Morgunblaðið - 09.01.1992, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 09.01.1992, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. JANUAR 1992 45 má S?) VELVAKANDI SVARAR í SÍMA B91282 KL. 10-12 FRÁ MÁNUDEGI TIL FÖSTUDAGS Heimilissorpeyðir eins og talað er um í greininni. Hvernig nýta má lífræn- an úrgang Alls staðar í heiminum er fólk farið að vakna til meðvitundar um umhverfismál. Við erum í auknum mæli farin að gera okkur grein fyr- ir mikilvægi hreinnar og óspilltrar náttúru. Þrátt fyrir það stækka sorpfjöllin og hver einstaklingur lætur frá sér meira og meira rusl, sem leiðir til aukinna náttúru- spjalla. Undanfarin ár hafa þjóðveijar stundað rannsóknir á því hvernig nýta má lífrænan úrgang frá heim- ilunum. Þessar rannsóknir hafa sýnt fram á að hægt sé að minnka úrganginn um allt að 25-30%. En hvernig? Hafin er framleiðsla á svokölluð- um heimilissorpeyði. Þetta er plastt- unna sem tekur allt að 25 lítra af úrgangi. Tunna þessi er gerð úr endurunnu plasti sem hefur þá eig- inleika að hleypa hita frá geislum sólarinnar að úrgangnum og halda honum þar, sem gerir það að verk- um að rotnunin verður hraðari, og áætlað er að eftir 6-8 mánuði sé úrgangurinn orðinn að kraftmikilli mold. Þetta er einfaldasta lausnin, þ.e. að láta náttúruna sjálfa eyða lífræna úrganginum. Lífrænu efnin eru byggð upp, brotin niður og nýtt aftur. Það er skylda okkar að reyna að stuðla að verndun náttúrunnar og vera meðvituð um allan þann úr- gang sem heimilin láta frá sér, úr- gang sem auðvelt er að nýta aftur. Aðeins þannig getum við komið í veg fyrir frekari náttúruspjöll. Aðalsteinn Jónsson Skrifið eða hringið til Velvakanda Velvakandi hvetur lesendur til að skrifa þættinum um hvaðeina, sem hugur þeirra stendur til — eða hringja miili kl. 10 og 12, mánudaga til föstudaga, ef þeir koma því ekki við að skrifa. Menn eiga ekki að hlaup- ast frá skyldum síiiurn Mikið gengur á í íslensku þjóð- lífi og ekki síður í alþjóðamálum þessa dagana. Heyrst hafa raddir um að Davíð Oddsson eigi að biðjast lausnar og efna skuli til kosninga. Þetta er á misskilningi byggt. Ríkisstjórnin hefur ekki rétt til að sitja út kjötímabilið. Henni ber skylda til þess. Menn eiga ekki að hlaupast frá skyldum sínum. Sá sem þetta párar var þó far- inn að örvænta nú fyrir jólin og velti því fyrir sér hvort þingmenn ætluðu að eyða jólanóttunni í þetta karp. Sem betur fer reyndist sá ótti ástæðulaus. Mikið dáðist ég að forseta Al- þingis, Salome Þorkelsdóttur, við þessar aðstæður. Hvað hún gat haldið ró sinni undir þessu rugli. Einstöku sinnum stóð hún á fætur eða danglaði í bjölluna, en lét nægja að sussa á ræðumenn eins og um óþekka krakka væri að ræða. Þá er það þáttur utanríkisráð- herra vors. Ekki hafði ég mikið álit á þeim manni. Taldi þar fara hálfgerðan gosa sem kynni ekki að gæta tungu sinnar sem er eins og allir vita ein frumforsenda virkrar utanríkisþjónustu. En hvað gerðist? Haldiði ekki að vinurinn brilleri svo í embætti að hann sé nú án alls efa virtasti utanríkisráðherra íslands meðal erlendra starfsbræðra í sögu lýð- veldisins. Fyrst tók þó steininn alveg úr á aðfangadag þegar fréttir bárust af morðhótun Svörtu handarinnar. Það er á fárra vitorði hvers konar samtök þetta eru, en ef hægt er að benda á einn aðila sem ber ábyrgð á heimsstyrjöldum þeim sem háðar hafa verið á öld- inni — og eru í raun sama stríðið — þá eru það þessi samtök. Jón Baldvin líkti morðhótun þessari við fyllirísröfl sem hann fær í símann heima hjá sér. Ég horfði nokkra stund á sjón- varpsskjáinn í forundran og trúði ekki í fyrstu því sem ég var vitni að. Ef ég á að vera hreinskilinn þá hef ég aldrei dáðst svo að nokkrum manni og „gosanum“ þá stundina. Nú skyldu menn halda að hér haldi á penna einlægur stuðnings- maður ríkisstjórnarinnar, en svo er ekki. Ég er skráður félagi í Framsóknai-flokknum en kaus Al- þýðubandalagið í síðustu kosning- um. Islensk stjórnmálabarátta hefur í gegnum tíðina verið á misskiln- ingi byggð. Það er ekki hlutverk stjórnarandstöðu að rakka niður allt sem ríkisstjómin gerir og standa í persónulegu skítkasti við einstaka ráðherra, heldur sanna orðtækið að „betur sjá augu en auga“, íjalla um stjórnarfrumvörp á málefnalegan hátt og benda á það sem hugsanlega megi betur fara. Einnig að leggja fram sín eigin frumvörp og eru þá stjórnar- þingmenn í hlutverki hinna fyrr- nefndu. Kjósendur kveða svo upp sinn dóm á fjögurra ára fresti, spilin eru stokkuð og gefið aftur. Nú þegar þessi læti eru afstaðin vona ég að bjartari tíð sé framund- an — bæði hér á landi og um heimsbyggð alla. Þegar þetta er skrifað kl. 4.30 aðfaranótt sunnu- dagsins 5. jan. herma fréttir að stærsti síldarfarmur í sögu ís- lenskrar síldveiða sé nýkominn að landi. Garðar Sölvi Helgason HEILBRIGDI - ANŒGJfl - ÁRANGUR INNHVERF ÍHUGUN er einföld og örugg aðferð sem allir geta lært á stuttu námskeiði. Sú einstaka hvíld, sem tækn- in veitir, eyðir djúpstæðri streitu er hefur safnast fyrir í líkam- anum. Árangur af iðkun innhverfrar íhugunar er m.a. meira jafnvægi hugar og líkama og aukinn árangur í daglegu starfi. Nýtt námskeið hefst með kynningu í kvöld, fimmtudag, kl. 20.30 á Laugavegi 24 (4. hæð). ÍSLENSKA ÍHUGUNARFÉLAGIÐ, SÍMI 16662. Maharishi Mahesh Yogi TREFJAPLAST - NAMSKEIÐ Námskeið í trefjaplastiðn hefst 27. janúar nk. Lengd nám- skeiðsins er um 4 vikur og þátttökugjald kr. 16.000. Innritað er í skrifstofu skólans en henni lýkur 17. þ.m. Símar á skrifstofu eru 51490 og 53190. IÐNSKÓLIIMN í HAFNARFIRÐI. SKOUTSALAN heffst á morgun kl. 9.00 Laugavegi41, sími 13570. Skóverslun Þórðar Borgarnesi Kirkjustræti 8, Brákarbraut 3, sími 14181. sími 93-71904. HRAÐLESTRARNAMSKEIÐ * Vilt þú margfalda lestrarhraðann og bæta eftirtektina? * Vilt þú verða mikið betri námsmaður og auðvelda þér nám- ið með auknum lestrarhraða og bættri námstækni? * Vilt þú lesa meira af góðum bókum? Svarir þú játandi, skaltu skrá þig strax. Næsta námskeið hefst fimmtudaginn 23. janúar. Skráning í síma 641091. Ath.: Óbreytt verð frá síðasta vetri. VR og flest önnur félög styrkja félaga sína til þátttöku á námskeiðunum. HRAÐLESTRARSKOLINN [ E | !» Skrifstofutækni Fyrir aðeins kr. 5.000" á mánuði. Námið kemur að góðum notum í atvinnuleit. Einungis eru kenndar námsgreinar sem nýtast þegar út á vinnumarkaðinn er komið. Til dœmis: Bókfærsla Tölvubókhald Ritvinnsla Tollskýrslugerð V erslunarreikningur Verðið miðast við skuldabréf til tveggja ára. ^ Tölvuskóli íslands Sími: 67 14 66, opið til kl. 22 YUCCA I ► 1 G U L L I I Y Ánægðir viðskiptavinir koma aftur A og aftur til að kaupa þetta frábæra ^ 100% náttúrulega fæðubótaefni. I OG HVERS VEGNA?... I í mörg ár hafa farið fram rannsóknir í Banda- ríkjunum á Yucca plöntunni. ► Niðurstöður úr þeim rannsóknum sýna ótvírætt, . að Y ucca plantan og afurðir úr henni hjálpa til ^ að brjóta niður fæðuna og halda ristlinum hreinum. J I Glas afYUCCA GULLI með 30 daga skammti kostar aðeins kr. 490,- TILVITNANIR í NEYTENDUR: • „Meltingin hefur aldrei verið eins góð eftir að ég fór að taka inn Yucca Gull." • „Þremur vikum eftir að ég fór að taka inn Yucca Gull, fóru psor- iasis útbrotin að gróa og verkirnir í liðamótunum hurfu að mestu leyti." Póstkröfuþjónusta IGreiðslukortaþjónusta Pantanasímar: (91)623336 og 626265 beuR Laugavegi 66 ■ 101 Rvík.Simar 623336, 626265

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.