Morgunblaðið - 09.01.1992, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 09.01.1992, Blaðsíða 4
- MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. JANUAR 1992 Frumvarp um fuglavernd og veiðar: Ríkínu heimilt að selja veiðimönnum veiðikort EIÐUR Guðnason umhverfisráðherra telur það áhyggjuefni hvað byssueign er ótrúlega mikil hér á landi, ekki síst í ljósi þess að íslendingar hefðu talið sig vopnlausa þjóð sem farið hefði með friði. í samtali við Ævar Petersen fuglafræðing í blaðinu í gær, kom m.a. fram að fuglafriðunarmenn hefðu áhyggjur af því að stórauknar skotveiðar gengju nærri fuglalífi og var leitað álits umhverfisráðherra í framhaldi af því. Umhverfisráðherra sagði tíma- bært að skoða þessi mál í ljósi breyttra aðstæðna. Það væri meðal annars gert í frumvarpi um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum, öðrum en hvölum, sem nú væri til meðferðar í ríkisstjórninni. Þar væri meðal annars gert ráð fyrir að veiðar yrðu skráningarskyldar og að skotveiði- menn yrðu að kaupa sér veiðikort. Menn teldu sig vita hvað fuglastofn- amir væru stórir en ekki hvað úr þeim væri tekið og væri skráning á veiði því nauðsynleg svo menn VEÐUR hefðu einhverja hugmynd um áhrif veiðanna á stofnana. Samkvæmt umræddu frumvarpi fá menn ekki sjálfkrafa veiðileyfi með byssuleyfi, en umhverfisráð- herra heimilað að setja reglur um að veiðimönnum verði gert skylt að afla sér veiðikorts sem gefið verði út af opinberum aðilum. Jón Gunnar Ottósson, deildarstjóri í umverfisráðuneytinu, sagði að hug- myndin væri að á veiðikortunum kæmi fram gildistími, á hvaða svæði viðkomandi væri heimilt að veiða og fjöldi og tegund fugla eða ann- arra dýra. Hann sagði að ætlunin væri að menn þyrftu að endurnýja kortin og þeir sem ekki standi í skilum með upplýsingar missi kort- in. Hann sagði að rætt væri um að innheimt veiðigjald rynni í sér- stakan sjóð sem stæði undir rann- sóknum og stjórnun veiða. Eiður Guðnason sagði að það færi tvennum sögum af stærð ijúpnastofnsins, sumir segðu að mikið væri af ijúpu en aðrir lítið. Taldi hann ótrúlegt annað en að veiðar hefðu einhver áhrif á stofn- stærðina. Nefndi hann að vegna aukinnar tækni í samgöngum kæm- ust menn að fuglum á stöðum sem áður hefðu verið griðlönd fugla. Þetta væri áhyggjuefni. Umhverfisráðherra tók undir þau orð Ævars Petersens að til greina kæmi að friða fleiri votlendissvæði en nú er gert. „Það hefur verið gengið hart fram í að þurrka land, / jét ■ % , - f HelmiW: VeOurstota Islands (Byggí á veöurspá kl. 16.15 í gær) VEÐURHORFUR I DAG, 9. JANUAR YFIRLIT: Yfir landinu er dálítill hæðarhryggur á austurleið, en við Hvarf er heldur vaxandi 985 mb lægð, sem hreyfist norðaustur um Grænlandshaf á morgun. SPÁ: Á morgun má búast við hvassri sunnanátt og rigningu um mest allt land. Hiti 2 til 7 stig. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: HORFUR Á FÖSTUDAG: Vestlæg átt með skúrum eða slydduéljum sunnan- og vestanlands, en léttir smám saman til norðaustanlands. HORFUR Á LAUGARDAG: Suðaustlæg átt með slyddu eða rign- ingu sunnan- og vestanlands framan af degi. Áfram fremur hlýtt, en er líður á daginn kólnar þegar vindur snýst til norðlægrar átt- ar, með éljum norðanlands en léttir til syðra. Svarsfmi Veðurstofu fslands — Veðurfregnir: 990600. y, Norðan, 4 vindstig: * Vindörin sýnir vind- stefnu og fjaðrirnar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. / / / / / / / Rigning / / / * / * / ■* / * Slydda ♦ / * / * * * * * * * Snjókoma * * * -| Q Hitastig: 10 gráður á Celsíus Skúrir * V E1 — Þoka = Þokumóða » , ’ Súld OO Mistur —j- Skafrenningur Þrumuveður % R / VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12.00 í gær að ísl. tíma hiti veður Akureyri +6 snjókoma Reykjavík +6 léttskýjað Bergen 2 skýjað Helsinki 2 rigning Kaupmannahöfn 4 þokumóða Narssarssuaq Nuuk 3 snjókoma vantar Osló 1 þoka Stokkhólmur 6 rigning Þórshöfn 2 alskýjað Algarve 16 þokumóða Amsterdam 9 skýjað Barcelona 13 skýjað Berlfn 5 rigning Chicago 2 rigning Feneyjar S þokumóða Frankfurt 6 skýjað Glasgow 3 rigning Hamborg 7 rigning London 12 rigning Los Angeles 7 heiðskírt Luxemborg 7 skýjað Madríd 11 alskýjað Maiaga 12 þokumóða Mallorca 14 skýjað Montreal +11 léttskýjað NewYork 2 heiðskirt Orlando 9 þokumóða París 10 skýjað Madeira 19 léttskýjað Róm 13 þokumóða Vín 0 þoka Washington 1 léttskýjað Winnipeg +10 skafrenningur undanfarin ár án brýnnar þarfar vegna stöðunnar í landbúnaði. Hér þarf að staldra við. Við þurfum að huga að því að breyta landi sem hefur verið þurrkað aftur í vot- lendi,“ sagði Eiður. Hann taldi að þetta væri raunhæf hugmynd og væri hún til athugunar. Færeyskir loðnubátar sendir heim DRÆM veiði hefur verið á loðnu- miðunum út af Austfjörðum síð- asta sólarhring og bátarnir þar með þetta 80 og upp í 450 tonn eftir nóttina. Nú eru alls 15 er- lendir loðnubátar á miðunum, allt norskir bátar, en í fyrradag var tveimur færeyskum loðnubátum snúið við og þeir sendir heim aft- ur þar sem tilskilin leyfi reyndust ekki til staðar. Færeysku bátamir sem hér um ræðir voru Kronberg og Þrándur í Götu. Samkvæmt upplýsingum frá Landhelgisgæslunni voru þeir búnir að vera á loðnumiðunum í tvo daga þegar í ljós kom að þeir höfðu ekki sótt um veiðileyfi hér við land og pappírar þeirra því ekki í lagi. Var bátunum sent skeyti um þetta og fóru þeir þá aftur til Færeyja. Hvor- ugur bátanna hafði tilkynnt um afla. Samkvæmt samkomulagi milli ís- lands, Noregs og Danmerkur um loðnuveiðar mega Færeyingar veiða 11% af loðnukvótanum. Hins vegar verða þeir bátar sem ætla sér að nýta þennan hlut að sækja um leyfi til þess. Jóhanna Sigurðardóttir félagsmálaráðherra: Útfærsla lög- gæzluskatts verður óbreytt Rangt að ekki hafí verið haft samráð við sveitarfélög JÓHANNA Sigurðardóttir félagsmálaráðherra segir að fyrst Samband sveitarfélaga hafi ekki viljað gera tillögur um hvernig haga megi nýjum álögum á sveitarfélögin á annan hátt en ríkisstjórnin hafi lagt til, muni tillögur stjórnarinnar um löggæzluskatt ganga í gegn óbreytt- ar að öðru leyti en því að upphæð skattsins lækki lítillega. Þórður Skúlason, framkvæmda- ekki viljað setja fram neinar hug- stjóri Sambands íslenzkra sveitarfé- laga, segir í Morgunblaðinu í gær að þar sem aldrei hafi verið haft samráð við sveitarfélögin um auknar álögur á þau, vilji þau ekki láta draga sig inn í hvernig að þeim verði staðið. „Þetta er rangt," sagði félagsmálaráðherra í samtali við Morgunblaðið. „Strax þegar ákveðið var að setja álögur á sveitarfélögin voru forsvarsmenn sveitarfélaganna kallaðir til.“ Ráðherra sagði að fimm samráðsfundir hefðu verið haldnir með fulltrúum sveitarfélaganna. „Það hefur komið í ljós að þeir hafa ekki viljað koma með neinar nýjar tillögur eða hugmyndir og þess vegna mun ríkisstjórnin standa að þessu óbreyttu. Þeim var líka boðið upp á að gera tillögur um nýja útfærslu á þátttökunni í löggæzlukostnaðinum, en þeir hafa myndir um það,“ sagði félagsmála- ráðherra. Skattur verður því lagður á sveitarfélögin, ákveðin upphæð á hvern íbúa. Upphæðin verður mishá eftir því hvort fleiri eða færri en 300 manns búa í viðkomandi byggð- arlagi. Félagsmálaráðherra segir að skatturinn eigi að skila 600 millj- ónum í ríkissjóð en ekki 700 eins og áður var áformað og því lækki upphæðin á hvem íbúa eitthvað. Félagsmálaráðherra segir að af þessum 600 milljónum renni 100 milljónir í Jöfnunarsjóð sveitarfélaga til þess að jafna tekjur milli byggð- arlaga. Þá hafi verið fallið frá því að gera Lánasjóð sveitarfélaga skattskyldan eins og aðrar innláns- stofnanir. „Ég tel því að verulega hafí verið reynt að koma til móts við sjónarmið sveitarfélaganna," sagði Jóhanna Sigurðardóttir. Landsbréf: * Avöxtunarkrafa hús- bréfa lækkar í 8,3% LANDSBRÉF hf., viðskiptavaki húsbréfa, lækkar í dag ávöxtunarkr- öfu húsbréfa um 0,1% eða úr 8,4% í 8,3%. Kemur þessi lækkun í kjölfar lækkunar á ávöxtunarkröfu spariskírteina á Verðbréfaþingi íslands á þriðjudag. Að sögn Sigurbjörns Gunnarssonar, deildar- stjóra, hefur mikil sala verið í húsbréfum að undanförnu en minnk- andi framboð. Hins vegar er von á nýjum flokki húsbréfa frá Hús- næðisstofnun um miðjan janúar að fjárhæð 4 milljarðar en óvíst er hvort sú útgáfa muni valda auknu framboði. Sigurbjörn sagði að nú væri í athugun að hafa hærri ávöxtunar- kröfu fyrir litlar einingar húsbréfa. „Við óskuðum eftir því í haust við Húsnæðisstofnun að fá að skipta litlum einingum fyrir stærri en lítið hefur gerst í því máli ennþá. Það að geta ekki skipt út þessum litlu einingum er mjög bagalegt fyrir / ; ! / viðskipti með húsbréf. Við eigum nokkrar birgðir húsbréfa í 5,10 og 50 þúsund króna einingum sem stórir kaupendur vilja síður.“ Hann sagði að munur á ávöxtunarkröfu milli bréfa í stórum og litlum eining- um gæti orðið á um 0,05-0,1% ef ekki yrði unnt að fá litlum einingum skipt hjá Húsnæðisstofnun. í

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.