Morgunblaðið - 09.01.1992, Page 28
28
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. JANÚAR 1992
í snjókasti
Snjór er nú yfir öllu
á Akureyri og hafa
víða myndast him-
inháir skaflar eftir
að búið er að
hreinsa götur.
Þessir snjóhaugar
hafa mikið aðdrátt-
arafl hjá hinum
yngri, svo sem eins
og þessum drengj-
um sem voru á ein-
um slíkum við
Barnaskólann á
Akureyri. Engu er
líkara en þeir ætli
sér að fleyja snjók-
úlum að ljósmynd-
aranum.
Morgunblaðið/Rúnar Þór
Slippstöðin:
Uppsögnum iðnaðamianna frestað um
mánuð vegna góðrar verkefnastöðu
Endurmenntunar-
nefnd Háskóla Islands:
Námskeið um
barnavemd
á Akureyri
NÁMSKEIÐ um barnavernd; sam-
skipti við skjólstæðinga barna-
verndarnefnda og fórstun barna
verður haldið í Háskólanum á
Akureyri í næstu viku. Það er
endurmenntunarnefnd Háskóla
Islands, í samvinnu við Barna-
verndarráð Islands, sem heldur
námskeiðið og er það einkum ætl-
að fólki sem starfar að þessum
málum, í barnaverndarnefndum
eða á félagsmálastofnunum.
Námskeiðið verður haldið dagana
16. til 18. janúar næstkomandi og
stendur frá kl. 9 til 16. Leiðbeinend-
ur eru Helga Þórólfsdóttir félagsráð-
gjafi, með sérhæfingu í málefnum
fósturbama og Gunnar Sandholt fé-
lagsráðgjafi, yfirmaður fjölskyldu-
deildar Félagsmálastofnunar Reykja-
víkurborgar. Efni námskeiðsins er
samskipti við skjólstæðinga barna-
verndamefnda og mismunandi úr-
ræði við fóstrun barna.
Námskeið þetta er haldið á Akur-
eyri að frumkvæði og ósk Péturs
Jónassonar sveitarstjóra í Eyjafjarð-
arsveit og Barnaverndamefndar Eyj-
afjarðarsveitar, en slíkt námskeið
hefur áður verið haldið í Reykjavík.
Efni þess er talið eiga brýnt erindi
til allra er starfa að barnaverndar-
. málum og er það von þeirra sem að
því standa að Norðlendingar og
landsbyggðarmenn taki vel þeirri til-
raun að flytja námskeiðið út á land
og að undirtektir verði góðar svo
framhald geti orðið á starfseminni.
TJÚTT&TREGI
GÓÐ verkefnastaða Slippstöðvar-
innar í janúar og febrúar hefur
orðið til þess að iðnaðarmönnum
sem sagt var upp störfum hefur
verið boðið að vinna hjá fyrirtæk-
Söng-og
gleðileikur
með alvarlegu
ívafi
inu mánuði lengur en uppsagnar-
fresturinn segir til um, þannig að
þeir munu ekki hætta störfum hjá
stöðinni í lok þessa mánaðar held-
ur er miðað við 1. mars. Fyrst og
fremst var hægt að bjóða starfs-
mönnunum að vinna lengur hjá
fyrirtækinu vegna stórs verkefnis
við hinn nýja togara Útgerðarfé-
lags Akureyringa, Árbak EA-308.
Sigurður G. Ringsted, fram-
kvæmdastjóri Slippstöðvarinnar,
sagði að iðnaðarmönnum hefði verið
gefinn kostur á að vinna mánuði
lengur hjá stöðinni vegna góðrar
verkefnastöðu fyrirtækisins og hafi
flestir tekið því boði. „Við munum
síðan sjá hvernig málin þróast, við
leitum okkur að verkefnum eins og
ævinlega og munum hafa mannskap
í samræmi við þau,“ sagði Sigurður.
Verkefnastaðan í janúar og febrú-
ar er nokkuð góð. „Við höfum næg
verkefni fyrir alla og það er fyrst
og fremst vegna þessa verks sem
við erum að vinna fyrir ÚA við Ár-
bak. Ef það hefði ekki komið upp
hefði okkur vantað verkefni," sagði
Sigurður. Verkið við skipið tekur um
tvo mánuði, en m.a. verður settur
upp fiskvinnslubúnaður, breytingar
gerðar á skrokk þess og unnið að
bolviðgerðum. „Þetta verk réð úrslit-
um um að við gátum boðið mönnum
vinnu í febrúar."
Slipptökur hafa verið fleiri en
vanalega miðað við árstíma og taldi
Sigurður að skýring þar á gæti að
hluta til verið léleg aflabrögð undanf-
arið auk þess sem breyting á kvóta-
árinu gæti breytt munstrinu. „Það
hefur verið meira um slipptökur en
við erum vanir þó þær séu ekki fjöl-
margar." Af öðrum verkefnum má
nefna að verið er að setja vinnslubún-
að um borð í Víði EA og þá er Þór-
unn Sveinsdóttir VE væntanleg
seinni hluta næsta mánaðar, en
breyta á skipinu í frystiskip hjá stöð-
inni.
Fækkað hefur i yfirstjórn fyrir-
tækisins og stjórnsvið hafa verið
sameinuð. „Við höfum farið yfir
stjórnunarlegu hliðin og laga fyrir-
tækið að breyttum forsendum.
Breyttu forsendurnar eru þær að lít-
ið sem ekkert er um nýsmíðar, þann-
ig að við verðum fyrst og fremst í
viðgerðum og því sem til fellur af
stærri verkum, en gerum okkur grein
fyrir því að það verður lítið. Að sjálf-
sögðum munum við takast á við ný-
smíðar og stærri verkefni þegar slíkt
verður aftur á dagskrá," sagði Sig-
urður.
Akoplast:
Plastvöruframleiðsla fyrir kjöt-
iðnað og sjávarútveg að hefjast
4
"iiii ■ r 111 -
Ld:i(rjiuljiáíaiii*iiiiiíl5.iu
LEIKFÉLAG AKUREYRAR
Handrit, tónlist og leikstjórn: Valgeir Skagfjörð.
Leikmynd og búningar: Baldvin Björnsson.
Hljómsveitarstjórn: Jón Rafnsson.
Útsetningar: Jón Hlöðver Áskelsson og Hjörtur How-
ser.
Dansar: Henny Hermannsdóttir.
Lýsing: Ingvar Björnsson.
Sýningarstjórn: Hreinn Skagfjörð.
Leikarar: Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir, Skúli Gauta-
son, Felix Bergsson, Aðalsteinn Bergdal, Þórdís Arn-
Ijótsdóttir, Ingrid Jónsdóttir, Jón St. Kristjánsson,
Þráinn Karlsson, Sunna Borg, Marinó Þorsteinsson,
Þórey Aðalsteinsdóttir, Kristjana Jónsdóttir.
Hljómsveit: Hjörtur Howser, Jón Rafnsson, Birgir
Karlsson, Þorsteinn Kjartansson, Laufey Árnadóttir,
Baldur Rafnsson, Kormákur Geirharðsson.
Dansarar: Haraldur Hoe Haraldsson, Jóhann Gunnar
Arnarsson, Aðalheiður Kr. Ragnarsdóttir, María
Bragadóttir.
Sýningar föstudaga, laugardaga og sunnudaga
kl. 20.30.
Miðasala er í Samkomuhúsinu, Hafnarstræti 57.
Opið alla virka daga nema mánudaga kl. 14-18 og sýn-
ingardaga fram að sýningu.
Sími í miðasölu: (96) 24073.
REKSTUR Akoplasts gekk vel á
síðasta ári, en nýjir eigendur
keyptu fyrirtækið í mars af Sjálfs-
björgu. Unnið er að því að auka
vöruvalið og er ætlunin að hefja
framleiðslu á plastvörum fyrir
kjötvinnslu og sjávarútveg.
Daníel Árnason framkvæmda-
stjóri Akoplasts sagði að menn væru
þokkalega ánægðir með reksturinn
frá því þeir tóku við fyrirtækinu á
fyrri hluta síðasta árs. „Framleiðslan
hafði dregist saman samhliða sam-
drætti í öðrum iðnaði á Akureyri og
ljóst að breyta þyrfti um stefnu. Það
gerum við með því að bjóða aukið
vöruúrval og nýta vélar betur en
geri hafði verið,“ sagði Daníel.
Akoplast ætlar að hasla sér völl
m.a. í kjötiðnaði og sjávarútvegi og
mun framleiða vakúmpoka, sem nýt-
ast kjötvinnslum og einnig verður
farið út í framleiðslu, plastpoka á
sviði sjávarútvegs. Þá verða eftir sem
áður framleiddir hjá fyrirtækinu
plastpokar af ýmsu tagi.
„Við teljum okkur samkeppnis-
færa á okkar sviði, þetta fyriitæki
er lítið og í fyrstu vildi það brenna
við að við vorum ekki talin gjald-
geng. Það virtist ríkjandi skoðun
meðal Norðlendinga að lítil fyrirtæki
væru ekki samkeppnisfær á mark-
aðnum og leita þyrfti til stærri fyrir-
tækja með þjónustu. Mér finnst þó
að upp á síðkastið hafi orðið þarna
Krossanes:
breyting á og vantrú manna, sem
byggð er á misskilningi, er smám
saman að hverfa," sagði Daníel.
9.000 tonn af loðnu
bárust á síðasta ári
UM 6.300 tonn af loðnu bárust til verksmiðjunnar í Krossanesi á haust-
vertíð. Krossanesverksmiðjan var þriðja hæsta löndunarstöðin á liaust-
vertíðinni með ríflega 11% af heildarveiðinni. Alls var landað um 9.000
tonnum af loðnu hjá verksmiðjunni á síðasta ári, en 2.700 tonn bárust
á vorvertíð.
„Við erum ánægðir með okkar
hlut,“ sagði Jóhann P. Andersen
framkvæmdastjóri Krossaness.
Verksmiðjan tók á móti mun meira
magni á nýliðinni haustvertíð miðað
við haustvertíð árið 1990, en þá
komu um 1.700 tonn til löndunar
þar. Reyndar var verksmiðjan ekki
gangsett að nýju eftir eldsvoða um
áramót 1989/1990 fyrr en í nóvem-
ber.
Hólmsteinn Hólmsteinsson for-
maður stjórnar verksmiðjunnar sagði
að síðasta ár hefði komið nokkuð vel
út og væru menn ánægðir með rekst-
urinn. Eitthvert tap væri fyrirsjáan-
legt, en það yrði ekki verulegt.
Verksmiðjan hóf seinni hluta síð-
asta árs að framleiða mjöl úr rækju-
skel og hefur sala þess gengið mjög
vel, en mjölið er selt til Frakklands
þar sem það er notað í fóður fyrir
heitsjávarrækju og ála. Tekur verk-
smiðjan á móti um 10 tonnum á dag
af rækjuskel frá niðursuðuverk-
smiðju K. Jónssonar.