Morgunblaðið - 15.01.1992, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 15.01.1992, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. JANÚAR 1992 17 Morgunblaðið/KGA Runólfur Olafsson, framkvæmdastjóri FIB, og Gísli Örn Lárusson, forstjóri Skandia Island hf., undirrita tryggingasamninginn. Skandia o g FIBígera tryggingasamning FÉLAG íslenskra bifreiðaeig- enda og tryggingafélagið Skan- dia Island hf. hafa undirritað samning, sem felur í sér betri kjör á bifreiðatryggingum fyrir félaga FIB. I samningnum segir m.a. að hann veiti félagsmönnum 10% afslátt af iðgjöldum allra vátrygginga, sem Skandia Island bjóði upp á og sé þessi afsláttur til viðbótar bestu kjörum, sem Skandia Island bjóði viðskipavin- um sínum hverju sinni. Runólfur Ólafsson, framkvæmd- astjóri FÍB, segir að oft hafi verið leitað til tryggingafélaganna um samstarf en það ekki fengið neinn hljómgrunn. I október síðastliðnum hafi FÍB sent öllum íslensku bif- reiðavátryggingafélögunum bréf, þar sem leitað var eftir viðræðum um betri kjör á tryggingum fyrir um 7 þúsund félaga FÍB og af þeim, sem svöruðu, hafi aðeins Skandia ísland hf. boðið upp á viðræður um tryggingasamning. Runólfur segir að fyrir félaga FÍB, sem á meðalbíl á Reykjavíkur- svæðinu, géti ábyrgðatrygging ver- ið um 3-4000 krónum ódýrari og um 6-7000 krónum ódýrari með kaskótryggingu, með þessum af- slætti. -----♦ ♦ «----- Dómnefnd um Ingólfstorg LÖGÐ hefur verið fram í borgar- ráði tilkynning um skipan full- trúa í dómnefnd vegna sam- keppni um Ingólfstorg á mótum Austurstrætis, Vallarstrætis, Að- alstrætis og Hafnarstrætis. Fulltrúar Reykjavíkurborgar eru, Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, Elín G. Ólafsdóttir og Þorvaldur S. Þor- valdsson. Pálmi Guðmundsson og Sigríður Steinþórsdóttir frá Arki- tektafélagi íslands. Tæknilegir ráð- gjafar eru Stefán Hermannsson og Guðni Pálsson, ritari dómnefndar er Hjörleifur Kvaran og trúnaðar- maður dómnefndar er Ölafur Jens- son. Dalatangi: Heitast í álfunni að- faranótt þriðjudags MESTUR hiti 1 álfunni aðfaranott þriðjudags var á Dalatanga þegar hiti komst upp í 18,8 stig að sögn Magnúsar Jónssonar veðurfræðings. Leita þarf allt til Kanaríeyja til þess að finna svip- aðan hita. Erlendur Magnússon, vitavörður á Dalatanga, segir hitastigið með því hæsta sem gerist á þessum slóðum á sumrin en í júní- og júlímánuði sé veðurathugunarstöðin með þeim köldustu á landinu. 14 stiga hiti var á Dalatanga kl. 9 í gærmorgun. Erlendur hældi veðráttunni og kvað litla þörf á því að vera skjól- klæddur á Dalatanga um þessar mundir. Hitinn væri eins og hann gerist mestur á sumrin en raunar færi hann sjaldan jafn hátt. Benti Erlendur í því sambandi á að Dalatangi væri ein kaldasta veður- athugnarstöðin á landinu í' júní- og júlímánuði. Aftur á móti gæti hitinn farið upp í 20 stig á haust- in. Erlendur sagði að enn væru einhveijir skaflar í ijöllum en að- eins dílar á láglendi. Sex manns, þar af 2 börn, hafa fasta búsetu á Dalatanga. Magnús Jónsson veðurfræðing- ur sagði að mesti hiti í álfunni aðfaranótt þriðjudags hefði verið á Dalatanga eða 18,8 stig og þyrfti sennilega að leita allt til Kanarí- eyja til að finna samsvarandi hita. Þar hefur sólin mikil áhrif og hit- inn þar er hæstur á daginn en á Dalatanga hefur sólargangurinn lítil áhrif. Staðhættir skipta þar meira máli og kemur heitt loft ofan af ijöllum. Þess má geta að meðalhiti á landinu öllu komst hæst upp í 10 stig á landinu á mánudag en með- alhiti í Amsterdam er til saman- burðar í janúar 5 stig, í London 6 stig, í Vín 1 stig og Róm 11 stig. Hiti í Reykjavík var 7-8 stig. Reiknað er með kólnandi veðri norðanlands seinnipartinn í dag en hlýindum um helgina. Útlit fyrir skíðasnjó erþví fremur slæmt á næstunni. Opið kl. 9 - 5 mánud. til föstud. Austurstræti 17 4. hæð Sími626525 Fax 626564 HEIMSKLÚBBUR INGÓLFS Seyðisfjörður: Samþykkt að selja RAEIK dreifikerfi hitaveitunnar Bæjarstjórn Seyðisfjarðar hef- ur samþykkt að selja Rafmagns- veitum ríkisins dreifikerfi hita- veitunnar á staðnum fyrir 67 millj- ónir. Stjórn Rafmagnsveitnanna fjallar um kaupin á fundi sínum 18. janúar en iðnaðarráðherra þarf að leggja blessun sína yfir þau. Þorvaldur Jóhannsson, bæj- arstjóri, segir að andvirði dreifi-. kerfisins verði varið til þess að hressa upp á atvinnuástandið í bænum. Þorvaldur sagði að hingað til hefði Rafmagnseftirlitið átt kyndistöðina á staðnum en bærinn 10 ára gamalt dreifikerfi. Sala á því hefði komið til álita þegar bæjarstjórnin hefði þurft að bregðast við versnandi atvinnu- ástandi í bænum. „Við mátum þá að hagkvæmast gæti verið að selja frá okkur eign í staðinn fyrir að taka lán'og skuldbinda okkur í gegnum þau,“ sagði Þorvaldur og bætti við að hann myndi orða aðgerðirnar þannig að þær væru háttur hygginn- ar húsmóður. „Þegar börnin fá ekki nóg, og hún vill gera betur við þau, fer hún kannski að athuga hvort hún eigi bíl til að selja eða hvort hún geti hætt við að fara í utanlands- reisu.“ Bæjarstjórinn sagði að fljótlega yrði tekin ákvörðun um hvernig and- virðinu yrði varið til hagsbóta fyrir íbúana í bænúm. Staðarþekking ekki sú sama - segir upplýsingafulltrúi varnarliðsins STARFSEMI þyrlusveitar varnarliðsins byggir á öðru kerfi en menn eiga að venjast hérlendis, að sögn Friðþórs Eydals upplýsingafull- trúa varnarliðsins. Við sjópróf vegna strands Eldhamars GK 13 kom fram í máli starfsmanna Landhelgisgæslunnar og Tilkynningaskyld- unnar að þyrlusveit varnarliðsins væri svifasein og flugmenn ættu til að villast. Friðþór sagði að í kerfi varnarl- iðsins væri gert ráð fyrir að þyrla og Hercules-björgunarflugvél ynnu áfram saman. Varnarliðið gæfi sér eina klukkustund til að fara í loftið á tímanum 9-17 en á öðrum tímum sólarhrings eina og hálfa klukku- stund. Fyrir hverja ferð héldi þyrlu- áhöfnin stuttan fund, þar sem gerð væri áætlun um aðgerðir. Það gæfi augaleið að bandarískir þyrluflug- menn, sem dveldust hér á landi í tiltölulega skamman tíma, hefðu ekki sömu staðarþekkingu og inn- lendir flugmenn. Gunnar Bergsteinsson forstjóri Landhelgisgæslunnar sagðist telja að gott samstarf hefði tekist við varnarliðið um björgunarstörf. Þorsteinn Pálsson sjávarútvegs- ráðherra kvaðst eiga eftir að skoða niðurstöður sjóprófa og hvort þær gæfu tilefni til að gripið yrði til ráðstafana. Laugavegi 62-Sími 13508 ÚTSALAN HEFST í DAG 20-50% AFSL. L.fl.seag^ij r%

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.