Morgunblaðið - 09.01.1992, Side 18

Morgunblaðið - 09.01.1992, Side 18
18 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. JANÚAR 1992 Spádómar Biblíunnar Opinberunarbðkin Námskeið um hrífandi spádóma Biblíunnar hefst þriðjudaginn 14. janúar kl. 20.00 á Hótel Holiday Inn, Sigtúni 38. Efni Opinberunarbókarinnar verður sérstaklega tekið til meðferðar. ÞÁTTTAKA ER ÓKEYPIS. Fjölbreytt námsgögn EINNIG ÓKEYPIS. Leiðbeinandi verður dr. Steinþór Þórðarson. Ótrúlegir atburðir gerast í heiminum á okkar dögum. Spádómar Biblíunnar hafa mikið að segja um þá. Þeir boða að stórkostlegir atburðir eigi enn eftir að gerast, jafnvel á okkar dögum. Nánari upplýsingar og innritun í símum 679270 á skrifstofutíma og 673551 eða 673626 á kvöldin. Morgunverðarfundur í Átthagasal Hótels Sögu þriðjudaginn 14. janúar 1992, kl. 08:00 - 09:30. EINKAVftDINGIN í EVRÓPU ER HÚN RAUNHÆF Á ISLANDI? Fyrirlesari: David Wafson, framkvæmdastjóri hjó Enskilda í London. David Watson vann aö skýrslum Enskilda um íslenskan hlutabréfamarkað 1988 og 1991. Hann mun fjalla um þróun einkavæðingar í Bretlandi, Frakklandi, Skandinavíu og nú síðast Austur Evrópu, mismunandi aðstæður og aðferðir. Loks mun hann greina stöðu einkavæðingar á íslandi. Enskilda Corporate Finance er dótturfyrirtæki Skandinaviska Enskilda Banken, með skrifstofur víða í Evrópu og New York. Það annast rannsóknir og ráðgjöf á flestum sviðum fjármálamarkaðarins og er nú meðal annars aðalráðgjafi við einkavæðingu í Svíþjóð. Fundurinn er opinn, en mikilvægt er að skrá þátttöku fyrirfram í síma 676666 Fundargjald er kr. 1.000 (innifalinn morgunverður af hlaðborði). VERSLUNARRÁÐIÐ OG VINNUVEITENDASAMBANDIÐ Ósköp er að heyra eftirJens Guðmunds- son í Kaldalóni Þótt maður sé orðinn illu vanur að heyra, sjá og lesa þau undur öll og stórmerki, sem á daga samfélags okkar dynja, — og svo megi bakka- fullan lækinn í bera að útum allt flói — þá er það nú svo, að skelfing- in getur svo yfirþyrmandi orðið í vitleysunni og andskotagangi öll- um, að maður bókstaflega hrökkvi í kút. Mikil lifandis ósköp er búið að skrifa um það hver eigi fiskinn í sjónum og landsskuldina alla af honum, þar sem ríkið kvað eiga hvern þann einasta bútung, sem þar syndir, og ómögulegt sé til þess að vita, að sjómenn og útgerðar- menn hafi alla þessa sameiginlegu eign þjóðarinnar eftirgjaldslaust — og þessir svo margtuggnu skatt- borgarar gefi þetta allt saman á gíjáfægðu silfurfati til þeirra að höndla með uppá eigin spýtur og að vild sinni. En ef það er nú rétt, sem ég verð í efa að draga, að Alþingi hafi sett um það lög, að ríkið ætti allan fisk- inn í sjónum, svo vitlaust sem það nú er, ekki bara þá þorsk og ýsu, heldur þá einnig steinbít og karfa, lúðu, brosmu og kola, marhnút, grásleppu og rauðmaga, silung, lax, síld og loðnu auðvitað, sem og hitt allt sem ótalið er, hljóta þá selir, hvalir, hrefna og rostungar að vera með í eignarnáminu, því allt eru þetta sjávardýr, þá verð ég nú að segja að illa hafi þeim skjátlast, — að hafa ekki haft jöklana, grasið, gijótið og vötnin með á þurru landi. Og hvað með þá ógnarskelfingu sem heyrist frá Grindavík um urðun fjár? - Eg held nú satt best að segja, að fyrst svona geysisparnaður þótti við það að leggja niður Reykjanes- skólann, að þeim sparnaði hefði engan veginn betur verið varið en til nýrrar stofnunar — sem það hlut- verk hefði sem æðsta boðorð haft á sinni könnu, að stofna til þeirrar lærimennsku, að kenna mörgum okkar ágætustu höfðingjum að „skammast" sín, því það vantar svo sannarlega mikið á að það kunni nokkur af þeim reglugerðar- og lagapostulum, í því formi sem til verður að ætlast, og má þar um, að mínu mati, ekkert jafnast, að svo megi hin gjörhijáða samviska nokkurs manns gefa út þær reglur, sem við lög skulu styðjast, að taka „Ég held nú satt best að segja, að fyrst svona geysisparnaður þótti við það að leggja niður Reykjanesskólann, að þeim sparnaði hefði engan veginn betur verið varið en til nýrrar stofnunar — sem það hlutverk hefði sem æðsta boðorð haft á sinni könnu, að stofna til þeirrar læri- mennsku, að kenna mörgum okkar ágæt- ustu höfðingjum að „skammast“ sín...“ skuli matinn frá munni manna með því ógnarvaldi sem þar um er beitt, og lífsbjörg og hinn mannlegi réttur einstaklingsins þar með undir fótum sér troðinn, og þá ekki síður sá réttur einstaklingsins, sem í blóði hvers er borinn að mega lifa og njóta sinnar eigin framleiðslu og eða aflafjár. Þetta mál er svo langt fyrir neðan allt siðferði, að ég nú ekki tali um manngildi, sem og þá ekki síður hitt, að lærðir menn í opinberri stöðu skulu geta lítilsvirt svo manngildi sitt með því að út- blása á opinberum vettvangi, að það geti verið hættulegt að éta heima- slátrað kjöt. Þar með gefa í skyn að hver einasta, svo gott sem, hús- móðir á íslenskum sveitabæ beri á borð fyrir gesti sína og gangandi hættulegan mat, ef henni verður á að taka upp úr frystikistunni lambs- læri til að steikja í bakarofninum fyrir elskulegustu vini sína, sem að garði bæru, eða góðan saltketsbita upp úr kútnum til að gæða þeim á, bara ef það er slátrað heima á bænum. Og getur nokkur lifandi maður komið með dæmi um það, að hættulegur heilsuspillir hafi orð- ið af því að éta heimaslátraðan kjöt- bita gegnum allar þær aldir íslands- sögunnar sem fé þeirra til frálags heimilanna hefur verið slátrað heima á bæjunum.? Nei, og aftur nei sem betur fer. Það getur eng- inn. Hér er því hinn ómanneskjuleg- asti áróður í frammi hafður, mann- orðsskemmandi fyrir þann sem slíka lágkúru hefur í framferði sínu, og ætti svo sannarlega að „skamm- ast“ sín fyrir, ef hann kynni það. Svo er það auðlindaskatturinn Þótt ég rabbi nú eitthvað hér um sjávarútvegsmálin, verður það ekki meira en sem svarar einu kræki- beri í öllu Atlantshafinu, samanbor- ið við það allt sem þar er um að ræða í öllu sínu margslungna formi. Eftir þann aðlögunartíma, segir Gylfi Þ. Gíslason, að skipunum yrði fækkað um þriðjung, við skulum segja togurunum í 66, úr 100 eða svo segir hann: „Og þegar flotinn hefur náð hagkvæmri stærð verður gífurlegur hagnaður af rekstri út- gerðar. Slíka þróun verður að koma í veg fyrir. — Eina ráðið til þess að koma í veg fyrir jafn óheillavæn- lega þróun og við blasir að öllu óbreyttu er að tekið verði sem fyrst upp gjald fyrir hagnýtingu fiskimið- anna, hvort sem það yrði kallað veiðigjald, aflagjald eða hlunninda- gjald. Það mundi annars vegar skila eigendum fiskimiðanna réttmætum arði af eign sinni.“ Og með fullri virðingu fyrir þess- um aldna og stórgáfaða heiðurs- manni, verð ég að spyija hann að því, hvernig hann vill svo blessaður karlinn skipta öllum þessum stór- gróða arði á milli mín og hans, eða annarra landsmanna, sem eiga all- an þennan auð í sjónum, vill hann að honum sé skipt eftir greindarvísi- tölu hvers og eins, eða eftir mennt- un og þá valdsmannshögum hvers og eins, og eiga þá ekki sjómennirn- ir líka að fá sinn part úr landsskuld- inni, því ekki get ég með nokkru móti skilið, að ríkið komist hjá því að skila eigendunum arðinum af jafn sjálfgefinni eign sinni, eins og túlkað er að þeir eigi hafið allt með þúsundum tonna af laxinum öllum, sem aðeins nokkrir valdamenn telja sig svo eiga, að ég verð að standa klofvega yfír silungsnetsstubbnum mínum allar flæðar út í gegn, til að passa að ekki komi lax í hann, annars búast við að verða skráður tukthúsgestur með upptöku netsstubbsins með öllu sem í hann kynni að rekast, og stórsektum of- análag. Nei, mínir elskuðu. Það er ekki öll vitleysan eins, og verður senni- lega aldrei, en af því að Gylfi minn Gíslason, er nú í öllum sínum hjart- ans kærleika líklega einn hreinasti jafnaðarmaður sem eftir er í krata- flokknum, þá langar mig nú til að hófst í dag, 25 - 60% afsláttur Skór á alla fjölskylduna ! Skóverslun Laugavegi 60 - Sími 91 - 22453

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.