Morgunblaðið - 18.10.1991, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 18.10.1991, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. OKTÓBER 1991 29 Guðmundur S. Valdi- marsson - Minning Fæddur 28. maí 1920 Dáinn 11. október 1991 Mig langar í örfáum orðum að minnast vinar okkar Guðmundar Svavars Valdimarssonar, sem lést á sjúkrahúsi Skagfirðinga 11. október sl. eftir hetjulegan bar- daga við illkynja sjúkdóm sem fáir sleppa lifandi frá. Guðmundur fæddist að Mið-Mói í Fljótum 28. maí 1920, sonur heið- urshjónanna Margrétar Gísladótt- ur og Valdimars Guðmundssonar. Ekki staldraði hann lengi við þar því þaðan fluttu þau þegar hann var ársgamall að Garði í Hegra- nesi og bjuggu þar til 1927, en þaðan kom viðurnefnið Mundi Valda Garðs, sem allir kannast við sem til þekkja. Til Sauðárkróks flutti hann með foreldrum sínum 1927 og bjuggu þau á Skag- firðingabraut 12 alla tíð síðan. 20. desember 1942 gekk Mundi að eiga Sigurbjörgu Sigurðardótt- ur, Boggu, frænku mína frá Geirmundarstöðum í Sæmundar- hlíð. Þau hófu búskap fyrst á Skag- ^firðingabrautinni hjá foreldrum hans en byggðu sér síðan íbúðar- hús á Bárustíg 3 og fluttu í það 1952 þar sem þau bjuggu síðan. Mundi vann allan sinn sta'rfsald- ur hjá Kaupfélagi Skagfirðinga, byrjaði í Mjólkursamlaginu 16 ára gamall og keyrði síðan flutninga- bíl milli Reykjavíkur og Sauðár- króks, en byijaði að vinna á Bif- reiðaverkstæði K.S. 1947 og vann þar til 1. maí 1990. I áratugi var hann sýningarmað- ur í Sauðárkróksbíói, og í 23 ár samfellt sáu þau hjón um rekstur þess og minnast eflaust margir þeirra tíma að fara í bíó til Munda og Boggu. Mundi var mikill heiðursmaður, ábyrgur svo af bar og mátti ekki vamm sitt vita í neinu. Mjög eftir- sóttur og góður bifvélavirki og voru þeir ófáir sem vildu láta aðra fara höndum um bíla sína en hann. Hjónaband þeirra Munda og Boggu var einstaklega hamingju- samt. Aldrei bar þar skugga á og voru þau einstaklega samhent í gegnum lífið. Þau eignuðust tvær dætur. Margréti Nýbjörgu, búsett á Akur- eyri, gift Rafni Benediktssyni, þau eiga einn son, Guðmund Valdimar. Og Guðlaugu Ingibjörgu, búsett á Siglufirði, gift Steini Elmari Árna- syni. Þau eiga þijú börn Fanney, Grétar Rafn og Sigurbjörgu Hildi. Ég kynntist Munda fyrst þegar ég var smápolli heima á Géirmund- arstöðum. Þá var hann ásamt for- eldrum sínum og Boggu að heyja á grundinni niður við veg. Síðan hefur verið mikið og gott samband milli flölskyldanna og heimsóknir tíðar á báða bóga og upp í hugann koma minningar frá sláturtíðinni í gamla daga en þá vorum við Gulli bróðir í fæði og húsnæði hjá Boggu og Munda á Bárustígnum. Það var ógleymanlegur tími. Við í Raftahlíðinni kveðjum Munda með vinsemd og virðingu og þökkum fyrir allt. Elsku Bogga mín, missir þinn og fjölskyldu þinnar er mikill en minningin um góðan eiginmann, föður, tengdaföður og afa lifir þeg- ar sorgin líður hjá. Geirmundur Valtýsson Það haustar að í náttúrunni. Grösin sölna og falla, laufið á tiján- um leiftrar í litadýrð á sínum loka- stundum. Dagarnir styttast og það kólnar í lofti. Það haustaði einnig að í lífi Guðmundar Valdimarsson- ar. Enn einu sinni vann ólæknandi sjúkdómur hægfara sigur. Þeim sem til þekktu var auðvitað ljóst að hveiju dró, svo grátt hafði krabbinn leikið þennan gjörvilega mann. Samt sem áður var sem kólnaði og dimmdi enn meir þenn- an haustdag þegar það spurðist að hann væri allur. Á slíkum stundum sækja minn- ingamar að. Löngu liðin og hálf- gleymd atvik standa mönnum ljós- lifandi fyrir hugskotssjónum, hvort sem þau tengjast sérstökum at- burðum eða einungis þeim mörgu ljósflötum, sem mannleg samskipti eru samansett af. Guðmundur fæddist 28. maí 1920 og var því rúmlega 71 árs þegar hann lést. Fyrir rúmu ári hafði hann hætt störfum hjá Bif- reiðaverkstæði Kaupfélags Skag- firðinga og hafði þá við orð að nú ætlaði hann að fara að hafa það gott í ellinni. Forlögin voru ekki á sama máli. En þegar hann lagði verkfærin frá sér í síðasta sinn á verkstæðinu, hafði hann unnið hjá fyrirtækinu í 52 ár samfleytt. Eng- inn starfsmaður þess hefur enn átt jafnlangan, samfelldan starfsferil. Ber þó þess að geta, að fjölmargir starfsmenn þess hafa átt og eiga áratuga störf að baki. Guðmundur Valdimarsson verð- ur minnisstæður þeim sem kynnt- ust honum. Bæði var að hann var glæsilegur á velli, hár og herða- breiður, svipurinn hreinn og ein- arðlegur, en ekki síður hitt að sjálf manngerðin var í sama mót steypt. Hann var hreinn og beinn, sagði sína skoðun umbúðalaust en laust við alla meinfýsi og háreysti. Guðmundur var orðlagður verk- maður í iðn sinni og raunar í hveiju Minning: Pálmi H. Ágústsson Fæddur 12. desember 1911 Dáinn 8. október 1991 1 gær var jarðsettur frá Þjóð- kirkjunni í Hafnarfirði, Pálmi Helgi Ágústsson kennari. Pálmi fæddist í Narfakoti í Njarðvíkum 12. des- ember 1911. Foreldrar hans voru hjónin Sigríður Jónsdóttir frá Rút- staða-Suðurkoti í Flóa, og Friðrik Ágúst Pálmason frá Hvammi í Langadal A.-Hún. Okkur barnabörnunum í Álfa- berginu, langar að minnast hans með nokkrum fátæklegum orðum á kveðjustund. Minningar streyma fram og spurningar vakna. Kemur hann afi ekki aftur til okkar á pallinn og kætist yfir gróðrinum í garðinum, eða ekur með okkur upp í landið við Kaldárselsveg? Við ætluðum svo sannarlega að halda upp á áttatíu ára afmælið með honum afa, þann 12. desemb- er næstkomandi, en margt fer öðruvísi en ætlað er. Nú er okkur efst í huga þakkir til drottins, fyrir það að hafa gefið okkur Pálma afa, sem kenndi okk- ur svo margt, þó eitt sé öðru frem- ur, að sælla er að gefa en þiggja. Afi hafði mjög gaman af söng, og bað okkur börnin oft að syngja fyrir sig, og á sat hann afi í stóln- um sínum og sló taktinn með. Þó svo að hann afi væri síðustu mánuðina á hjúkrunarheimilinu Sólvangi, fylgdist hann vel með öllu og bað hana ömmu að setja áfram frímerki í möppurnar okkar barnanna. Frímerkin munum við geyma um ókomin ár, það vissi hann afi best. Hann afi átti svo gott að hafa hana ömmu við hlið sér allt til hinstu stundar. Góðar minningar um afa mun- um við geyma, og við vitum að vel héfur verið tekið á móti honum á því er hann tók sér fyrir hendur. Hann var afar verkhygginn, laginn og velvirkur og hvert það verk er hann tók að sér var fljótt og vel af hendi leyst. Snyrtimennska hans var einnig orðlögð og allt í kringum hann á vinnustaðnum var hreint og fágað, þrátt fyrir að iðngrein hans sé almennt talin óþrifaleg. Trúmennska hans við fyrirtækið var eintök og ungum mönnum er hófu störf með honum og undir handleiðslu hans þótti ekki ónýtt að hafa hann sem fyrirmynd. Samstarfsmenn, vinir og félagar kveðja hér þann sem aldrei brást trausti nokkurs manns. Sigur- björgu, dætrum, tengdasonum og barnabörnum er vottuð innileg samúð. Guðbr. Þorkell Guðbrandsson Rúmlega sjötugur leggur vinur minn Guðmundur Svavar Valdi- marsson upp í sína óumflýjanlegu ferð, til starfa á nýjum vettvangi og mun þar sem hér flytja með sér kærieika, góðsemi og fórnfýsi. Ekki man ég fyrir víst hvað það var sérstaklega sem batt okkur vináttuböndum sem unglinga. Sennilega var það skátafélagið, en þar vorum við báðir virkir og áttum góðar minningar frá þeim árum. En fleira kom til, og fann ég hjá móður minni áð hún gladdist yfir okkar vináttu þó ekki væri beinlín- is um það rætt. Ekki var mér síður vinátta hans dýrmæt þegar ég dvaldist um árabil erlendis. Þá var ég ávallt með hann í þeirri heim- þráar ímynd sem ég byggði upp af Króknum. Raunar var ég líka búinn að festa honum konu, sem rétt reyndist þegar heim kom. En 20. desember 1942 gekk hann að eiga æskuvinkonu okkar beggja, Sigurbjörgu Gunnlaugu Sigurðar- dóttur frá Geirmundarstöðum í Sæmundarhlíð. Vart er hægt að minnast Guðmundar án þess, í upphafi þessarar greinar, að geta hennar, en svo samofið var þeirra líf að einstætt er og til eftirbreytni. Foreldrar Guðmundar voru Margrét Gísladóttir og Valdimar Guðmundsson, þau fluttust frá Mið-Mói í Fljótum, að Garði í Hegranesi og þaðan þegar Guð- mundur var sjö ára til Sauðárkróks og áttu þau þar heima upp frá því. Var hús þeirra lengst af fyrsta húsið á vinstri hönd þegar komið var í bæinn. Nú er það næsta hús norðan Búnaðarbankans. Mundi og Bogga, eins og við innfæddir Króksarar köllum þau, byggðu „suður á mölum”, á Báru- stíg 3 og þangað var gott að koma. Aldrei var svo komið á Krókinn að ég og fjölskylda mín kæmum ekki við á Bárustíg 3. En vinátta mín við Munda og Boggu gengur í ættir. Móðir Munda og móðir mín voru vinkonur og skrifuðust þær á eftir að móðir mín fluttist af Króknum. Vinátta þeirra hjóna fluttist strax til minnar konu þegar ég kvæntist og síðan til barna okkar tengdabarna og barnabarna. Nú verður skarð fyrir skildi í norð- urferðum framtíðarinnar. Eftir áratuga vináttu fer ekki hjá því að margs er að minnast, þær minningar er ljúft að geyma. Þær verða ekki raktar hér, en að- eins drepið á tvær ferðir sem við tveir fórum saman til Kaupmanna- hafnar, fyrir allnokkrum árum til að reka mál hans. Þá fékk ég enn eina sönnun þess hversu einstakur maður Guðmundur var. Gegnvand- aður, úrræðagóður, ákveðinn og skjótur að taka ákvarðanir. Báðar þessar ferðir heppnuðust hið besta og ég var þakklátur fyrir að hafa kynnst enn einni hlið þessa ágæta vinar. Dýrðlegu sumri er lokið og haustið komið með sína litadýrð, sem boðar breytingar á lífskeðj- unni og upprisu að vori. Mér finnst þetta táknrænt, Mundi „er ekki dáinn heldur sefur hann”, og kem- ur til starfa „Guðs um geim.” Við hjónin og fjölskylda okkar sendum þér, Bogga mín, og fjöl- skyldu þinni, innilegustu samúðar- kveðjur og biðjum Guð að styrkja ykkur öll. Ottó A. Michelsen Jarðarför Guðmundar fer fram frá Sauðárkrókskirkju laugardag- inn 19. október. Minning: * Karl Oskar Jónsson Ingibjörg, reyndist alltaf einn besti vinur hans og á hún þakkir skilið. Karl giftist 8. júní 1935 Huldu Pálsdóttur frá Akureyri og lifir hún mann sinn. Einlægar samúðarkveðjur til Huldu, vina og afkomenda frænda míns. Hansína J. Traustadóttir Fæddur 4. júní 1911 Dáinn 9. október 1991 I dag er föðurbróðir minn, Karl Oskar Jónsson, borinn til hinstu hvíldar, frá Fossvogskirkju kl. 13.30. Karl var fæddur í Reykjavík 4. júní 1911. Foreldrar hans voru Jensína Teitsdóttir ættuð frá Álfta- nesi og Jón Erlendsson frá Hreiðurborg á Eyrarbakka. Karl var á þriðja ári þegar fjölskyldan fluttist til Vestmannaeyja, þá höfðu þaueignast annan dreng, Trausta og í Vestmannaeyjum fæddist dóttirin Jensína. Jón var skipstjóri í Vestmanna- eyjum í 14 ár. Þau byggðu sér þar hús sem Hjalteyri heitir og voru ævinlega kennd við það nafn. Hafði Karl alltaf góðar minningar frá æskuárunum í Eyjum, og eignuð- ust þau systkinin þar marga af sínum bestu vinum. Árið 1927 fluttist fjölskyldan til Reykjavíkur. Karl fór þá til náms í Samvinnuskólann. Á síldarárunum ráku þeir bræð- urnir saman síldarsöltunarstöð á Siglufirði í nokkur sumur. Karl var lengi við útgerð og var m.a. for- stjóri fyrir Garði hf. í Sandgerði í 13 ár. Var hann í hreppsnefnd og mörgum öðrum trúnaðarstörfum á þeim tíma sem hann bjó í Sand- gerði. Þá réðst hann til SÍS sem fískeftirlitsmaður í nokkur ár. Þá tekur hann á leigu Hraðfrystihúsið á Vopnafirði og rekur það í 3 ár, síðan byggir hann upp, ásamt son- um sínum síldarsöltunarstöð þar og reka þeir hana í nokkur ár. Hann gekk í Oddfellowregluna ungur maður. Karl eignaðist fimm börn, elst var jensína Fanney, sem Iést fyrir nokkrum árum, Jón Trausti, örn, Eygló og Gunnvör. Kona Arnar, æðri tilverustigum, þökk sé guði. Elsku amma Helga. Við biðjum algóðan guð að vera með þér, og gefa okkur öllum styrk á kveðju- stund. Blessuð sé minning afa. Guðlaug Birting cifmælis- og minningargreina Morgunblaðið tekur afmælis- og minningargreinar til birting- ar endurgjaldslaust. Tekið er við greinum á ritstjórn blaðsins á 2. hæð í Aðalstræti 6, Reykjavík og á skrifstofu blaðsins í Hafn- arstræti 85, Akureyri. Athygli skal á því vakin, að greinar verða að berast með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðvikudagsblaði að berast síðdegis á mánudegi og hliðstætt er með greinar aðra daga. í minningargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Ekki eru tek- in til birtingar frumort ljóð um hinn látna. Leyfilegt er að birta til- vitnanir í ljóð, tvö erindi, eftir þekkt skáld, og skal þá höfundar getið. Sama gildir ef sálmur er birtur. Meginregla er sú, að minning- argreinar birtist undir fullu nafni höfundar. Við birtingu afmælisgreina gildir sú regla, að aðeins eru birtar greinar um fólk sem er 70 ára eða eldra. Hins vegar eru birtar afmæl- isfréttir með mynd í dagbók um fólk sem er 50 ára eða eldra. Mikil áhersla er á það lögð að handrit séu vel frá gengin, vélrituð og með góðu línubili.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.