Morgunblaðið - 18.10.1991, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 18.10.1991, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. OKTÓBER 1991 17 Svíþjóð: Plata með verkum Jóns Leifs fær jákvæða dóma DISKUR Symfoníuhljómsveitar íslands með fjórum tónverkum eftir Jón Leifs fær mjög jákvæða dóma í Svenska Dagbladet Er Jón sagð- ur eiga heima í hópi helstu tónskálda Norðurlandanna. Gagnrýnandi Svenska Dagbladet segir Jón Leifs vera tónskáld sem mikill áhugi hafi vaknað á á undan- förnum árum. Hafi nú loksins verið gefnar út nokkrar upptökur með verkum eftir hann en fram til þess hafi einungis verið til gömul íslensk hljómplata með Sögusymfoníu Jóns. Úr þess hafi verið bætt með útgáfu íslenska fyrirtækisins ITM á geisla- diski með fjórum verkum eftir tón- skáldið: Geysi, Landsýn, Þremur myndum og Heklu. Hann segir Symfoníuhljómsveit íslands, undir stjórn Páls Zukofsky, vissulega hafa sína galla. Á þessari plötu sé hins vegar að finna mjög hljóm- og kraftmiklar túlkanir. Það sé oft líka einmitt hið hráslagna og frumlega sem einkenni tónlist Jóns Leifs í lýsingum á íslenskri náttúru. Þá segir einnig að öll verkin komi nú út á plötu í fyrsta sinn og það eina sem mæli gegn henni sé hve stutt hún sé. Einungis 39 — spenn- andi — mínútur. I sömu gagnrýni er vikið að út- gáfu symfóníuhljómsveitar sænska ríkisútvarpsins, undir stjórn Esa- Pekka Salonen, á plötu með verkum eftir norræn tónskáld. „Maður saknar nánast hins grófa frumstæð- leika íslendinganna,” segir gagn- rýnandi Svenska Dagbladet eftir að hafa getið þess að túlkun Svíanna sé mun fínslípaðri og fág- aðri. Það sé hins vegar gleðilegt að sjá Jón Leifs þarna í félagsskap með tónskáldunum Alfvén, Sibelius, Grieg og Nielsen, en í þeim hópi eigi hann líklega heima. Kammersveit Reykjavikur. Hvammstangi: Fjöldi listamanna kemur fram á Mozart-tónleikum TÓNLISTARFÉLAG Vestur-Hún- vetninga ætlar að bjóða Austur- og Vestur-Húnvetningum, Skag- firðingum og öðrum nærsveitar- mönnum til tónlistar- og skemmti- veislu laugardaginn 19. október í Félagsheimilinu Hvammstanga kl. í' ' 'ft' * '■*’ ,'. -/ : * Sigrún Olsen við eina af myndum sínum, Sigrún Olsen með sýn- ingxi í Asmundarsal SIGRÚN Olsen opnar málverka- sýningu í Ásmundarsal við Freyj- ugötu laugardaginn 19. október. Hér sýnir Sigrún olíumyndir unnar á undanförnum tveimur árum í Bandaríkjunum. Sigrún lauk námi frá Akademie der bildende Kunste í Stuttgart árið 1984. Hún hefur tekið þátt í samsýn- ingum í Þýskalandi, Bandaríkjunum og hér á landi. Þetta er önnur einka- sýning Sigrúnar hér á landi. Sýningin er opin alla daga frá kl. 12-18 og lýkur henni sunnudag- inn 27. október. Norræni fjárfestingarbankinn: 750 milljónir lánað- ar til nýja Herjólfs NORRÆNI fjárfestingarbank- inn (NIB) tekur þátt í fjármögn- un nýju Vestmanneyjaferjunnar sem afhenda á 31. maí í vor. Á miðvikudaginn var gengið frá útborgun á rúmlega sjö hundr- uð fimmtíu milljóna króna láni til íslenska ríkisins vegna bygg- ingu feijunnar. Nýja feijan er í smíðum í Nor- egi og gengur samkvæmt áætlun. Skipið verður sjósett 20. febrúar og afhent 31. maí og ætti að vera tilbúin til notkunar mánuði síðar. Rými verður fyrir 480 farþegar en feijan sem nú er í ferðum milli lands og Eyja tekur um 300 far- þega. Nýja feijan á að geta flutt um helmingi fleiri bíla en sú gamla og lestunar og losunartími verður styttri en nú er auk þess sem feij- an verður fljótari í föram. Samkvæmt tilkynningu frá NIB hafa verið samþykkt níu lán til íslands á árinu, samtals að upp- hæð 3.050 milljónir króna en út- borguð lán á árinu verða tæplega 3.300 milljónir sem er um 8% af útlánum NIB til Norðurlandanna í ár. Heildarútlán NIB til íslands nema nú rúmlega 21 milljarði króna og hefur stærsti hluti þess- ara lána farið til fjármögnunar verkefna á sviði orkumála, iðnaðar og sjávarútvegs. ------t-M------ Kirkjuþing' á þriðjudag 22. KIRKJUÞING íslensku þjóð- kirkjunnar hefst þriðjudaginn 22. október. Þingið verður hald- ið í Bústaðakirlgu í Reykjavík. Kirkjuþing hefst með messu í Bústaðakirkju á þriðjudag kl. 14. Bolli Gústavsson víglsubiskup predikar og þjónar fyrir altari ásamt Karli Sigurbjörnssyni. Kór Bústaðakirkju syngur undir stjórn Guðna Þ. Guðmundsonar organ- ista. Að lokinni messu hefst setning- arathöfn í safnaðarheimili Bústað- akirkju. Biskup íslands, herra Ól- afur Skúlason, flytur setningar- ræðu og Þorsteinn Pálsson, dóms- og kirkjumálaráðherra, ávarpar kirkjuþing. Kirkjuþingi lýkur fimmtudaginn 31. október. Viðskipta- og hagfræðideild HI50 ára: Afmælishátíð í dag VIÐSKIPTA- og hagfræðideild Háskóla íslands verður 50 ára í dag, föstudaginn 18. október. Á þeim tíma hefur 1661 nemandi lokið prófi frá deildinni, flestir sem kandidatar í viðskiptafræði en á síðustu árum einnig sem hagfræðingar með B.Sc gráðu. Viðskiptafræðingar og hag- fræðingar hafa á þessum tíma unnið sér traustan sess á vinnumarkaði bæði í heimi viðskipta og hjá hinu opinbera, segir í fréttatilkynningu frá Viðskipta- og hagfræðideildinni. Deildin minnist afmælisins með hátíð á afmælisdaginn í Háskólabíói kl. 16.00 fyrir fyrrverandi og núver- andi nemendur og gesti. Verða þar flutt ávörp og dr. H. Winding Peders- en prófessor emeritus við Kaup- mannahafnarháskóla verður sæmdur nafnbótinni doctor oeconomiae ho- noris causa. Þá flytur Jónas H. Har- alz, fyrrverandi bankastjóri Lands- bankans og heiðursdoktor við við- skipta- og hagfræðideild, hátíðarer- indi er hann nefnir ísland úr fjarska. Að lokum hátíðarfundinum verður boðið upp á léttar veitingar. Fundar- stjóri er dr. Guðmundur Magnússon prófessor. í tilefni afmælisins hefur deildin látið slá minnispening. Eiga menn kost á því að eignast hann á afmælis- hátíðinni. 17.00. Um er að ræða dagskrá í tilefni 200. ártíðar Wolfgangs Amadeus Mozart. Fram koma Kammersveit Reykjavíkur, Jón H. Sigurbjömsson á flautu, Kristján Þ. Stephensen á óbó og Reykjavíkurkvartettinn, en hann skipa Rut Ingólfsdóttir á fiðlu, Zbignew Dubik á fiðlu, Inga Rós Ingólfsdóttir á selló og Guðmundur Kristmundsson á víólu. Auk þessara tónlistarmanna mun Gunnar Eyjólfs- son leikari segja sögur af tónskáldinu á milli tónlistaratriða. Félag íslenskra tónlistarmanna styrkir Kammersveit Reykjavíkur til ferðarinnar, en að auki styrkir Spari- sjóður V-Hún. tónlistarfélagið til þess að geta boðið upp á þessa dag- skrá. Þetta eru aðrir reglulegir tónleikar á vegum félagsins, en annars eru tónleikar á þess vegum a.m.k. einu sinni í mánuði. (Fréttatilkynning) Á \\VBoö jk \ ■ "H ■ ■ M ELGARTILBOÐ HÚSASMIÐJUNNAR föstudag 18. október laugardag 19. október Tilboðsverð Áður *Vínrekki 850 1.213 *Pottasett f. örbylgjuofna.. .2.205 2.756 Hjólatjakkur . 3.969 4.669 Hamar 1.609 2.298 Sólstóll 1.046 1.394 Smekkbuxur 5.166 7.380 *Fæst einnig í Heimasmiðjunni, Kringlunni. Opið á laugardögum: Verslun Skútuvogi kl. 10:00-14:00 Verslun og timbursala Hafnarfirði kl. 9:00-13:00 HÚSASMKMAN

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.