Morgunblaðið - 02.11.1991, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 02.11.1991, Blaðsíða 1
64 SIÐUR B/LESBOK STOFNAÐ 1913 250. tbl. 79. árg. LAUGARDAGUR 2. NÓVEMBER 1991 Prentsmiðja Morgunblaðsins Bandaríkin: Krabbameini eytt með erfðasljórn Króatar standa í biðröð eftir vatni í borginni Dubrovnik sem júgóslavneski sambandsherinn situr um. Myndin var trekin í gær. Um 50.000 manns búa við einangrun í borginni. Yfirmenn hersins hótuðu í gær nýjum árásum á Dubrovnik. Sjá „Boða nýjar árásir á Dubrovnik” á bls. 21. Nokkur ár þar til hægt verður að beita aðferðinni við krabbameinslækningar Reuter Washington. Reuter. BANDARISKUM vísindamönnum hefur tekist með svokallaðri erfða- stjórn að eyða krabbameinsæxlum í músum. Gátu þeir örvað ónæmis- kerfi þeirra, svonefndar T-frumur, þannig, að þær útrýmdu krabba- meinsfrumunum án þess að skaða heilbrigðar frumur. Er frá þessu skýrt í tímaritinu Science en jafnframt tekið fram, að enn sé mikið tilraunastarf óunn- ið. Höfundur greinarinnar, Paul Golumbek, vonast þó til, að brátt verði unnt að reyna þessa aðferð á mönnum. Við rannsóknirnir, sem fóru fram við John Hopkins-læknahá- skólann, voru teknar krabbameins- frumur úr mús og erfðaeiginleikum þeirra breytt þannig, að þær fram- leiddu mikið af Interleukin-4 eða IL-4. Er um að ræða náttúrulegt efni, sem örvar T-frumumar, en fram- leiðsla þess í líkamanum vex ekki þótt hann sé sjúkur af krabba- meini. Þegar krabbameinsfrumun- um var komið aftur fyrir í músinni réðust T-frumurnar á þær og eyddu. Michael Blaise, sérfræðingur í erfðastjórn við bandarísku krabba- meinsstofnunina, segir, að þessar tilraunir séu afar merkilegar en sjálfur gekkst hann fyrir annarri tímamótatilraun fyrir þremur vik- um. Fólst hún í því, að reynt var að bólusetja 46 ára gamlan krabbameinssjúkling fyrir eigin krabbameinsfrumum. Var spraut- að í hann krabbameinsfrumum, sem hafði verið breytt þannig að þær framleiddu mikið af TNF (tumour necrosis factor) en það er náttúrulegt eggjahvítuefni, sem drepur krabbameinsfrumur. Við rannsóknir á músum hefur komið í ljós, að krabbameinsæxli vaxa fyrst eftir TNF-meðferðina en skyndilega stöðvast vöxturinn og æxlin hverfa. Er vonast til, að sú verði einnig raunin með mann- inn. Sigurður Björnsson læknir sagði í samtali við Morgunblaðið að mikl- ar vonir væru bundnar við rann- sóknir af þessu tagi þó þær væru enn sem komið væri á tilrauna- stigi. Hugsanlega væri þarna á ferðinni gott vopn í baráttunni gegn krabbameini en nokkur ár myndu þó eflaust líða þar til hægt yrði að beita því við almennar krabbameinslækningar. Miðausturlandaráðstefnan í Madríd: Lsraelar og Palestínumenn hefja viðræður á morgun Madríd, Tel Avív. Reuter. Frá Ragnari Bragasyni FRIÐARVIÐRÆÐUR hefjast á morgun í Madríd milli fulltrúa Israela og Palestínumanna, að því er Yitzhak Shamír, forsætis- ráðherra Israela, og Hanan Ahrawi, talsmaður Palestínu- manna, skýrðu frá í gær. Skömmu eftir yfirlýsingu Ahrawi sagði Farouq al-Shara, fréttaritara Morgunblaðsins. utanríkisráðherra Sýrlands, að engar ákvarðanir hefðu verið teknar um tvíhliða viðræður milli ísraela annars vegar og fulitrúa arabískra nágranna þeirra á Mið- austurlandaráðstefnunni í Madríd hins vegar. Setningar- fundi ráðstefnunnar lauk í gær með hatrömmum deilum ísraela og araba og um tíma varð að fresta fundum til þess að finna lausn á deilu um hvar næstu lot- ur ráðstefnunnar færu fram. James Baker, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, talaði tæpitungu- laust til fulltrúa á Miðausturlanda- ráðstefnunni í gær þegar honum og Borís Pankín, sovéskum starfs- Rússland: Þingið samþykkir um- bótatillögur Jeltsíns Moskvu. Rcutcr. RÚSSNESKA þingfið samþykkti í gær með yfirgnæfandi meirihluta tillögur Borisar Jeltsíns forseta sem meðal annars kveða á um að markaðsbúskapur verði innleiddur í lýðveldinu. Einnig veitti þing- ið honum aukin völd til að tryggja að breytingarnar nái fram að ganga. Fulltrúaþingið, sem er æðsta löggjafarsamkoma Rússlands, samþykkti hina róttæku áætlun Jeltsins með 876 atkvæðum á móti 16. Samkvæmt tillögunum verður verðlag gefið frjálst fyrir árslok, víðtækri einkavæðingu komið á og peningamagn í umferð takmarkað. Þingið samþykkti einnig að fá Jeltsín í hendur vald til að þagga niður í íhaldssömum stjórnum sjálfsstjórnarhéraða sem reyna að hindra að umbæturnar nái fram að ganga. Ákvörðun þingsins, sem á sér ekkert fordæmi, mun leiða til þess, að Rússland, sem er voldugast Sovétlýðveldanna, verði driffjöður efnahagsumbótanna í Sovétríkjun- um. Jeltsín er sagður hafa horfið frá tillögugerð sinni um stofnun sjálf- stæðs seðlabanka fyrir Rússland. Ivan Silayev, sem gegnir embætti forsætisráðherra Sovétríkjanna til bráðbirgða, sagði Tass-fréttastof- unni, að hann og Jeltsín hefðu komið sér saman um, að sovéska þingið mundi endurskoða beiðni ríkisstjórnarinnar í Kreml um 30 milljarða rúblna lán frá ríkisseðla- bankanum. Sú beiðni var ástæða þess að Jeltsín lagði til, að stofnað- ur yrði sérstakur seðlabanki fyrir Rússland. Harðir andstæðingar umbóta- áætlunarinnar segja að ráðstafan- irnar sem grípa eigi til muni leiða Borís Jeltsín til fjöldaatvinnuleysis og mikilla þrenginga almennings, sem þegar eigi við að stríða alvarlegan skort á nauðsynjavörum. Jeltsín sagði á fimmtudag, að ríkið mundi ákveða verð á helstu matvörum, olíu, kolum og gasi, eftir að verðlag á öðrum vörum hefði verið gefið fijálst. bróður hans, hafði tekist að setja niður deilur um fundarstað áfram- haldandi viðræðna. „Gagnvart þjóð- um ykkar hvílir sú ábyrgð á ykkur að semja um frið. Sömu skyldur hafið þið gagnvart heimsbyggðinni. Ef þið grípið ekki þetta sögulega tækifæri verður ekki við neinn að sakast utan ykkar heimshluta,” sagði Baker. Shamir sagði við komuna til Ben Gurion-flugvallarins í Tel Avív að það væri ekki vilji Israela að halda samningaviðræðum áfram í Madríd, en þeir vildu í gær að næstu við- ræðulotur færu fram í löndum deiluaðila en ekki í Madríd. Með því móti myndu þeir öðlast tákn- ræna viðurkenningu fjandmanna sinna. Gegn þessu lögðust hinar sendinefndirnar á ráðstefnunni og er Baker sagður hafa beygt ísraela til að halda fundum áfram í Madríd. Hanan Ahrawi sagði á blaða- mannafundi að tvíhliða viðræður Palestínumanna við ísraela á morg- un, sunnudag, myndu snúast um tíma, stað, dagskrá og fyrirkomulag frekari samningaviðræðna. Rétt eftir að fundum lauk í Madríd í gær gerðu ísraelskar orr- ustuþotur árás á skæruliðastöðvar í suðurhluta Líbanons í hefndar- skyni fyrir aðgerðir skæruliða sem felldu þrjá ísraelska hermenn og særðu sex sl. þriðjudag. Sjá „Arabar fordæma ásakanir Shamirs um gyðingahatur” á bls. 20-21. í biðröð eftir vatni

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.