Morgunblaðið - 09.01.1992, Síða 25

Morgunblaðið - 09.01.1992, Síða 25
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. JANUAR 1992 25 íslensk sljórnmál hafa heillað mig gjörsamlega - segir Charles Cobb sendiherra Bandaríkjanna á Islandi, en hann er nú á förum aftur vestur um haf ÞAÐ ERU ekki nema rétt rúm tvö ár síðan að Charles Cobb, af vinum og kunningjum nefndur Chuck, og kona hans Sue komu hingað til lands frá Bandaríkjunum, eftir að George Bush hafði skipað Cobb sendiherra Bandaríkjanna á íslandi og nú eru þau hjón á förum. Cobb segir mér að undir eðlileg- um kringumstæðum hefði hann átt að vera hér fram á næsta sumar eða haust, en af persónulegum og viðskiptalegum ástæð- um hafi hann kosið að hverfa héðan nú, auk þess sem Bush Bandaríkjaforseti hefur óskað eftir því við hann að hann komi til Bandaríkjanna og taki þátt í undirbúningi og skipulagningu á kosningabaráttu forsetans. — íslandsdvöl að ljúka, þú á leiðinni til þátttöku í kosningabar- áttu Bandaríkjaforseta, hvað svo? Muntu verða sendiherra annarstað- ar að kosningum loknum, eða muntu snúa þér að öðru? „Eins og þú veist, er ég ekki utanríkisþjónustumaður að lífs- starfi, eins og tveir þriðju sendi- herra Bandaríkjanna eru. Ég býst því við að snúa mér að öðru. Ég hef mikinn áhuga á starfi fyrir rík- isstjórnina og vænti þess að ég muni á nýjan leik taka að mér verk- efni fyrir hana, hugsanlega á sviði viðskipta, sem ég hef mikinn áhuga á.“ — Hvernig myndir þú lýsa sendiherraárum þínum hér á landi, í stuttu máli? „Raunar má segja að þetta tíma- bil taki til þriggja ára, því Bush bað mig um að verða sendiherra á íslandi í apríl 1989. Þessi ár mín hér hafa vissulega verið tvö af bestu árum lífs míns.“ — Hvers vegna? „Að vera í Evrópu einmitt á þess- um tíma og vera fulltrúi banda- rískra hagsmuna, á meðan Evrópa hefur tekið þessum geysilega öru breytingum, hefur vissulega verið mjög áhugavert og ögrandi verk- efni. Raunar hefur þetta tímabil og sú reynsla sem það hefur borið í skauti sér farið fram úr mínum björtustu vonum. Ég minnist til dæmis viðræðnanna við síðustu rík- isstjórn vegna Lundúnayfírlýsing- arinnar, þar sem því var lýst yfir að kalda stríðinu væri lokið, sem var auðvitað tímamótayfirlýsing, mér sem öðrum minnisstæð. Þá er því ekki að neita að við hjónin höfum gjörsamlega fallið fyrir landinu og því sem það hefur upp á að bjóða. Þá hefur það nú ekki spillt fyrir, áð íslensk stjórn- mál heilla mig gjörsamlega, svo gjörólík eru þau því sem ég hef áður kynnst á pólitískum vett- vangi.“ — Nú vekur þú forvitni mína. Hvað er það sem heillar þig svo við íslensk stjórnmál? „Jú, það sem heillar mig við stjórnmálin hér á landi, er hversu mikill hraði er á pólitíkinni og eins það hvað hún er á persónulegum grunni. í flestum löndum er það þannig að stjórnmálaflokkarnir eru eins konar stofnanir, þar sem skrif- ræðið er allsráðandi. Það gerir það að verkum að allt gerist svo ofur- hægt, öll þróun, allar breytingar eiga sér stað með hraða snigilsins. En hérna er pólitísk afstaða tekin til máls á einu kvöidi og því hrint í framkvæmd næsta dag. A hveijum einasta degi getur maður lesið í blaðinu þínu, Morg- unblaðinu, að þetta eða hitt hafi breyst í stjórnmálunum hér á landi. Svona gerist þetta ekki hjá okkur í Bandaríkjunum, né annars staðar þar sem ég þekki til. Auk þess er það þannig hjá ríkisstjórn Banda- ríkjanna að ráðherrar ríkisstjórnar- innar tala ávallt eins í sömu mál- um, þannig að aldrei nokkurn tíma verður vart innbyrðis ágreinings í ríkisstjórninni. Rík áhersla er lögð á að gæta þessa. Þeir eru einfald- lega að segja frá eða tjá sig um eina sameiginlega stefnu — stefnu Bandaríkjaforseta. Finni banda- ríska pressan einhvern innbyrðis ágreining eða mismunandi áherslur hjá mismunandi ráðherrum, þá er sá áherslumunur þurrkaður út í kyrrþey, með leynilegum fundum og komist að sameiginlegri niður- stöðu. Hér aftur á móti er það daglegur viðburður að ráðherra í ríkisstjórninni greini á og mér sýn- ist sem engum finnist það nokkuð tiltökumál. Þetta_ er svo daglegt brauð hjá ykkur. Ég nefni bara sem dæmi um afstöðu íslenskra stjórn- málamanna til hvalveiðimála. Þar eru til umræðu að minnsta kosti ijögur ólík viðhorf. Sama á við um meiriháttar mál, eins og til dæmis afstöðuna til afvopnunar á höfum, því þar eru tvenns konar viðhorf við lýði, eða fleiri. Á margan hátt hefur þetta gert starf mitt hér erfiðara, en um leið hefur það gert meiri kröfur til mín og þar af leið- andi orðið átakameira í jákvæðum skilningi. Það hefur einnig komið mér skemmtilega á óvart hversu óform- legir íslendingar eru. Sumum sem vinna í utanríkisþjónustu fyrir land sitt, kann að finnast þetta óþægi- legt og oft geta hin íslensku óform- legheit gert þróaða áætlanagerð illmögulega. Islendingar almennt virðast ekki vera mikið fyrir form- legheit og það hefur mér líkað vel. Það hefur oft komið Sue og mér á óvart, sérstaklega í upphafi, hversu Islendingum er það í blóð borið að mæta einfaldlega ekki, þótt þeir hafi þegið tiltekið boð. Ég held ég ýki ekki, þegar ég segi að í sér- hvetju formlegu kvöldverðarboði sem við höfum haldið hér á þessum tveimur árum, sem skipta mörgum tugum, þá hefur það einatt gerst að einhver hefur ekki mætt. I að minnsta kosti fimmtíu svona boð- um, hefur alltaf vantað að minnsta kosti einn veislugesta!" segir Cobb og skellihlær. „Meira að segja þetta hefur verið skemmtilegt og er ákveðinn hluti af þessum sérís- lensku óformlegheitum, sem verka mjög vel á mig, því ég finn á viss- an hátt til andlegs skyldleika við þá sem eru þessa sinnis, en ég veit jafnframt að erlendir diplómat- ar hér á landi eru ekki allir sama sinnis og ég í þessum efnum, og einblína um of á neikvæðar hliðar þessa einkennis í hinum íslenska persónuleika. Mér hefur einnig þótt það fyndið hvernig svo margir ís- lendingar ávarpa mig, þótt ég hafi fyrir löngu vanist því: Þeir segja einfaldlega „Hei, Cobb“, en ekki „Mister Ambassador“.“ — En hafa engir gefið þér gælu- nafnið Kobbi, sem er jú stytting úr Jakob? „Jú, það hafa nú einhveijir grín- ast með þá nafngift, en ég held að Kobbanafnið sé nú ekki út- breytt í tengslum við mitt nafn, því vinir mínir og kunningjar nefna mig Chuck. Nú, hann Sigmund ykkar á Morgunblaðinu hefur nokkrum sinnum teiknað gi’ín- myndir af mér, og ég reikna með að það sé bara hluti af íslensku Morgunblaðið/Þorkell Þorkelsson Charles Cobb _ sendiherra Bandaríkjanna á Islandi í sendi- herrabústaðnum við Laufás- veg. myndinni, eða hvað? Ég hef haft gaman af þessum teikningum hans og til að byija með var hann ein- staklega elskulegur í rninn garð, því ég leit ekki út fyrir að vera deginum eldri en 35 ára, sam- kvæmt fyrstu teikningu hans af mér. Það var því hálfgert reiðarslag þegar ég skömmu síðar leit út fyr- ir að vera að minnsta kosti sjötug- ur. En nú nýlega var hann mjög sanngjarn í minn garð, þar sem ég leit út fyrir að vera það sem ég er — 55 ára. Við hittum Sigmund þegar við komum einu sinni til Vestmannaeyja og höfðum gaman af. Raunar eru Vestmannaeyjar okkar uppáhaldsstaður hér á landi — í algjörum sérflokki. Við erum búin að fara 11 sinnum til Vest- mannaeyja og eigum vonandi eftir að koma þangað oft enn — mjög oft.“ — Nú verða íslendingar afbrýði- samir út í dálætið sem þið hafið á Vestmannaeyjum. Hvað með aðra staði á landinu. Hvert hafið þið farið, hvað hafið þið séð og hvað hafið þið lært? „Við höfum farið hringinn um- hverfis landið þrisvar eða fjórum sinnum. Við höfum komið í hvern einasta kaupstað á landinu og hvert einasta þorp sem hefur 300 íbúa eða meira. Við höfum veitt í öllum stærri laxveiðám landsins. Við höf- um klifið öll hærri fjöll á íslandi. Við höfum farið í snjóbílum yfir alla jökla landsins. Við höfum farið yfir hálendið þvert og endilangt í jeppa tvisvar eða þrisvar sinnum. Við höfum...“ — Hægan, hægan, herra sendi- herra! Hvernig í ósköpunum hafði Charles Cobb einhvern tíma aflögu, frá þessu fulla starfí sem hann var að lýsa, til þess að sinna starfi sínu sem sendiherra Bandaríkjanna á íslandi! „Ég notaði símann. Alveg satt, ég notaði símann! Þú veist ekki hversu fullkomið símakerfið er hér hjá ykkur á íslandi. Það eru ekki nema tveir eða þrír blettir, þar sem síminn er dauður og þú nærð ekki sambandi við umheiminn. Ég hef ráðfært mig við Washington í gegnum síma, úr snjóbíl af Lang- jökli og einnig af Vatnajökli og afgreitt ótal erindi og tekið ákvarðanir í ólíkustu efnum úr jeppum símleiðis og horft á íslenska náttúrufegurð um leið. En auðvitað hefur þetta ekki gengið einungis svona til í tvö ár, heldur héf ég þrátt fyrir öll ferðalögin, sem hafa mest verið um helgar og á sumrin, unnið geysilega mikið hér í sendi- ráðinu og hér í Reykjavík. Hluti skýringarinnar er sennilega sá að vera fær um að skipuleggja tíma sinn og skipuleggja hann vel.“ — Þið hafið augljóslega kunnað að njóta lífsins þann tíma sem þið voruð hér, ekki satt? „Það er alveg rétt hjá þér. Við höfum skemmt okkur stórkostlega. Við gátum ekki verið heppnari en við vorum. Ég held að ekkert land hefði getað orðið jafnáhugavert fyrir okkur og einmitt ísland á þessum tíma, jafnvel ekki þótt þú leitir til allra 144 landanna sem Bandaríkin hafa stjórnmálasam- band við.“ Cobb hugsar sig um í smástund og segir svo kíminn: „Stjórnmálalega séð hefði kannski verið örlítið meira spennandi að lenda í einhveiju Afríkuríkinu þar sem þeir eru bókstaflega að drepa hver annan! En ég geri ekki stóran greinarmun þar á, því Island eins og það er, er í stjórnmálalegum skilningi geysilega áhugavert land.“ — En hvað með smæðina og fámennið — hvernig hafa þeir þætt- ir verkað á þig? „Ég hélt nú jafnvel að smæðin yrði neikvæður þáttur, en hún reyndist einmitt hið gagnstæða. Það persónulega samband sem sendiherra Bandaríkjanna á kost á að mynda við forystumenn þjóð- arinnar, er eitthvað sem stendur ekki til boða í hvaða landi sem er. Ég hef ferðast tvisvar sinnum með frú Vigdísi Finnbogadóttur, forseta Islands, til Bandaríkjanna. Forsæt- isráðherra Islands hefur dvalið á heimili mínu í Flórída í eina viku, svo og utanríkisráðherrann og Steingrímur Hermannsson, fyrr- verandi forsætisráðherra. Þor- steinn Pálsson sjávarútvegsráð- herra hefur dvalið í vikú í skíða- skálanum okkar í Bandaríkjunum. Slíkt hefði einfaldlega ekki getað gerst í stærra landi. Svo við fengum virkilega að kvnnast stjórnmála- mönnunum hérna og mynda við þá persónuleg tengsl og vináttu sem við verðum ætíð þakklát fyrir. Þegar við klifum Heklu báðum við Þorstein Pálsson og Ingibjörgu Rafnar að klífa hana með okkur, og það gerðu þau. Þegar við höfum rennt fyrir lax, höfum við iðulega gert það í félagi við stjórnmála- foringja, leiðandi menn úr viðskipt- alífinu og svo framvegis." — Óformlegheit íslendinga eru þér að skapi, en hvað finnst þér um íslendinga að öðru leyti? „Ég ýki kannski svolítið þegar ég lýsi íslendingum fyrir banda- rískum vinum mínum. Þá segi ég: Ég hef enn ekki hitt íslending sem ekki talar þrjú tungumál, hefur ekki skrifað bók og leikur ekki á hljóðfæri! Kannski eru þetta ýkjur, en í einlægni talað, þá er ég sann-' færður um að Islendingar eru ótrú- lega vel menntuð og hæfíléikarík þjóð. Ég skal segja þér, að Bush hefur verið gagnrýndur fyrir það að of margir okkar sem vinnum í nálægð við forsetann séum auðugir og hámenntaðir, og þetta er gagnrýni sem mér finnst að taka eigi til greina. En að því sögðu, finnst mér rétt að geta þess að vinir mín- ir hér á landi eru betur menntaðir, hafa æðri prófgráður, hafa skrifað fleiri bækur, sækja fleiri alþjóða- ráðstefnur og svo framvegis. Þeir eru meiri úrvalshópur en nán’ustu ráðgjafar og samstarfsmenn Bandaríkjaforseta. Það sama á við um Alþingi. Ef ég ber saman þá alþingismenn sem ég hef kynnst hér við þá þingmenn Bandaríkja- þings sem ég þekki, er samanburð- urinn aftur Islandi í. hag. Hvað varðar menntun, alþjóðareynslu, tungumálakunnáttu og heims- menningu, verð ég að viðurkenna að bandarískir þingmenn komast ekki með tærnar þar sem íslenskir þingmenn hafa hælana." — Þegar þú tókst við starfí hér á landi haustið 1989 átti Morgun- blaðið viðtal við þig, sem Hjörleifur Guttormsson alþingismaður og fleiri gerðu að umræðuefni á Al- þingi, þar sem hann taldi að skoð- anir þínar á varaflugvallarmálum okkar íslendinga væru íhlutun sendiherra Bandaríkjanna í innan- ríkismál. Hvað fannst þér nýkomn- um hingað til lands um þessa uppá- komu á Alþingi? Cobb brosir í kampinn og segir svo: „Þetta kom mér virkilega á óvart. Það má vel vera að ég hefði ekki átt að reifa mínar skoðanir í þessum efnum á þennan hátt, en ég taldi þá og tel enn að þessi orð mín hafi á engan hátt verið íhlutun í innanríkismál íslands." — Hvað hefur valdið þér mest- um vonbrigðum í starfi þínu sem sendiherra hér á landi? „Tvímælalaust að ekki var end- anlega gengið frá samningum um nýtt álver hér á landi. Eg eyddi geysilegum tíma í undirbúning þessa máls og ég er enn algjörlega sannfærður um ágæti þessa verk- efnis fyrir íslendinga og viss um að álverið verður byggt, en ég hefði svo gjarnan kosið að samningar væru frágengnir og ákveðnar dag- setningar segðu til um hvenær framkvæmdir hæfust og lyki, nú þegar ég hverf héðan, en það verð- ur ekki á allt kosið í þessum efnum. Raunar er ég þeirrar skoðunar að á næstunni verði þijár eða fjór- ar nýjar álbræðslur byggðar á ís- landi, en ekki bara þessi eina á Keilisnesi. Þá skoðun mína byggi ég á þeirri staðreynd að Island er augljóslega skynsamlegur kostur fyrir Evrópumarkaðinn, þegar það verður á döfinni að auka álfram- leiðslu á ný. Hvað varðar álfram- leiðslu í Bandaríkjunum, þá verður val um það fyrir Bandaríkjamenn að byggja slíkar verksmiðjur í Kanada, með sama tilkostnaði, eða í Venesúela með lægri tilkosthaði. En Evrópulöndin hafa ekki slíka valkosti, og því er ég viss um að evrópsk fyrirtæki munu leita hing- að í auknum mæli.“ — Cobb segist ávallt hafa haft mikinn áhuga á umhverfismálum og umhverfisvernd. Hann kveðst vera ánægður með árangur af starfi sínu á því sviði, á meðan hann hefur starfað hér. „Við höfum stóraukið samstarf íslands og Bandaríkjanna á sviði umhverfis- mála. Við eigum nú vísindamenn sem vinna saman að rannsóknum á ýmsum sviðum sem tengjast þessum þýðingarmikla málaflokki, svo sem hitastigi jarðar, mælingum á ósonlaginu og eyðingu þess, jarð- vegsrannsóknum og fleiru og fleiru. Auk þess erum við að vinna að ákveðnum málum, sem eru í réttum farvegi, þótt ekki sé komin endanleg niðurstaða þar. Ég nefni sem dæmi að við erum mjög ná- lægt því að fá það samþykkt að komið verði á laggirnar samvinnu- verkefni Bandaríkjanna og íslands þar sem sett verði á laggirnar rann- sóknastöð umhverfismála á Norð- ur-Atlantshafi, sem hafi höfuð- stöðvar í Reykjavík." — Áður en við slítum tali okkar lítur Sue inn til okkar og segir að þótt starfsferli manns hennar sé nú að ljúka hér á landi, hafi þau hjónin ekki sagt skilið við ísland — síður en svo. „Þið eruð ekki laus við okkur!“ segja hjónin og hlæja við. „Við verðum hér eins og gráir kettir í framtíðinni! Strax næsta sumar ætlum við að koma og skoða eina perluna ykkar, sem við höfum enn ekki séð — Hornstrandir, en fegurð þeirra og sérstaða hefur verið rómuð í okkar eyru.“ Viðtal Agnes Bragadóttir

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.