Morgunblaðið - 09.01.1992, Síða 21

Morgunblaðið - 09.01.1992, Síða 21
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. JANÚAR 1992 21 Undrandi á úrskurði umhverfisráðuneytís • • - segir formaður byggingarnefndar Olfushrepps Morgunblaðið/KGA Einar Aðalsteinsson og Guðrún Oladóttir, sem eru í hópi fjöl- margra, sem að átakinu standa. Nýaldarsamtökin standa fyr- ir samstöðuátaki á laugardag NÝALDARSAMTÖKIN ætla að standa fyrir átaki, sem felur í sér að fólk safnist saman og myndi með samstöðu sinni huglægan far- veg fyrir orkuflæði einingar og kærleika í samskiptum. Þetta er alþjóðlegt átak, sem nefnist 11:11 og fer fram laugardaginn 11. jan- úar næstkomandi. Félagsskapur í Bandaríkjunum, Phoenix liising, hefur frumkvæði að átakinu, en það fer m.a. fram víðs vegar í Bandaríkjunum, Nýja Sjálandi og Hollandi auk annnarra landa. Einar Aðalsteinsson og Guðrún Óladóttir frá Nýaldarsamtökunum verða á Aðalstöðinni daginn sem átakið fer fram til að kynna það og leiða hugleiðslu í beinni útsend- ingu. Útsendingin' hefst kl. 10.30 og hugleiðslan kl. 11.11 en tíma- setningin er svo nákvæm til að mynduð verði orkutenging um- hverfis jörðina. Að sögn Einars og Guðrúnar getur fólk ýmist verið eitt eða í hópum og tekið þannig þátt í hugleiðslu, sem hjálpar þeim að opna farveg fyrir orkuna. „Úpptök átaksins eru frá Banda- ríkjunum en vitneskjan um að orku- flæði sé sterkast nú í janúar kemur frá mörgum stöðum og vitað hefur verið um þessa orku í margar ald- ir. Þetta er fyrst og fremst átak GUÐMUNDUR Hermannsson sveitarstjóri og __ formaður byggingarnefndar Ölfushrepps segist undrandi á þeim úr- skurði umhverfisráðuneytisins að fella úr gildi álit nefndarinn- ar á umsókn heilbrigðis- og tryggingarráðuneytisins um réttargeðdeild á Sogni. Segir einingar og samskipta manna á meðal,“ segir Guðrún. Hún segir að í nóvembermánuði árið 1989 hafi verið haldin hug- leiðsla og sameiningarátak um heil- un jarðarinnar í Gerðubergi og hafi það verið svo vel sótt að ekki kom- ust allir, sem vildu. „Nú erum við að beina því til fólks að það taki sig saman og hlusti á hugleiðinguna á Aðalstöðinni.“ „Tímasetningin er ákveðin út frá afstöðu pláneta sólkerfisins', en hin nákvæma tímasetning er til að sam- stilla huglæga krafta okkar þannig að við getum verið saman' í andan- um,“ segir Einar. Einar segir að átakið sé sett af stað til að fá fólk til að líta í eigin barm og athuga samskipti sín við aðra. Ætlunin sé að hafa vináttu og kærleika að leiðarljósi í hug- leiðslunni og gefa og taka á móti þeirri orku, sem finnist í góðum samskiptum. „Með hugsunum okk- ar og tilfinningum höfum við áhrif hvort á annað.“ „Við viljum hvetja fólk til að taka þátt í þessu með okkur og hafa þetta sem upphaf og halda síðan áfram að hafa þetta að leiðarljósi í samskiptum við aðra,“ segir Guð- rún. Nýaldarsamtökin verða með opið hús í húsnæði sínu á Laugavegi 66, 3. hæð, laugardaginn 11. janúar og opnar það kl. 10. hann að skipulagsstjórn Ríkis- ins hafi álitið að niðurstaða byggingarnefndar Ölfushrepps bæri að standa, er umhverfis- ráðuneytið leitaði umsagnar skipulagsstj órnar. „Byggingarnefndin verður nú að taka þetta mál aftur fyrir með tilliti til úrskurðar umhverfisráðu- neytisins. Húsið var upphaflega ætlað sem sumarbúðir barna og hafa nágrannar hússins komið sér fyrir með það fyrir augum og okkur ber að gæta hagsmuna þeirra,“ segir Guðmundur. Guðmundur segir að fólk í ná- lægð við Soern telii sig verr sett gagnvart slíkri stofnun en fólk í þéttbýli, en aðeins séu um 500 metrar í næsta íbúðarhús. „Fólk er hræddara þarna vegna þess hversu afskekkt það er ef eitthvað kæmi upp á. Það tekur til dæmis miklu lengri tíma að kalla á lög- reglu og oft er ófærð og ekki auðvelt að komast leiðar sinnar. Mér skilst einnig að í öðrum lönd- um-séu stofnanir sem þessi yfir- leitt í nágrenni við háskóla, spít- ala og þess háttar. Hér er fólk hins vegar hrætt um að eftiriit með sjúklingum yrði ekki nógu mikið vegna aðstæðnanna,“ segir Þrjár sýningar opnað- ar á Kjarvalsstöðum ÞRJÁR sýningar verða opnaðar á Kjarvalsstöðum laugardaginn 11. janúar. í vestursal verður sýning á verk- um Jóns Engilberts, Jóns Stefáns- sonar, Ásgríms Jónssonar, Gunn- laugs Blöndal, Kristínar Jónsdóttur, Júlíönu Sveinsdóttur, Jóhanns Bri- em og Gunnlaugs Scheving. Allar myndirnar eru í eigu Reykjavíkur- borgar. í austursal verður sýning á verk- um Jóhannesar Sveinssonar Kjarv- als, sem öll eru í eigu borgarinnar og í austursal verður sýning á ljóð- um eftir ísak Harðarson. Sýningarnar standa til 16. febrú- ar, nema ljóðasýningin, sem stendur til 26. janúar. Daglega er opið frá klukkan 10 til 18. Sjötugir leikendur á sviði í fyrsta skipti Uppselt á allar sýningar út mánuðinn ÞANN 4. janúar sl. var frum- sýnt leikritið „Fugl í búri“ eft- ir systurnar Iðunni og Kristínu Steinsdætur. Flyljendur eru úr leikhópnum Snúð og Snældu, sem er leikhópur skip- aður eldri borgurum og leik- endur eru allir um sjötugt. Það er Sigríður Eyþórsdóttir, sem átti hugmyndina að stofnun leikhópsins og hefur leiðbeint honum og hún er einnig leik- stjóri hópsins nú. Brynhildur Olgeirsdóttir er forsvarsmaður leikhópsins. í samtali við Morgunblaðsið sagði hún að hópurinn yrði tveggja ára nú í janúar. Fyrst í stað hefðu þau staðið fyrir skáldakynning- um og vorskemmtum, sýningum með afmörkuðu efni. Brynhildur rakst síðan á smásögu eftir Ið- unni Steinsdóttur, sem þeim datt í hug að biðja hana að lengja samtölin í. Iðunn sagðist þá vera með leikrit í fórum sínum, sem kannski gæti hentað þeim. Það lét hún hópnum síðan eftir endur- gjaldslaust. Brynhildur sagði verkið vera klukkustundar langt, sem væri við hæfi fyrir leikendur, sem aldr- ei hefðu leikið áður. Það hefði verið gaman að snúst í undirbún- ingnum, en þegar hefði liðið að frumsýningu, hefði leikendum vart komið dúr á auga. Á frum- sýninguna mætti Vigdís Finn- bogadóttir forseti og margt leik- húsfólk og virtist skemmta sér hiða besta að sögn Brynhildar og það jók kjarkinn mjög. Og ekki hefði góð aðsókn dregið úr, því uppselt er á allar sýningar út janúarmánuð, en leikritið er leikið miðvikudaga, laugardaga og sunnudaga kl. 17 að Hverfis- götu 105. UTSALA - UTSALA % afslóHvr AIHai HAGKAUP rfCCtíeiwU

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.