Morgunblaðið - 09.01.1992, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 09.01.1992, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. JANÚAR 1992 Útgáfu Þjóðviljans verður hætt um næstu mánaðamót Flokksformenn leita nýrra hluthafa í Nýmæli ÚTGÁFUSTJÓRN Þjóðviljans, Bjarki hf., hefur ákveðið að hætta útgáfu Þjóðviljans um næstu mánaðamót, en greiðslustöðvun blaðs- ins rennur út 19. þessa mánaðar. Helgi Guðmundsson ritsljóri blaðsins sagði að unnið væri að því að leita aðila til að leggja fé í nýtt dagblað á vegum undirbúningsfélagsins Nýmælis. Undirbún- ingsvinna liggur, að sögn Gunnars Steins Pálssonar talsmanns hópsins, að mestu niðri meðan leitað er að nýju hlutafé til að hleypa dagblaðinu af stokkunum. Gunnar Steinn sagði að enn skorti 45-50 milljóna kr. hlutafé, eða þann hlut sem áform voru uppi um að íslenska sjónvarpsfé- lagið léti af hendi rakna, en það dró sig út úr fyrirhuguðu sam- starfi í síðasta mánuði. Gunnar sagði að hans vinnu væri að mestu lokið að sinni og það væri nú meðal annars í höndum flokks- formanna Alþýðubandalags og Framsóknarflokks, Ólafs Ragnars Grímssonar og Steingríms Her- mannssonar, að leita að nýjum samstarfsaðilum. „Þeir hafa alltaf fylgst mjög vel með Nýmælishópn- um, Ólafur Ragnar og Steingrím- ur. Nú kemur til þeirra kasta með sín tengsl út í þjóðfélagið. Það er klókara að þeir sem aðstandendur Þjóðviljans og Tímans svitni dálítið meira undan þessu en aðrir í hópn- um,“ sagði Gunnar Steinn. Hann sagði að undirbúningsfé- lagið yrði að líkindum lagt niður um næstu mánaðamót ef ekki fyndust nýir hluthafar að rekstri dagblaðs fyrir þann tíma. Hann kvaðst þó sannfærður um að nýtt dagblað á þeim nótum sem drög hefðu verið lögð að liti dagsins ljós á þessu ári og enn væri miðað við að það kæmi út í byijun mars. Fréttatilkynning Veraldar: Fyrirtækið hætt- ir starfsemi í dag HER FER á eftir í heild fréttatil- kynning sem Flugleiðum hf. barst í gær frá Ferðamiðstöðinni Veröld hf: Fimmtudaginn 9. janúar 1992 mun Ferðamiðstöðin Veröld hf. óska eftir gjaldþrotaskiptum. Fyrir- tækið hættir starfsemi sama dag. Þetta er mikið áfall fyrir starfs- fólk fyrirtækisins og fjölda við- skiptavina þess. Ljóst er því að Veröld getur ekki staðið við skuld- bindingar sínar við farþega á leið til Kanaríeyja. Veröld hefur greint samgöngu- ráðuneytinu frá stöðu mála og einn- ig Flugleiðum en Veröld hafði pant- að sæti fyrir Kanaríeyjafarþega sína með Flugleiðum. Fyrirtækinu er ókleift að standa við samninga sína við Flugleiðir og hótelhaldara á Kanaríeyjum. Ferðamiðstöðinni Veröld er kunnugt um að Flugleiðir hyggjast reyna að firra þá tjóni sem keypt hafa og greitt inná Kanaríeyjaferð- ir með Veröld og tryggja að farþeg- ar fái þá þjónustu sem fyrir hefur verið greitt. Ferðamiðstöðin Veröld er þakk- lát Flugleiðum fyrir þess aðstoð og bendir farþegum sínum á að hafa samband við skrifstofur Flugleiða. Reykjavík 8. janúar ’92, Svavar Egilsson (sign.). Morgunblaðið/Þorkell Þrír ættliðir í brúnni á Skógarfossi í gærkvöldi, Ragnar Ágústsson, Ágúst Ragnarsson og afastrák- urinn Ragnar Ágústsson. Lýkur 44 ára gifturíkum ferli hjá Eimskip: Strauk til að komast á sjó segir Ragnar Agústsson skipstjóri á Skógarfossi RAGNAR Ágústsson, skipstjóri á Skógarfossi, lauk 44 ára gifturík- um ferli hjá Eimskip er hann sigldi skipi sínu í siðasta sinn að landi, í Sundahöfn um kvöldmatarleytið í gærkvöldi. Ragnar er nú 65 ára gamall, en hefur verið sjómaður frá því hann strauk að heiman 15 ára gamall til að komast á sjóinn. Hann réðst fyrst til starfa hjá Eimskip árið 1947, þá sem viðvaningur á gufuskipið Fjallfoss, en fastur skipstjóri hjá félaginu varð hann 1970. „Ég er fæddur og uppalinn í Dýrafirði og þar hafði maður ekk- ert nema fjöruna og sjóinn fyrir augum alla daga,“ segir Ragnar. „Það hefur sennilega alltaf legið fyrir að ég yrði sjómaður því ég strauk að heiman 15 ára gamall og réði mig á dragnótarbát frá Patreksfirði. Síðan var ég á fleiri bátum þaðan og einnig bátum frá_ Þingeyri næstu árin.“ í máli Ragnars kemur fram að hugur hans hafi um stund legið í þá átt að verða kokkur en kona hans, Guðný Pétursdótt- ir, vildi að hann færi í Stýri- mannaskólann og varð það úr, eftir að hann hafði sótt þrisvar um inngöngu. Útskrifaðist Ragnar með skipstjórnarréttindi frá skólanum 1951. „Það er margs að minnast frá þessum ferli mínum en ég varð skipstjóri þegar blómaskeið var í siglingum hérlendis, margir um borð og maður ekki í vandræðum með félagsskap,“ segir Ragnar. „Á þessum árum voru um 30 manns um borð að jafnaði en eru nú ekki nema 11. Skipstjórastarfið er einu sinni þannig að maður einangrast meir og minna en ég sé ekki eftir neinu í mínu lífshlaupi og er þræl- ánægður með lífið og tilveruna og hlakka til að komast í land.“ Ragnar og kona hans Guðný eignuðust fjóra syni og þótt Ragn- ar sé-orðinn 65 ára gamall hefur hann ekki hug á að setjast í helgan stein alveg strax enda heilsa hans í góðu lagi. „Ég hafði hugsað mér að leita að starfi í landi enda ófært að vera atvinnulaus meðan heilsan er í lagi,“ segir hann. Mögulegt að selja eignir Rík- isstópa og hætta rekstrinuni ÞRIÐJI fundur samgönguráð- herra með undirbúningsnefnd um stofnun hlutafélags til rekstr- ar Skipaútgerðar rikisins var haldinn í gær. Þórhallur Jóseps- son, deildarstjóri í samgönguráð- uneytinu, sagði i samtali við Morgunblaðið í gærkvöldi að nefndarmönnum hefði á fundin- um verið gerð grein fyrir kaup- tilboði Samskipa hf. í Esju, eitt af þremur skipum Ríkisskipa. Hann sagði að á fundinum hefði það einnig komið fram af hálfu ráðuneytisins að norskir aðilar hefðu sýnt áhuga á öðru skipi félagsins, Öskju. Þórhallur kveð- ur ráðuneytinu einnig hafa borist fregnir um að þriðji aðili hafi áhuga á þriðja og síðasta skip- inu, sem fyrirtækið á. Til greina kemur að að selja Ríkissjóður lækkar ekki vexti spariskírteina núna RÍKISSJÓÐUR raun ekki lækka vexti á spariskírteinum að sinni þó Seðlabanki íslands hafi lækkað ávöxtunarkröfu á Verðbréfa- þingi um 0,1%, úr 8,25% í 8,15%, að sögn Friðriks Sophussonar, fjármálaráðaherra. Ríkissjóður er nú að gefa út nýjan flokk spari- skírteina meðal annars til að mæta innlausn eldri skírteina sem hefst 10. janúar. Þau bera 6% nafnvexti eins og fyrri skírteini en verða boðin almennum kaupendum með 7,9% ávöxtunarkröfu og áskrifendum með 8,1% ávöxtunarkröfu óbreytt frá því sem verið hefur. Ávöxtunarkröfunni er hægt að breyta með skömrnum fyrir- vara og segist Friðrik hafa trú á að raunvextir eigi eftir að lækka á næstu vikum. „Það er ánægjulegt að Seðlabank- inn skuli meta stöðuna á lánsfjár- markaðnum þannig að skilyrði sé til raunvaxtalækkunar á Verðbréfa- þinginu," sagði Friðrik Sophusson í samtali við Morgunblaðið. „Fjárlög voru afgreidd fyrir jól og lánsfjárlög eru í burðarliðnum. Ljóst er að lánsfjárþörf ríkisins mun minnka verulega á þessu ári miðað við síðasliðið ár. Að því er stefnt að lánsfjárþörf opinberra aðila verði allt að því helmingi minni í ár en í fyrra. Stefna ríkisstjórnarinnar leiðir þess vegna til stöðugleika og ákvörð- un Seðlabankans felur í sér trú á að stöðugleikinn sé varanlegur. Ef þessi þróun heldur áfram á næstu vikum og ávöxtunarkrafan lækkar á markaðnum almennt, einnig á húsbréfum, er alveg ljóst að vextir á spariskírteinum munu lækka,“ sagði Friðrik ennfremur. Hann sagði að lækkun á kauptil- boði á Verðbréfaþinginu væri vís- bending um að raunvextir gætu lækkað á næstunni. Ekki væru þó efni til lækkunar á vöxtum spariskír- teina nú 10. janúar þegar innlausn ætti sér stað. Hann teldi hins vegar að lækkun myndi eiga sér stað á næstu vikum. Aðalatriðið væri að ganga ekki gegn lögmálum markað- arins og besta aðgerðin til að lækka vexti væri að draga úr eftirspurn ríkissjóðs eftir fjármagni. þannig eignir Skipaútgerðarinnar í stað rekstursins í heild, að sögn Þórhalls. Hann segir Samskipa- menn hafa verið í viðræðum við ráðuneytið í gær, og væntanlega muni það skýrast í dag hvort af kaupunum getur orðið. Hjörtur Emilsson, varaformaður undirbúningsnefndarinnar, sagði í samtali við Morgunblaðið í gær- kvöldi að nefndin liti svo á að enn væri fyrir hendi raunhæfur mögu- leiki á að safna tilskildu hlutafé. „Okkur var gefið Ioforð um það þann 30. desember að næstu tvær vikurnar yrði ekki samið við aðra aðila,“ sagði Hjörtur. Hann kvað það orðið ljóst með bréfi samgöngu- ráðherra að ekkert yrði af ríkis- studdum rekstri, hvorki við hið nýja hlutafélag eða aðra aðila sem kynnu að taka að sér flutningsverkefni, en enn ætti eftir að finna lausn á málum er vörðuðu greiðslutrygg- ingar sem ráðuneytið krefst. „Við erum að endurskoða okkar tilboð í ljósi breyttra forsenda, og teljum víst að við fáum í það minnsta þenn- an tveggja vikna frest,“ sagði Hjörtur. „Það er alveg ljóst, að ef um það semst að Samskip kaupi skipið, er allt önnur staða uppi á teningnum,“ sagði Þórhallur. Sagði hann að þá væri í raun ekki lengur um það að ræða að selja reksturinn, heldur væri í raun verið að leysa fyrirtæk- ið upp. Norski skipamiðlarinn, sem hefur sýnt áhuga á að festa kaup á Öskju, hefur tjáð ráðuneytinu að í kjölfar þreifinganna muni fylgja kauptilboð síðar í þessari viku, að sögn Þór- halls. Ragnar Sch. Arnfinnsson Lést í um- ferðarslysi MAÐURINN sem lést í umferðar- slysi við Akranes í fyrradag hét Ragnar Scheving Arnfinnsson, 59 ára gamall. Ragnar var til heimilis í Bakkatúni 14, Akranesi. Hann var fæddur 9. júní 1932, starfaði sem verkamaður og lætur eftir sig uppkomna dóttur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.