því að vanda vel til innrétt- inga og frágangs hýbýla sinna láta hins vegar gæði, endingu og tísku ráða miklu þegar gólfefni eru valin, en ekki verðið eitt. Höfundur er framkvæmdastjóri Teppabúðarinnar. FLUGKENNSLA — Rangfærslur leiðréttar eftir Snorra Pál Einarsson Flugskóli Helga Jónssonar og Vesturflug hf. óska eftir að koma eftirfarandi leiðréttingum á fram- færi: í Morgunblaðsgrein Gunnars Þorvaldssonar 10. þ.m. er hann sagður framkvæmdastjóri íslands- flugs og Flugtaks en samkvæmt hlutafélagaskrá er þar um að ræða þá Omar Benediktsson og Skúla Ágústsson „Kennedybróður” frá Akureyri. í ljós hefur komið að mánuðum saman hefur staðið yfír leynimakk flugmálastjóra og Flugtaks um ein- okun flugkennslu hér á landi. Samkvæmt formlegum tilkynn- ingum til menntamálaráðuneytis og samgönguráðuneytis neituðu full- trúar Vesturflugs hf. og Fjugskóla Helga Jónssonar að mæta á fund flugmálastjóra til að ræða mögu- leika á einokun flugkennslu. Ráðuneytin og flugráð eru eflaust hæfustu aðilamir til að fjalla um fyrirkomulag flugskóla og menntun flugmanna. Þessir aðilar synjuðu tillögu flugmálastjóra um einokunarstöðu Flugtaks hf. Það tæki, sem kallað hefur verið flughermir (Flight Simulator) og er í eigu Flugtaksmanna, nefnist réttilega flugaðferðaþjálfi (Proeed- ure Trainer). Gunnar Þorvaldsson segir tæki þetta hið besta sinnar tegundar, en einn eigenda Flug- taks, Birgir Ágústsson, skýrði frá því á flugráðsfundi 5. febrúar sl. að fyrirtækinu gengi illa að starf- rækja það þegar hann bauð tækið upp í skuldir fyritækisins. Ennfrem- ur segir þessi sami maður í blaða- viðtali 21. mars sl. að tækið hafi verið keypt „ekki síst með það í huga að flugmálastjórn ætlaði að gera sitt til að menn færu í tækið í þjálfun. Því hefur ekki verið fylgt eftir. Þetta er mikilvægt öryggis- tæki sem flugmálastjórn hefur ekki getað keypt vegna skorts á fjárveit- ingu. Þegar nýir aðilar komu í reksturinn var ákveðið að hermirinn væri að óbreyttu baggi á fyrirtæk- inu,” Lögmaður Flugtaks segir í Morgunblaðinu 10. okbóter sl. að fyrirtækið hafí ekki haft not af tækinu en flugmálastjóri hafi ein- dregið mælt með því að flugmála- stjórn keypti það. Samkvæmt 1224. fundargerð flugráðs 5. febrúar sl. segir Birgir Ágústsson tækið metið á 6,5-7 milljónir króna, en 10. þ.m. upplýstu framleiðendur þess að ámóta tæki væri falt á 48.500 Bandaríkjadali — eða innan við 3 milljónir króna. Hér er um að ræða tollfijálsan varning og fæst virðis- aukaskattur endurgeiddur. Samkvæmt áreiðanlegum upp- lýsingum voru skuldir Flugtaks- manna við Flugmálastjórn í febrú- arbyijun milli 10 og 11 milljónir króna, en samkvæmt upplýsingum flugmálastjóra á flugráðsfundi 8. október sl. námu þær þá rúmlega kr. 7,7 milljónum. Áhugavert væri að vita hvenær og hvernig mismun- urinn kann að hafa verið greiddur. Höfundur er framkvæmdastjóri Vesturflugs hf. TIMKEN KEILULEGUR Halldór Runólfsson „Það á því að vera hverjum manni skiljan- legt að heimild til heim- aslátrunar er ákaflega þröng og byggir á alda- gamalli hefð til sveita landsins eins og áður er rakið. Það er þó mik- ilvægt fyrir þá sem þessa heimild hafa, að fara vel með hana og brjóta ekki ákvæði þessarar greinar, því þá mun löggjafinn sjá sig tilneyddan til að banna heimaslátrun alf- arið.” greinar, því þá mun löggjafínn sjá sig tilneyddan til að banna heima- slátrun alfarið. Á íslandi búum við í dag við margskonar hpmlur á athafnafrelsi okkar og í gildi eru fjölmörg lög og reglugerðir til að tryggja fram- gang ýmiss konar stjórnunar og ef til vill eru dæmin úr sjávarútvegin- um þekktust. Þar verða menn m.a. að sætta sig við kvóta og takmark- anir á stærðum möskva og báta. Það er því mjög sambærilegt að í landbúnaðinum verði menn að sætta sig við að kjötframleiðslan fari fram á þeim svæðum landsins, þar sem landið þolir beit og hjá þeim aðilum sem hafa af því fulla vinnu. Koma þarf í veg fyrir að nokkrir aðilar sem hafa viðurværi sitt af allt öðru en kjötframleiðslu og búa á þeim hlutum landsins sem ætti að vera fjárlaus, geti valdið alvörubændum búsifjum með fram- ferði sínu. En allir, jafnt alvörubændur sem aðrir, sem brjóta jafn augljósar reglur og að ofan greinir ættu að fá hæfílega refsingu. Það virðist föst regla að þeir sem bijóta af sér, hvað varðar reglur sjávarút- vegsins, verði að sæta sektum og að afli og veiðarfæri séu gerð upp- tæk. Á sama hátt er afar eðlilegt að séu reglur brotnar, hvað varðar heimaslátrun, þá sé varan gerð upptæk, henni fargað og málsaðilar látnir sæta sektum fyrir brotin. Á þetta hefur mjög skort að undan- fömu, þar sem mál sem kærð eru, velkjast lengi í dómskerfinu og fá þar oftast enga meðferð, sem er alls óviðunandi í jafnmikilvægum málum og hér hafa verið rædd. Höfundur er dýralæknir og starfar sem framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Kjósarsvæðis. Samfestingur kr. 5.990,- Ulpa kr. 7.950,- Buxur kr. 4.590,- Samfestingur kr. 10.990,- Þessi fatnaður er til íýmsum litum og stærðum. Opið laugardaga frá kl. 10 - 14 Úlpa kr. 4.995,- Úlpa kr. 4.995,- wpiu muyui uuyu IIO IU. »hummel^f SPORTBÚÐIN Ármúla 40, sími 813555. FAB llU KÚLU- OG RÚLLULEGUR LEGUHÚS {FALKINN SUÐURLANDSBRAUT 8 SIMI 814670 Eigum á lager allar gerðir af legum í bíla, vinnuvélar, framleiðsluvélar og iðnaðartæki. Allt evrópsk og bandarísk gæðavara. Útvegum allar fáanlegar legur með hraði. Það borgar sig að nota það besta. Þekking Reynsla Þjónusta

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.