Morgunblaðið - 02.11.1991, Síða 36

Morgunblaðið - 02.11.1991, Síða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARÐAGUR 2. NÓVEMBER 1991 kirkju og hefst hún kl. 15.00. Þar munu mæta fyrrum skiptinemar, þeir skiptinemar sem nú dvelja hér og aðrir sem starfað hafa að málefnum AUS. Nokkur samtök skiptinema eru starfandi hérlendis. Þeirra á meðal eru Alþjóð- leg ungmennaskipti (AUS) en þau eru 30 ára um þess- ar mundir. AUS er íslands- deild Alþjóðlegu kristilegu ungmennaskiptanna ICYE sem í upphafi spruttu úr samstarfi kirkjudeilda í Bandaríkjunum og Þýska- landi í lok seinni heimsstyij- aldarinnar. AUS hafa starf- að hérlendis frá árinu 1961 og á þeim þrjátíu árum sem liðin eru hafa forgangsverk- efni samtakanna breyst nokkuð, t.d. er lögð áhersla á ungmennaskipti við þró- unarlönd Afríku, Suður- Ameríku og Asíu og nú í ár skiptu samtökin í fyrsta sinn við Lettland. Alþjóð- legu kristilegu ungmenna- skiptin starfa nú í þrjátíu löndum í öllum heimsálfum. í fyrstu starfaði íslands- deildin á vegum þjóðkirkj- unnar undir heitinu KAUS en árið 1983 tóku heim- komnir skiptinemar að sér starfið og var heitinu þá breytt í AUS. Árlega er tveimur skiptinemum frá þróunarlöndum boðið að koma hingað til lands og taka þátt í svokölluðu iðn- nemaprógrammi þeim að kostnaðarlausu. Þróunars- amvinnustofnun íslands hefur veitt samtökunum styrk til þess að standa straum af ferðakostnaði iðnnemanna. ■ KVENFÉLAGIÐ Hringurinn heldur sinn ár- lega handavinnu- og köku- basar á morgun, sunnudag- inn 3. nóvember, kl. 14.00 í Fóstbræðraheimilinu við Langholtsveg. Margir fal- legir munir verða á boðstól- um til jólagjafa og góðar kökur. Ennfremur verða til sölu ný, mjög falleg jólakort félagsins. Állur ágóði rennur til Bamaspítalasjóðs Hrings- ins. Laugordagskvöld 2. nóvember BLÚSBRÆDURNIR (Arnór og Ingó) nýkomnir frá MEMPHIS með stórkostlegt dansatriði EPLIÐ, Ármúla 5, þar sem hlutirnir gerast hratt lUHGUB ÝMIR OG GRÉTAR UPPI, ÞOSSI í KJALLARA-20 ÁRA-OPIÐ TIL KL. 3 Ahrifavaldur í aldarfjórðung Gamli erkibítillinn Paul McCartney í hljómleikamynd- inni Get Back. Kvikmyndlr Sæbjörn Valdimarsson Háskólabíó: „Get Back” Leikstjóri Richard Lester. Tónlistarmynd um hljóm- leikaferðalag Paul McCart- neys og hljómsveitar hans 1989-’90. Leikstjóri Richard Lester. Bretland 1991. BANDAMEAIN leika fyrir dansi í kvöld til kl. 03.00 20 ára jotfiN Nektardansmær Hin stórglæsilega danska nektardans- mær Patricío i fyrsto sinn ó íslandi I kvöld kl. 23.00 stundvislega. Garðatorgi 1, Garðabæ. Sími 65 76 76 . Sjálfsagt höfðar hljómleik- amynd erkibítilsins Paul McCartneys mest til þeirrar kynslóðar sem var uppá sitt besta og varð vitni að því er hinir fjóru, hárprúðu (á þeirra tíma mælikvarða) Liverpool- piltar slógu svo rækilega í gegn að heimurinn hefur ekki orðið samur síðan. Þeim tókst að breyta honum - til hins betra. Get Back er engu síður hvalreki öðrum kynslóðum, ekki síst vegna þess að Paul McCartney og félagar leggja megináherslu á gömul og sí- gild Bítlalög og þau hljóma ótrúlega svipað og á gulladar- plötunum góðu. Það má ekki hrófla við helgidómum. Hér koma þrumurokkararnir Back in the USSR, Get Back, Birt- hday, að maður tali ekki um klassíkina I Saw Her Stand- ing Therc; ógleymanlegar Bítlaballöður einsog Long and Winding Road, Fool On the Hill, Elanor Rigby, Let It Be, Yesterday og Hey Jude. McCartney kryddar svo lagavalið með gömlum og nýjum lögum frá sólóferli sín- um; Band on the Run, Coming Up Live and Let Die, svo nokkur séu nefnd. Sá sem stjórnar öllu húllumhæinu er enginn annar en Richard Lester, sem leiðbeindi Bítlun- um í hinum sögufræu tónlist- armyndum A Hard Day’s Night og Help. Og sá er nú ekki að tvínóna við hlutina. Hann keyrir strax á fulla ferð með Paul í Band on the Run og enginn tími fyrir gamal- kunnugt kjaftæði né hátíðlega gamburspeki sem oft sligar myndir sem þessar, hvert lag- ið öðru betra er leikið á þess- ari vel heppnuðu heimsreisu hljómsveitarinnar, sem m.a. setti aiheimsmet í aðsókn: 184.268 gestir mættu á hljómleikana í Rio de Janeiro! Hinsvegar er fléttað inn í svið- stökurnar fréttamyndum af sögufrægum atburðum á ald- arfjórðungsferli McCartneys og myndum frá hljómleikum Bítlanna og atriðum úr mynd- um þeirra. Hann vottar svo sannarlega sínum gamla fjandvini, John Lennon, virð- ingu sína með því að bregða mynd hans oft og lengi á tjald- ið og er það vel. Þessi frásagn- armáti er geysivel lukkaður og dreifir ekki athygli áhorf- andans frá meginmálinu - tónlistinni. Hljómsveitarmeðlimimir standa sig með miklum ágæt- um, McCartney fer náttúrlega á kostum og nýtur frábærs stuðnings gítar- og bassaleik- aranna, trommarinn og hljómborðsleikarinn eru einn- ig pottþéttir. í rauninni standa sig allir með einstök- um sóma nema frú McCartn- ey, hennar innlegg til sígildrar popptónlistarinnar er lítið meira en flaksandi hár og svo skekur hún sína litlu hnefa útí loftið, svona af og til. Hálf-vandræðaleg innanum alla þessa öndvegis atvinnu- menn, en þá er líka að finna í röðum kvikmyndagerðar- mannanna - m.a. er annar tökustjóranna Jordan Cron- enweth, sem sá um sömu hluti við gerð einnar bestu myndar af þessum meiði, Stop Making Sense, myndar Jonathans Demme um hljómleika Talk- ing Heads. Upptakan er óað- fínnanleg, maður er ein augu og eyru frá upphafi til enda. Bráðfjörug mynd og hrífandi. ■ KVIKMYNDASÝN- INGAR hefjast aftur sunnudaginn 3. nóvember kl. 14.00 fyrir böm og ungl- inga í fundarsál Norræna hússins. Hér er um að ræða kvikmyndir frá Norðurlönd- unum og eru þær sýndar ótextaðar. Býijað verður að sýna tvær myndir frá Dan- mörku. Sú fyrri heitir Guld- hjertet og er frá 1981. Leik- stjóri er Bille August. Myndin segir frá lítilli stelpu sem er í 90 ára afmæli- sveilsu langömmu sinnar. Hún er einkabam og það er ekki alltaf auðvelt að átta sig á heimi fullorðinna. En það breytist þegar hún hittir góðu dísina. Seinni myndin heitir Guld og gronne skove og er gerð 1990. Leikstjóri er Anette Pilmark. Myndin fjallar um litla stelpu í regnskógum Costa Rica. Fjölskrúðug náttúra og dýralíf regn- skóganna fær notið sín í myndinni en jafnframt er sögð saga fátækrar stelpu sem er að hefja skólagöngu og langar í skólabúning eins og hinar skólasystumar. Aðgangur að kvikmynda- sýningunum er ókeypis og er öllum heimill aðgangur. Sunnudaginn 10. nóvember verður sænska kvikmyndin um Línu langsokk á dag- skrá. Hefst sýningin kl. 14.00. ■ HALDIÐ verður upp á 30 ára afmæli Alþjóðlegra ungmennaskipta (AUS) laugardaginn 2. nóvember. Hátíðin verður haldin í safnaðarheimili Bústaða- ingolf pUnktur Boðið upp a Jameson Óperubarinn opnaður kl. 21.00 _____1.1 no nn Opnum niöri kl. 23.00 Verð 500 kr. Óvænt uppákoma eftir miðnætti: Mæta KENDO kapparnir? GÖMLU DAIMSARNIR í HREYFILSHÚSINU í kvöld kl. 21-02. Pantanir í síma 34090 frá kl. 18.00-20.30 og við innganginn. Siffi og félagar. Söngkona Kristbjörg Löwe. Allirvelkomnir. Elding. Hefst kl. 13.30 __________ f Aðalvinninqur að verðmæti________ §| j________100 þús. kr.______________ II Heildarverðmæti vinninqa um — TEMPLARAHOLUN! 300 þús. kr. Eiríksgötu 5 — S. 20010

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.