Morgunblaðið - 18.10.1991, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 18.10.1991, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. OKTÓBER 1991 27 Hjónanám- skeið í Laug- arneskirkju HJÓNANÁMSKEIÐ verður laug- ardaginn 19. október í Safnaðar- heimili Laugarneskirkju. Aðal- leiðbeinandi verður sr. Þorvald- ur Karl Helgason forstöðumaður Fjölskylduþjónustu kirkjunnar. Námskeiðið stendur frá kl. 13-19. Takmarkaður fjöldi kemst á námskeiðið, en skráning fer fram í Laugarneskirkju milli kl. 9 og 12 árdegis. Hjónanámskeið með þessu sniði hafa verið nokkrum sinnum í Laug- arneskirkju og víðar og nú mun í auknum mæli verða gefinn kostur á námskeiðahaldi sem þessu svo og helgarnámskeiðum í Skálholti. Upplýsingar um fræðslustarf kirkj- unnar á þessu sviði fást hjá Fjöl- skylduþjónustu kirkjunnar á Lauga- vegi 13. Þessi nýja stofnun kirkj- unnar var opnuð sl. sumar og hefur á að skipa mjög hæfu fólki sem er með sérþekkingu á hjóna- og fjöl- skyldumeðferð. Jón D. Hróbjartsson, sóknarprestur. Tvö af verkum G.R. Lúðvíkssonar G.R. Lúð- víksson sýn- ir á Mokka Myndlistarmaðurinn G.R. Lúð- víksson hefur sett upp sýningu á kaffihúsinu Mokka, Skólavörðu- stíg. A sýningunni eru þrívíð verk, ljósmyndir o.fl. G.R. Lúðvíksson útskrifaðist í vor úr fjöltæknideild (nýlistadeild) MHÍ. Hann hefur áður sýnt m.a. í Hafnarborg, Djúpinu, Akraborg- inni, 22 og á Kaffi Splitt. ----------------- ■ DREGIÐ var í sumarhapp- drætti íþróttafélags heyrna- lausra þann 16. október sl. og eru vinningshafar eftirfarandi: 1. 1659, 2. 510, 3. 5518, 4. 5637, 5. 4061, 6. 180, 7. 7721, 8. 1030, 9. 409, 10. 7443, 11. 755, 12. 9113, 13. 947, 14. 6622, 15. 3311, 16. 350, 17. 2074. Vinninga má vitja á skrif- stofu íþróttafélags heyrnarlausra, Klappastíg 28, alla virka daga. Félagið þakkar veittan stuðning, segir í fréttabréfi. (Birt án ábyrgðar) Morgunblaðið/Emilía Fyrsti kaupandi Holstein í Kringlunni var Egill Örn. Hann var leystur út með gjöfum af markaðsstjóra Holstein-umboðsins, Birgi Hrafnssyni. Holstein í Kringluna BYRJAÐ var að selja þýzka Holstein-bjórinn að nýju í verzl- un ATVR í Kringlunni í gær. Þegar bjórsala var leyfð á ís- landi var Holstein ein þeirra teg- unda sem fengust. Síðar hvarf hún af markaðnum en hefur að undanförnu aðeins fengist á veit- ingastöðum og í Heiðrúnu, verzl- un ÁTVR. Konráð Axelsson hf hefur umboð fyrir Holstein. ■ Á PÚLSINUM heldur fjöl- miðlablúsaraeinvígið áfram undir handleiðslu Blúsmanna Andreu, sem leika bæði kvöldin. Stöð 2 tók áskorun DV með stíl og sendi 8 manna blúshljómsveit Blátt áfram, sem sinn fulltrúa. Ekki er að efa að Ríkissjónvarpið taki áskorun Stöðvar 2 en ennþá er ekki ennþá vitað hveijir verða fulltrúar þess. Að venju er von á fleiri góðum gestum upp á sviðið með Blúsmönn- um Andreu. Sérstakur gestur verð- ur Leo Gillespie farandsöngvari ljóð- og tónskáld sem gengur um á meðal fólks í salnum á meðan á flutningi stendur og þykir ná ein- stakri stemningu. Eitt verka Ingu Ragarnsdóttur. ■ SKÚLPTÚRSÝNINGU Ingu Ragnarsdóttur í Nýlistasafninu við Vatnsstíg lýkur um helgina. Hún sýnir þar verk sem unnin era úr málmi og bílahlutum auk stúkkmarmara. Sýningin er opin alla daga frá 14-20. M ÁKVEÐIÐ hefur verið að fram- lengja styrktarsýninguna sem verið hefur í FÍM-salnum til sunnudags- ins 3. nóvember. Á sýningunni eru olíu- og akrýlmálverk, vatnslita- myndir, grafík og höggmyndir eftir marga þekktustu listamenn lands- ins. Þeir eru allir félagar í FÍM og gefa þeir félaginu helming sölu- verðs verka sinna. Opið er alla daga frá kl. 14 til 18. ■ LOÐIN ROTTA leikur í veit- ingahúsinu 1929 á Akureyri um helgina. Ýmsar uppákomur eru á döfinni, s.s. undirfatasýning á laug- ardagskvöldið, valdir verða kyn- þokkafyllstu gestirnir og þeir verð- launaðir og gestum gefst kostur á að syngja óskalög með hljómsveit- inni. Hljómsveitina skipa Halldór G. Hauksson, Sigurður Gröndal, Bjarni Bragi Kjartansson, Ingólf- ur Guðjónsson og Jóhannes Eiðs- son. Hljóðmaður Rottunnar í 1929 verður Gunnar Sigurbjörnsson. Bílstjóri Rottunnar er Matti Waag- fjörd. ■ EL/AS Hörleifsson opnaði sína fyrstu einkasýningu á íslandi í Hafnarborg, menningar og lista- stofnun Hafnarfjarðar, laugar- daginn 12. október. Þetta er fyrsta einkasýning Elíasar á íslandi, en hann flutti heim fyrir tveimur árum eftir 27 ára dvöl í Danmörku. Á sýningunni eru olíumálverk, og myndir unnar með olíustifti og ol- íukrít. Öll verkin á sýningunni eru unnin eftir heimkomuna til íslands. Elías hefur haldið einkasýningar og tekið þátt í fjölda samsýninga í Danmörku. Einnig var hann þátt- takandi í samsýningu í FÍM salnum árið 1979. Nú síðast tók hann þátt í myndlistarsýningu á Hellu sem var liður í M-hátíð á Suðurlandi 1991 sem mentamálaráðuneytið stóð fyrir. Sýningin í Hafnarborg verður opin frá 14-19 alla daga nema þriðjudaga fram tii 27. októ- ber. Heimsókn um helgina til Hjálpræðishersins UM NÆSTU helgi heimsækja Hjálpræðisherinn kommandörarnir Lydie og John Ord, sem eru yfirmenn Hjálpræðishersins á Islandi, Færeyjum og Noregi. Þau hafa gegnt þessu starfi í ár, en þetta er í fyrsta skipti sem þau koma til Islands. John Ord er enskur og Lydie er fædd í Belgíu og þau hafa að baki margra ára þjónustu í fleiri löndum í Evrópu. í tengslum við heimsóknina verð- ur haldin foringjaráðstefna í Reykjavík, en hana sækja um 15 leiðtogar, frá þeim stöðum á íslandi og Færeyjum sem Hjálpræðisherinn starfar á. í dag, föstudag, kl. 19.00 verður haldin hermannasamkoma með kvöldverði í safnaðarheimili Dóm- kirkjunnar. Almenn samkoma.verð- ur haldin í Neskirkju nk. sunnudag kl. 16.30 og verður sunnudagaskóli haldinn á sama tíma. Kommandör John Ord verður aðalræðumaður á samkomunni, en fjöldi gesta tekur einnig þátt með söng og vitnisburð- um. Nú er unnið að viðgerð sam- komusal Hjálpræðishersins. (Fréttatilkynning) Umdæmissljóri Hjálpræðishersins fyrir Noreg, Færeyjar og ísland kommandör John og frú Lydie Ord. Sýning í Gallerí List ELIN Magnúsdóttir myndlistar- kona opnar sína sjöttu einkasýn- ingu í Gallerí List 19. október kl. 15.00. Sýningin stendur til 3. nóvember og er opin daglega frá 10.30-18.00, sunnudaga frá kl. 14.00-18.00. Málverkin sem sýnd verða eru unnin í blandað efni og öll unnin á þessu ári. Málverkin eru erótískar næturstemningar með mjúkum blæ. Elín Magnúsdóttir við eitt verka sinna. SJÁLFSTJEDISFLOKKURINN FÉLAGSSTARF Félag sjálfstæðis- manna íNes-og Melahverfi Almennur félagsfundur verður haldinn um heilbrigðismál og pólitík á Hótel Sögu, fund- arsal B, þriðjudaginn 22. október kl. 20.30. Frummælandi verður Einar Stefánsson, prófessor. Fundurinn er öllum opinn. Stjórnin. FÉLAGSLÍF I.O.O.F. 12= 17310188 'h = GH St.St.599110194IX kl. 16.00 Skíðadeild Flokkarungl- inga og barna Hin árlega haustferð verður farin nk. laugardag 19. okt. Brottför kl. 10.30 frá Sundlaugunum í Laugardal. Létt æfing og sund austan fjalis, grillað í Hamragili á heimleiðinni. Fargjald kr. 600,- auk sundl.gjalds. Taki með nesti i hádegissnarl. Heimkoma kl. 18.30. Fjölmennið. Stjórnin. I.O.O.F. 1 = 17310188* =FI. Frá Guðspeki- fólaginu IngótfsstrwU 22. Aakrtftarsinil 38673. í kvöld kl. 21.00 flytur Guðrún Bergmann erindi, „Hin nýja sjálfsrækt", í húsi félagsins, Ing- ólfsstræti 22. Á laugardag er opið hús frá kl. 15.00 til kl. 17.00 með stuttri fræðslu og umræðum kl. 15.30. FERÐAFELAG ÍSLANDS ÖLDUGÖTU3 & 11798 19533 Á mörkum hausts og vetrar í Landmanna- laugum 18.-20. okt. Það eru miklar andstæður i landslagi á Landmannalauga- svæðinu, snævikrýndir fjalla- toppar, kolsvört hraun og lit- skrúðugir líparíthamrar. Laugin er best á þessum árstíma. Það er hægt að komast á gönguskiði á hærri slóðum (t.d. á leiðinni í Hrafntinnusker). Allra síðasta Landmannalaugaferð ársins. Takmarkað pláss. Góð gisting í sæluhúsinu. Uppl. og farm. á skrifst. Öldugötu 3, simar: 19533 og 11798. Munið fjölskylduferð á Sela- tanga, sunnudaginn 20. okt. kl. 13. og kvöldgöngu á fullu tungli miðvikudaginn 23. okt. kl. 20. Allir ættu að vera í Ferðafélag- inu; skráið ykkur á skrifstofunni. Ferðafélag íslands. NÝ-UNG KF.UM & K F U Samvera fyrir fólk á öllum aldri i kvöld i Suðurhólum 35. Bænastund kl. 20.05. Samveran hefst kl. 20.30. Fyrirbænaþjónusta. Aarna Ýrr Slgurðardóttir talar. Ungt fólk á öllum aldri velkomið. ÍJ ÚTIVIST HALLVEIGARSTÍG 1 • SÍM114606 Dagsferðir sunnud. 20. okt. Kl. 10.30: Póstgangan 21. áfangi. Þjórsártún - Hraun- gerði. Kl. 13.00: Kringum Stóra- Reykjafell. Sjá nánar i laugardagsblaði. Sjáumst! Útivist *Hjálpræðis- herinn y Kirkjustræti 2 Hermannasamsæti í kvöid, föstudag, kl. 19.00 í safnaðar- heimili Dómkirkjunnar. Kom- mandershjónin John og Lydie Ord ásamt foringjum Færeyja og islands eru með á þessari samveru og á samkomu í Nes- kirkju sunnudaginn kl. 16.30.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.