Morgunblaðið - 09.01.1992, Side 33

Morgunblaðið - 09.01.1992, Side 33
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. JANÚAR 1992 33 heldur mikill lúxus, en hafði þó gam- an af. Hann var mjög félagslyndur og átti fjölmarga vini, sem sóttust eftir félagsskap hans og ekki vantaði afkomendurna, þeir eru jú komnir langt á annað hundraðið. Hann var líka mjög barngóður og börnum leið vel í návist hans. Vingjarnleiki, ró- semi og glettni voru hans einkenni. Ekki skorti heldur þrautsegjuna og eldmóðinn þegar á reyndi, jafnvel fram á síðustu stundu. Hann var óspar á hvatningarorð og góð ráð, þegar við átti. Henn var ótrúlega fróður og minnugur enda vel lesinn í hinum ýmsu fræðum. Það var ómetanleg reynsla að fá að ferðast með honum á æskustöðv- ar hans í Aðalvík og fá að dvelja þar með honum um hríð. Þar naut hann sín til fulls. Þar kenndi hann okkur „skrúftog", veiðimennsku og nýtingu aflans upp á gamla mátann. Einnig kenndi hann okkur að slá með orfi og ljá og ýmsar aðrar gamlar kúnst- ir. A þessum æskustöðvum sínum fylltist hann ótrúlegum krafti og lífs- gleði, sem dugði honum allt til næstu ferðar. Til marks um brennandi áhuga hans á þessum ferðalögum má nefna, að þegar heilsu hans hafði hrakað og fæturnir voru orðnir of lúnir til ferðalaga, var rætt um það í fullri alvöru að fljúga með hann í þyrlu tii æskustöðvanna svo hann fengi að njóta þeirra einu sinni enn. „Maður er manns gaman“ geta vel verið einkunnarorð Jóns. Hann naut sín best í góðum hópi, þar sem glatt var á hjalla. Hann sóttist ekki eftir veraldlegum gæðum fram yfir nauðþurftir, eða nautnavörum. Smið- ur var hann góður og njóta mörg böm hagleiks hans enn í dag á leik- skólum borgarinnar, en þangað sendi hann í mörg ár leikföng, sem hann smíðaði. Það er ógjörningur að rekja í grein sem þessari ævi 97 ára gamals ættar- höfðingja, sem ólst upp í harðræði vestur á fjörðum fyrir aldamót og andaðist í hárri elli á nútíma hjúkrun- ardeild. Jón S. Hermannsson var sterkur og dugmikill maður, sem skilaði sínu lífsverki með sóma. Það var mikill heiður að fá að kynnast þessum hjartahlýja, hughrausta og hæfileikaríka manni, sem hafði góða kímnigáfu og trausta lífsspeki. Fjöl- margir afkomendur hans, allt dugm- ikið og mannvænlegt fólk, bera merki hins trausta uppruna síns. Síðustu æviárin naut Jón frábærrar umönn- unar á Hrafnistu í Hafnarfirði og eru starfsfólki þar færðar kærar þakkir fyrir það. Ungur var eg forðum, fór eg einn saman, þá var eg villur vega, auðigur þóttumst er eg annan fann, maður er manns gaman. (Úr Hávamálum) Júlíus Valsson. Þann 29. desember 1991 barst mér sú frétt að móðurbróðir minn Jón Sigfús Hermannsson hefði látist þá um daginn. Sennilega mun hann hafa verið elsti innfæddi maðurinn úr Sléttu- hreppi, rúmlega níutíu og sjö ára gamall. Þeim fækkar ört sem þar eru fæddir. Það hlaðast upp í hugann minningar um hann frá bemskuárum mínum á Sæbóli því stutt var frá húsinu þar sem ég bjó og í svokallað ömmuhús þar sem hann bjó ásamt konu sinni Elinóru og börnunum. Sérstaklega man ég eftir böllunum sem haldin voru í húsi okkar, Stein- húsinu, en þar vom hann og Jóhann- es á Ystabæ aðal músíkantarnir og léku þeir báðir listavel á hannon- ikku. Síðar voru það Staðarbræður, Jón og Benedikt, sem önnuðust það. Einnig voru í þessu litla húsnæði færðir upp sjónleikir og man ég eftir einu sem hét jólagesturinn, sem þeir bræður Jón og Guðmundur Her- mannssynir léku í. Þar sem ég bjó í húsinu naut ég því þeirra forréttinda að fá að standa í horninu og hlusta á músíkina þó aðrir krakkar á mínum aldri fengju það ekki. Er maður skoð- ar sömu húsakynni í dag undrast maður hvernig var hægt að halda böll og leiksýningar þarna. Hryssu átti hann sem Bleik var kölluð og tengdi hún okkur mikið saman því oft var hún tekin trausta- taki úti í haganum með snærisspotta sem beisli, og ekki minnist ég þess að Jón atyrti mig nokkurn tímann fyrir það. Lífskjörin voru hörð í Sléttuhreppi á þessum árum og fólkið að smá tín- ast burt til lífvænlegri staða og fóru þau hjón Jón og Elinóra ekki var- hluta af því. Þau reyndu þó að sitja meðan sætt var og fluttu þau fyrst frá Sæbóli á æskustöðvar Jóns að Læk sem var hjáleiga frá prestsetr- inu en síðan til Reykjavíkur þar sem Jón fékk húsvarðarstöðu hjá tré- smiðjunni Víði. Síðar fluttu þau hjón á Sogaveg 192 þar sem þeim hjónum auðnaðist með aðstoð barna sinna að byggja sitt eigið húsnæði og þar bjó hann þar til hann fluttist að Hrafnistu í Hafnarfirði. Þessu lík urðu örlög allra Aðalvík- inga, að flýja heimili sín og skilja hús og aðrar eignir verðlausar eftir. Engin aðstoð eða hjálp kom þá frá hinu opinbera líkt og tíðkast nú til dags. Sléttuhreppur var sá fyrsti sem fór í eyði á landinu. En minningam- ar gleymast ekki og allir sem tök hafa á, fara á sumrum í átthagana og það stundaði Jón svo lengi sem mögulegt var. Með einstökum dugn- aði barna hans veittist honum sú mikla gleði að sjá hús rísa á föður- leifð sinn í Aðalvík sem nefnt var í höfuðið á honum og kallað Jónshús. Þar undi hann sér best á fögrum sumardögum á meðan heilsan leyfði honum að komast þangað. Lífsskeið hans hófst er sól var hæst á lofti, 29. júní 1894, og lauk er sólargangur var stystur á 73. giftingardegi þeirra hjóna. En frá þeirri athöfn man ég aðeins eitt atriði, það var skautbúningur er Eli- nóra bar, slíkan búning hafði ég þá aldrei séð. Börn þeirra eru: Hermann sem lést í apríl 1989. Ekkja hans er Þórunn Finnbjörnsdóttir. Önnur börn Jóns og Elinóru eru: Ásgeir Guðmundur Helgi, kvæntur Guðríði Jónsdóttur. Ásta Sigurlaug, gift Sigurði Svanbergssyni. Bæring Gunnar, kvæntur Guðrúnu A. Jóns- son. Sigurður, kvæntur Dýrfinnu Siguijónsdóttur. Guðrún, gift Héðni Jónssyni. Jóhannes Páll, kvæntur Sólveigu Björgvinsdóttur. Sólveig, gift Ingva Rafni Jóhannssyni, og Inga Jóhanna, gift Jóni Álfssyni. Afkomendur eru nú taldir um 154. Að leiðarlokum þakka ég Jóni samfylgdina og votta aðstandendum öllum samúð mína. Vilhjálmur H. Vilhjálmsson frá Sæbóli. ^terkurog KJ hagkvæmur auglýsingamiöill! NAMTIL FRAMTIÐAR fljfþú vinnur við eða stefnir á ferðamálastörf íframtíðinni og hefur áhuga á að taka þátt í uppbyggingu ferðaþjónustu á íslandi, býðst þér fjölbreytt og hagnýtt nám í ferðamálafræðu við Ferðamálaskóla Islands. r m Á vorönn 1992 verða eftirfarandi sémámskeið haldin: Farbókunarkerfi........(hófst) 6/1 til 17/1...Má. Mi. Fö. Kl.15-1 Farbókunarkerfi..............20/1 til 31/1 Má. Mi. Fö. Kl. 15 - l|ll| Markaðsfræði ferðaþjónustu.. .21/1 til 20/2...Þr. Fi.........Kl. 18 - JBlh Útreikningur fargjalda 8/4... ..Má. Mi .... Kl. 18-2 2 9/4... ...Þr. Fi Kl.18-2 2 Útreikningur fargjalda Ferðalandafræði íslands.........................30/3 til 24/4...MÚ. Mi. FÖ....KI. 18-1 Ferðalandafræði útlanda......... .14/4 til 21/5....Þr. Fi.........Kl. 18 -Æ Skráning á ofangreind námskeið og nánari upplýsingar um Ferðamálaskóla íslands veitir ]ón V. Gíslason íst'ma 76991 priðjudaga, miðvikudaga ogfimmtudaga kl. 23 -16. j Ferðamálaskóli Island MENNTASKÓLANUM í KÓPAVOGI ICELAND SCHOOL OF TOURIs||| - miðstöð ferðamálafræðslú. _________________________________ Utsalan hefst í dag Missiö ekki af þessu einstaka tækifæri Kringlunni 8-1 2, sími 686062.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.