Morgunblaðið - 09.01.1992, Side 15

Morgunblaðið - 09.01.1992, Side 15
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. JANÚAR 1992 15 Þórður Ásgeirsson höfðu þeir þar sín áhrif þótt fram- koma sumra þeirra hafi nú ekki alltaf verið til fyrirmyndar. Og það var líka ljóst frá upphafi að marg- ir þessara aðila gerðu sig ekkert ánægða með virka og ábyrga stjórn IWC á hvalveiðum á nýjum vísindalegum grunni. Algert og allsheijar bann við hvalveiðum al- veg án tillits til ástands einstakra hvalastofna var markmið þeirra og ófrávíkjanleg krafa. Því miður varð þetta smám saman einnig stefna meirihluta aðildarríkja IWC. Og ekki nóg með það heldur tóku mörg ríki upp á því að ganga í IWC eingöngu til þess að leggja þessari stefnu lið. Þessi ríki höfðu flest ekkert til málanna að leggja í vísindalegri umfjöllun um ástand hvalastofna enda kom þeim það ekkert við. Hvalveiðar voru að þeirra áliti óafsakanlegar frá sið- ferðilegu sjónarmiði. Þessi ríki sigldu þannig inn i IWC undir fölsku flaggi þar sem markmið þeirra var og er að vinna gegn stofnskrá ráðsins, sem þau sam- þykktu með inngöngu sinni. Kanada er eitt þeirra ríkja sem hvað mest iagði af mörkum við þróun og gildistöku nýrra og ábyrgra vinnureglna IWC. Kanadamenn voru hættir hval- veiðum, en þeir höfðu á að skipa mörgum mjög hæfum vísinda- mönnum á þessu sviði og vildu leggja sitt af mörkum við alþjóð- lega stjórnun á nýtingu þessarar náttúruauðlindar í anda hafréttar- sáttmála SÞ og stofnskrár IWC. Strax árið 1979 þótti Kanada- mönnum hins vegar sýnt að hinar nýju aðildarþjóðir IWC og sumar hinar eldri, fylgdu stefnu sem til frambúðar myndi gera ráðinu ókleift að starfa í samræmi við eigin stofnsamning. Og Kanada- menn ákváðu þá þegar að ganga úr IWC. Ég var þá formaður ráðs- ins en kanadíski fulltrúinn var varaformaður þess og minn nán- asti samstarfsmaður í því að reyna að forða ráðinu frá því að færast öfganna á milli og breytast úr hvalveiðiráði í hvalfriðunarráð. Ég vildi þá að Island og aðrar ábyrg- ar hvalveiðiþjóir og fyrrverandi hvalveiðiþjóðir fylgdu í fótspor Kanada og stofnuðu svo ný sam- tök sem fylgt gætu eftir hinni nýju veiðistjórnunarstefnu, sem svo mikil vinna hafði verið lögð í að þróa. Því miður fékkst ekki hljómgrunnur fyrir þessu. Hval- veiðiþjóðirnar vildu freista þess að vinna málstað sínum fylgis innan IWC þannig að alfriðunarsinnar breyttu afstöðu sinni. Það hefur þó ekki gengið betur en svo að árið 1982 var hið fyrirsjáanlega hvalveiðibann samþykkt af IWC og það er ekkert sem bendir til þess að 3 aðildarríkjanna muni nokkurn tíma samþykkja að heim- ila veiðar að nýju. Þeirra stefna er óbreytt og þá ekki síður stefna friðunarsamtakanna sem svo mikil áhrif hafa. Þau hafa nú sum hver byijað að tala um að það verði að friða heilu hafsvæðin fyrir öllum fiskveiðum til þess að hvalir geti haft nóg að éta og ekki sé hætta á að þeir festi sig í fiskinetum, nótum eða trollum. Úrsögn úr IWC var eins og fyrr segir til umræðu í sjávarútvegs- ráðuneytinu þegar árið 1979. Ekki veit ég hve mikið þetta hefur ver- ið rætt þar, eftir að ég hætti störf- um árið 1981 en ég held að óhætt sé að segja að það sé út í hött hjá leiðarahöfundi Morgunblaðsins að halda því fram að úrsögnin nú sé fljótfærnisleg og vanhugsuð. Og ég gef álíka mikið fyrir rök Morg- unblaðsins gegn úrsögn. Það er ekkert sem bendir til þess að hún sem slík leiði af sér truflun á út- flutningsmörkuðum okkar. Það eru hvalveiðarnar sjálfar sem gætu leitt af sér slíkar truflanir og þá alveg burtséð frá því hvort þær væru stundaðar með sam- þykkt IWC eða ekki. Morgunblað- ið telur það rök gegn úrsögn að við erum einir um slíka ákvörðun nú. Telur Morgunblaðið þá að ákvarðanir um útfærslu fiskveiði- landhelginnar í 12, 50 og 200 mílur hafi verið rangar af því að við vorum einir á báti meðal þjóða í okkar heimshluta? Síðasta rök- semd Morgunblaðsins er sú að möguleikar séu á því að vinna bandarísk stjórnvöld til fylgis við okkar stefnu í hvalveiðimálum. Ritstjórar Morgunblaðsins byggja þetta á einu hálmstrái sem er við- tal þeirra við bandarískan embætt- ismann sem sagði Bandaríkja- menn alltaf hafa starfað af ábyrgð í IWC. Sagan segir nú annað en jafnvel þótt hið ótrúlega gerðist, að Bandaríkjamenn breyttu sinni stefnu frá því sem hún hefur verið sl. 15—20 ár þá dugar það nú skammt. Fjöldi ríkja yrði að fylgja í kjölfarið og kúvenda einnig sinni stefnu. Slík óskhyggja er ekki raunhæfur grundvöllur ákvarð- anatöku í þessu máli, en ef eitt- hvað er tel ég að úrsögn íslands sé frekar en nokkuð annað til þess fallin að breyta stefnu þessarra ríkja. Ef þau hafa einhvern áhuga á því að halda IWC saman sem virkri stjórnarstofnun þar sem hvalveiðar eru leyfðar skv. ströng- um reglum, sem hafa uppbygg- ingu og viðhald einstakra hvala- stofna sem útgangspunkt, hafa þessi ríki það í hendi sér að gera það aðgengilegt fyrir ísland að draga úrsögn sína til baka eða ganga inn á ný. Þetta myndi ég gjarna vilja sjá gerast og vildi feg- inn geta lagt eitthvað af mörkum til að finna á þessu máli lausn sem gerði hvalveiðiþjóðum og hvaifrið- unarþjóðum kleift að starfa saman innan IWC. En eins og staðan er í dag tel ég stefnu Þorsteins Páls- sonar, sjávarútvegsráðherra, og ríkisstjórnarinnar rétta en stefnu ritstjóra Morgunblaðsins ranga. Höfundur er framkvæmdastjóri Baulu hf. O o o ukavinningar á kr. 250.000. 192 aukavinningar á kr. 50.00 0. Samtals 75.000 vinningar á kr. 2.721 .600.000. gar á kr. 1 0.000.000, 24 vinningar á kr 2.000.000. 1 7 vinningar á kr. 5.000.000, 68 vinningar á kr. 1.000.000.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.