Morgunblaðið - 18.10.1991, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 18.10.1991, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. OKTÓBER 1991 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. OKTÓBER 1991 21 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Ritstjórnarfulltrúi Árvakur h.f., Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Björn Vignir Sigurpálsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðal- stræti 6, sími 691111. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 691122. Áskriftar- gjald 1200 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 110 kr. eintakið. Málvitund Aundanförnum misserum hefur mikil umræða verið um viðhald og varðveislu íslenskr- ar tungu. í Háskóla íslands þykir hæfni nemenda sem þar setjast á skólabekk til að tjá sig á íslensku, mjög ábótavant. í því sambandi er talað um að undirbúningur þeirra í menntaskóla sé ekki nógu góður og hafa komið fram hug- myndir um islenzkunámskeið fyrir háskólanemendur. I Menntaskóianum við Hamrahlíð fóru nýlega fram stöðupróf í stafsetningu. Prófið var til að meta réttritunarkunn- áttu fyrsta árs nemenda og niður- staða prófsins átti að skera úr um, hvort nemendur yrðu skyldaðir til að sitja aukanámskeið í íslensku. Það er góðra gjalda vert að at- huga réttritunarkunnáttu ungl- inga sem eru með lokapróf úr grunnskóla, sérstaklega þegar á það er litið, að ekki eru gerðar aðrar kröfur við inngöngu í fram- haldsskóla. Það er alltaf hvimleitt að sjá stafsetningar- og málvillur á prenti. Hinsvegar er umhugsun- arefni, hvort vanhæfni nemenda til að tjá sig á réttri og fallegri íslensku eigi sér eingöngu rætur í málfræði og réttritun. Með því vörpum við allri ábyrgð yfir á skólakerfið og lítum framhjá þeirri ábyrgð sem foreldrar og heimili bera. Sjálfsagt eru til ýmsar leiðir til að læra tungumál, hvort sem það er móðurmálið, eða erlend tunga. Margir telja nauðsynlegt að leggja meiri áherzlu á málfræði og rétt- ritun en gert hefur verið um skeið enda skiptir hvoru tveggja máli, en þarf ekki annað og meira að koma til? Það er gjarnan talað um, að hér áður fyrr hafi íslendingar kunnað að tjá sig á móðurmálinu, hvort sem var í ræðu eða riti, á skýran og skilmerkilegan hátt, með vönduðu orðavali og setn- ingaskipan. Það var í þá daga sem íslendingar voru bókaþjóð. Bókin var leið okkar til að vera í sam- bandi við umheiminn; þær stefnur og strauma sem þar hrærðust. Við höfum hins vegar ekki hugsað eins mikið um, að bókalestur þjón- aði öðrum og mikilvægari til- gangi, þótt sá tilgangur væri að mörgu leyti falinn: Þeim tilgangi að læra og skilja móðurmál sitt. Það er ekki úr vegi að minna á þessa staðreynd nú, þegar í hönd fer hinn árlegi bókamarkað- ur þjóðarinnar, jólabókamarkað- urinn. Þessi árstíðabundna bóka- sala hefur um langan tíma hlotið gagnrýni og talað hefur verið um, að bóksölu þurfí að dreifa yfir allt árið. Sú gagnrýni er sterkur endur- ómur af því „einnota” hugarfari sem einkennir samfélag hraða og spennu, því bækur eyðast ekki svo glatt og þótt jólin líði og bækur hætti að seljast í þeim mæli sem þær gera í nóvember og desem- ber, er hægt að lesa þær áfram. Þær má lesa allt árið. Aðalatriðið er að lesa þær. Mikilvægi góðra skáldverka verður seint ofmetið, þegar rætt er um hæfni okkar til að tjá okk- ur á íslensku. Þar ér ekki einung- is að finna grunninn að hugsunar- hætti okkar og vitund, heldur er þar að fínna á hvern hátt við tjáum okkur. í góðum skáldverkum birt- ast möguleikar okkar til að finna dýpri merkingu orða og orðasam- banda. Því meira sem við lesum, þeim mun sterkari verður málvit- und okkar og hæfni til að tjá okk- ur. Sá sem ekki hefur sterka vitund fyrir því máli, sem hann þarf að tjá sig á dags daglega, getur lent í erfíðleikum. Hann hefur ekki orðaforða til að koma hugsunum sínum til skila, getur ekki skipu- lagt hugsanir sínar til að koma tilfinningum sínum á framfæri og hefur Iitla hæfni til að bæta við sig orðaforða. Það eitt út af fyrir sig setur hvetjum einstaklingi þröngar skorður í samfélagi þar sem stöðugt er verið að bæta nýyrðum við málið. Það er einnig svo, að sá sem ekki getur tileinkað sér eigið tungumál, á oft erfitt með að læra erlenda tungu. í Ijósi þeirra breytinga í samskiptum okkar við Evrópu sem í sjónmáli eru á næstu árum, hlýtur það að vera hveijum einstaklingi mikilvægt að vera að minnsta kosti tvítyngdur. Ef svo er ekki, er hætta á að hann skilji hvorki rétt sinn né skyldur og lifí í sambandsleysi við umhverfí sitt og í stöðugu öryggisleysi. Það er góðra gjalda vert að leggja áherslu á réttritunar- og málfræðikennslu í skólum, en það er ekki nóg að stafsetja rétt, ef rétt ritaður textinn skilar ekki þeirri hugsun sem reynt er að tjá. Málvitund og málhæfni hvers ein- staklings verður til áður en hann hefur skólagöngu. Þeir foreldrar sem lesa fyrir böm sín ala með þeim tilfínningu fyrir hrynjandi tungumálsins, sveigjanleika þess og möguleikum í orðavali og orða- samböndum. Á þeim grunni geta börnin þróað með sér hæfni til að tjá sig, þegar þau fara sjálf að lesa. í íslensku nútímasamfélagi er mikill hraði og spenna, stöðugt eru að koma fram tækninýjungar sem glepja hugann, m.a. í leik- fangaiðnaði. Með því að eltast við þær nýjungar á kostnað bókalest- urs, er foreldri að minnka mögu- leika barns síns til sjálfstjáningar. Því fylgir mikil ábyrgð, sem verð- ur aldrei leiðrétt í skólakerfinu, sama hversu mikil og fullkomin réttritunarkennsla fer þar fram. Náttúruverndarráð um fjallaskála við Skjaldbreið: Skipulagslögum verði fram- í’ylgt og skálar fjarlægðir Engin leyfi hafa enn verið veitt segir oddviti Náttúruverndarráð hefur farið þess á leit við umhverfismála- ráðuneytið, að skipulagslögum verði framfylgt og fjallaskálar, sem reistir hafa verið við Tjaldafell norðan við Skjaldbreið verði fjar- lægðir. Auk þess telur Náttúruverndarráð að gera eigi athuga- semd við vinnubrögð oddvita Grímsneshrepps, þar sem hann vísvit- andi fari ekki að skipulagslögum. Stefán Thors skipulagsstjóri ríkisins segir, að nú reyni á hvort skipulagssljórn muni í framtíð- inni veita samþykki sitt eftirá fyrir framkvæmdum sem þessum. Böðvar Pálsson oddviti Grímsneshrepps og formaður náttúrur- verndamefndar Árnessýslu, segir að engin leyfi hafi enn verið veitt fyrir byggingu skálanna. Böðvar segir að skálarnir séu þrír en í bréfí Náttúruverndarráðs segir að um sé að ræða 5-6 skála í einkaeign. í bréfí Náttúruvemdarráðs til umhverfísráðuneytisins, segir að ráðinu sé kunnugt um að skálar hafí verið fluttir inn á afrétt Gríms- neshrepps án leyfis eða umfjöllunar Skipulagsstjórnar ríkisins. „Fyrir um hálfum mánuði var farið með enn eitt húsið inn á þetta svæði og án tilskilinna leyfa Skipulagsstjóm- ar. Oddviti Grímsneshrepps, Böðvar Pálsson, Búrfelli, sem jafnframt er formaður náttúmrverndamefndar Árnessýslu, hefur heimilað stað- setningar umræddra bústaða en ekki farið að lögum hvað varðar að leita umsagnar Skipulagsstjómar ríkisins. Náttúruvemdarráð fer þess á leit að umhverfísráðuneytið láti fram- fylgja skipulagslögum og láti fjar- lægja umrætt hús, svo og önnur á umræddu svæði sem flutt hafa ver- ið þangað án tilskilinna leyfa Skipu- lagsstjórnar ríkisins. Náttúruvernd- arráð telur einnig að gera beri at- hugasemd við vinnubrögð oddvita Grímsneshrepps í þessu máli, þar sem hann vísvitandi fer ekki að skipulagslögum.” Stefán Thors skipulagsstjóri rík- isins sagði, að samband hafi verið haft við Böðvar Pálsson eftir að heyrst hafí að til stæði að setja nið- ur skála við Tjaldafell. Var honum „ Morgunblaðið/Sverrir Á myndinni má sjá nokkra af fulltrúum námsmannahreyfingarinnar er þeir kynntu athugasemdir sínar á Gauki á Stöng. Frá vinstri Kristinn H. Einarsson, framkvæmdarsljóri Iðnnemasambands íslands, Steinunn V. Óskarsdóttir, formaður Stúdentaráðs Háskóla íslands, Bjarni Ingólfs- son, formaður Bandalags íslenskra sérskólanema og Ingólfur Á. Jóhann- esson, varaformaður Sambands íslenskra námsmanna erlendis. bent á að engin heimild væri fyrir byggð á svæðinu og að fjalla þyrfti um málið í skipulagsstjóm ríkisins. Síðan hafi komið í ljós að þarna eru komin hús og nú hafi borist erindi frá Böðvari til skipulagsstjórnar vegna þessa en það sé óafgreitt og hafi ekki verið skoðað nægjanlega. „Hann hefur að því er virðist leyft þessar framkvæmdir upp á sitt ein- dæmi,” sagði Stefán. Skipulagsstjóm hefur sent Böð- vari bréf, þar sem bent er á að sé það rétt að skálamir hafí verið reist- ir þá sé það án leyfis og þeir ólögleg- ir. Þá hefur byggingafulltrúa hér- aðsins verið sent samsvarandi bréf. „Þarna hefur verið framið lögbrot,” sagði Stefán. „Það reynir á það núna hvort skipulagsstjómin ætlar að láta bjóða sér að fá inn umsókn- ir eftirá þegar búið er að fram- kvæma hlutina. Það yrði mjög slæmt fordæmi og tími til kominn að fjalla um málin á faglegum grundvelli áður en til framkvæmda kemur.” Böðvar Pálsson oddviti Grímsnes- hrepps, segir að á undanfömum ámm hafi hreppsnefndinni borist átta umsóknir um leyfi til að byggja fjallaskála á svæði norðan við Skjaldbreið. „Við höfum engin leyfí gefíð út ennþá,” sagði hann. „Þrátt fyrir það hafa einir þrír aðilar farið inneftir og sett niður skála. Eftir miklar vangaveltur sýnist okkur að besti kosturinn sé að neita ekki skálaleyfum en að þeir standi saman á einum stað. Það var byggð þarna háspennulína fyrir tíu ámm og veg- urinn með henni nýtist eigendum skálanna auk þess sem tekinn var ofaníburður við Tjaldafell í línuveg- inn.” Eigendur skálanna eru björgun- arsveitarmenn og sagði Böðvar að þeir væm tilbúnir til að hlýta þeim niðurstöðum sem fást eftir að eðli- leg umfjöllun hefur farið fram. í bréfí hreppsnefndar til skipulags- stjórnar ríkisins kemur fram að fjallað hafí verið um umsóknirnar á fundum hreppsnefndar, sem auk þess hafí farið í vettvangskönnun og að þær hafí verið kynntar á fundi Oánægja með tillögur um breytingar á námslánum SAMSTARFSNEFND náms- mannahreyfinganna hefur gert athugasemdir við tillögur nefnd- ar á vegum menntamálaráðu- neytisins um breytingar á námsl- ánakerfinu. í athugasemdum samstarfsnefndarinnar kemur fram að námsmenn geri sér fulla grein fyrir erfiðleikum Lána- sjóðs íslenskra námsmanna en telji jafnframt óeðlilegt að ungt fólk í dag þurfi að greiða fyrir uppsafnaðar skuldir sjóðsins. Námsmenn segja að hugmyndir um vexti á námslán feli í sér grund- vallarstefnubreytingu frá viðhorf- um sem gilt hafa um námsaðstoð og lýsa sig alfarið á móti slíkum hugmyndum. Ríkisvaldið hafi tekið lán með vöxtum svo að sjóðurinn gæti staðið við skuldbindingar sínar á vaxtalausum námslánum. Um styttingu greiðslufrests segja námsmenn það vera ógæfu- spor þar sem flestir námsmenn þurfi að koma þaki yfír höfuðið þegar námi lýkur og að það taki tíma að koma sér fyrir á vinnu- markaði að námi loknu. Slíkar að- gerðir gætu því orðið mjög afdrífa- ríkar fyrir stóran hóp fólks. Námsmannahreyfingarnar eru alfarið á móti því að stjórn LÍN hafí heimild til að lengja lánstíma verði greiðslubyrði óhófleg þar sem þeir telja slíkt alls ekki samræmast grundvallaratriðinu um jafnrétti til náms óháð efnahag. Um þá tillögu nefndarinnar að endurgreiðslur falli ekki niður þeg- ar lánþegi andast heldur verði gerð krafa í dánarbú viðkomandi, segja námsmenn það vera harkalega og ómannúðlega kröfu sem lýsi vel vinnubrögðum nefndarinnar. Ennfremur segja námsmenn að laun í landinu séu of lág til þess að 10% heildartekna nægi fyrir fólk að greiða lán sín á þreföldum náms- tíma. Að lokum heldur samstarfs- nefnd námsmannahreyfinganna því fram að í skýrslunni sé litið á LÍN se sem peningastofnun en horft framhjá gildi menntunar fyrir þjóð félagið. svæðisnefndar, sem vinnur að skip- ulagi í Grafningshreppi, Þingvalla- hreppi og Grímsneshreppi. Niður- staða Hreppsnefndar sé að rétt sé að verða við þessum beiðnum og að æskilegasti staðurinn sé við Tjaldafell. Þar sé um örfoka land að ræða og að mikið öryggi sé af slíkum skálum vegna vaxandi um- ferðar um hálendið að vetrarlagi. Þyrlukaupanefnd dómamálaráðherra vill að athugað verði með sam- starf við varnarliðið áður en ákveðið verði hvernig þyrla verður keypt. Skýrsla þyrlukaupanefndar: Samstarf við varnar- liðið verði athugað Fyrr er ekki hægl að taka ákvörðun um hvernig þyrla verður keypt STJÓRNVÖLD þurfa að taka af- stöðu til þess hvort ganga á til samstarfs við varnarliðið um rekstur björgunarþyrlna. Þetta kemur fram í niðurstöðum nefnd- ar sem dómsmálaráðherra skip- aði til að undirbúa þyrlukaup. Nefndin telur brýnt að Landhelg- isgæslan (LHG) fái öflugri þyrlu, en treystir sér ekki til að segja hvernig þyrlu fyrr en ljóst verður hvort af samstarfi við varnarliðið verður. Nefndin telur mikilvægt að endurskoða yfirstjórn björgunarþjónustu og samræma eftilits- og löggæslustörf með hliðsjón af forustuhlutverki LHG. í niðurstöðum nefndarinnar er bent á að á meðan ekki liggi fyrir afstaða stjórnvalda til þess hvort vilji sé til samstarfs við vamarliðið sé ekki fært að taka ákvarðanir um hvernig þyrlu hentugast sé að kaupa. Nefndin ítrekar þó að brýnt sé að LHG fái öflugri þyrlu til af- nota en þá sem hún hefur nú og bendir á að ef kraftmeiri þyrla starf- aði við hlið TF-SIF, eða annarrar sambærilegrar þyrlu, yrði þessi þáttur íslenskra björunarmála í prýðilegu horfí. LHG á tvær þyrlur, TF-GRO, sem ekki getur talist björgunarþyrla, og TF-SIF. Auk þess hefur varnarliðið þijár þyrlur og fær væntanlega fjór- ar nýjar þyrlur til starfa í björgunar- sveitina í vetur. „Það er því með engu móti unnt að segja, að hættu- ástand ríki um þessar mundir hér vegna skorts á björgunarþyrlum,” segir í niðurstöðum nefndarinnar. I niðurlagsorðum skýrslunnar leggur nefndin til að veitt verði heimild til formlegra viðræðna við bandarísk stjómvöld um framtíðar- skipan björgunarstarfsémi fyrir varnarliðið um leið og kannað sé til þrautar, hvort hinar nýju þyrlur vararliðsins hæfí íslenskum björg- unaraðilum. Nefndarmenn segja að komið hafí fram í störfum þeirra að mark- mið LHG sem eftirlits- og björgun- arstofnunar séu ekki skýr. Ymis eftirlits- og löggæslustörf sem falli vel að starfsemi LHG séu falin öðr- um stofnunum. Nefndin telur nauð- synlegt að endurskoða almennt yfir- stjórn björgunarþjónustu og sam- ræma hana með hliðsjón af forustu- hlutverki LHG við breyttar aðstæð- ur. „Við ákvörðun um kaup á nýrri þyrlu er óhjákvæmilegt að huga að slíkri endurskoðun og samræmingu svo að unnt sé að nýta öflugri tækja- kost sem best til að sinna auknum verkefnum. Er það ekki hlutverk nefndarinnar að gera tillögu um slíkar skipulagsbreytingar,” segir í niðurstöðu nefndarinnar. Nefndin telur nauðsynlegt að ís- lenska ríkið starfræki björgunar- sveit búna þyrlum, er standist strön- gustu kröfur og henti aðstæðum hér við land. Hún álítur brýnt að samstarf þyrluvaktar lækna og LHG haldi áfram enda hafi starf- semin margsannað gildi sitt við björgun mannslífa. Björn Bjarnason alþingismaður var formaður nefndarinnar en aðrir nefndarmenn voru Þorsteinn Geirs- son, ráðuneytisstjóri í dómsmála- ráðuneytinu, Gunnar Bergsteins- son, forstjóri Landhelgisgæslunnar, Róbert Trausti Árnason, skrifstofu- stjóri varnarmálaskrifstofu utanrík- isráðuneytisins og Þórhallur Ara- son, skrifstofustjóri í fjármálaráðu- neytinu. Með nefndinni störfuðu einnig Ólafur W. Stefánsson, skrif- stofustjóri í dómsmálaráðuneytinu, Páll Halldórsson yfírflugstjóri og Sigurður Steinar Ketilsson, skip- herra hjá Landhelgisgæslunni. Eg er mjög ósáttur við Morgunblaðið — segir Krislján Jóhannsson um fréttaflutning- af frammistöðu hans í Veróna á Italíu sl. sumar „ÉG er mjög ósáttur við Morgunblaðið og hef verið það síðan í sum- ar. Þetta er einu sinni blað þjóðarinnar og það blað sem þjóðin treystir hvað mest og les mest. Morgunblaðið opinberar í flestum tilfellum mínar eigin skoðanir, bæði pólitískt og um Iífið og tilveruna. Ég verð að segja eins og er að mér finnst blaðið hafa sett mikið niður í blaðamennsku og öllum fréttaflutningi,” sagði Kristján Jóhannsson óperusöngvari í samtali við Morgunblaðið í gær. „Mér fínnst „standardinn” á blað- amönnum hafa lækkað til muna undanfarin ár. Hvað að mér sneri varðandi þetta „debut” í Veróna í sumar þá var fréttaflutningurinn til háborinnar skammar. Lélegir blaða- menn íjölluðu um það og ónýtir þýðendur, þýðendur sem virðast engan veginn skilja þá tungu sem þeir þykjast vera að þýða, sem í þessu fílfelli var ítalska. Blaðið sendir blaðakonu sem hefur minni en enga innsýn í leikhús og ennþá síður í óperu. Hún fjallaði um þetta á eins „provinsíal”-hátt og hægt er og forðaðist það eins og heitan eld- inn að ijalla um minn þátt í dæm- inu, heldur fór í kringum þetta eins og köttur í kringum heitan graut. Síðan tók hún einu greinina, af tug- um greina sem voru allar mjög já- kvæðar þar sem talað var um mig sem stærsta dramatíska tenór í ver- öldinni. Umfjöllunin fór einfaldlega fram um þessa grein sem var í Corríere della Sera sem var tiltölu- lega neikvæð en þó ekki slæm ef hún er lesin af þeim sem skilur tung- umálið. En það var greinilegt að þýðandinn stiklaði á þeim fáu orðum sem hann kunni í ítölsku og lét það sem skipti kannski mestu máli, kyrrt liggja. Þá hluti sem voru virkilega- jákvæðir létu þeir á Morgunblaðinu' algjörlega eiga sig en settu þanr- hlut sem var eini skugginn á ann^ ars glæsilegum sigri í fyrirsögn> Ég var hreinlega búinn að loka á' íslenska fréttamennsku eftir þetta, því raunverulega skiptir hún mig ekki neinu máli. Það skiptir nRtm feril engu máli hvað íslensk blöð eða fjölmiðlar segja um mig eða yfir- leitt íslendingar. Ég er eiginlega búinn að fá mig fullsaddann á svona öfundsnaggi og því að menn séu að reyna að finna eitthvað neikvætt við það sem ég er að gera,” sagði Kristján. Fá greitt fyrir að framleiða ekki mjólk: Þúsund lítra lágmarks- magn hjá hveijum bónda SAMKOMULAG hefur tekist um að greiða bændum 35 kr. fyrir hvern lítra af mjólk innan fullvirð- isréttar þeirra, sem þeir skuld- binda sig til að framleiða ekki á yfirstandandi verðlagsári, en eins og greint var frá í Morgunblaðinu í gær er stefnt að því að minnka nijólkurframleiðsluna um fimm miHjónir lítra á verðlagsárinu með þessum hætti. Lágmarksmagn mjólkur sem hver bóndi fær greitt fýrir É þéhWárt 1íátt er 1.000 lítrar. en ganga þarf frá samningum um þetta I síðasta lagi fyrir 15. mars næstkomandi. Landbúnaðarráðherra hefur enn ekki tekið ákvörðun um hvort bænd- um verði greitt fyrir ónýttan fullvirð- isrétt í lok verðlagsársins, en sam- kvæmt gildandi reglugerð um mjólk- urframleiðslu færist ónotaður réttur til þei*ra sem framleitt hafa umfram eigin rétt. Að sögn Hauks Halldórs- sonar, formanns Stéttarsambands bænda, þarf ákvörðun um þetta að liggja fyrir hið allra fyrsta, annars komi hún í bakið á bændum. „Ef gera á þessar reglugerðar- breytingar sem rætt hefur verið um, þá viljum við ekki að það verði gert það seint á árinu að það komi sér illa fyrir þá aðila sem stílað hafa upp á þennan ónýtta rétt. Við vildum að ákvörðun um þetta lægi fyrir áður en verðlagsárið byijaði, en við erum síður en svo að sækjast eftir því að þetta verði gert,” sagði hann. Bond Evans forstjóri Alumax: Eftírspurn eftír áli mun aukast aftur KANADÍSKA álframleiðslu- fyrirtækið ALCAN tilkynnti í fyrradag að það hefði ákveðið að draga úr álfram- leiðslu sinni um 8,5% á ári og liafði þessi ákvörðun þeg- ar þau áhrif að heimsmark- aðsverð á áli hækkaði um 70 dollara og er nú um 1230 dollarar á tonnið, en undan- farna mánuði hefur verðið verið á bilinu 1130 til 1170 dollarar á tonnið. Bond Evans forstjóri Alumax, eins álfyrirtækjanna þriggja, sem mynda Atlantsál segir að möguleiki sé á því að fleiri álframleiðendur muni draga úr álframleiðslu sinni í kjöl- far þessarar ákvörðunar ALCAN, sem er einn stærsti álframleiðandi heims - fram- leiðir um 1,7 milljón tonna á ári. „ALCAN tilkynnti í gær að þeir hyggist draga ársfram- leiðslu sína saman um 8,5%, vegna þess hve miklar álbirgðir hefðu safnast upp í heiminum. Markaðurinn brást að mínu mati við þessari ákvörðun ALCAN á þann hátt að heimsmarkaðsverð hækkaði um 70 dollara tonnið. Samt sem áður tel ég ekki tíma- bært að ganga út frá því sem vísu að álverð fari nú hækkandi, og að sú verðlægð sem ál hefur verið í undanfarin misseri sé gengin yfír,” sagði Bond Evans í samtali við Morgunblaðið í gær. Bond Evans sagðist líta þann- ig á að vísbendingin um hækkun álverðs yrði ekki raunveruleg fyrr en aukin eftirspurn eftir áli yrði að veruleika. ”Það verður einungis með bata í efnahagslíf- Bond Evans forstjóri bandaríska álfyrirtækisins Alumax. inu og slíkur bati á sér ekki stað mjög hratt, að minnsta kosti ekki í þessu landi,” sagði Evans og átti þar við Bandaríkin. „Ég tel ákveðinn möguleika á því að einhveijir aðrir álframleið- endur fari að dæmi ALCAN og ákveði að draga úr framleiðslu sinni. Þannig gerist það oft á þessum markaði. Randals voru fyrstir til þess að loka verk- smiðju hér í Bandaríkjunum, sem framleiddi 120 þúsund tonn og nú ákveður ALCAN að draga úr framleiðslu sinni í Kanada, Bretlandi og Brasilíu og þegar stórir framleiðendur draga sam- an seglin, þá er það oft þannig að minni framleiðendur fylgja í þeirra fótspor. Ég tel því mögu- leika að fleiri taki svipaðar ákvarðanir á næstu vikum og ef sú verður raunin, þá hlýtur til- hneygingin að verða sú að álverð hækki,” sagði Evans. Evans sagði að það sem skekkti markaðsmyndina nú væri aukið framboð á áli frá Sovétríkjunum, en ekki minni eftirspurn eftir áli á Vesturlönd- um. „Sovétríkin þurfa á öllum þeim gjaldeyri að halda, sem þau geta orðið sér úti um, til þess að afla lífsnauðsynja fyrir vetur- inn og því selja þeir meira magn af áli út úr Sovétríkjunum en þeir í raun og veru hafa bolmagn til að selja, því þeir þurfa á miklu áli að halda í Sovétríkjunum. Þeir kunna að halda þessu áfram um einhveija hríð enn, en ég tel að þeir geti það ekki mikið leng- ur,” sagði Bond Evans. Evans sagði að markaðsverð.( á áli nú væri enn fyrir neðan framleiðslukostnað hjá á mili 80 og 90% álframleiðenda. Verðið þyrfti að ná aftur stöðugleika og fást þyrftu á milli 1750 og 1850 dollarar fyrir tonnið. „Áliðnaðurinn verður til stað- ar í heiminum lengi enn - það veit ég og þörfin fyrir ál á eftir að aukast á ný. Það er ekki hægt að taka mið af einum mán- uði eða svo, þegar framkvæmda- áætlanir eru gerðar, heldur verð- ur að horfa til lengri tíma. Og þegar til framtíðar er horft, er alveg ljóst að eftirspurn eftir áli fer vaxandi á nýjan leik, ekki síst fyrir þá staðreynd að það er endurnýtanlegt, sem er þýð- ingarmikill eiginleiki hér í heimi, þar sem umhverfisvernd og um- hverfismál skipa stöðugt veg- legri sess í allri umræðu og stefn- umörkun,” sagðj.:B.pndfyfyans.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.