Morgunblaðið - 15.01.1992, Blaðsíða 24
24
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. JANÚAR 1992
Stafnbúi, félag sjávarútvegsnema:
Röð fyrirlestra um
fiskveiðistj órnun
STAFNBÚI, félag nemenda í sjáv-
arútvegsdeild Háskólans á Akur-
eyri, gengst fyrir röð fyrirlestra
um fiskveiðistjórnun á Norður-
landi. I lokin verður efnt til ráð-
stefnu um sjávarútvegsstefnu
framtíðarinnar á Akureyri.
Fyrsti fundurinn verður haldinn í
Ólafsfirði á laugardag, en efni hans
verður forsendur fiskveiðistjómun-
Hótel KEA:
Ráðstefn-
um fjölgar
RÁÐSTEFNUM sem haldnar eru
á Hótel KEA fjölgaði töluvert
milli ára, en á síðasta ári voru
haldnar þar margar ráðstefnur
bæði innlendar og einnig var mik-
ið um samnorrænar ráðstefnur af
ýmsu tagi. Útlit er fyrir að á þessu
ári verði einnig töluvert um ráð-
stefnuhald á hótelinu.
Gunnar Karlsson hótelstjóri á
Hótel KEA sagði að nokkur lægð
hefði verið í ráðstefnuhaldi á árinu
1989 og fram á mitt ár 1990, en þá
hefði farið að bera á aukningu á ný.
Síðasta ár hefði verið gott hvað þetta
varðar og allt benti til að mikið yrði
um ráðstefnur á þessu ári. Gestir á
ráðstefnum sem haldnar eru á hótel-
inu væru frá 50 upp í 120 manns.
„Við fínnum það vel að þegar
þrengir að erum við í mikilli sam-
keppni við Reykjavíkursvæðið. Menn
halda að sér höndum og fara þá
ekki með stórar ráðstefnur út á land,
þá reyna menn líka að preása tímann
niður og Ijúka ráðstefnunni á
skemmri tíma,“ sagði Gunnar. „Þeg-
ar svo aftur fer að ára betur fyrir
atvinnurekstur í landinu þá lifnar
einnig yfír ráðstefnuhaldinu."
ar. Framsöguerindi flytja þeir Ás-
geir Daníelsson, Þjóðhagsstofnun,
Kristján Skarphéðinsson, sjávarút-
vegsráðuneyti, Jón Kristjánsson,
fískifræðingur, og Gunnar Stefáns-
son, Hafrannsóknarstofnun.
Á Skagaströnd verður fjallað um
ákvörðun heildarkvóta og verða fyr-
irlestrar um það efni fluttir sunnu-
daginn 26. janúar næstkomandi. Á
fundi á Sauðárkróki verður fjallað
um áhrif fískveiðistjórnunar á hags-
munaaðila og verður hann haldinn
sunnudaginn 2. febrúar. Þá verður
fjallað um áhrif fískveiðistjómunar
á búsetu, en það efni verður til
umfjöllunar á fundi á Húsavík laug-
ardaginn 15. febrúar, en síðasti
fundurinn í þessari röð verður hald-
inn á Dalvík viku síðar, eða laugar-
daginn 22. febrúar og er yfírskrift
hans „Hver á fískinn?“
Lokahnykkurinn verður ráðstefn-
an „Sjávarútvegsstefna framtíðar-
innar“ sem haldin verður á Akureyri
í lok febrúar eða byijun mars. Allir
fyrirlestramir verða gefnir út ásamt
ágripi af umræðum á fundunum.
Næg verkefni í Slippstöðinni
Morgunblaðið/Rúnar Þór
Næg verkefni em nú í Slippstöðinni á Akureyri þar sem þessi mynd var tekin í gær, en einkar vel viðrar nú
til útivinnu þegar hitinn hefur farið vel yfír 10 gráður síðustu daga. Á myndinni má sjá þær „stöllur“ nýju
og gömlu Þóranni Sveinsdóttur VE liggjandi við bryggju, en Slippstöðin smíðaði þá nýrri og afhenti á
síðasta ári og tók þá eldri upp í kaupin. Fyrir liggur að stöðin mun breyta nýja skipinu í frystiskip og
verður hafist handa við það verk í næsta mánuði. Vegna hinnar góðu verkefnastöðu í slippnum hefur iðnað-
armönnum sem þar starfa og sagt var upp í haust verið gefinn kostur á að vinna einum mánuði lengur
en uppsagnarfresturinn sagðiriil um.
Gúmmívinnslan hf.:
Sala á endurunnum vörum úr
gúmmíí tvöfaldaðist milli ára
Millibobbingar seldust í fjórfalt meira magni á síðasta ári en því fyrra
SALA millibobbinga sem notað-
ir eru á troll og framleiddir hjá
Gúmmívinnslunni hf., GV hefur
fjórfaldast milli ára. Sala á end-
urunnum vörum frá fyrirtæk-
inu hefur aukist jafnt og þétt
frá því framleiðsla úr affalls-
gúmmíi hófst þar árið 1983, en
söluaukningin hefur þó aldrei
verið meiri en á síðasta ári.
Undirbúningur Vest-Norden-
ferðakaupstefnunnar hafinn
VEST-Norden-ferðakaupstefnan verður haldin á Akureyri í september
næstkomandi og var fyrsti undirbúningsfundur vegna hennar haldinn
á mánudag. Slíkar ráðstefnur hafa verið haldnar sex sinnum áður, en
þær eru haldnar til skiptis í Færeyjum, á Grænlandi og á íslandi. Gert
er ráð fyrir að heildarvelta vegna kaupstefnunnar verði um sextán
milljónir króna.
Gunnar Karlsson sem sæti á í
undirbúningsnefnd heimamanna
vegna kaupstefnunnar sagði að
reiknað væri með að um eða yfír
eitt hundrað aðilar myndu kynna það
sem þeir hefðu upp á að bjóða í ferða-
þjónustu og til kaupstefnunnar yrði
boðið allt að þijú hundrað ferðaheild-
sölum þannig að gera mætti ráð fyr-
ir að um fjögur hundrað manns yrðu
þátttakendur í kaupstefnunni.
Fyrsti fundur vegna undirbúnings
ferðakaupstefnunnar var á mánu-
dag, en þá skoðuðu fulltrúar í Vest-
Norden-nefndinni þau mannvirki og
þá aðstöðu sem í boði eru vegna
sýningarhaldsins, m.a. hótel,
skemmtistaði og íþróttamannvirki.
„Reynslan af Vest-Norden-ferða-
kaupstefnunum hefur ætíð verið góð
og það er því mikils virði fyrir okkar
landshluta að hún skuli haldin hér.
Það hefur mikið að segja að fá selj-
endur ferðaþjónustu hingað og geta
kynnt þeim hvað í boði er,“ sagði
Gunnar.
Heildarsala endurvinnsluvara
frá GV hefur tvöfaldast milli
ára, en aukningin nam 102%.
Þórarinn Kristjánsson fram-
kvæmdastjóri Gúmmívinnslunnar
sagði það afar ánægjulegt að fólk
væri í auknum mæli farið að velja
endurunna vöru. Hugarfarsbreyt-
ing hefði átt sér stað hvað þetta
varðaði, tekist hefði að sannfæra
fólk um að varan væri frambæri-
leg og væri það jákvætt.
„Það má segja að með þessu
vinnist tvennt, verið er að vinna
úr efni verðmæta vöru þjóðfélag-
inu að kostnaðarlausu, en ef þessi
starfsemi væri ekki til staðar
þyrfti þjóðfélagið að borga tölu-
vert fé til að losa sig við þennan
úrgang. í heild sparar samfélagið
í heild stórar upphæðir,“ sagði
Þörarinn, en gera má ráð fyrir að
á síðasta ári hafi fyrirtækið unnið
vörar út tæplega 200 tonnum af
affalls gúmmíi, sem ella hefði far-
ið á haugana.
Lang mest aukning varð í sölu
millibobbinga sem notaðir eru á
troll, en sala þeirra fjórfaldaðist
milli ára. Sagði Þórarinn að greini-
legt væri að hugarfarsbreyting
hefði orðið í sjávarútvegi að því
er varðar að velja endurunnar vör-
ur, en ekki mætti horfa fram hjá
því að framleiðslan hentaði afar
vel og þegar þetta tvennt færi
saman mætti finna skýringu á
hinni miklu söluaukningu sem
varð hjá fyrirtækinu.
Gúmmívinnslan framleiðir einn-
ig svokallaðan GV-reit, sem er
utanhússgólfefni sem m.a. er not-
að á leikvöllum, við sundlaugar, á
svöfum og sólpöllum og jókst sala
þessa GV-reits um 90% milli ára.
Þá aukast vinsældir gúmmímotta
sífellt, en slíkar mottur eru m.a.
notaðar í bása, á vinnustöðum og
um borð í skipum. Sala á gúmmím-
ottum jókst um ríflega 20% milli
ára.
Veistu hvort tryggingafélagið þitt ætlar að hækka eða lækka
bifreiðatryggingaiðgjöldin? Hjá okkur getur þú gengið að lægri
iðgjöldum vísum!
Segðu upp tryggingunni þinni með mánaðar fyrirvara og
notaðu tímann til að bera saman iðgjöldin!
Við erum við símann 12 tíma á dag, frá 9 til 21.
S: 629011. Grænt númer 99 6290.
Skandia
Wísland