Morgunblaðið - 09.01.1992, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 09.01.1992, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. JANÚAR 1992 Stormur í vatnsglasi eftir Geir H. Haarde Segja má að blöðunum verði flest hey í fréttaharðindum. Sl. föstudag birti Morgunblaðið stóra frétt á baksíðu í tilefni af mánað- argömlu bréfi sem þingflokkur sjálfstæðismanna sendi viðskipta- ráðuneytinu vegna frumvarps- draga um breytingar á jöfnun flutningskostnaðar á olíuvörum. Síðan hafa Morgunblaðið, DV og Alþýðublaðið séð ástæðu til að gagnrýna þingflokkinn harkalega í leiðurum vegna þessa máls þótt flokkurinn hafi ekki látið neitt opinberlega frá sér fara um málið sem er enn á vinnslustigi. Af þessu tilefni er rétt að upp- lýsa að það er föst venja að til- kynna ráðuneytum bréflega hvaða afgreiðslu einstök frumvörp sem þaðan berast í drögum fá í þing- flokki sjálfstæðismanna. Eru slík bréf ekki til opinberrar birtingar og sætir furðu að efni eins slíks bréf, þar sem leitað er eftir frek- ari umfjöllun um frumvarp, skuli birtast í íjölmiðlum og vera notað til árás á Sjálfstæðisflokkinn áður en fyrir liggur hver endanleg af- staða hans til málsins verður. Um hvað snýst málið? Baksvið þessa máls er það að um áratuga skeið hafa olíufélögin selt bensín og aðrar olíuvörur á sama verði hvar sem er í landinu á grundvelli opinberrar verðlagn- ingar. Nú er hins vegar fyrirhugað að breyta fyrirkomulagi á jöfnun flutningskostnaðar olíuvara m.a. í Ijósi þess að ríkisvaldið kaupir ekki lengur olíuvörur fyrir olíufé- lögin frá Sovétríkjunum heldur sér nú hvert félag um sín innkaup. Geir H. Haarde „Engin ástæða er til að ætla annað en stjórnar- flokkarnir muni leysa þetta mál á grundvelli aukins frjálsræðis og nútímalegri viðskipta- hátta en tíðkast hafa.“ Eðlilegt framhald af því er vita- skuld að hvert félag verðleggi sín- ar vörur sjálft og geti t.d. látið viðskiptavini njóta góðs af hag- stæðum innkaupum. Það er á hinn bóginn ekki undarlegt þótt ýmsir á lands- byggðinni óttist að breyting frá núverandi skipan geti orðið til þess að olíuvörur verði dýrari úti á landi en á höfuðborgarsvæðinu þar sem olíunni er skipað á land. Ég tel raunar að þessi ótti sér ástæðulaus og að félögin muni telja sér hag í að tryggja sambæri- legum viðskiptavinum sambæri- legt verð óháð búsetu þeirra enda geta félögin hæglega jafnað út- söluverð innan eigin dreifikerfa (eins og t.d. Morgunblaðið gerir með sína afurð) þótt þau eigi í samkeppni hvert við annað. Alger- lega sömu kjör í öllum tilvikum verður að sjálfsögðu aldrei hægt að tryggja frekar en nú þegar fé- lögin hafa t.d. í hendi sér að semja við stærri viðskiptavini um breyti- leg greiðslukjör. M.a. þessi atriði vill þingflokkurinn ræða betur áður en lengra er haldið. Vanda verður undirbúning Aðalatriðið á þessu stigi er það að málið er ekki útrætt milli stjórn- ai-flokkanna. Engin ástæða er til að ætla annað en stjórnarflokkarn- ir muni leysa þetta mál á grund- velli aukins fijálsræðis og nútíma- legri viðskiptahátta en tíðkast hafa. Aftur á móti er nauðsyn- legt, eins og jafnan þegar um er að ræða mikilvæg mál, að undir- búningur sé vandaður og málefna- legur og menn gefi sér tóm til að ræða til hlítar öll sjónarmið sem fram koma. í þeim tilgangi óskaði þingflokkur sjálfstæðismanna eft- ir frekari umfjöllun milli stjórnar- flokkanna um málið og getur það tæpast þótt í frásögur færandi. Höfundur er formaður þingflokks sjálfstæðismanna. Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson Verðlaunahafarnir, ásamt formanni Rauða kross deildarinnar í Eyj- um. Frá vinstri. Guðni Davíð Stefánsson, Óskar Magnús Gíslason, Júlíana Silfá Haraldsdóttir og Einar Valur Bjarnason. Vestmannaeyj ar: Unnu til verðlauna í alþjóðlegri samkeppni V estmannaeyj um. ÞRÍR Eyjakrakkar unnu til verðlauna í alþjóðlegri teikni- og list- munasamkeppni sem búlgarski Rauði krossinn efndi til árið 1989, fyrir andlega og líkamlega fötluð börn. Úrslit keppninnar voru kynnt fyrir skömmu og voru Eyjakrökkunum þá afhent verðlaun sín. Yfir 2.200 verk bárust til keppn- innar, þar af 59 frá íslandi. Þrír Eyjakrakkar sendu verk sín til keppninnar og fengu þau öll verð- laun en alls fengu átta verk frá Islandi viðurkenningar. Árangur Eyjakrakkanna er því mjög glæsi- legur og mikil viðurkenning fyrir skóla þeirra, Barnaskólann í Vest- mannaeyjum, en þar eru þau öll nemendur. Krakkarnir sem verðlaunin hlutu heita Júlíana Silfá Haraldsdóttir, Guðni Davíð Stefánsson og Óskar Magnús Gíslason og voru verk þeirra allra leirmunir, sem þau gerðu _ undir handleiðslu kennara síns, Ásgerðar Atladóttur. Einar Valur Bjarnason, formaður Rauða kross deildarinnar í Eyjum, afhenti krökkunum verðlaun sín fyrir skömmu og ríkti mikil ánægja hjá þeim með árangurinn og viður- kenningarnar. Grímur MECO gr‘\U. PH\UPS hár- b\ásar\ vasadisko- PH\UPS KaUWé\- supsSecvTX^O * útvarp 09 H ______. segu\band_— ^tercont\ JMJQQ/ tottwhi. y phTups^' magnsraKve • W&IOOL kaettsKáP^: PVttUPS^. M\fH\R\-p00L SUPERTECH T0! Hei' 22 KR.stgh ferðaútvarp PHÍÚCO^ þvottave\- kr.sigr KR-STGR tommuttvasibn-m KKMG*. geislaspttaá j. varp. PH\UPS 21 tommu Wtasjónvarp-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.