Morgunblaðið - 09.01.1992, Side 46

Morgunblaðið - 09.01.1992, Side 46
46 MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR FIMMTUDAGUR 9. JANÚAR 1992 fa$mR FOLK ■ IAN Wright og Paul Merson hjá Arsenal var í gær gert að greiða sekt vegna óprúðmannlegrar framkomu gagnvart áhorfendum á HHBHH leik í nóvember. FráBob Wright varð að Hennessey punga út um íEnglandi 150.OOO ÍSK, en Merson um 50.000 ÍSK. ■ LEIGHTON .kimes, gamli ial'elski landsliðsútheijinn, sem leikið hefur sem aftasti varnarmaður hjá Bradford í vetur, jafnframt því að vera þjálfari var rekinn af velli í leik um helgina — og síðan frá fé- laginu í gær! Frank Stapleton, írski landsliðsframherjinn fyrrver- andi, tók nýverið við stöðu fram- kvæmdastjóra liðsins og réði Colin Todd, sem m.a. lék í vörninni hjá Birmingham, Derby og Everton á sínum tíma, sem aðstoðarmann sinn, og lét James þá fara. ■ LIAM Brndy, sem tók við stjórninni hjá Glasgow Celtic í haust, er að hreinsa til hjá félag- inu. Hann lét tvo leikmenn hafa fijálsa sölu í gær — Martin Hayes í»sem var keyptur frá Arsenal á 650.000 pund fyrir 18 mánuðum og John Hewitt sem kom frá Aberdeen fyrir 250.000 pund! Ekki er hægt að segja að Billy McNeill, fyrirrennari Bradys, hafi fjárfest vel er hann keypti þessa kappa. Félagið fær nú ekki krónu fyrir þá. ■ STEVE Archibald var í gær lánaður til 3. deildar liðs Keading til reynslu. Breytingar bodaðar hjá Marseille Bernhard Tapie, forseti franska knattspymufélagsins Mar- seille, sagði í gær að miklar breyt- ingar væru í vændum hjá félaginu. „Við verðum með frábært lið og allt aðra leikmenn á næsta keppnis- tímabili. Það er mikil eftirspurn eftir leikmönnum okkar en að svo stöddu hef ég aðeins ákveðið að láta einn fara — Jean-Pierre Papin eins og allir vita.“ - Papin, sem var kjörinn knatt- spyrnumaður Evrópu 1991, vill leika á Ítalíu og Cris Waddle og Trevor Steven fara hugsanlega aft- ur til Englands. Waddle sagðist athuga sinn gang að tímabilinu loknu. „Eg veit að mörg ensk félög vilja fá mig, en mér líkar vel í Frakklandi og vildi gjaran vera hér eitt ár til viðbótar. Langtímamark- miðið er að gerast þjálfari og því vel ég það félag, sem er tilbúið að láta mig spila áfram í nokkur ár áður en ég sný mér að þjálfun.“ Tapie sagði að Sampdoria, Fior- entina og Inter hefðu sýnt áhuga á Abedi Pele frá Ghana; Juventus og Jlarcelona hefðu spurst fyrir um Basile Boli og Bayern Múnchen vildi fá Brasilíumanninn Carlos Mozer. Forsetin hefur þegar keypt Arg- entínumanninn Leonardo Rodrigu- ez og Júgóslavann Allen Boksic, sem hann segir vera betri en Marco Van Basten var á sama aldri, 21 árs. Bjarki til Tindastóls Bjarki Pétursson, sem lék með KR sl. sumar, hefur ákveðið að leika við hlið bróður síns, Pét- urs, hjá Tindastóli í 3. deild næsta sumar. Félagaskipti Bjarka og Pét- urs bárust inn tii KSI í gær. Tryggvi Tryggvason úr ÍA, bróð- ~«r Guðbjörns þjálfara, hefur einnig ákveðið að leika með liðinu næsta sumar. KNATTSPYRNA Guðni Bergsson og samherjar í Spurs eru í undanúrslitum deildarbikarsins. Enski deildarbikarinn: Manchester og Tottenham í undanúrslh Manchester United gerði góða ferð til Leeds í gærkvöldi — vann heimamenn 3:1 á Elland Road og er komið í undanúrslit ensku bikarkeppninnar. Sömu sögu er að segja af Guðna Bergssyni og sam- heijum í Tottenham, sem unnu Norwich 2:1 á White Hart Lane í London. Bæði United og Spurs voru marki undir, en létu mótlætið ekki á sig fá og tryggðu sér sigur í seinni hálfleik. Gary Speed skoraði fyrir Leeds á 17. mínútu en stundarfjórðungi síðar jafnaði Clayton Blackmore úr aukaspyrnu. Úkraníumaðurinn Andrej Kantsjelskis náði að skjóta undir John Lukic í marki Leeds á 51. mínútu og fimm mínútum síðar innsiglaði Ryan Giggs sigur gest- anna. Leeds varð fyrir því óhappi skömmu fyrir hlé að missa enska landsliðsmanninn Tony Dorigo útaf, en varnarmaðurinn meiddist á hné. Robért Fleck skoraði fyrir Nor- wich á 32. mínútu, en Paul Walsh jafnaði fyrir Spurs á 77. mínútu og Gary Lineker gerði sigurmarkið fimm mínútum fyrir leikslok — 23. mark hans á tímabilinu. Guðni Bergsson var ekki í byijun- arliði Spurs en skipti við bakvörðinn Terry Fenwick skömmu eftir mark gestanna. Des Walker, sem gerði sjálfs- mark í bikarúrslitaleiknum í fyrra, endurtók leikinn í gærkvöldi. Cryst- al Palace var á góðri leið í undanúr- slitin, en Nigel Clough bjargaði andliti Nottingham Forest og jafn- aði fjórum mínútum fyrir leikslok. Peterborough, sem sló Liverpool út úr keppninni, náði markalausu jafntefli gegn Middlesborough, sem átti m.a. tvö skot í stöng og eitt í slá. Landsliðsnefndir KSÍ sameinaðar Breytingar hafa verið gerðar á nefndarskipan Knattspyrnu- sambands íslands. Landsliðs- nefndimar verða nú aðeins tvær í staðinn fyrir íjórar áður. í A-landsliðsnefnd sem hefur einnig yfírumsjón með U-21 árs liðinu eru eftirtaldir: Guðmundur Pétursson, formaður, Stefán Gunnlaugsson, Jón Gunn- laugsson, Viðar Halldórsson og Erling Ásgeirsson. í unglinganefnd, sem hefur yfirumsjón með U-16 og U-18 ára landsliðunum eru eftirtaldir: Sveinn Sveinsson, formaður, Helgi Þorvaldsson, Sigmundur Stefánsson, Eggert Steingríms- son og Geir Þorsteinsson. Einnig hefur verið skipað í mótanefnd KSÍ, en í henni sitja: Sigmundur Stefánsson, formaður, Agnar Árnason, Gunnlaugur Hreinsson og Kristín Briem. Júgóslavar ekki með á EM? SVÍINN Lennart Johansson, forseti Knattspyrnusambands Evrópu (UEFA) segist svart- sýnn á að Júgóslavia geti tekið þátt í úrslitakeppni Evrópu- móts landsliða í Svíþjóð í sum- ar. Verði Júgóslavar ekki með taka Danir sæti þeirra. Hann segir hins vegar að Sovétrfkin fyrrverandi verði örugglega með lið í Svíþjóð. Johansson segir þetta í viðtali við danska dagblaðið Berlinske Tid- ende í gær. „I ljósi stríðsástandsins í Júgóslavíu, ekki síst með tilliti til ár- ásarinnar á eftirlits- menn Evrópubanda- lagsins [á þriðjudag, er fimm þeirra létust] á ég mjög erfitt með að sjá hvernig Júgóslavía geti verið með í úrslitakeppni Evr- ópumóts landsliða í sumar,“ er haft eftir formanninum. „Hver á í raun Frá Hákoni Gunnarssyni í Danmörku að koma fram fyrir hönd landsins? Ef það verður Serbía mótmæla Króatar og öfugt,“ segir hann, sem undirstrikar að UEFA verði að hafa samráð við Alþjóða knattspyrnu- sambandið (FIFÁ) í þessu máli. Johansson segir að ákvörðun verði tekin fljótlega. Fundur verður haldinn í Gautaborg 16. janúar, degi áður en dregið verður í riðla í úrslitakeppninni. „Það er ljóst að við getum ekki látið hjá líða að taka ákvörðun," sagði forsetinn, OLYMPIULEIKARNIR I BARCELONA Króatía og Slóvenía senn á grænu Ijósi JUAN Antonio Samaranch, forseti Alþjóða ólympíu- nefndarinnar, IOC, sagði i gær að þar sem allt benti til að Króatía og Slóvenía yrðu innan skamms almennt viður- kennd sem sjálfstæð ríki, væri gert ráð fyrir þátttöku þeirra á Ólympiuleikunum í Barcelona i sumar. Samaranch sagði að IOC teldi að Króatía og Slóvenía gætu sent keppendur í ýmsar einstakl- ingsgreinar, en helsta vandamálið væri í sambandi við hópíþróttir og nefndi körfuknattleik sem dæmi. Þar færi drátturinn fram 20. janúar og Ijóst væri að ríkin yrðu ekki viðurkennd fyrir þann tíma. Samaranch hittir Boris Jeltsín, forseta Rússlands, í Moskvu 18. janúar til að ræða sameiginlega þátttöku Samveldis sjálfstæðra lýðvelda á leikunum í Barcelona. 170 þjóðir hafa tilkynnt komu sína á Ólympíuleikana, en 160 þjóðir áttu keppendur á leikunum í Seoul 1988. Undirbúningsnefnd- in í Barcelona áætlar að leikarnir skili um 180 millj. ÍSK í hagnað. „því ef Danir eiga að taka þátt í staðinn fyrir Júgóslava, verða þeir að fá vitneskju um það með góðum fyrirvara til að þeir geti undirbúið sig.“ Danir urðu í öðru sæti í 4. riðli með 13 stig, einu minna en Júgósla- var. Johansson sagði ennfremur í við- talinu að Sovétríkin fyrrverandi yrðu meðal þátttakenda í Svíþjóð. Það verður sennilega í nafni Sam- veldis sjálfstæðra lýðvelda. Ikvöld Körfuknattleikur: Japísdeildin: Strandgata: Haukar - UMFG ...,kl. 20 1. deild kvenna: Strandgata: Haukar-ÍR.kl. 21.30 Leiðrétting Ranghermt var í blaðinu í gær að þeir Orlygsbræður í Njarðvíkur- liðinu í körfuKnattleik, Teitur, Gunnar og Sturla, hefðu leikið í fyrsta sinn saman á Islandsmótinu gegn Tindastóli í fyrrakvöld. Þeir voru ajlir í liðinu er það sigraði lið Skallagríms sl. föstudagskvöld. Þá var haft eftir Ivani Jónas, leik- manni Tindastóls, að Sturla hefði aldrei náð að sigra Tindastól er hann var með Þór. Það er heldur ekki rétt — Þór vann Tindastól tví- vegis já sl. keppnistímabili, fyrst á Sauðáxkróki og síðan á Akureyri. Beðistj er velvirðingar á mistökun- um.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.