Morgunblaðið - 18.10.1991, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 18.10.1991, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. OKTÓBER 1991 25 Tvemiir tím- ar sýnd í Borgarbíói Kvikmyndaklúbbur Akureyrar hefur sitt annað starfsár með sýn- ingu norsku myndarinnar Tvenn- ir tímar (En Handfull tid) eftir leikstjórann Martin Asphaug og er hún gerð árið 1989. Kvikmynd þessi var sýnd á norskri kvikmyndahátíð í Háskólabíói í lok september og fékk hún góða dóma. Aðalpersónan, Martin, er leikin af Espen Skjönbert, lítur um öxl yfir líf sitt og á langar samræður við Önnu konu sína, sem dó af barnsför- um fyrir 50 árum. Myndin verður sýnd í Borgarbíói á morgun, laugardag kl. 17 og mánudaginn ,21. október kl. 19. Myndin er með íslenskum texta og er öllum heimilt að sækja sýningar klúbbsins, án þess að vera félagar. Fréttatilkynning --------------- Sýningu Yal- garðs að ljúka Málverkasýningu Valgarðs Stefánssonar i Gamla Lundi við Eiðsvöll á Akureyri lýkur um helgina. Aðsókn á sýninguna hef- ur verið ágæt og nokkur verk- anna selst. Sýningin er opin frá kl. 14 til 19. Þetta er 10. einkasýning Val- garðs, en hann hefur að auki tekið þátt í fjölmörgum samsýningum. í sumar hélt hann einkasýningu í Lat- hi, vinabæ Akureyrar í Finnlandi í boði menningarmálanefndar Lathi- borgar. --------------- Kirkjukórasamband Eyjafjarðar; Þijú tónskáld heiðruð á 10. söngmótínu Kirkjukórasamband Eyjafjarð- arprófastsdæmis, KSE, heldur sitt 10. söngmót um helgina, dagana 19. og 20. október, en það verður að þessu sinni haldið á Dalvík. Fram koma 9 kórar og 7 kórstjór- ar úr prófastsdæminu, sem nær frá Ólafsfirði um vestanverðan Eyjafjörð og inn Eyjafjarðarsveit. Á aðalfundi KSE síðasta haust var ákveðið að efna til söngmóts og heiðra með því þrjú tónskáld, Áskel Jónsson, en hann varð áttræður í apríl síðastliðnum, Björgvin Guðmundsson, sem hefði orðið 100 ára í apríl á þessu ári og W.A. Moz- art, en 200 ár eru nú liðin frá andl- ati hans. Á sameiginlegri söngskrá, sem allir kórarnir taka þátt í verða lög eftir þá þrjá, svo og fjögur tónskáld úr prófastsdæminu, Bjarna Þor- steinsson, Jakob Tryggvason, Jó- hann Ó. Haraldsson og útsetning eftir Jón Hlöðver Áskelsson. Fyrri dag söngmótsins, laugar- dag, verða kóræfingar og kenndir verða nýir sálmar úr viðbæti sálma- bókarinnar Sálmar 1991 og fjallað um messusöng í kirkjum. Fer þessi liður fram í Dalvíkurkirkju undir stjórn sr. Jóns Helga Þórarinssonar og sr. Kristjáns Vals Ingólfssonar. Kvöldverður og kvöldvaka verður í Árskógi. Á sunnudag verður samæfing stóra kórsins og tónleikar í íþrótta- salnum við Víkurröst kl. 15.00. Þar munu kórarnir syngja hver um sig sér efnisskrá og sameiginlega syngja þeir nökkur lög. Kirkjukórasamband Eyjafjarðar- prófastsdæmis var stofnað árið 1950 og var Áskell Jónsson kórstjóri fyrsti formaður þess. Morgunblaðid/Rúnar Þór Gólfið í nýja íþróttahúsinu er í félagslitum KA, bláu og gulu, og mun hið fyrsta sinnar tegundar hér á landi. Á myndinni eru Hall- dór Jóhannsson í bygginganefnd, Alfreð Gíslason, framkvæmdastjóri, Sigurður Sigurðsson, byggingastjóri, Guðmundur Heiðreksson og Stefán Gunnlaugsson í stjórn KA. Nýtt íþróttahús KA tekið í notkun í dag: Bygging 2.700 fennetra íþrótta- húss hefur aðeins tekið 199 daga Sjálfboðaliðar hafa lagt fram tæplega 9.000 vinnustundir við bygginguna NÝTT íþrótta-, sýningar- og ráðstefnuhús Knattspyrnufélags Akur- eyrar, KA, verður tekið í notkun í kvöld, föstudagskvöldið 18. októ- ber. Dagskrá vígsluhátíðarinnar hefst kl. 18 með leik KA og FH í 1. deild íslandsmótsins í handknattleik, en að honum loknum, kl. 20.30, verður formleg víglsuathöfn. Á sunnudag verður húsið til sýnis fyrir almenning og verða þá á dagskrá ýmsir íþróttaviðburð- ir. Húsið, sem er 2.700 fm, var byggt á 199 dögum, sem mun vera íslandsmet og er það byggt í samstarfi KA og Akureyrarbæjar. Kostnaðaráætlun hljóðaði upp á 155 milljónir króna, en endanlegur kostnaður við bygginguna liggur ekki fyrir. í húsinu er íþróttasalur, 30x22,5 framkvæmdir hófust 2. apríl. metrar að stærð, fjögur búningsher- bergi, leikfimi- og ráðstefnusalur, júdósalur, anddyri, áhaldageymsl- ur, starfmannaaðstaða, kennara- herbergi, snyrtingar, skrifstofur og fleira. Grunnur hússins, veggir upp að þriggja metra hæð og suðurgafl eru steyptir, en yfírbygging er lím- trésrammi með einangruðum timb- ureiningum og stálklætt. Alfreð Gíslason hefur verið ráðinn fram- kvæmdastjóri hússins. Fyrsta skóflustunga að húsinu var tekin 30. mars síðastliðinn, en Byggingartíminn er því 199 dagar sem telst vera nýtt íslandsmet í byggingarhraða. Iþróttahúsið er byggt í samstarfi KA og Akureyrarbæjar, en á tíma- bilinu 1991 til 1995 greiðir Akur- eyrarbær 75% af áætluðum byggingakostnaði við íþrótta- og kennsluhluta hússins, sem er 2.200 fermetrar. Auk þess greiðir Akur- eyrarbær hlut i áhöldum vegna íþróttakennslu skólabarna. Endan- legar tölur um kostnað vegna bygg- ingarinnar liggja ekki fyrir, en áætlanir hljóðuðu upp á 155 milljón- ir króna. Akureyrarbær mun leiga húsið til íþróttakennslu virka daga 9 mánuði ársins, en KA mun nýta húsið fyrir hinar ýmsu deildir fé- lagsins auk þess sem húsið verður leigt út til almennings. Jafnframt er áformað að markaðssetja húsið sem ráðstefnu- og sýningahús. Mikil vinna liggur að baki, en KA-menn áætla að sjálfboðaliðar hafi lagt fram tæplega 9.000 vinnu- stundir við bygginguna. Húsið verður sem fyrr segir formlega tekið í notkun í dag, föstu- dag, en dagskrá vígsluhátíðar hefst kl. 18. með leik KA og FH í 1. deild íslandsmótsins í handknattleik og segja KA-menn vel fara á því að ieika fyrsta leikinn í húsinu við Hafnfirðinga, þar sem verið hafi vagga handknattleiks í landinu. Halldór Jónsson bæjarstjóri verður heiðursgestur leiksins. Að loknum leik verður formlega vígsluathöfn fyrir boðsgesti, en á miðnætti verð- ur húsið opnað fyrir almenning og eru þá allir velunnarar félagsins boðnir velkomnir. íþróttahúsið verður sýnt almenn- ' ingi á sunnudag frá kl. 13 til 17 og verður þá boðið upp á kaffiveit- ingar. Ýmsir íþróttaviðburðir verða á dagskránni, kl. 13. leika yngri flokkar KA handknattleik og knatt- spyrnu og kl. 14 hefst leikur meist- araflokks kvenna i blaki, en þar eigast við KA og UBK. Æfingar verða í júdósal allan daginn og uppskeruhátíð yngri flokka í knatt- spyrnudeild KÁ verður haldin frá kl. 15 til 16. Verktakar við bygginguna voru SS-Byggir og Pan hf., en um múr- verk sá Múrprýði, Húsprýði sá um málningu, Miðstöð um hitalagnir, Blikkrás um loftræstikerfi, Rafiðn um raflagnir en auk þeirra hafa ýmsir aðilar séð um smærri verk. Iðja, félag verksmiðjufólks: Heimildar til verkfallsboðunar verður aflað á fundi á morgun Biðlund ófaglærðs starfsfólks mjólkursamlagsins eftir 3.000 króna launahækkun vegna námskeiða er á þrotum A ALMENNUM félagsfundi Iðju, félags verksmiðjufólks á Akureyri, sem haldinn verður á morgun, laugardag, verður m.a. sótt um heimild stjórnar og trúnaðarmannaráðs til verkfallsboðunar. Ástæða þess er m.a. sú að mikil ólga er nú á meðal ófaglærðra starfsmanna hjá Mjólk- ursamlagi KEA, en þeir hafa ekki fengið greiddan kaupauka vegna námskeiða sem þeir liafa sótt. Engin ákvæði eru í samningum um greiðslu námskeiðsálagsins, en starfsmenn telja sig hafa loforð frá vinnuveitenda um greiðsluna, sem ekki hafi verið staðið við. Starfsmenn Mjólkursamlagsins anir frá vinnuveitenda um að þeir komu saman til fundar nýlega þar sem þessi máí voru rædd og kom þar fram mikill einhugur um að sækja þessar greiðslur, enda teldu starfsmenn sig hafa loforð og bók- fengu greiddan kaupauka að loknum námskeiðum sem þeir sækja. Ofaglært starfsfólk sem sækir námskeið fær rúmlega 3.000 króna kauphækkun á mánuði að námskeiði loknu og sagði viðmælandi blaðsins að starfsfólki samlagsins þætti gremjulegt að hafa setið á námskeið- um samtímis t.d. starfsfólki Kjötiðn- aðarstöðvar KEA og Lindu, sem strax fengu námskeiðið metið til launahækkunar. Hann sagði að bið- lund starfsmanna væri á þrotum, enda ætti málið sér langa forsögu, en ekkert hefði miðað. Verkfallsheimildar verður aflað á fundi Iðju á morgun, en heimilt er að boða til verkfalls viku eftir að heimild er fengin. Starfsmaður sam- lagsins sagðist reikna með að verk- fall yrði boðað í síðustu viku í októ- ber. Ljóst væri að ekkert yrði gefíð eftir í þessu máii, um það hefðu all- ir verið sammála á fundinum. Ákvæði um launahækkun vegna setu á námskeiði eru ekki inni í samn- ingum starfsfólks í mjólkurstöðvum, en krafa þar um hefur verið á borð- inu í nokkur ár. Starfsfólk hjá mjólkursamlaginu á Húsavík hefur ákveðið að vera með fund um þessi mál á mánudag og verður ákveðið á fundinum hvort leit- að verður eftir verkfallsheimild. Að- gerðir starfsmanna í mjólkurstöðvum annars staðar á landinu vegna þessa eru komnar styttra á veg.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.