Morgunblaðið - 15.01.1992, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 15.01.1992, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. JANÚAR 1992 25 Utandagskrárumræða um saltsíldarviðskipti: Bankasljómin taki ákvarðan- ir um einstakar lánveitingar - segja ráðherrar AFSTAÐA ríkisstjórnarinnar til sölu á saltsíld til Rússlands var umræðuefni alþingismanna í gær. Afstaða ríkisstjórnarinnar er að hún eigi ekki að skipta sér af einstökum lánveitingum ríkis- banka. Það var Hjörleifur Gutt- ormsson (Ab-Al) fór fram á að þetta málefni yrði rætt utan dag- skrár. Málshefjandi, Hjörleifur Gutt- ormsson (Ab-Al), sagði tilefni þess- arar umræðu vera það að undanf- amar vikur hefði ríkisstjómin verið að velta því fyrir sér hvort hún ætti að stuðla að sölu á 300.000 tunnum af saltsíld til Rússlands. Þetta væri spurning um afrakstur af 40.000 tonna síldarafla. Hvort þessi afli færi í bræðslu eða saltað- ur til manneldis? Gróft reiknað næmi mismunurinn í verðmæti um einum milljarði króna; sú vinnings- von sem við hefðum með því að greiða fyrir lánafyrirgreiðslu. 4. desember sl. hefði verið undir- ritaður viðskiptasamningur milli ís- lands og Rússlands. Samningurinn gerði ráð fyrir jafnvægi í viðskiptum landanna en af Rússlands hálfu væri sá fyrirvari gerður að sam- komulag tækist um bankaviðskipti milli Utanríkisviðskiptabanka Rúss- lands og Landsbanka íslands. Vegna saltsíldarsamninga hefði Landsbankinn leitað eftir áliti ríkis- stjórnarinnar 13. desember. Það hefði tekið ríkisstjórnina 4 vikur að svara þessu erindi og svarið þegar það var loks gefið sl. föstudag leitt til þess að Landsbankinn neitaði beiðni Síldarútvegsnefndar um lána- fyrirgreiðslu við Rússa vegna kaup- anna. Bankastjóri Landsbankans hefði m.a. sagt í fjölmiðlaviðtali: „Við töldum okkur hafa ástæðu til að slá til með þetta en áhætta fylg- ir þessu að sjálfsögðu, það vitum við vel og þess vegna þurftum við að leita til ríkisstjórnar sem gert hafði viðskiptasamning við þetta nýja ríki og fá álit hennar og svo Seðlabanka á þessu og það er tví- mælalaust og eftir því hljótum við, ríkisbankinn, að fara.“ Hjörleifur Guttormsson sagði síldarhagsmuni okkar í Rússlandi nú vera augljósa, hagsmunir fyrir- tækja, atvinna verkafólks, skatt- tekjur ríkissjóðs o.s.frv. en einnig gætu framtíðarhagsmunir okkar á Rússlandsmarkaði verið í húfi. Hjör- leifur vildi fá skýringar hjá viðskipt- aráðherra á svari hans til Lands- bankans. Einnig vildi Hjörleifur spyija forsætisráðherra hvort hann vildi ekki beita sér fyrir viðræðum við Landsbankann þannig að unnt yrði að hefja söltun upp í síldar- samning við Rússa þangað til fund- inn yrði frambúðarfarvegur fyrir þessi viðskipti. Ennfremur vildi Stuttar þingfréttir Tvírætt silfur Framsóknarmenn vilja að fjármálaráðherra ábyrgist silfur hafsins með silfri ríkissjóðs. Jón Kristjánsson (F-Al), Halldór Asgrímsson (F-Al), Jón Helga- son (F-Sl), Guðni Ágústsson (F-Sl) og Olafur Þ. Þórðarson (F-Vf) hafa lagt fram breyting- artillögu við frumvarp til láns- fjárlaga fyrir árið 1992. Þing- mennirnir vilja að: „Fjármála- ráðherra er heimilt fyrir hönd ríkissjóðs að ábyrgjast lán, allt að 300 milljónir króna, til að greiða fyrir síldarviðskiptum við Rússland.“ Hjörleifur að nefndir Alþingis, sér- staklega efnahags- og viðskipta- nefnd og utanríkismálanefnd, kæmu að þessu máli og kynntu sér mála- vöxtu. Bankaviðskipti Jón Sigurðsson viðskiptaráð- herra taldi ekki gildar ástæður vera til að mótmæla við ríkisstjórnina. Það væri ótvírætt hlutverk banka- stjórnar Landsbankans að taka ákvarðanir um einstakar lánveiting- ar bankans. Bankastjórnin gæti ekki skotið sér undan ábyrgð með því einu að leita eftir afstöðu ríkis- stjórnarinnar eins og segði í bréfi bankastjórnarinnar 13. desember sl. þar segði m.a. að Landsbankinn væri reiðubúinn til að lána Utanrík- isviðskiptabanka Rússlands 15 millj- ónir bandaríkjadala til 12-18 mán- aða. Ríkisstjórainni hefði verið ætl- að að taka afstöðu til afar hárrar upphæðar. Hann hefði óskað eftir athugun á þessu máli af hálfu Seðla- banka íslands og fulltrúa íslands við Alþjóða gjaldeyrissjóðinn í Was- hington. Þegar gögn höfðu borist voru þau send Landsbankanum ásamt ábendingu um að bankinn hlyti sjálfur að taka ákvörðun í þessu máli á eigin ábyrgð í ljósi þeirra upplýsinga sem fyrir lægju, og á grundvelli laga og reglna um starfsemi bankans. Ráðherra lagði áherslu á að bank- astjórnin hefði leitað eftir afstöðu ríkisstjórnarinnar en ekki farið fram á beina ríkisábyrgð. Bankastjórnin hefði svo sjálf tekið þá ákvörðun að veita ekki lánið. Bankastjórn Landsbankans hefði verið tjáð að ríkisstjórnin vildi greiða fyrir því að traust sambönd tækjust milli rúss- neskra og íslenskra banka og myndi beita sér fyrir því að viðræður hæf- ust svo fljótt sem auðið yrði um greiðslusamning milli íslands og Rússlands um almenn bankasam- skipti. Undirbúningur þessara við- ræðna væri þegar hafinn. Agli Jónssyni (S-Al) var efst í huga að síldin væri nú gengin á veiðislóð og að ísland hefði gert viðskiptasamning við Rússland. Það væri því til staðar markaður og veiði. Egill taldi það ömurlegan kost að ríkisstjórn og Landsbanki köst- uðu þessu máli á milli sín svo vikum skipti. Það yrði að taka þannig á þessu máli að unnt væri að hefja veiði og sölu. Ræðumaður taldi með tilliti til breyttra stjórnarhátta í austri, að taka yrði nú nokkra áhættu til að byggja brýr til Rússa. Egill Jónsson skoraði á ríkisstjórn- ina að bregðast nú þannig við að viðskipti gætu hafist. Gunnlaugur Stefánsson (A-Al) sagði niðurstöðu Landsbankans sannarlega valda miklum vonbrigð- um. Þetta væri einhliða ákvörðun Landsbankans; ríkisstjómin hefði ekki tekið afstöðu. Hann lagði áherslu á hina miklu hagsmuni sem hér væru í húfi. Gunnlaugur spurði forsætisráðherra hvort ekki væri til þess ástæða að ríkistjórnin tæki nú afstöðu hið fyrsta til þess að síldar- söltun fyrir Rússlandsmarkað mætti halda áfram. Bankinn er ábyrgur Davíð Oddsson forsætisráðherra sagði ríkisstjórnina enga ástæðu hafa haft til þess að búast við því að svar hennar myndi leiða til þess að bankinn myndi hætta við að veita þá fyrirgreiðslu sem hann hefði fyrr sagst vera tilbúinn til að veita. í svari ríkisstjórnarinnar hefði ein- göngu falist að bankinn ætti að huga að bankalegum sjónarmiðum og hagsmunum. Áður hefði bankinn sagst reiðubúinn að veita þetta lán. Bankinn hlyti að hafa í huga hags- muni sína þegar slíku væri lýst yf- ir. Því hefði engin sérstök ástæða verið fyrir ríkisstjórnina til að ætla það að svar hennar myndi leiða til þeirrar niðurstöðu að bankinn hyrfi frá þeim ráðagerðum sem hann hefði áður sagst hafa. Forsætisráð- herra benti einnig á að talsmenn Síldarútvegsnefndar hefðu haft á orði að þeir gerðu ráð fyrir að bank- inn myndi veita einhverja fyrirgre- iðslu þótt það yrði e.t.v. í eitthvað minni mæli. Hafi bankinn treyst sér til þess að veita fyrirgreiðslu í þeim mæli sem hann hafði áður tjáð sig reiðubúinn til að gera. - Þótt hann skyti sér nú bakvið ríkisstjórnina. - Þá hlyti bankinn að vera tilbúinn að veita heldur minni fyrirgreiðslu en þá stóru fyrirgreiðslu sem hann hefði áður lofað. Þingmenn stjórnarandstöðu tóku einróma undir gagnrýni Hjörleifs Guttormssonar á málsmeðferð ríkis- stjómarinnar. Lögðu þeir ríka áherslu á mikilvægi Rússlands- markaðar. Ákvörðun ríkisstjórnar- innar eða ákvörðunarleysi vitnaði um „kemur mér ekki við“-stefnu ríkisstjómarinnar og jafnvel nei- kvæða afstöðu gagnvart Rússum, og væri það furðulegt með hliðsjón af því að ríkisstjórnin hefði lýst fylgi sínu við sérstaka neyðarhjálp til Rússa í nauðum þeirra. Þorsteinn Pálsson sjávarútvegs- ráðherra sagði að hér væri um mikil- Hjörleifur Guttormsson vægt mál að ræða og það hefði aldr- ei staðið á ríkisstjórninni að fjalla um þetta mál. Ráðherra sagði rangt sem fram hefði komið í ræðum þing- manna að ríkisstjórnin hefði tekið neikvæða afstöðu. Stjóm Lands- bankans hefði verið bent á að taka ákvarðanir á grundvelli þeirra laga og reglna sem um bankann giltu. Ekki hefði verið mælst til þess að ríkisstjórnin veiti ríkisábyrgð. Hjörleifur Guttormsson (Ab-Al) vonaði að þessi umræða yrði til þess að eitthvað yrði aðhafst í þessu máli. Hjörleifur þóttist merkja það af máli ráðherra að þeim þætti það miður að Landsbankinn hefði tekið þá ákvörðun að veita ekki lán til þessara síldarviðskipta. Hjörleifur var þeirrar skoðunar að áhættan í þessum viðskiptum væri ekki svo skelfileg nema ástandið eystra versnaði því mun meira. Jón Sigurðsson viðskiptaráð- herra vakti athygli á því að á síð- ustu vikum hefði enn ekki verið ljóst við hvetja ætti að eiga viðskipti þar eystra. Ráðherra lagði áherslu á að leitað yrði réttra viðskiptaleiða og hann saknaði þess að menn hefðu ekki kannað fleiri kosti í síldarvið- skiptum, s.s. afhendingu á minna magni, vömskipti, að innlendir aðil- ar settu tryggingar, leitað eftir því hvort hægt væri að kaupa alþjóðleg- ar baktryggingar ef hinn rússneski banki félli frá sínum skuldbinding- um. Viðskiptaráðherra taldi furðu- legt að menn þrábæðu um ríkisfor- sjá á íslandi þegar menn aflegðu þá stjórnarhætti í viðskiptalöndum okkar eystra, það væri ekki ríkis- stjórnarinnar að taka ákvarðanir um einstakar lánveitingar. AÐALFUNDUR Fulltrúaráös sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík Aðalfundur Fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík verður haldinn í Átthagasal Hótels Sögu, í kvöld, miðvikudagskvöldið 15. janúar 1992 kl. 20.30. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Ræða: Markús Örn Antonsson, borgarstjóri. 3. Önnur mál. Stjórnin.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.