Morgunblaðið - 09.01.1992, Blaðsíða 48
MORGVNBLADW, AÐALSTRjETl 0, 101 REYKJAVÍK
Sim 091100, FAX 691181, POSTHÓLF 1550 / AKUREYRI: HAFNARSTRÆTI 85
FIMMTUDAGUR 9. JANÚAR 1992
VERÐ í LAUSASÖLU 110 KR.
Ferðamiðstöðin Veröld óskar gjaldþrotaskipta:
Ráðuneytíð sækir farþeg-
ana ef hótel vísa þeim út
Ríkisábyrgð launa:
500 millj.
iféllu á rík-
ið í fyrra
AÆTLAÐ er að fjárhæð sú sem
féll á ríkissjóð vegna ríkisábyrgð-
ar á launum hafi numið um 500
milljónum króna á liðnu ári. Þetta
er um tvöföld sú upphæð sem
féll á ríkissjóð af þessum sökum
árin 1989 og 1990, er ríkissjóður
greiddi tæplega 240 milljónir
króna hvort ár.
Af þessari upphæð, 500 milljón-
um, voru um 172 milljónir vegna
lífeyrissjóðsgjalda og um 328 millj-
ónir vegna iauna og lögfræðikostn-
-«aðar. Að sögn Ólafs B. Andrésson-
ar, deildarstjóra hjá Tryggingastofn-
un, skýrist aukningin á liðnu ári
einkum af gjaldþrotum tveggja stór-
fyrirtækja, Arnarflugs og Alafoss,
en kröfur vegna þeirra voru af-
greiddar á síðasta ári.
Nú stendur til að ríkisábyrgð á
lífeyrissjóðsgreiðslum verði minnkuð
eða afnumin og því hafa lífeyrissjóð-
irnir neitað að ganga frá kaupum á
skuldabréfum byggingasjóðanna.
Sjá nánar á bls. 20.
------» ♦ ♦-----
Ólafsvík:
Tilboð heima-
manna í H.O.
HÓPUR heimamanna á Ólafsvík
hefur gert tilboð í húsakynni
þrotabús Hraðfrystihús Ólafsvík-
ur. Tilboðið er með því skilyrði
að löndunarsamningur fáist við
Snæfelling, félagið sem keypti
allan skipaflota þrotabúsins og
er í eigu bæjarsjóðs á Ólafsvík.
Yegna þessa hefur sameiningar-
viðræðum milli Snæfellings og
^líraðfrystihúss Grundarfjarðar
verið frestað til 20. janúar.
Samkvæmt heimildum Morgun-
blaðsins hljóðar tilboð heimamanna
upp á rúmlega 60 milljónir króna.
Húsakynnin eru í eigu Fiskveiða-
sjóðs og eru metin á 60-70 milljónir
króna. Már Elísson forstjóri Fisk-
veiðasjóðs segir að sjóðurinn hafi
fengið nokkur tilboð í húsakynnin.
Séu þau nú til skoðunar og nánari
útfærslu hjá sjóðnum, sem á næst-
unni ræðir við tilboðshafa.
Sjá nánar á bls. 27.
Þorsteinn Hjaltason fólkvangs-
vörður í Bláfjöllum segir að gír-
kassi í lyftunni hafi bilað. Ágæt-
lega hafi gengið að ná hluta af
fólkinu sem í lyftunni var niður,
en seinlegar gengið með aðra þar
sem ekki hafi verið hægt að nota
varavél. Fyrst hafi sérstakur
FERÐAMIÐSTÖÐIN Veröld
hf. hættir starfsemi og óskar eft-
ir gjaldþrotaskiptum í dag. 120
farþegar, sem fóru með leiguflugi
á vegum félagsins til Kanaríeyja
2. janúar og <áttu að koma heim
þann 23., verða sóttir með vél á
vegum samgönguráðuneytisins,
lyftubúnaður verið notaður til að
ná fólkinu niður, en síðan gripið
til þess ráðs að láta snjótroðara
snúa lyftunni og þá hafi loks tek-
ist að ná öllum úr henni. Þorsteinn
sagði að þessi lyfta hefði gengið
svo til áfallalaust í ein 13 ár og
slæmt að hún skuli hafa bilaði nú
ef hótel vísa þeim út vegna van-
goldinna reikninga Veraldar.
Flugleiðir hafa ákveðið að flylja
í dag 78 farþega til Kanaríeyja,
sem voru með farseðla frá Ver-
öld.
Á þriðjudag var Veröld svipt
heimild til sölu farseðla í áætlunar-
í upphafi skíðavertíðarinnar í Blá-
fjöllum. Óvíst er hve langan tíma
tekur að gera við hana.
Bengt Harðarson segir að þeir
félagarnir fjórir hafi verið ný-
komnir á skíðasvæðið og þetta
hafi verið fyrsta ferð þeirra í lyft-
unni þennan dag. „Við þurftum
að hanga þarna í lausu lofti í eina
tvo tíma áður en tókst að ná okk-
ur niður og þá var okkur orðið
kalt og við hræddir,“ segir-
Bengt.„Og vegna þessa náðum
við ekki að renna okkur neitt á
skíðunum en ég er viss um að við
förum þarna aftur á skíði.“
flugi. Ástæða þess var sú, að
greiðsla barst of seint til fyrirtækis-
ins Bank Settlement Plan í Stokk-
hólmi, en það sér um uppgjör ferða-
skrifstofa við flugfélög í áætlunar-
flugi. Svavar Egilsson, forstjóri Ver-
aldar, sagði að Flugleiðir réðu miklu
og erfitt væri að keppa við fyrirtæk-
ið í rekstri. Þá hefði Flugleiðum
verið í lófa lagið að koma í veg fyr-
ir þessa sviptingu heimildar. Því vís-
ar Einar Sigurðsson blaðafulltrúi
Flugleiða á bug og segir Flugleið-
ir ekki geta breytt ströngum reglum
BSP, sem sé alþjóðlegt fyrirtæki.
I gær gengu forsvarsmenn Ver-
aldar á fund samgönguráðherra og
jafnframt var rætt við Flugleiðir um
að fyrirtækið tæki að sér flutning á
farþegum Veraldar. Síðdegis komu
Veraldarmenn aftur til fundar í sam-
gönguráðuneytinu og tilkynntu að
ákveðið hefði verið að óska gjald-
þrotaskipta.
Nú eru 120 farþegar á Kanaríeyj-
um, sem fóru þangað með leiguflugi
á vegum Veraldar. Ekki hefur verið
greitt fargjald fyrir þessa farþega
heim aftur, né hótelgistingin fyrir
þá á Kanaríeyjum. Farþegarnir
höfðu þó greitt Veröld fargjöld og
gistikostnað. „Ferðaskrifstofum er
skylt að leggja fram sex milljón
króna tryggingu í samgönguráðu-
neytinu," sagði Þórhallur Jósepsson,
deildarstjóri í ráðuneytinu. „Þessa
tryggingu má ekki skerða meira en
þötf krefur, en þó má ganga á hana
til að tryggja heimflutning fólks.
Ef hótelin á Kanaríeyjum vísa far-
þegum Veraldar út þarf að senda
flugvél þangað til að ná í fólkið, ef
það vill ekki sjálft greiða gistingu
þar öðru sinni. Fulltrúar Flugleiða
ætla að reyna að tryggja fólkinu
áframhaldandi gistingu á hótelunum
og það skýrist í dag hvort það tekst.
Sú tilraun byggist á því að hótelin
hafa tekið við hótelávísunum frá
Veröld."
Þórhallur sagði að kostnaður við
að senda flugvél til Kanaríeyja væri
um 3-4 milljónir króna. Vélin yrði
send strax í dag ef þörf krefði, en
í síðasta lagi 23. janúar.
I frétt frá Flugleiðum segir að
Veröld hafi pantað far fyrir mörg
hundruð farþega með flugvélum
Flugleiða, en engar greiðslur innt
af hendi fyrir fargjöld. Hins vegar
hafi fjöldi fólks greitt ferðir sínar
að fullu hjá Veröld. í dag eiga 78
Veraldarfarþegar bókað far til Kan-
aríeyja með Flugleiðavél. Flugleiðir
ákváðu að gefa út nýja farseðla fyr-
ir þetta fólk og tryggja því hótel á
Kanaríeyjum. Óðrum farþegum er
bent á að hafa samband við Flugleið-
ir til að fá nánari upplýsingar.
Morgunblaðið hafði samband við
Antonio Bustofs, umboðsmann Ver-
aldar á Kanaríeyjum, í gærkvöldi.
Hann vildi ekki tjá sig um málið að
öðru leyti en því, að leiguflugsfar-
þegarnir þyrftu engar áhyggjur að
hafa af hótelgistingunni.
Sjá fréttatilkynningu Veraldar
á bls. 2.
Aðallyftan í Bláfjöllum bilaði:
Fjórir 11 ára strákar sátu
fastir í tvær klukkustundir
Óvíst hvenær viðgerð á lyftunni lýkur
AÐALLYFTAN í Bláfjöllum bilaði í gærdag, og sátu fjórir 11
ára strákar fastir í tvo tíma, í tæplega 8 metra hæð, af þeim
sökum. Einn þeirra, Bengt Harðarson, segir að þó þeim liafi
ekki orðið meint af þessu, hafi þeir verið bæði hræddir og kald-
ir enda um sex stiga frost.