Morgunblaðið - 02.11.1991, Page 21

Morgunblaðið - 02.11.1991, Page 21
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. NÓVEMBER 1991 21 Yitzhak Shamir, forsætisráðherra ísraels, ræðir við James Baker, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, áður en hann fór af friðarráðstefn- unni í Madrid eftir að hafa flutt þar ræðu í gær. Abdel-Shafi hvatti Bandaríkja- menn og Sovétmenn, sem stóðu fyrir ráðstefnunni, til að gera öll hernumin svæði Israela að vemdar- svæðum alþjóðastofnana. „Pal- estínumenn eru fúsir til að treysta ykkur fyrir því að vernda líf okkar og land þar til samið hefur verið um réttlátan frið,” bætti hann við. Hann sagði að Palestínumenn hefðu fagnað friðarráðstefnunni með því að bjóða ísraelskum her- mönnum olíuviðargreinar sem frið- artákn og vísaði til fagnaðarláta sem brutust út á hernumdu svæð- unum eftir ræðu hans í fyrradag. „Palestínsk börn skreyttu skrið- dreka hersins með friðartáknum.” Jórdanir segja ísraela vilja hindra friðarumleitanir Kamel Abu Jaber, utanríkisráð- herra Jórdaníu, var harðorður í garð Shamirs og sakaði hann um að reyna að koma í veg fyrir að ráðstefnan bæri tilætlaðan árangur. „Það sem við heyrðum frá honum var í raun enn eitt afturhvarfið til gömlu hugmyndafræðinnar, sem miðaði augljóslega að því að tor- velda og í raun hindra friðarumleit- anir.” Hann bætti við að ísraelar gætu annaðhvort fengið land eða frið, en ekki hvort tveggja. Amr Moussa, utanríkisráðherra Egyptalands, reyndi að sefa deilu- aðilanna og gagnrýndi Shamir fyrir að flytja skammaræðu í stað þess að friðmælast við araba. Hann sagði að ekki mætti gera of mikið úr ágreiningi Israela og araba á ráð- stefnunni og kvaðst vongóður um að hún væri fyrsta skrefið í átt til friðar í Miðausturlöndum. Júgóslavía: Boða nýjar árás- ir á Dubrovnik Belgrad, Dubrovnik. Reuter. JÚGÓSLAVNESKI sambandsherinn ætlar að grípa til nýrra aðgerða til að neyða Króata í Dubrovnik til uppgjafar og hefur horfið frá fyrra boði sínu um friðasamlega lausn. Skýrði talsmaður hersins frá þessu í gær. Savo Lukic, talsmaður sam- bandshersins, sagði, að króatísku þjóðvarðliðarnir í Dubrovnik notuðu vopnahléð til að birgja sig upp af vopnum en meginverkefni sam- bandshersins væri hins vegar að afvopna þá. Kenndi hann Króötum um og sagði þá ekki vilja friðsam- lega lausn. Um 50.000 manns, karl- mer.n, konur og börn, eru innikróað- ir í borginni en síðustu daga hefur fólkinu borist nokkuð af nauðsynj- um með skipum. Stipe Mesic, króatískur forseti Júgóslavíu, var meðal þeirra, sem komust til Dubrovniks í fyrradag, og í ræðu, sem hann hélt fyrir mikl- um mannijölda í gær, sakaði hann Vestur-Evrópu og Bandaríkin um að hafa svikið málstað Króata. „Þessi ríki hafa stutt lýðræðisþró- unina hér í orði en vilja ekkert gera til að verja hana á borði,” sagði Mesic. ■ ÓSLÓ - Aung Sang Suu Kyi, sem hlaut friðarverðlaun Nóbels á þessu ári og haldið er í stofufang- elsi og einangrun í heimalandi sínu, Burma, hefur fengið að vita um verðlaunaveitinguna, að sögn Nó- belsnefndarinnar norsku. „Hún sagðist mjög þakklát fyrir þann heiður sem nefndin hefði sýnt henni,” sagði Odd Arne Westad, talsmaður Nóbelsnefndarinnar. Hann sagðist ekki geta skýrt frá því hver hefði komið tíðindunum til Suu Kyi. Herforingjastjóm Burma fangelsaði andófskonuna eftir að flokkur hennar sigraði með yfir- burðum í fijálsum kosningum 1989. H BÚKAREST - Rúmenarhafa afmáð öll sýnileg merki kommún- ismans í landinu eftir fall einræðis- herrans Nicolae Ceausescu og í því sambandi hafa 160 götur í höf- uðborginni Búkarest verið nefndar upp á nýtt. Bera þær nú nöfn kónga, kirkjuleiðtoga, fijálslyndra stjórn- málaleiðtoga, menningarfrömuða og ein gata ber nafn fransks blaða- manns sem beið bana í uppreisninni gegn Ceausescu í desember 1989. ■ KAUPMANNAHÖFN - Vís- indamenn við sjúkrahúsið í Hvidovre vonast til að geta hafið tilraunir með nýtt alnæmislyf eftir hálft annað ár. Á það að koma í veg fyrir, að alnæmisveiran geti fjölgað sér og er einnig að því stefnt að búa til bóluefni gegn alnæmi. Lyfið ræðst á sykrur, sem aðeins fínnast í alnæmisveirunni og krabb- ameinsfrumum, en uppistaðan er annars eggjahvítuefni, sem er svo líkt eggjahvítuefni veirunnar, að líkaminn á bregðast við því og mynda mótefni. Komist veiran inn í líkamann eiga mótefnin að hindra, að hún komi sér fyrir í frumunum. Þá brotnar hún niður og eyðist að sögn vísindamannanna. MODEL MYND Tísku- og módelskóli Nýtt námskeið að hefjast. Innritun hafin í alla hópa í síma 677799. Afhending skírteina laugardaginn 2. nóv. kl. 14-16. Kennarar: Kolla og Snúlla 7-9 ára 10-12 ára 13-14 ára 15-20 ára eldri Ath.: Munið Barnabæ á daginn í Kringlunni. Allt fyrir barnið í dansi, leiklist, söng o.fl. o.fl. Frá 5 ára aldri. MYND Kringlunni, 3. hœð. OG RAÐSÓFUM í VERSLUN OKKAR í SKÚTUVOGI 11 í tilefni sameiningar Lystadúns og Snælands bjóðum við afslátt af eftirtöldum vörum: RÚMDÝNUR SVEFNSOFAR _______/ T^íO Afsláttur gildirtil 10. nóvember. Fjölbreytt úrval áklæða. OPIÐ LAUGARDAG FRÁ KL. 10-16 OPIÐ SUNNUDAG FRÁ KL. 13-16 VERIÐ VELKOMIN msam SKÚTUVOG111 -SÍMI 814655

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.