Morgunblaðið - 15.01.1992, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 15.01.1992, Blaðsíða 1
48 SIÐUR B 11. tbl. 80. árg. MIÐVIKUDAGUR 15. JANÚAR 1992 Prentsmiðja Morgunblaðsins Reuter Sex ísraelar og einn arabi særðust þegar hópur vopnaðra manna hóf skothríð á rútu á Vesturbakkan- um rétt norður af Jerúsalem. Talið er að Palestínumenn andvígir friðarviðræðunum í Washington hafi staðið að baki árásinni. Alsír; Fimm inaiina ríkis- ráð tekur við völdum Algeirsborg. Reuter, The Daily Telegraph. HINIR nýju valdhafar í Alsír ákváðu á fundi í gærkvöldi að mynda sérstakt fimm manna ríkisráð til að stjórna landinu. Formaður ráðsins verður Mohamed Boudiaf, fyrrum andstæðingur Chadli Benjedids for- seta, sem sagði af sér á laugardag. í tilkynningu frá nýja rikisráðinu segir að því sé ætlað að fylla það tómarúm sem myndast hafi við af- sögn þjóðhöfðingjans. Talið er að Benjedid forseti hafi látið af embætti vegna þrýstings frá hernum sem vildi tryggja að síðari umferð þingkosninganna, sem halda átti á fimmtudag, myndi ekki fara fram. Var fastlega búist við að flokk- ur múslímskra heittrúarmanna (FIS) myndi þar ná meirihluta en Benjedid virtist eftir sem áður staðráðinn í að halda kosningamar. Heimildir innan alsírska stjórn- kerfisins herma að líklegt sé að lýst verði yfir neyðarástandi í Alsír á næstu dögum og jafnvel að flokkur- inn FIS verði bannaður. Samkvæmt stjórnarskrá landsins er skylt að halda forsetakosningar innan 45 daga eftir að forseti lætur af emb- ætti en ekki var á það minnst í til- kynningunni. Telja stjórnarerindrek- ar í Algeirsborg óvíst að hinir nýju valdhafar muni leggja í kosningar meðan líkur eru á að FIS nái völdum. Sjá nánar frétt á bls. 19. Króatía og Sióvenía: Búist við viðurkenn- ingu allra EB-ríkja Brussel. Reuter. •• Orlar á árangri í viðræðum um frið í Miðausturlöndum; Viðræður um sjálfstjórn Palest- ínumanna valda deilum í Israel Jerúsalem. Reuter, The Daily Telegraph. TVEIR ráðherrar í ríkisstjórn ísraels hafa hótað að segja af sér ef rétt reynist vera að ísraelar hafi boðið Palestinumönnum sjálfsH'órn í friðarviðræðunum í Washington í þessari viku. Stjórn Yitzhaks Shamirs forsætisráð- herra væri þar með búin að missa þingmeirihluta sinn. Þriðja umferð formlegra viðræðna um frið í Miðausturlöndum hófst í Washington í gær. Henni lýkur í dag og framhaldið hefur ekki verið ákveðið. Sendinefndir ísraela og Jórdana ræddu í gær ágreiningsmál ríkjanna og var það í fyrsta skipti í sögunni sem fulltrúar þessara ríkja setjast niður til formlegra viðræðna. Á mánudag þegar viðræðurnar voru undirbúnar náðist markverður árangur í fyrsta skipti frá því friðar- ráðstefnan í Madrid var haldin fyrir þremur mánuðum. Samþykkt var málamiðlun varðandi dagskrá við- ræðna um bráðabirgðasjálfstjórn Palestínumanna á hernumdu svæð- unum. Ráðgjafar Yitzhaks Shamirs, forsætisráðherra Israels, hafa reynt að gera sem minnst úr mikilvægi þessa til þess að ergja ekki leiðtoga hægriflokkanna Moledet og Tehiyja sem eiga aðild að ísraelsku ríkis- stjóminni. „Ef þær fréttir eru réttar að sendinefnd Israels í Washington hafi gert sendinefnd Palestínu- manna og Jórdana tilboð ... um áætlun um sjálfstjórn þá erum við hættir í ríkisstjórninni," sagði Reh- avam Zeevi, ráðherra Moledet- flokksins. „Ef upplýsingamar verða staðfestar þá munum við afhenda ríkisstjórninni afsagnarbréf á sunnu- dag,“ sagði Yuval Neeman, vísinda- málaráðherra úr Tehiya-flokknum. Benjamin Netanyahu, aðstoðamtan- ríkisráðherra ísraels, sagði hins veg- ar: „Það er ekkert samkomulag. Það sem lagt var fram ... var ekki einu sinni dagskrá heldur þau atriði sem ræða þarf áður en dagskrá verður ákveðin." Ef þessir tveir flokkar yfírgæfu stjórnina þá skortir ríkisstjórn Shamirs tvö sæti til að hafa meiri- hluta í þinginu. Talið er að þá myndi Shamir efna til kosninga fremur en að leita eftir samstarfi við Verka- mannaflokkinn. Kosningar ber að halda í síðasta lagi í nóvember en margir em þeirrar skoðunar að Shamir hafi hug á að láta kosningar fara fram fyrr en nauðsynlegt er, jafnvel í maí eða júní, sama á hvem veg fer í Washington. Slík þróun mála gæti tafið friðammleitanirnar sem nú hafa staðið í nokkra mánuði. Shimon Peres, formaður Verka- mannaflokksins, sagði í gær að ef Shamir vildi í raun ná fram friði myndi flokkur hans ekki nýta sér stöðuna til að fella stjóm hans ef greidd yrðu atkvæði um vantrausts- tillögu á þinginu. „Ef stjórnin leggur fram áætlun um sjálfstjóm í anda Camp David-samkomulagsins mun ég styðja þá tillögu af fullum hug án frekari skilyrða," sagði Peres. JOAO de Deus Pinheiro, utanrík- isráðherra Portúgal, sagði í gær að öll aðildarríki Evrópubanda- lagsins (EB) myndu í dag, mið- vikudag, viðurkenna sjálfstæði Króatíu og Slóveníu. Hins vegar yrði líklega einhver bið á að sjálf- stæði lýðveldanna Bosníu- Herzegóvínu og Makedóníu yrði viðurkennt. Deus Pinheiro sagði Franjo Tud- man, forseta Króatíu, hafa lagt fram fullnægjandi tryggingar fyrir því að mannréttindi og réttindi minnihluta- hópa yrðu virt í ríkinu. Hann sagði að einnig hefði verið tekið tillit til skýrslu um hvort lýðveldin uppfylldu settar kröfur sem franski dómarinn Robert Badinter tók saman að beiðni bandalagsins. Skýrslan hefur ekki verið birt en talið er að í henni komi fram gagnrýni á stöðu minnihluta Serba í Króatíu. Sjá nánar frétt á bls. 18 Rússland; Gorbatsjov til vinnii eftir þriggja vikna frí Moskvu. Reuter, The Daily Telegraph. MIKHAIL Gorbatsjov, fyrrum Sovétforseti, mætti til nýrra starfa hjá alþjóðlegri rannsóknarstolnun í Moskvu í gær eftir þriggja vikna hvíldarfrí. Stofnunin er kennd við forsetann fyrrverandi en hún mun m.a. fjalla um og veita ráðgjöf á sviði félags-, efnahags- og stjórnmála. A fyrsta vinnudegi átti Gorbatsjov fund með Henry Kissinger, fyrrum utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sem staddur er í Moskvu. Gorbatsjov ræddi lítillega við blaðamenn sem biðu hans við nýja vinnustaðinn og þar tók hann und- ir gagnrýni á nýlegar efnahags- ráðstafanir stjórnar Borís Jeltsíns Rússlandsforseta en sagði of snemmt að dæma hver árangur þeirra yrði. Gaf Gorbatsjov í skyn að skoðanir hans væru ekki mjög frábrugðnar þeim sjónarmiðum sem Ruslan Khasbúlatov, forseti rússneska þingsins, hefur látið í ljós. Þingforsetinn hefur m.a. harðlega gagnrýnt ákvörðun Jelts- íns um fijálsa verðmyndun. Einn hinna fímmtíu starfs- manna stofnunarinnar sagði ekki enn vera fyllilega ljóst hvernig starfsemin yrði fjármögnuð. Jelts- ín hefur hins vegar lofað Gorbatsj- ov sjálfum tuttugu lífvörðum, af- not af tveimur glæsibifreiðum, íbúð í Moskvu, húsi í sveitinni og árlegum eftirlaunum upp á fimm- tíu þúsund rúblur. Á núverandi gengi myndi það samsvara um þijátíu þúsund íslenskum krónum og því talið óumflýjanlegt að Gorb- Blaðamenn flykktust að er Gorbatsjov mætti til vinnu. Reuter. atsjov muni brátt þiggja boð um fyrirlestraferðir. Fulltrúar ríkissaksóknara Rúss- lands hafa nú lokið rannsókn á máli þeirra er stóðu að baki valda- ránstilrauninni gegn Gorbatsjov í ágúst í fyrra og lagt fram ákær- ur. Að sögn TASS-fréttastofunnar fylla sönnunargögnin 125 bindi. Álls eru lagðar fram ákærur á hendur ellefu manns sem munu nú fara yfír þær ásamt lögmönn- um sínum. Yerður ekki réttað í málinu fyrr en þeir telja sig reiðu- búna. Að sögn fréttastofunnar eru þeir sakaðir um samsæri til að ræna völdum en samkvæmt rúss- neskum lögum er refsing við því allt að fímmtán ár í fangelsi eða dauðarefsing.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.