Morgunblaðið - 09.01.1992, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 09.01.1992, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. JAN.UAR 1992 37 Minning: Guðrún Hvannberg í dag er Guðrún Hvannberg kvödd hinztu kveðju. Ég vil hér færa henni örfá kveðju- og þakkarorð frá mér og ingveldi móðursystur minni. Það var rétt fyrir árið 1940 að Ingveldur „réði sig í vist“ til þeirra hjóna Guðrúnar og Jónasar Hvann- berg. Ingveldur var í vistinni þann tíma, sem um var talað við ráðning- una, og fór síðan í aðra vist. En skömmu síðar var hún aftur komin í vist til Guðrúnar og Jónasar. Og í þeirri vist hefur hún vorið síðan. Vistin sú er orðin yfir 50 ára löng. Ég hygg, að þessi langa „vinnu- konuvist" sé nánast einsdæmi nú á dögum. Og hún lýsir betur en fjöl- mörg orð fá gert öllum þeim, sem þar áttu hlut að máli: „vinnukon- unni“ og fjölskyldunni allri, - og þá ekki sízt húsmóðurinni. Eins og að líkum lætur, tengdist Ingveldur ljölskyldunni sterkum böndum, - Guðrúnu og Jónasi og sonum tveimur, Gunnari og Hauki, - og síðar mökum þeirra, börnum og barnabörnum. Hún tók fullan þátt í gleði þeirra og sorgum, - og naut ástúðar þeirra og umhyggju. Ég kom „vestan af fjörðum" tíl dvalar í Reykjavík árið 1946. Ég var þá fljótt heimagangur hjá frænku minni á Hólatorgi. Mér var þar strax vel tekið af allri fjölskyld- unni, og naut þar hlýs viðmóts og góðs atlætis. Fyrir það allt þakka ég nú. Guðrún var Reykvíkingur, - Vesturbæingur. Þar átti hún sín æsku- og unglingsár, - Þar byggðu þau Jónas á fyrstu búskaparárum sínum húsið sitt glæsilega, - á Hólatorgi 8, - og þar bjuggu þau síðan í blíðu og stríðu, allt til ævi- loka. En ég ætla ekki að rekja hér ætt eða æviferil Guðrúnar. Það munu aðrir gera, sem eru mér fróð- ari í þeim efnum. Nú, þegar leiðir þeirra „vinnu- konunnar" og „húsmóðurinnar" skilja, vill frænka flytja Guðrúnu alúðar þakkir fyrir árin öll í vistinni löngu, - sem hefur liðið svo fljótt. Við frænka, - og fjölskylda min öll, - óskum Guðrúnu Guðs blessun- ar, þegar hún gengur nú til fundar við ástvini sína, - Jónas og synina tvo. Nú eru þau aftur öll í sama húsi. Við vottum öllum aðstandendum Guðrúnar Hvannberg okkar dýpstu samúð. Bjarni K. Skarphéðinsson. Látin er í Reykjavík, frú Guðrún Hvannberg, heiðursfélagi Kvenfé- lagsins Hringsins. Hún var fædd 26. apríl árið 1900, og var því 91 árs er hún lést, 28. desember 1991. Árið 1944 gerðist hún félagi í Hringnum, þá 44 ára að aldri. Hún var traust og áhugasöm í öllum þeim störfum, sem hún tók að sér Birting afmælis- og minningargreina Morgunblaðið tekur afmæl- is- og minningargreinar til birtingar endurgjaldslaust. Tekið er við greinum á rit- stjórn blaðsins á 2. hæð í Aðal- stræti 6, Reykjavík og á skrif- stofu blaðsins í Hafnarstræti 85, Akureyri. Athygli skal á því vakin, að greinar verða að berast með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðviku- dagsblaði að berast síðdegis á mánudegi og hliðstætt er með greinar aðra daga. I minningargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Ekki eru tekin til birtingar frumorí ljóð um hinn látna. Leyfilegt er að birta tilvitnanir í ljóð eftir þekkt skáld, og skal þá höfundar get- ið. Sama gildir ef sálmur er birt- ur. Meginregla er sú, að minn- ingargreinar birtist undir fullu nafni höfundar. eða vann að í þágu félagsins. Hún fylgdist ávallt vel með félaginu og vildi jafnan vita að hveiju væri ver- ið að vinna á vegum þess. Frú Guðrún sýndi ræktarsemi sína og góðan hug til félagsins með ýmsu móti, m.a. með því að senda fallega handunna muni á árlegan basar þess, þó háöldruð væri. Við Hringskonur þökkum af al- hug þann áhuga, velvilja og skilning sem frú Guðrún sýndi félaginu og markmiðum þess frá fyrstu tíð. Blessuð sé minning hennar. Kvenfélagið Hringurinn, Elísabet Hermannsdóttir, formaður. t Bróðir okkar, ARNFINNUR HANS SIGURÐSSON, Skálarhlíð, Siglufirði, verður jarðsunginn frá Siglufjarðarkirkju föstudaginn 10. janóar kl. 14.00. Júliana Sigurðardóttir, Hallfríður Sigurðardóttir. t Faðir okkar, SVERRIR GUÐMUNDSSON, Lómatjörn, lést 6. janúar í Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri. Útförin fer fram frá Laufáskirkju laugardaginn 11. janúar kl. 14.00. Fyrir hönd aðstandenda, Sigríður Sverrisdóttir, Valgerður Sverrisdóttir, Guðný Sverrisdóttir. t Elskuleg eiginkona mín og móðir okkar, SIGURBJÖRG BJÖRNSDÓTTIR, Byggðarholti 35, Mosfellsbæ, verður jarðsungin frá Lágafellskirkju föstudaginn 10. janúar kl. 14.00. Haraldur Magnússon, Unnur Ósk Haraldsdóttir, Helga Björk Haraldsdóttir, Magnús Már Haraldsson. t Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir og amma, JÓNÍNA ÞÓRÐARDÓTTIR, Suðurgötu 14, Keflavík, verður jarðsungin frá Aðventistakirkj- unni í Reykjavík föstudaginn 10. janúar kl. 13.00. Rútuferö verður frá Keflavík kl. 11.45 frá húsi aldraðra í Suðurgötu. Börn, tengdabörn og barnabörn. t Alúðarþakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, ÁSGERÐAR GUÐMUNDSDÓTTUR frá Stóru-Giljá, til heimilis i Víðilundi 14i, Akureyri. Erla Hallgrímsdóttir, Elísabet Hallgrímsdóttir, Sigurður J. Hallgrímsson, Hallgrímur Ásgeir Hallgrímsson, Jónas Hallgrímsson, barnabörn og barnabarnabörn. Jóhann Karl Sigurðsson, Óskar Þór Árnason, Ásta Gunnlaugsdóttir, Anna Hallgrímsdóttir, Drífa Þorgrímsdóttir, t Faðir minn og bróðir okkar, RAGNAR SCHEVING ARNFINNSSON, lést af slysförum þriðjudaginn 7. janúar. Jarðarförin auglýst síðar. Jóna G. Ragnarsdóttir Scheving og systkini hins látna. t Móðir okkar, tengdamóðir og amma, GUÐRÚN M. BRANDSDÓTTIR, Gyðufelli 10, verður jarðsungin frá Breiðholtskirkju mánudaginn 13. janúar kl. 13.30. Svava Ólafsdóttir, Þorkell Kristinsson, Birna Ólafsdóttir, Gunnlaugur Birgir Danielsson, Kristfn Einarsdóttir, Ágúst ísfjörð og barnabörn. t Þökkum innilega sýnda samúð við andlát og útför eiginkonu minnar, móður okkar og dóttur, GUÐBJARGAR BJÖRNSDÓTTUR BJARMAN, Dalhúsum 81. Teitur Gunnarsson, Björn Teitsson, Ásthildur Teitsdóttir, Baldur Teitsson, Unnur Gröndal, Björn Bjarman. Maciníosh fyrir byqendur Grunnatriði Macintosh, WorkS - ritvinnsla, gagnasöfnun, teikning, töflureiknir og stýrikerfi á 15 klst námskeiði fyrir byrjendur. Tölvu- og verkfræðiþjónustan Verkfræðistofa Halldórs Kristjánssonar Grensásvegi 16 • stofnuð 1. mars 1986 (fs & Bókhaids- nám Markmið námsins er að þátttakendur verði fullfærir um ao starfa sjálfstætt við bókhald og annast það allt árið. ficínt' dfftt / A námskeiðinu verður eftirfarandi kennt: * Almenn bókhaldsverkefni * Launabókhald * Lög og reglugerðir * ViroisaukasKattur * Raunhæf verkefni, fylgiskjöl og afstemmingar * Tölvubókhald: Fjárhagsbókhald Viðskiptamannabókhald Launabókhald Námskeiðið er 72 klst. Næsta grunnnámskeið hefst 27. janúar og bókhaldsnámið 4. febrúar. Innritun er þegar hafin.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.