Morgunblaðið - 09.01.1992, Blaðsíða 20
20
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. JANÚAR 1992
Norræn
leikskálda-
verðlaun
veittí
Reykjavík
NORRÆNU leikskáldaverð-
launin verða veitt í fyrsta sitt
á norrænum leiklistardögum
sem haldnir verða í Reykjavík
dagana 4.-9. júní nk., segir í
frétt frá Nordisk Teaterunion.
Dómnefndir hafa starfað í
hveiju landi fyrir sig og út-
nefnt fulltrúa síns lands. 8.
janúar var gert kunnugt á öll-
um Norðurlöndum samtímis,
hvaða höfundum er teflt fram.
Af íslands hálfu er Hrafnhild-
ur Hagalín Guðmundsdóttir
tilnefnd til Norrænu leik-
skáldaverðlaunanna fyrir leik-
rit sitt „Ég er meistarinn",
sem frumsýnt var í Borgar-
leikhúsinu 4. október 1990.
Hrafnhildur er jafnframt
yngsta leikskáldið í hópnum.
Aðrir sem hljóta útnefningu
eru: Jess Ömsbo af hálfu Dan-
merkur fyrir leikrit sitt „De for-
kerte“ (Vitlaust fólk), sem frum-
sýnt var í Konunglega leikhúsinu
í Kaupmannahöfn 27. nóvember
1990, Björg Vik af hálfu Noregs
Hrafnhildur Hagalín Guð-
mundsdóttir
fyrir leikrit sitt „Reisen til
Venezia" (Ferðin til Feneyja)
sem frumsýnt var á Intimteatret
1. nóvember 1991. Fyrir Svíþjóð-
ar hönd er finnsksænska skáld-
konan Barbro Smeds tilnefnd til
verðlaunanna fyrir leikrit sitt
„Sol och Vár“ (Sól og vor), frum-
sýnt í Borgarleikhúsinu í Stokk-
hólmi 1991. Og að lokum er
Juha Siltanen tilnefndur af hálfu
Finnlands fyrir leikritið „Foxt-
rot“, sem frumsýnt var í Borgar-
leikhúsinu í Helsingfors 31. okt-
óber 1990.
Verðlaunaupphæðin er 50
þúsund danskar krónur. Verð-
launaafhendingin fer fram í
Reykjavík á Norrænum leiklist-
ardögum næsta vor.
Fyrirhuguð lánveiting vegna saltsíldarsölu:
Okkur ber skylda til að
rétta Rússum hjálparhönd
- segir Einar Benediktsson framkvæmdastj óri Sfldarútvegsnefndar
SEÐLABANKINN hefur sent viðskiptaráðherra álit á hugmyndum
Landsbanka íslands um að hafa milligöngu um að lána Rússum um
800 milljónir kr. í tengslum við saltsíldarkaup þeirra hér. Alitið var
afhent sem trúnaðarmál og ekki hefur fengist uppgefið um efni þess.
Jón Sigurðsson viðskiptaráðherra segist ætla að svara Landsbankanum
á morgun. Hann vildi ekki greina frá áliti Seðlabankans, sagði einung-
is að það væri bæði jákvætt og neikvætt. Samkvæmt heimildum Morg-
unblaðsins er niðurstaða Seðlabankans frekar neikvæð en þó ekki
afdráttarlaus.
Einar Benediktsson framkvæmd-
astjóri Síldarútvegsnefndar sagðist
ekki treysta sér til að meta þá
áhættu sem því kynni að vera sam-
fara að veita umrætt lán og vildi
taka tillit til álits fagmanna um það
efni. Hann benti á að Landsbanki
íslands hefði verið afar jákvæður
og byggði það m.a. á viðskipta-
tengslum sem hann hefði átt við
hinn rússneska banka, ríkisbankann
Vneshtorgbank. „í tæpa fjóra ára-
tugi hafa íslendingar átt mjög hag-
stæð viðskipti við Rússa og ber því
nokkur skylda til að rétta hjálpar-
hönd þegar eftir því er leitað. Auk
þess gæti slík fyrirgreiðsla greitt
fyrir viðskiptum í framtíðinni. Benda
má á að upphaf fiskútflutnings til
Sovétríjanna má rekja til erfiðleika
við sölu á fiski til Bretlands í fyrsta
þorskastríði okkar,“ sagði Einar.
Stærsti síldarmarkaðurinn
Einar sagði að einnig væri á það
að líta að í Rússlandi væri stærri
markaður fyrir saltaða síld en í öllum
öðrum .viðskiptalöndum okkar til
samans. „Vegna Rússlandsviðskip-
tanna hafa Islendingar um árabil
verið langstærstu útflytjendur á salt-
aðri síld í heiminum og vegna þeirra
hefur tekist að nýta 60-80% af síld-
arafla okkar til manneldis sem er
mun hærra hlutfall en gerist meðal
annarra síldveiðiþjóða. Við mat á
áhættu vegna hugsanlegs láns er
auk þess nauðsynlegt að taka tillit
til þess að við undirritun viðskipta-
samnings milli ríkisstjóma landanna
hafa Rússar úthlutað tilteknu magni
ákveðinna vörutegunda til útflutn-
ings til íslands og gert er ráð fyrir
jafnvægi í viðskiptunum. Umrætt
lán er til að ijármagna síldarútflutn-
ing okkar til þess tíma að hægt verð-
ur að heíja afgreiðslu á vörum frá
Rússlandi, eða til að brúa það bil
sem er vegna mismunandi afhend-
ingartíma,“ sagði Einar.
Enn hægt að salta upp í
samninga
Nú er langt liðið á sfldarvertíðina,
henni lýkur ekki síðar en 1. mars.
Einar sagði að sfldarsaltendur innan
þeirra raða telji sig enn hafa aðgang
að nægilegum kvóta til að geta salt-
að í um 150 þúsund tunnur á yfír-
standandi vertíð í samræmi við
samninginn við Rússa sem nú bíður
staðfestingar. Hann sagði að um
þessar mundir færi fltuinnihald síld-
arinnar ört minnkandi og ef takast
ætti að framleiða allt það sem Rúss-
ar væru tilbúnir til að kaupa nú
þyrftu samningar um ijármögnun
kaupanna að ganga hratt fyrir sig.
Síldarsaltendur gætu ekki byijað að
salta upp í samninginn fyrr en geng-
ið hefði verið frá samningi um íjár-
mögnun viðskiptanna á milli Lands-
bankans og rússneska bankans.
Síldveiðarnar fóru vel af stað eft-
ir áramótin en síðan dró úr veiði og
undanfarna daga hafa skipin verið
að landa smáslöttum. í fyrrakvöld
var búið að Salta í tæplega 78 þús-
und tunnur upp í samninga við kaup-
endur í Svíþjóð, Finnlandi, Póllandi,
Danmörku og fleiri löndum. Eftir
er að salta í um 20 þúsund tunnur,
aðallega roðlaus flök fyrir markað í
Skandinavíu.
Lífeyrissjóðirnir neita skuldabréfakaupum:
Lán til félagslegra íbúða gætu
stöðvast eftír miðjan mánuðinn
*
Oeðlilegl að blanda saman óskyldum málum, segir félagsmálaráðherra
UM 500 milljóna kr. kröfur vegna
launa og lífeyrissjóðsiðgjalda féllu
á ríkissjóð á nýliðnu ári vegna
ábyrgðar ríkisins á launum sem
ekki fást greidd við uppgjör á
gjaldþrota fyrirtækjum. Um 172
milljónir kr. cru vegna lífeyris-
sjóðsiðgjalda. Stjórnendur lífeyr-
issjóðanna hafa neitað að ganga
frá samningum við ríkið um kaup
á skuldabréfum byggingasjóð-
anna vegna þess að samkvæmt
frumvarpi ríkisstjórnarinnar er
gert ráð fyrir að ríkisábyrgð á
lífeyrissjóðsiðgjöldum verði
minnkuð eða afnumin. Jóhanna
Sigurðardóttir félagsmálaráð-
herra segir að ef deilan leysist
ekki næstu daga muni Húsnæðis-
stofnun verða að hætta að veita
framkvæmdalán til byggingar fé-
lagslegra íbúða og að afgreiða lán
til einstaklinga sem hefðu lánslof-
orð samkvæmt húsnæðislánakerf-
inu frá 1986.
Á árunum 1989 og 1990 greiddi
ríkissjóður tæplega 240 milljónir
hvort ár vegna ríkisábyrgðar á laun-
um. Áætlað er að íjárhæðin hafí
verið um 500 milljónir á nýliðnu ári,
eða tvöfalt hærri. Á árinu 1990 voru
136 milljónir vegna launanna sjálfra
ásamt vöxtum og lögfræðikostnaði
og í fyrra voru 328 milljónir kr.
vegna þess þáttar ríkisábyrgðarinn-
ar. Árið 1990 greiddi ríkið 102 millj-
ónir kr. til lífeyrissjóðanna vegna líf-
eyrissjóðsgjalda og vaxta af þeim en
172 milljónir kr. í fyrra. Að sögn
Ólafs B. Andréssonar deildarstjóra
hjá Tryggingastofnun skýrist aukn-
ingin á milli ára aðallega af gjald-
þrotumrtveggja stórfyrirtækja, Arn-
arflugs og Alafoss, en kröfur vegna
þeirra voru afgreiddar á síðasta ári.
Afnema á ábyrgð ríkisins á
lífeyrissjóðsiðgjöldum
Ríkið hefur ábyrgst kröfur lífeyris-
sjóða í þrotabú fyrirtækja allt að
átján mánuðum fyrir gjaldþrot. í
frumvarpi til laga um ráðstafanir í
ríkisfjármálum sem nú ertil meðferð-
ar í Alþingi eru núverandi ákvæði
um ríkisábyrgð á lífeyrissjóðsiðgjöld-
um vegna gjaldþrota afnumin. í
frumvarpinu eins og það nú liggur
fyrir eftir breytingar sem hafa verið
gerðar á því er eingöngu skilgreind
lágmarksvemd launafólks við gjald-
þrot fyrirtækja. Jóhanna Sigurðar-
dóttir segir að útfærsla þess sé eftir.
Gert er ráð fyrir að stofnaður verði
sérstakur ábyrgðarsjóður sem vinnu-
veitendur greiða í og stjórn hans
mun gera till.ögur að reglugerð. Jó-
hanna segir að við útgáfu reglugerð-
arinnar verði tekin afstaða til hugs-
anlegrar ábyrgðar á lífeyrissjóðsið-
gjöldum, hún sé ekki útilokuð í nú-
verandi útfærslu frumvarpsins.
Forráðamenn lífeyrissjóðanna
hafa neitað að ganga frá samningum
við ríkið um kaup á skuldabréfum
byggingasjóðanna fyrstu þijá mán-
uði ársins fyrr en ljóst væri með nið-
urstöðu ábyrgðarmálsins. Jóhanna
sagði að þetta væru tvö óskyld mál
sem óeðlilegt væri að blanda saman.
Hún sagði að búið hefði verið að ná
samkomulagi um flest atriði skulda-
bréfakaupa lífeyrissjóðanna en þeir
hefðu neitað endanlegum frágangi
og þar með sett málið í hnút.
Fundur aðila verður í dag
Félagsmálaráðherra sagði að ef
lífeyrissjóðimir keyptu ekki skulda-
bréf sjóðanna myndi það fyrst hafa
áhrif á veitingu lána úr félagslega
íbúðakerfinu, framkvæmdalán þess
gætu stöðvast upp úr miðjum jan-
úar. Síðan færi áhrifanna að gæta
við afgreiðslu lána til þeirra einstakl-
inga sem ættu eftir að fá lán sam-
kvæmt lánsloforðum sem gefin hefðu
verið út á grundvelli húsnæðislána-
kerfisins frá 1986. Loks kæmi fjárs-
kortur Húsnæðisstofnunar fram í
endurgreiðslu lána til lífeyrissjóð-
anna.
Jóhanna sagðist hafa rætt við full-
trúa lífeyrissjóðanna til að reyna að
finna lausn á þessu máli. í dag yrði
fundur þeirra ásamt fulltrúa ijár-
málaráðherra. Hún sagði að eftir því
sem hún best vissi væri ekki sú
ábyrgð á lífeyrissjóðsiðgjöldum í ná-
grannalöndunum sem hér hefði tíðk-
ast. í núgildandi kerfi væri allt að
18 mánaða ríkisábyrgð á iðgjöldum
og væri því lítill hvati hjá lífeyrissjóð-
unum' við innheimtu iðgjaldanna.
Hún sagðist aftur á móti vera öll af
vilja gerð til að auðvelda lífeyrissjóð-
unum innheimtuna. Komið hefði til
tals að veita sjóðunum aðgang að
upplýsingum í skattkerfinu um
ógeidd iðgjöld en á því væru ákveðn-
ir framkvæmdaörðugleikar.
Fellagörðum - Breiðholti III (í dansskóla Heiðars)
Ný námskeið að hefjast
I Almenn námskeið
KARON-skólinn kennir ykkur:
Rétta líkamsstöðu, rétt göngulag, fallegan fótaburð
andlits- og handsnyrtingu, hárgreiðslu, fata-
og litaval; mataræði, hina ýmsu borðsiði
og alla almenna framkomu o.fl.
II Módelnámskeið
tískusýningar- og fyrirsætustörf.
Sviðsframkoma, göngulag,
hreyfingar, líkamsbeiting,
snyrting, hárgreiðsla
o.n.
Innritun og upplýsingar
frákl. 16-19
ísíma 38126.
Ilanna Frímannsdóttir