Morgunblaðið - 09.01.1992, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR FIMMTUDAGUR 9. JANÚAR 1992
47
HANDKNATTLEIKUR / 1. DEILD
ÚRSLIT
1. DEILD KARLA
Valur- Víkingur 20:20
íþróttahúsið að Hlíðarenda, Islandsmótið í
handknattleik - 1. deild karla, miðvikudag-
inn 8. janúar 1992.
Gangur leiksins: 0:1, 2:1, 4:2, 6:4, 6:6,
8:6, 8:8, 9:8, 9:9, 9:10, 11:11, 14:12,15:13,
15:15, 16:17, 18:18, 18:19, 19:19, 19:20,
20:20.
Mörk Vals: Brynjar Harðarson 8/1, Dagur
Sigurðsson 5, Júlíus Gunnarsson 3, Valdi-
mar Grímsson 2, Ingi R. Jónsson 1.
Varin skot: Guðmundur Hrafnkelsson 13/2
(þar af 3 sem fóru aftur til mótherja).
Utan vallar: 2 mín.
Mörk Víkings: Árni Friðleifsson 5, Birgir
Sigurðsson 5/1, Alexej Tnlfan 3, Guðinund-
ur Guðmundsson 2, Bjarki Sigurðsson 2,
Björgvin Rúnarsson 2, Ingimundur Helga-
son 2/1.
Varin skot: Hrafn Margeirsson 4, Sigurður
Jensson 1.
Utan vallar: 2 mín.
Dómarar: Jón Hermannsson og Guðmund-
ur Sigurbjömsson.
Áhorfendur: 650.
Selfoss - ÍBV 31:30
Iþróttahúsið á Selfossi, Islandsmótið í hand-
knattleik - 1. deild, miðvikudaginn 8. jan-
úar 1992.
Gangur leiksins: 0:1, 2:3, 3:3. 4:5, 6:7,
7:10, 8:12, 10:15, 13:17, 14:17, 16:18,
18:19, 20:21, 22:22, 22:24, 24:25, 28:26,
31:29, 31:30.
Mörk Selfoss: Einar Gunnar Sigurðsson
7, Einar Guðmundsson 6, Jón Þ. Jónssson
5, Sigurður Sveinsson 5, Gústaf Bjarnason
4, Siguijón Bjamason 3, Kjartan Gunnars-
son 1.
Varin skot: Gísli Felix Bjamason 13, Einar
Þorvarðarson 3.
Utan vallar: 6 mín.
Mörk ÍBV: Zoltan Belamyi 12, Erlingur
Richardsson 7, Gylfi Birgisson 3, Sigurður
Friðriksson 3, Sigurbjörn Óskarsson 2, Sig-
urður Gunnarsson 2, Guðfinnur Krist-
mannsson 1.
Varin skot: Sigmar Þröstur Óskarsson
15/1.
Utan vallar: 10 min.
Áhorfendur: 520.
Hrafn bjargvættur Víkinga
- er hann varði frá Valdimar Grímssyni á síðustu sekúndum leiksins
VÍKINGAR nældu í sitt fyrsta stig að Hlíðarenda í gærkvöldi er
þeir gerðu jafntefli við Val, 20:20, í jöfnum og spennandi leik.
Víkingar geta þakkað Hrafni Margeirssyni markverði annað stig-
ið er hann varði f rá Valdimar Grímssyni þegar 10 sekúndur voru
eftir. „Ég man ekki eftir því að hafa klikkað í hraðaupphlaupi
áður, en einhvern tímann er allt fyrst. Ég á eftir að eiga andvöku-
nótt,“ sagði Valdimar, fyrirliði Vals, eftir leikinn.
Fj. leikja U J T Mörk Stig
FH 13 10 2 1 362: 293 22
VÍKINGUR 13 10 2 1 334: 291 22
SELFOSS 12 7 1 4 331: 304 15
FRAM 13 6 3 4 303: 311 15
STJARNAN 13 6 1 6 325: 304 13
ÍBV 13 5 2 6 346: 334 12
KA 12 5 2 5 288: 286 12
VALUR 11 3 5 3 272: 267 11
HAUKAR 13 4 3 6 307: 321 11
HK 13 3 2 8 300: 317 8
GRÓTTA 13 2 3 8 264: 323 7
UBK 13 1 2 10 240: 321 4
1. DEILD KVENNA
ÍBK-Valur 22:19
Iþróttahúsið í Keflavík, íslandsmótið í hand-
knattleik - 1. deild kvenna, miðvikudaginn
8. janúar 1992.
Mörk ÍBK: Hajni Mezei 11, Eva Sveinsdótt-
ir 4, Þuriður Þorkelsdóttir 3, Brynja Thors-
dóttir 2, Ólafía Bragadóttir 1 og Ásdís
Þorgilsdóttir 1.
Mörk Vals: Hanna Katrín Friðriksen 5,
Berglind Ómarsdóttir 5, Una Steinsdóttir
4, Soffía Hreinsdóttir 3, Kristin Arnþórs-
dóttir 1 og Guðrún Kristjánsdóttir 1.
Haukar-Víkingur 14:28
íþróttahúsið Strandgötu, íslandsmótið í
handknattleik - 1. deild kvenna, miðviku-
daginn 8. janúar 1992.
Leikurinn bauð upp á mikla
spennu og góð tilþrif bæði í
vöm og sókn. Jafnt var á með liðun-
um lengst af og réð-
ValurB. ust úrslit ekki fyrr
lónatansson en á síðustu sek-
skrifar úndu leiksins. Þessi
leikur lofar góðu um
framhaldið, en liðin mætast í bikar-
keppninni næsta miðvikudag og bíð
ég spenntur eftir þeirri viðureign.
Það var mikiil darraðardans stig-
inn síðustu mínúturnar. Árni Frið-
leifsson kom Víkingum yfir 19:20
þegar 4 mín. voru eftir, en Júlíus
Gunnarsson jafnaði fyrir Val
skömmu síðar, 20:20. í næstu sókn
var dæmdur ruðningur á Guðmund
Guðmundsson. Júlíus fór að dæmi
Guðmundar og lét dæma á sig ruðn-
ing þegar ein mín. var eftir. Víking-
ar virtust þá hafa pálmann í hönd-
unum, en Árni Friðleifsson átti
ótímabært skot í varnarvegg Vals
þegar 15 sek. voru eftir. Valdimar
brunaði upp í hraðaupphlaupi og
allt virtist stefna í sigur Vals, en
Hrafn, sem hafði aðeins varið þijú
skot í öllum leiknum, varði á örlaga-
stundu.
Valsmenn léku píramítavörn sem
gafst vel og Guðmundur varði vel
í markinu. Sóknin var ekki nægi-
lega markviss og fóru ófá skot
þeirra í marksúlurnar eða framhjá.
Brynjar var mjög atkvæðamikill í
sókninni, en var tekinn úr umferð
um miðjan síðari hálfleik og við það
riðlaðist sóknarleikurinn. Dagur
átti ágætan leik og Ármann Sigur-
vinsson, Finnur Jóhannsson og Ingi
R. Jónsson stóð sig vel í vörninni.
Víkingar léku lengst af flata
vörn, sem opnaðist reyndar of oft.
Birgir Sigurðsson var ótrúlega seig-
ur á línunni og Guðmundur var
ógnandi í vinstra horninu. Bjarki
og Trúfan áttu góðan fyrri hálfleik
og Árni Friðleifsson fór á kostum
undir lok leiksins.
„Ég hefði að sjálfsögðu viljað
fara heim með bæði stigin, en ann-
ars held að ég úrslitin hafí verið
sanngjöm,“ sagði Guðmundur Guð-
mundsson, þjálfari Víkings. „Wi
gáfum okkur ekki nægilegan tíma
í sókninni, reyndum of mikið upp á
eigin spýtur. Það vantaði Gunnar
Gunnarsson tilfinnanlega á miðjuna
til að stjórna sóknarleiknum. Hann
hefur mikla reynslu sem er dýrmæt
í svona leik,“ sagði þjálfarinn.
Valdimar Grímsson sagðist vera
bjartsýnn á framhaldið hjá Val.
„Þetta var skemmtilegur leikur og
íofar góðu á nýju ári. Vörnin og
markvarslan var góð og við gáfum
alit í þennan leik. Það er það sem
þarf — þetta hefst ekki átakalaust.“
^ MorgunblaðiÖ/Bjarni Eiríksson
Víkingurinn Arni Friðleifsson fær hér óblíðar mótttökur hjá varnarmönnum Vals, Degi Sigurðssyni og Finni Jóhannssyni. Leikurinn var jafn og spennandi
og bauð upp á góð tilþrif.
Fj. leikja u J T Mörk Stig
VÍKINGUR 10 9 1 0 242: 170 19
STJARNAN 10 8 2 0 210: 143 18
FRAM 10 7 1 2 204: 150 15
FH 10 6 0 4 214: 189 12
IBK 11 6 0 5 206: 196 12
GRÓTTA 10 6 0 4 164: 187 12
VALUR 10 3 1 6 169: 167 7
l'BV 10 3 1 6 186: 211 7
KR 10 2 2 6 170: 204 6
HAUKAR 9 1 0 8 142: 181 2
ÁRMANN 10 0 0 10 161: 270 0
Lottó-mótid í IMoregi
Handknattleiksmót í karlaflokki sem hófst
í gærkvöldi.
Noregur - Rúmenía..............23:23
Austurríki - Frakkland.........34:30
Körfuknattleikur
Leikir í NBA-deildinni:
Atlanta - New York............109:94
Cleveland - Minnesota.........113:98
Chicago - Washington..........102:89
LA Lakers - Dallas........... 104:80
Seattle - Denver..............106:99
■Leik Orlando og Portland var frestað.
Gísli gerði gæfu-
muninn á Selfossi
SELFOSS sigraði ÍBV 31:30 í
miklum spennu- og baráttuleik
á Selfossi. Eyjamenn höfðu
yfirhöndina f fyrri hálfleik en í
þeim síðari snerist gangur
leiksins við og Selfyssingar
náðu að snúa fjögurra marka
mun sér íhag.
Það var góð markvarsla sem var
lykillinn að velgengni liðanna.
í fyrri hálfleik varði Sigrnar Þröstur
Sigurður
Jónsson
skrifar
frá Selfossi
markvörður IBV níu
skot á móti þremur
hjá Einari Þorvarð-
arsyni og Gísla Fel-
ix. í síðari hálfleik
var Gísli Felix í miklu stuði og varði
þrettán skot á móti sex hjá Sigm-
ari Þresti í mai‘ki ÍBV.
Það var mikil spenna í leiknum
og greinilegt að bæði liðin höfðu
beðið leiksins með nokkurri óþreyju,
en hann átti upphaflega að fara
fram í desember en var frestað.
ÍBV náði öruggri forystu strax í
fyrri hálfleik og höfðu heppnina
frekar sín megin. Sóknarleikur Sel-
fyssinga leystist á köflum upp og
þeir náðu ekki að ljúka sóknunum
sem skyldi.
í síðari hálfleik tóku Selfyssingar
Sigurð Gunnarsson úr umferð og
náðu hægt og bítandi að jafna leik-
inn um miðjan hálfleikinn. Undir lok
leiksins sóttu bæði liðin af hörku
og í þeim darraðardansi var gæfan
frekar hliðholl heimamönnum
ásamt því að Gísli Felix varði hvert
skotið af öðru.
Lokamínútur leiksins voru æsi-
spennandi þegar Eyjamönnum
tókst að gera þijú mörk í röð og
voru ekki langt frá því að jafna en
sóknarharka Selfyssinga og mark-
varsla Gísla gerðu gæfumuninn.
Bestur í liði Selfoss var Gísli
Felix Bjarnason og í liði ÍBV var
Zoltan Belamyi bestur.
Gísli Felix Bjarnason átti góðan
leik í marki Selfyssinga gegn ÍBV.