Morgunblaðið - 09.01.1992, Side 19

Morgunblaðið - 09.01.1992, Side 19
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. JANUAR 1992 19 þenkja um það, hvort honum fynd- ist ekki jafnaðarlegra og mann- legra, að skipta einhvetju af þessum stórgróðaafla sem fyrir liggur, þeg- ar togararnir eru orðnir nógu fáir, á milli fleiri aðila, eða hvað eiga þeir að gera sem á þeim skipum voru sem fækkað er um. Það er auðvelt að tala um að fækka á skip- um, og það þykir hroðalegt ef upp er sagt 30-40 manna störfum á Keflavíkurflugvelli, erf það minnist enginn á það einu-orði, hvað hinir eigi að gera, sem í land kæmu úr síðustu veiðiferðinni, og ættu að binda bátana sína, og aldrei að fá að róa meira. Að fara á hausinn Nú gerast þau válegu tíðindi, að flestöll fyrirtæki þjóðarinnar fara á hausinn. Ellert B. Schram spyr í DV 11. nóv.: „A ríkið að halda áfram að styrkja með opinberu fé fyrirtæki og atvinnuvegi sem ekki bera sig? Er það réttlætanlegt að halda uppi byggð og búsetu með því að halda lífi í óarðbærum rekstri.“ Já, von er að maðurinn spyiji. En ég vil aftur spyija hann: Er nokkur von til þess að nokkur starf- semi geti borið sig með þeim kring- umstæðum sem að þeim búið hefur verið sl. 20-30 ár. Venjulegir vextir voru 47% eða nærri hálf milljón að kostnaði að fá eina milljón lánaða. yfir árið, en ekki nóg með það, því þegar ekki var hægt að standa í skilum, þá urðu vextirnir 63% í dráttarvaxtalíki eða 630 þúsund krónur á ári af einni milljón. Þetta hrannaðist svo upp í stórar ámur í vaxtaskuldum og allrahanda fjár- magnskostnaði. Má þá ekki síður nefna að af þessum 800 milljónum sem á að fresta um 2 ár hjá skulda- fyrirtækjunum að borga eru 700 milljónir taldar í vexti. Heldur þú, Ellert minn, að þetta sé eitthvað hnossgæti að búa við? Og enn þann dag í dag eru 23% vextir að ég veit hér á landi, eða 230 þúsund kr. vextir af einni milljón'á ári, svo eru þessir bjargvættir allir sem svo mikið er gumað með, framlenging, skuldbreyting eða hvað nú allt heit- ir, einhver náðargjöf talin, sem ekk- ert er nema frestir á fresti ofan til að fleyta þessum fyrirtækjum áfram um þetta árið og hitt, og á meðan er loðnan að reka í stórum stíl upp á Ijörur innum allan Stein- grímsijörð, eins og gerðist í fyrra- haust eftir að búið var að banna að veiða hana hérna útaf Djúpinu, og þá ekki lengri leið að fara til að landa henni en inní Bolungarvík- ina. Svo spyija innilokaðir aula- bárðar hvort ríkið eigi að vera að þessum ijanda, að styrkja þessa atvinnuvegi-og landsbyggðina. Ég segi bara eins og Matthías minn Bjarnason, eigum við ekki bara að hætta að vera að þvælast útá haf eftir fiski sem verður ,að kaupa dýrum dómum af þeim sem aldrei á sjó fara eða hafa farið og þykjast eiga hann. Halda þessir spekingar, sem öllum peningamálum þjóðar- innar ráða, að það sé alltaf svo elskulegt gaman að velta alla sólar- hringa á þessum bátkænum út um öll höf, að það sé tilvinnandi til þess að fá sælgætispremíu þá í land er komið, að ríkið og skattborgar- arnir séu að styðja þá og styrkja í öllum sínum þrældómi og basli, sem þeir oftast mega við búa. En drottinn minn dýri. Þegar heill stjórnmálaflokkur ber svo það á borð þjóðar sinnar, eftir alla þá óstjórnar veizlu sem lifað við höfum undanfarna áratugi, í kauphækkun- um, gengisfellingum, og óhófleg- asta vaxtaokri, að taka bara, í við- bót við það sem lítið er, eða hitt þó heldur, erlend lán til að fjárfesta í einhveiju dútli til að hafa handa á milli, í því eina besta góðæri sem við höfum í raun og veru bæði til lands og sjávar, ef við bara kynnum með það að fara okkur til hagsæld- ar. Því ekki vantar gfasið, ef við bara mættum ala á því nokkrar kindur, án þess að þeim væri með valdboði af okkur rænt til að jarða svo af þeim skrokkana, og ekki er minni fiskurinn í sjónum núna nema síður sé, heldur en fyrir 50-60 árum þegar ég var sjálfur að róa, ef við bara mættum veiða hann eins og fijálsir menn. Og í þá daga var ekki einn einasti loðnufarmur veidd- ur úr hafi íslenska ríkisins, nema nokkrar bröndur í Vestmannaeyjum í beitu. En þá voru heldur ekki all- ir þeir mannhæðar bunkar í hveiju horni af öllum þeim illræmdu reglu- gerðum, sem nú er hvergi hægt að þverfóta fyrir, og öllum eru til bölv- unar. Höfundur býr á Kirkjubæ í Skutulsfirði og bjó áður á Bæjum í SnæfjaJlabreppi. Afmæliskveðja: Hjörtur Hjartar fv. framkvæmdastjóri Hjörtur Hjartar, fyrrverandi framkvæmdastjóri Skipadeildar Sambandsins, er 75 ára í dag. Hjörtur fæddist 9. janúar 1917 á Þingeyri við Dýraíjörð. Foreldrar hans voru Ólafur R. Hjartar járn- smiður og Sigríður Egilsdóttir. Hjörtur stundaði nám í Samvinnu- skólanum árin_1935-37, en strax að námi loknu réðst hann sem kaupfélagsstjóri hjá Kaupfélagi Önfirðinga á Flateyri og starfaði þar til ársins 1945. Hann var þá yngsti kaupfélagsstjóri landsins og skorti reyndar aldur til að fara með formlegt prókúruumboð fyrir félagið þegar hann tók við starf- inu. Árið 1945 varð Hjörtur kaup- félagsstjóri á Siglufirði og gegndi því starfi til ársins 1952. Arið 1952 gerðist Hjörtur framkvæmdastjóri Skipadeildar sambandsins að beiðni Vilhjálms Þór, þáverandi forstjóra Sambandsins. Því starfi gegndi Hjörtur sem öðrum af ein- stökum dugnaði og atorku þar til hann lét af störfum að eigin ósk árið 1976. Hjörtur var þá enn á besta aldri en nokkur þreytumerki farin að gera vart við sig, bæði af löngum og ströngum vinnudegi og vegna sjúkdóms sem þá þegar var farinn að segja til sín og átti síðar eftir að ágerast mjög. Hjörtur gegndi fjölda trúnaðar- starfa fyrir Sambandið og Sam- vinnuhreyfinguna og leysti þau öll af hendi af stökum dugnaði og samvikusemi. Auk setu í framkvæmdastjórn Sambandsins var hann í stjórn Samvinnusparisjóðsins, síðar bankaráði Samvinnubankans, í ■stjórn Áburðarverksmiðju ríkisins, Olíufélagsins hf., Vinnumálasam- bandi samvinnufélaga, Dráttarvéla hf., Regins hf. og fleiri félaga. Þá tók Hjörtur virkan þátt í félagsmál- um. Eiginkona Hjartar er Guðrún Jónsdóttir, kennari, hin mesta myndar- og sómakona og eiga þau fjögur börn: Jónu Björgu, kennara, maki Paul van Buren, háskóla- kennari í Utrecht, Hollandi; Sigríði Kristínu, lyfjafræðing, maki Stef- án Guðbergsson, byggingaverk- fræðingur í Reykjavík; Elínu, hjúkrunarfræðing, maki Davíð á Gunnarsson, verkfræðingur, for- stjóri Ríkisspitalanna; og Egil, raf- tæknifræðing, maki María Gunn- arsdóttir, tæknifræðingur. Fjölmargir samvinnumenn og vinir Hjartar hugsa með hlýhug og þakklæti til hans og fjölskyldu hans á þessum tímamótum. Guðjón B. Ólafsson HASKOLI ISLANDS ENDURMENNTUNARSTOFNUN NÁMSKEIÐ UM REIKNINGSSKIL OG SKAITAMÁL - nýlegar breytingar Efni: 1. Breytingar á reikningsskilareglum. - Alþjóðlegar reglur. - íslenskar reglur. - Reikningsskilaráð. 2. Breytingar á lögum nr. 75/1981 um tekju- og eignarskatt. 3. Ýmis álitamál í lögum um tekju- og eignarskatt. Tími og verð: 13. janúar kl. 13.00-18.00. Þátttökugjald er kr. 4.200,- NÁMSKEIÐ UM FRÁVIKSAÐFERÐ VIÐ REIKNINGSSKIL FYRIRTÆKJA: Tími og verð: 23. janúar kl. 16.00-20.00. Þátttökugjald er kr. 2.700,- Leiðbeinandi á báðum námskeiðunum: Árni Tómasson, löggiltur endurskoðandi hjá Lög- giltum endurskoðendum hf. og stundakennari við viðskiptadeild H.í. Skráning fer fram í móttöku Tæknigarðs, í síma 694940, en nánari upplýsingar eru veittar á skrif- stofu Endurmenntunarstofnunar, í símum 694923, 694924 og 694925. RAUNAVOXTUN Á KJÖRBÓK ÁRIÐ 1991 VAR 4,06-6,03% YFIR 80.000 KJÖRBÓKAR- EIGENDUR FENGU ÞVÍ GREIDDAR 3.237 MILUÓNIR ÁÁRINU Innstæöa á Kjörbókum er nú samtals rúmir 27,5 milljarðar. Hún er því sem fyrr langstærsta sparnaöarform í íslenska bankakerfinu. Ástæöan er einföld: Kjörbókin er traust, óbundin og áhættulaus og tryggir eigendum sínum háa og örugga ávöxtun. Ársávöxtun áriö 1991 var 12,01-14,14%. Raunávöxtun á grunnþrepi var því 4,06%, 16 mánaða þrepið bar 5,44% raunávöxtun og 24 mánaða þrepið 6,03% Kjörbókareigendur geta þess vegna nú sem fyrr horft björtum augum fram á við fullvissir um aö spariféð muni vaxa vel á nýju ári. Kjörbók er einn margra góðra kosta sem bjóöast í RS, Reglubundnum sparnaði Landsbankans. Landsbankinn óskar landsmönnum vaxandi gæfu og góös gengis á árinu 1992. Landsbanki íslands Banki allra landsmanna

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.