Morgunblaðið - 15.01.1992, Blaðsíða 39
39
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR MIÐVIKUDAGUR 15. JANÚAR 1992
KNATTSPYRNA
Stuttgart vann innanhússmót í Köln: EyjóNúr útefndur maður mótsins EYJÓLFUR Sverrisson var útnefnd- fjögur mörk í þremur leikjum og var ur besti leikmaður innanhússmóts eitt þeirra valið mark mótsins: mark sem íknattspyrnu sem haldið var í Köln hann gerði með glæsilegri hjólhesta- og lauk sl. sunnudag. Lið hans, VfB spyrnu gegn Schalke, og punkturinn Stuttgart, sigraði á mótinu. yfir i-ið var síðan er hann var útnefndur ^Jtuttgart sigraði 1. FC Köln í úrslita- maður mótsins. leik mótsins, 6:4. Eyjólfur gerði Eyjólfur
SKÍÐI / HEIMSBIKARINN í ALPAGREINUM
IM-Sjáland á „korlid“
Cobergersigraði óvænt í svigi kvenna
Steinar Ingimundarson leikur
með bikarmeisturum Vals næsta sum-
ar.
Steinar
til Vals
Steinar Ingimundarson, sem lék
með Víði úr Garði í 1. deild í
fyrra, hefur gengið frá félagaskipt-
um yfir í Val. Steinar hafði áður
verið orðaður við Leiftur og Breiða-
blik, en nú er það frágengið að
hann leikur með Val í sumar. Stein-
ar, sem er 22 ára sóknarmaður, var
markahæsti leikmaður Víðis í fyrra
með 6 mörk.
Ólafur Magnússon verður aðstoð-
armaður Inga Bjarnar Albertsson-
ar, þjálfara Vals, í sumar. Frá þessu
var gengið í gærkvöldi. Ólafur var
aðstoðarmaður Ásgeirs Elíassonar
hjá Fram í fyrra sumar, en þar
áður hjá Val.
ANNELISE Coberger varð í
gær fyrsti Ný-Sjálendingurinn
til að vinna heimsbikarmót í
alpagreinum. Hún sigraði í
svigi kvenna sem fram fór í
Hinterstoder í Austurríki.
„Þetta er ótrúlegt. Skíðafærið
hentaði mér vel. Ég kann vel
við mig fhörðum snjó,“ sagði
Coberger eftir sigurinn.
Coberger náði besta tímanum í
síðari umferð og eftir að úr-
slitin voru ljós kastaði hún sér í
fangið á þjálfara sínum, Robert
Zallmann, sem er fæddur í Tékkó-
slóvakíu. „Ég var ekkert taugaó-
styrk fyrir síðari umferðina - tók á
öllum mínu,“ sagði Coberger, sem
er aðeins 20 ára og hefur æft í St.
Anton í Austurríki undanfarin ár.
Svissneska stúlkan Vreni
Schneider, sem var með besta tím-
ann í fyrri umferð, varð önnur, 0.12
sek. á eftir Coberger. Julie Parisien
frá Bandaríkjunum kom næst og
Petra Kronberger, Austurríki,
ijórða og skaust þar með í efsta
sæti stigakeppninnar.
Coberger var ræst númer 22, í
öðrum ráshópi, og kom sigur henn-
ar því nokkuð á óvart. En hún hafði
reyndar sýnt það í sviginu í Schur-
uns á sunnudag, er hún náði þriðja
sæti í svigi, að hún væri til alls lík-
leg.
Tomba keppir
í risasvigi
Skíðakappinn Aiberto Tomba
frá Ítalíu segir í viðtali við
ítalska dagblaðið Gazzetta dello
Sport í gær að hann ætli að
keppa i risasvigi heimsbikarsins
í næsta mánuði. „Ég er ákveðinn
í að keppa í þremur síðustu
risasvigmótunum eftir Ólympíu-
leikana í Albertville,“ sagði
Tomba.
Tomba missti efsta sæti
heimsbikarsins til Svisslend-
ingsins Paul Accola um síðustu
helgi, en Aceoia keppir í öllum
ijórum greinunum og hefur því
visst forskot á Tomba.
KORFUKNATTLEIKUR
ÚRSLIT
UMFG-Valur 70:86
íþróttahúsið í Grindavík, íslandsmótið
körfuknattleik - Japísdeildin, þriðjudaginn
14. janúar 1992.
Gangu leiksins: 11:12,11:18,14:26, 24:41,
28:49, 33:53, 37:59, 54:66, 54:73, 61:73,
66:76, 66:81, 70:86.
Stig UMFG: Joe Lewis Hurst 24, Guðmund-
ur Bragason 14, Rúnar Árnason 11, Pétur
Guðmundsson 6, Pálmar Sigurðsson 5,
Bergur Hinriksson 4, Marel Guðlaugsson
3, Hjálmar Hallgrímsson 3.
Stig Vals: Franc Booker 38, Magnús Matt-
híasson 17, Tómas Holton 11, Ragnar Jóns-
son 7, Símon Ólafsson 4, Gunnar Þorsteins-
son 4, Ari Gunnarsson 3, Matthías Matthí-
asson 2.
Dómarar: Kristinn Óskarsson og Jón Otti
Ólafsson. Áttu fremur slakt kvöld. p_.
Áhorfendur: Um 400
Handknattleikur
Heimsbikarkeppnin
Heimsbikarkeppninn í handknattleik hófst
í Svfþjóð í gær. Átta sterkustu þjóðum heims
er boðið að taka þátt, en Þjóðverjar sáu sér
ekki fært að mæta og tóku Danir því sæti
þeirra. Keppt er í tveimur riðlum.
Úrslit voru sem hér segir:
A-riðill:
Svíþjóð - Danmörk........(7:4) 17:13
■Magnús Wislander var markahæstur Svía
með 5 mörk, Per Carlen kom næstur með
4. Jan E. Jörgensen var markahæstur Dana
með 3 mörk. Mats Olsen var hetja Svía,
hélt hreinu fyrstu 22 mínútur leiksins og
Svíar komust þá í 5:0. Hann varði alls 18
skot í leiknum. Bengt Johansson, þjálfari
Svía, var ekki ánægður með leik sinna
manna, að undanskildum Olson. Svíar mis-
notuðu 5 vítaköst í leiknum. Staffan Olso^
lék ekki með Svíum í gær, var meiddur.
Rúmenía-Spánn............(12:11) 23:26
B-riðill:
Samveidin - Ungveijaland.(11:12) 26:21
Tékkósl. - Júgóslavía.....(7:10) 15:19
■Júgóslavar eru ekki með sitt sterkasta
lið í mótinu þvi það er að mestu skipað
Serbum.
Knattspyrna
England
Enska bikarkeppnin, 3. umferð:
Tottenham — Aston Villa.........0:1
■Dwight Yorke skoraði sigurmark Villa á
10. mínútu. Guðni Bergsson kom inná sem
varamaður hjá bikarmeisturum Tottenhará^
á 75. mínútu fyrir Terry Fenwick. Gary
Lineker lék með Tottenham.
Cambridge — Coventry.............1:0
Derby - Burnley..................2:0
■Leikurinn var stöðvaður eftir 76 mínútur
vegna þoku og verður að fara fram aftur.
Newcastle — Bournemouth..........0:0
■Leikurinn var flautaður af eftir 17 mín.
vegna þoku og þarf því að fara fram aftur.
Wimbledon — Bristol City.........0:1
■Andy May gerði sigurmarkið.
West Ham — Farnborough...........1:0
■Trevor Morley gerðir sigurmark West
Ham 80 sekúndum fyrir leikslok.
Hereford — Woking................2:1
■Staðan varjöfn, 1:1, eftir venjulegan leik-
tíma og réðust úrslit í framlengingu.
Skotland
Úrvalsdeild:
Motherwell — Aberdeen..............3:3
Afrikukeppni landsliða
B-riðill:
Marokkó - Zaire....................1:1
A-riðill:
Nígería - Kenýja...................2:1
SKÍÐI
Hinterstoder, Austurríki:
Heimsbikarinn í alpagreinum
Svig kvenna
Annelise Coberger (Nýja-Sjálandi)
...................1:44.59 (52.99/51.60)
Vreni Schneider (Sviss)
................... 1:44.71 (52.66/52.05)
Julie Parisien (Bandar.)
................... 1:44.90(52.97/51.93)
Petra Kronberger (Austurríki)
................... 1:45.39 (52.84/52.55)
HANDBOLTI
Björgvin
meiddur
Björgvin Rúnarsson, hornamað-
urinn knái hjá Víking, leikur
ekki með liði sínu í bikarleiknum
gegn Val í kvöld. Hann er með slit-
in liðbönd og verður í gifsi í mánuð.
Mf I. karla í handbolta - undanúrslit í bikarkeppni:
Á^Shiaim
AKNAHHRAUNI 21 - 220 HAFNAHF.IÓWU ID - CUAl «0000
í íþróttahúsi Seljaskóla miðvikud. 15/1 kl. 20.00.
Efstu lið 1. og 2. deildar mætast
FORSALA
í Sjónarhóli og Kaplakrika, Hf.
HF miðvikud. 15/1
kl. 17.00-19.00.
RLBERTS
5TAPAURAUN1 t • 2» HAfNAMlRBt • SlMt M895
Gott flug á Valsmönnum
VALUR stendur vel að vígi um
sætu í úrslitakeppni Japísdeild-
arinnar eftir góðan sigur á
heimamönnum í Grindavík í
gærkvöldi. Valur hefurfjög-
urrra stiga forskot á Grindavík-
inga og eiga leik inni.
Tómas Holton þjálfari og leik-
maður Vals var að vonum í
sigurvímu eftir leikinn. „Þetta var
■HHMI mjög mikilvægur
Frímann leikur því það var
spumingin um að
vera þremur leikjum
á undan þeim eða
Ólafsson
skrifar
frá Gríndavík
einum þannig að nú erum við á
góðum stað í öðru sæti. Við spiluð-
um vel í kvöld og hittum vel. Við
töluðum um það í hálfleik að halda
þeim [Grindvíkingum] niðri í vöm-
inni þá myndum við halda þessu.
Það á ekki að vera hægt að tapa
niður 20 stigum ef spiluð er góð
vörn og þetta gekk eftir,“ sagði
Tómas.
Það voru Valsmenn sem réðu
gangi leiksins svo að segja frá upp-
hafi. Þeir hittu vel úr skotum sínum
meðan Grindavíkingar hittu illa.
Franc Booker átti enn einn stórleik-
inn fyrir Vai og virtist geta skorað
hvar sem er og hvenær sem er.
Hann gerði sex 3ja stiga körfur í
fyrri hálfleik.
Grindvíkingar byijuðu með látum
í seinni hálfleik og Hurst sem hafði
hitt mjög illa í fyrri hálfleik og
skoraði aðeins 7 stig, skorað 17
stig á fyrstu 10 mínútum seinni
hálfleiks og þegar tæpar 5 mínútur
voru eftir höfðu heimamenn náð
að minnka muninn í 10 stig 66:76.
Valur svaraði með 5 stigum og
munurinn var of mikill fyrir Grind-
víkinga og Valur stóð uppi sem
öruggur sigurvegari.
Grindvíkingar voru alveg heillum
horfnir í leiknum og náðu sér ein-
faldlega ekki á strik. Varnarleikur-
inn sem hefur verið aðall liðsins
brást og Valsmenn gengu á lagið.
Joe Lewis Hurst var þeirra skástur
og Guðmundur Bragason stóð sig
þokkalega í seinni hálfleik eftir
dapran fyrri hálfleik og Rúnar
Árnason barðist vel. Franc Booker
átti mjög góðan leik í jöfnu liði
Vals og virtist geta skorað að vild.
Hann gerði átta 3ja stiga körfur
og hittnin var góð. Aðrir í liði Vals
stóðu fyllilega fyrir sínu og liðið
hefur yfir góðri breidd að ráða.
Islandsmót í þolklifi
Nú stendur yfir úrtökukeppni
íslandsmeistaramótsins í
þolklifri í Líkamsræktarstöðinni
Gym 80 á Suðurlandsbraut 6. Keppt
er í þar til gerðri klifurvél, og er
keppnin í því fólgin að klifra sem
flest fet á tíu mínútum. „Það eru
allir velkomnir hingað til að taka
þátt, endurgjaldslaust, og menn
geta komið og prófað vélinu áður
en þeir skrá sig til þátttöku," sagði
Jón Páll Sigmarsson, eigandi Gym
80 við Morgunblaðið.
Virka daga er opið milli kl. 7 og
22 í stöðinni, en undankeppninni
lýkur á föstudaginn. Úrslitakeppni
verður svo á Hótel íslandi næstkom-
andi laugardagskvöld, 18. janúar.
Keppt er bæði í karlaflokki og
kvennaflokki og keppa þrír þeir sem
komast hæst í úrslitakeppninni.
Sigurvegarinn í hvorum flokki
fær tólf mánaða kort hjá líkams-
ræktarstöðinni í vinning. „Klifið
byggist mest upp á góðu úthaldi.
Sá sem hefur náð bestum árangri
er hundrað kílóa trésmiður á fimm-
tugsaldri. Hann kleif 22 þúsund fet
á þeim fjórum tímum sem hann
hefur samtals verið í tækinu,“ sagði
Jón Páll.
LIKAMSRÆKT
Sætaferðir fram og til baka frá Kaplakrika kl. 19.30.
Jón Páll Sigmarsson við klifurtækið.
Morgunblaðið/RAX