Morgunblaðið - 09.01.1992, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. JANÚAR 1992
35
aðnjótandi að halda andlegri og lík-
amlegri heilsu fram til dauðadags.
Þau voru einstaklega dugleg og
samviskusöm hjón og vönd að virð-
ingu sinni.
Þegar litið er yfir farinn veg
koma margar góðar og ljúfar minn-
ingar fram í hugann. Minnisstæð
verður okkur ferð, sem við hjónin
fórum um Vestfirði síðastliðið sum-
ar ásamt tengdamóður minni. Þá
var ekið um fæðingarsveit móður
hennar, Ingibjargar, í sólskini og
blíðu, þannig að fjöll og fossar
spegluðust í logntærum Ijörðunum.
Farið var um æskuslóðir hennar við
Dýraijörð og komið á Þingeyri.
Ekið var um Isafjarðardjúp og norð-
ur á Strandir. Anægjulegt var að
hitta gott fólk á Þingeyri, sem
mundi þá tíma þegar Petra átti þar
heima í æsku, og rifja með því upp
liðna daga. Ég veit að Petra naut
þessa ferðalags og erum við þakk-
lát fyrir að hafa getað veitt henni
þessar ánægjustundir.
Víst er það sárt að sjá að bak
vinum, sem enn voru við fulla
heilsu, þótt aldraðir væru. Þau
ókomnu ár, sem vonast var eftir
að við mættum eiga saman, hverfa
á braut.
Efst er í huga þakklæti fyrir allt
sem við áttum saman. Þegar Aug-
ust tengdafaðir minn lést fyrir hart-
nær fjórum árum áskotnaðist
tengdamóður minni lítið erindi, sem
ég vil nú gera að hinstu kveðju til
þeirra beggja frá okkur nánustu
ættingjum og vinum.
Af alhug við þökkum hið göfga og góða,
er gafst þú oss vinum á vegferð þinni.
Það allt við skulum eiga i minni,
uns aftur við hittumst á himinsins vegum
við eilífðar árstrauminn hljóða.
Sigurður Björnsson.
bernsku. Þau eiga samtals níu börn.
Friðgerður Elín giftist Benedikt
Rúnari Hjálmarssyni 1968. Þau
eignuðust tvær dætur og einn son.
Hann lést 1990 og var tengdamóð-
ur sinni, sem öðrum harmdauði.
Þeir, sem hafa alist upp á sama
hátt og Jóna gerði, þar sem vinnan
skiptir öllu máli, allt er mælt í því
hvernig hægt sé að komast af án
þess að líða skort, þeir vilja vera
afskiptir ýmsú, sem nú eru nefnd
lífsgæði og er nú gjarnan viðmiðun
margra. Slíkir vilja stundum verða
einrænir og fara sinna eigin ferða.
Þeirra hugur stendur ekki til mann-
fagnaðar eða mannamóta. Þeir eru
mótaðir af hinni hörðu lífsbaráttu,
sem þeir hafa þurft að heyja. Þann-
ig var hún líka hún tengdamóðir
mín, blessuð. Hennar einkenni voru
ekki þau að laða að sér fólk. En
hún var ákaflega góður vinur vina
sinna, trygg með afbrigðum og
naut ég þess í ríkum mæli. Hún
afsannaði mér mjög snemma allar
leiðinlegar tengdamömmusögur,
sem gjarna eru sagðar í niðrandi
merkingu.
Veröld okkar allra og viðmiðun
mótast af því sem við sjáum og
reynum. Heimur hennar mótaðist
af vinnu, frá því að hún mundi eft-
ir sér. Þeim, sem hafa lengi erfið-
að, er hvíldin eftirsóknarverðust.
Hún hefur nú fengið sína hvíld, sem
ég veit að hún fær ríkulega notið
á meðal ástvina sinna, sem á undan
eru gengnir. Þangað fylgja henni
góðar óskir barna hennar, ættingja
og vina. Blessuð sé minning hennar.
Gísli S. Sigurðsson.
Kær vinkona mín, Petra Hákans-
son, lést 30. desember síðastliðinn
og bar andlát hennar óvænt að.
Þótt aldurinn væri orðinn nokkuð
hár var hún hress og nýkomin heim
úr nokkurra daga ferð til Norður-
lands þar sem hún hélt jól með fjöl-
skyldu yngstu dóttur sinnar.
Petra var fædd á Þingeyri við
Dýrafjörð. Foreldrar hennar voru
Ingibjörg Jónsdóttir og Sveinn
Bergsson sjómaður í Reykjavík.
Heimilið var mannmargt því að
börnin urðu tíu og eru tvær systur
enn á lífi, Camilla og Björg. Fjöl-
skyldan flytur til Akureyrar 1914
og Petra dvelur þar í foreldrahúsum
til 16 ára aldurs. Hún vildi afla sér
menntunar og hélt því til Kaup-
mannahafnar og var þar við hann-
yrðanám í fjögur ár. Þar fer hún í
vist til að sjá sér farborða þvi að
ekki var um að ræða styrk frá fá-
tækum foreldrum.
Leiðin lá heim á ný og í nóvem-
bermánuði 1931 giftist hún August
Hákansson málarameistara. Þau
höfðu lítið handa á milli á fyrstu
hjúskaparárunum eins og títt var
um ungt fólk á þessum tíma. En
með ráðdeild og sparsemi gátu þau
með árunum komið sér upp húsi
sem stendur við Mjóuhlíð 6 í
Reykjavík. Þar bjuggu þau til
dauðadags.
Heimili þeirra var hlýlegt og gott
og þau tóku á móti vinum og kunn-
ingjum af einstakri gestrisni.
Hjónaband þeirra var með eindæm-
um farsælt og þau unnu samhent
innan heimilis sem utan.
Hjónin voru bæði afar listelsk og
sóttu mikið leikhús og listsýningar.
August stundaði listmálun í frí-
stundum og studdi Petra hann heils-
hugar í því áhugamáli. Petra hafði
góða söngrödd og söng í kór Garða-
kirkju í nokkur ár.
Petra og August eignuðust íjög-
ur börn: Elst er Greta, þá Sonja,
Frantz og yngst er Ellen. Öll eru
þau vel af Guði gerð og bera vitni
um gott uppeldi foreldranna. Þau
hafa öll stofnað heimili og barna-
börnin eru orðin níu.
Þijú ár eru síðan August lést og
var það Petru mikið áfall. Hún bar
þá sorg i hljóði og lifði lífinu eins
og henni einni var lagið. Börnin
sýndu mikla umhyggjusemi og voru
henni afar góð.
Petra var einn af stofnendum
félagsskapar málarakvenna. Hún
var góð félagskona enda var hún
ráðagóð og hugsunin skýr.
Minningarnar líða gegnum hug-
ann og valda söknuði er vinir
hverfa. Það er lífsins gangur en við
varðveitum endurminningar um
vináttu og kynni af emstaklega
elskulegri og góðri konu. Ég og fjöl-
skylda mín sendum aðstandendum
innilegar samúðarkveðjur.
Svava Olafsdóttir.
0TVARPSTfK'
AHl
?Ai,STlKlSTUR
SAUMavéLaL
^FfWlap
3§e~ VITLAUST fSS
ekkertáféftove^
; 1»
w\
CRUnDIC
tJ
^Oovi
KOMDU OG GR/íDDU Á
ÖLLU SAMAN
Veislunni lýkur 31.1.92
HEIMILISKAU P HF
HEIMIUSTÆKJADEILD FALKAHS
Suðurlandsbraut 8 - Sími 814670