Morgunblaðið - 09.01.1992, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 09.01.1992, Qupperneq 22
22 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. JANÚAR 1992 Samveldisríkin fá aðild að samstarfsráði NATO Brussel, Bonn. Reuter. RIKI Atlantshafsbandalagsins (NATO) hafa komist að samkomu- lagi um að lýðveldin í Samveldi sjálfstæðra ríkja fái aðild að þeim samráðsvettvangi sem komið var á fót milli NATO og fyrrum ríkja Varsjárbandalagsins í síðasta mánuði. Á fundi fastafulltrúa NATO- ríkjanna í Brussel á þriðjudag varð samkomulag um að nýju lýðveldin fengju aðild að samstarfsráðinu. Fyrsti fundur samstarfsráðsins var haldinn í Brussel í síðasta mánuði en tilgangur þess er að aðstoða ríki Austur-Evrópu við að draga úr útgjöldum sínum til varn- armála og breyta hergagnafram- leiðslu yfir í framleiðslu á almenn- um vamingi. Hreyfill rifnaði af í flugtaki Dallas. Reuter. HÆGRI hreyfill Boeing 737-200 þotu bandaríska flugfélagsins Delta Air Lines rifnaði af væng þotunnar í flugtaki frá flugvellin- um í Dallas-Forth Worth í fyrra- kvöld. Flugmennimir héldu áfram flug- taki og flugu síðan nokkra hringi við flugvöllinn áður en þeir lentu þotunni aftur heilu og höldnu. Engan sakaði en um borð voru 39 farþegar á leið til Houston í Texas. Þotan var af eldri kynslóð Boeing- 737 flugvéla, af undirtegundinni 737-200, sem er talsvert frábragðin nýrri gerðum, þ.e. 737-300, -400 og -500, en þotur Flugleiða eru t.d. af gerðinni 737-400. Hreyflar Delta- þotunnar eru af gerðinni Pratt & Whitney JT8D en nýju Boeing- þotumar eru knúnar frönskum hreyflum af gerðinni CFM-56, sem eru mjög frábrugðnir JT8D-hreyfl- unum. Oljóst var hvað olli því að hreyfillinn datt af þotunni. Tuttugu og fimm ríki sátu fyrsta fundinn, aðildarríki NATO, sextán talsins, fimm Austur-Evrópuríki, Sovétríkin og Eystrasaltsríkin þijú. Næsta fund, sem fram fer í Prag í lok mánaðarins, munu hins vegar 35 ríki sitja þar sem í stað Sovétríkjanna koma ellefu ný lýð- veldi. Þjóðveijar hafa lagt mikla áherslu á að fundurinn verði hald- inn í Prag samhliða fundi utanrík- isráðherra Ráðstefnunnar um ör- yggi og samvinnu í Evrópu (RÖSE) sem 38 ríki eiga aðild að. Hans Dietrich Genscher, utan- ríkisráðheiTa Þýskalands, sem nú er í forsæti ráðstefnunnar hefur lagt sérstaka áherslu á að asíulýð- veldum fyrrum Sovétríkjanna verði boðin aðild að RÖSE en ekki ein- ungis evrópulýðveldunum. Þetta sé ekki síst mikilvægt þar sem eitt asíulýðveldanna, Kazakhstan, hafi kjarnorkuvopn undir höndum. Reuter Myndin, sem er að vísu nyög óskýr, var tekin þegar George Bush hafði liðið út af við kvöldverðarborð- ið. Miyazawa, forsætisráðherra Japans, er fyrir miðri mynd að koma Bush til hjálpar en yst til hægri er Barabara, eiginkona Bush. Bush Bandaríkjaforseti veiktist í Japan: Efasemdir um heilsu for- setans veikja stöðu hans Tókýó. Reuter. Tókýó. Reuter. GEORGE Bush, forseti Banda- ríkjanna, veiktist hastarlega í kvöldverðarboði, sem Kiichi Miy- azawa, forsætisráðherra Japans, hélt honum í gær. Kastaði hann upp og leið út af og varð að yfir- gefa veisluna þegar hann hafði jafnað sig nokkuð. Að sögn lækna er Bush með inflúensu en veikindin hafa vakið upp spurn- ingar um heilsu hans og líkams- þrek, einkum með tilliti til þess mikla álags, sem fylgir forseta- kosningum en þær verða síðar á árinu. Nokkurt uppistand varð að von- um í veislunni þegar veikindin komu yfir Bush en þegar hann hafði náð sér aðeins sagði hann í gamni, að hann hefði bara verið að vekja á sér athygli. Hann var fölur og mátt- farinn að sjá og mátti láta Bar- böru, konu sína, um að sitja sam- kvæmið á enda. BREIÐHOLTS KONUR Svona veróa tímarnir okkar í vetur: Morgun-, síðdegis- og kvöldtímar Kl. 9.15 þri. ogfim. Kl. 17.30 þri. og fim. Kl. 18.30 þri. og fim. Kl. 19.30 þri. og fim. Kl. 20.00 mán. og mið. Nú er hægt að vera 4x í viku í Hraunbergi. Opinn tími á laugardögum kl. 10. Innritun alla daga í sima 79988. LÍKAMSRÆKT 1 I u HRAUNBERGI4 Talsmaður Hvíta hússins vildi ekki gera mikið úr veikindum Bush en augljóst þykir, að forsetinn er þreyttur og ekki að undra. Hann hefur verið tíu daga á ferðalagi um fjögur lönd, lagt að baki 19.000 mílur, unnið í 16 stundir á sólar- hring og setið dýrar veislur á hveiju kvöldi þar sem hann hefur gætt sér á alls kyns réttum, sem hann er óvanur. Hann hefur verið í hita- svækju á einum stað og frostnepju á öðram og hann hefur farið í ferð- ir með bátum og þyrlum. Áður en hann lagði upp í ferðina var hann í helgarfríi í Beeville í Texas þar sem hann stundaði kornhænuveiðar á daginn, át sverar grillsteikur á kvöldin og spjallaði við fólk yfir bjórglasi á kránni. Þetta er George Bush í essinu sínu segja vinir hans en forsetinn er orðinn 67 ára gam- all. Bush leitar eftir endurkjöri sem forseti í kosningunum í haust en margt bendir til, að hann geti átt á brattann að sækja vegna efna- hagssamdráttarins í Bandaríkjun- um. Þá hafa veikindin vakið upp spurningar um hvorí hann hafi þrek til að axla það gífurlega álag, sem kosningabaráttunni fylgir. Hvað sem um það er þá geta efasemdir hjá kjósendum um heilsufar fram- bjóðanda haft veruleg áhrif á gengi hans í kosningum. Veikindi Bush minna kjósendur einnig á hver tekur við sem forseti þurfi hann að fara frá, Dan Quayle varaforseti, en á honum hafa Bandaríkjamenn litla tiltrú. Búist er við, að repúblikanar velji Bush sem forsetaframbjóðanda sinn með" formlegum hætti á næstu vikum og aðeins fyrir nokkrum dögum Iýsti Bush yfir, að ekkert gæti kom- ið í veg fyrir framboð sitt — nema heilsubrestur. ERLENT

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.