Morgunblaðið - 15.01.1992, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 15.01.1992, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. JANÚAR 1992 19 Hætta sögð á borgarastyrj öld í Alsír; Viðbúið að valdhafarnir lýsi yfir neyðarástandi ^ Algeirsborg, París. Reuter. ÓTTAST var í gær að til átaka gegn nýjum valdhöfum landsins. kæmi í Alsír eftir að flokkur Búist var við að öryggisráðið, heittrúaðra múslima, Islamska skipað forsætisráðherra lands- hjálpræðisfylkingin (FIS), hafði ins og hershöfðingjum, myndi hvatt alla Alsírbúa til baráttu lýsa yfir neyðarástandi til að Synir Maxwells ögra breska þinginu Kevin og Ian Maxwell, synir Roberts heitins Maxwells, eiga nú í stríði við þing og dómstóla í Bretlandi en þeir hafa neitað að svara spumingum þingnefndar um það fé, sem horfið er úr lífeyrissjóðum fyrirtækja í eigu föður þeirra. Þekkjast þessa engin dæmi í 400 ára sögu breska þingsins. Þeir bræður sátu í tvær klukkustundir fyrir hjá trygginganefnd þingsins en svöruðu samt engu þegar þeir voru spurðir hvað orðið hefði af hundruðum milljóna punda úr sjóðum þeirra fyrirtækja, sem faðir þeirra stjórnaði. Neituðu þeir að taka þátt í því, sem lögfræðingur þeirra kallaði „sjónvarpsréttarhöld", og eiga nú yfir höfði sér ákæru fyrir að sýna þinginu óvirðingu. Kevin og Ian vom forstjórar margra þessara fyrirtækja, sem nú eru með hálf- tóma eða tóma lífeyrissjóði, og er búist við, að opinber ákæra á hendur þeim verði gefin út á næstunni. Það var því að ráði lögfræð- inga þeirra, að þeir bræðurnir þögðu fyrir þingnefndinni. Myndin var tekin af bræðrunum við yfirheyrsluna. Kjarnavopn í Pakistan Islamabad. Reuter. LARRY Pressler, öldungadeildarþingmaður fyrir Repúblikanaflokkinn, sagði á blaðamannafundi í Islamabad á mánudag að bandarísk stjórn- völd væru sannfærð um að Pakistanar hefðu yfir kjarnavopnum að ráða. Hugsanlega ætti enn eftir að setja sprengjuna saman, hún gæti verið í tveimur hlutum, en hún væri samt örugglega til. Bandaríkjamenn hafa haft miklar áhyggjur af kjamavopnaáætlun Pak- istana á síðustu árum og var allri bandarískri hemaðaraðstoð við Pak- istan hætt og engin ný efnahagsað- stoð veitt árið 1990 vegna grans um að þeir væru að vinna að smíði kjarn- orkusprengju. Pressler, sem á sínum tíma samdi lagafrumvarpið um að stöðva aðstoð til landsins, sagði menn hafa miklar áhyggjur af „íslamskri sprengju11 í Pakistan og nokkrum lýðveldum fyrram Sovétríkjanna. Þá væru menn uggandi vegna aukinna áhrifa heit- trúarmanna í þessum heimshluta í ljósi reynslunnar af íran. Pakistanar og íranir hafa hafist handa við að koma á tengslum við þau fimm fyrrum Sovétlýðveldi þar sem múhameðstrúarmenn eru í meirihluta og sagði Pressler þessi ríki geta orðið að uppistöðu íslamsks kjarnorkuveldis. Ræður Saddam yfir kj amorkusprengju? New York. Reuter. Kjarnorkuvopnaáætlun Ir- aka var lengra á veg komin en áður var talið og hugsanlegt er, að þeir hafi lokið við að smíða kjarnorkusprengju. Skýrði bandaríska sjónvarps- stöðin CBS frá þessu á mánu- dag. CBS sagði, að eftirlitsmönnum Sameinuðu þjóðanna í írak hefði komið á óvart hve kjarnorku- vopnaáætlun íraka var umfangs- mikil en þeir unnu að því að smíða sprengju líka þeirri, sem varpað var á Nagasaki í Japan undir lok- síðari heimsstyrjaldar. Sagði CBS, að nýjar upplýsingar bentu til, að írökum hefði hugsanlega tekist að ljúka við að smíða kjarn- orkusprengju, sem þeir hefðu síð- an falið. Sagði í fréttinni, að á árinu 1989 hefðu þýsk fyrirtæki farið að selja írökum búnað, sem notað- ur var við smíði 10.000 fullkom- inna gas-skilvindna en þær eru notaðar til að auðga úran í kjarn- orkusprengjur. Þegar eftirlits- menn SÞ skýrðu stjórninni í Bagdad frá þessari vitneskju sinni var þeim sagt, að þegar væri búið að eyðileggja skilvindurnar. Þýska stjórnin hefur látið Sam- einuðu þjóðunum í té lista yfir þau fyrirtæki, sem brotið hafa lög með því að selja búnað í skilvind- urnar, en ekki er vitað hve marg- ar eða hvort nokkur var tekin í notkun. Með þeim öllum hefði hins vegar mátt auðga úran í 20-25 kjarnorkusprengjur á ári. Þýsk stjórnvöld hafa nú hafið málssókn á hendur umræddum fyrirtækjum. geta ógilt stjórnarskrána og bannað starfsemi sijórninála- flokka. Ali Yahia Abdnour, forseti mannréttindasamtaka í Alsír, spáði því að borgarastyijöld brytist út í kjölfar þess að öryggisráðið aflýsti síðari umferð þingkosninganna, sem átti að fara fram á morgun. Fullvíst var talið að íslamska hjálp- ræðisfylkingin myndi vinna stór- sigur í kosningunum, en hún hefur hafnað lýðræði og er staðráðin í að stofna íslamskt ríki. Abdnour kvaðst búast við átökum á næstu dögum, síðan yrðu leiðtogar íslömsku hjálpræðisfylkingarinnar handteknir og starfsemi flokksins bönnuð. Erlendir stjórnarex-indrekar sögðu að leiðtogar íslömsku hjálp- ræðisfylkingarinnar stæðu frammi fyrir erfiðri ákvörðun. Þeir þyrftu að bregðast nógu hart við ákvörð- un valdhafanna um að aflýsa kosn- ingunum til að sefa harðlínumenn innan flokksins, en hins vegar mættu þeir ekki ganga of langt og gefa örggisráðinu ástæðu til að banna flokkinn. Alsírska sjálfstæðishetjan Hicine Ait Ahmed kvaðst í sjón- varpsviðtali vona að ekki kæmi til óeirða og að leiðtogar FIS hefðu hemil á fylgismönnum sínum og „hefðust ekkert að sem gæti skap- að hættu á borgarastyijöld“. Óháða dagblaðið E1 Watan sagði þó ólíklegt að öryggisráðið næði samkomulagi við íslömsku hjálp- ræðisfylkinguna. Kynningarfundur Verður haldinn fimmtudagskvöld kl. 20:30 að Sogavegi 69, gengið inn að norðanverðu. Námskeiðið EYKUR hæfni og árangur einstaklingsins * BYGGIR upp leiðtogahæfnina * BÆTIR minni þitt og einbeitingarkraftinn * SKAPAR sjálfstraust og þor * ÁRANGURSRÍKARI tjáning * BEISLAR streitu og óþarfa áhyggjur * EYKUR eldmóðinn og gerir þig hæfari í daglegu lífi Fjarfesting i menntun ■■■■ E EunocAno skilar þér arði ævilangt. Innritun og upplýsingar í síma: 812411 0 STJÓRIMUIMARSKOLIIMIVI Konráð Adolphsson. Einkaumboð fyrir Dale Carnegie namskeiðin" F Y H I R 15 0 Tímarnir hefjast 19. janúar og verða á smmudöguin. Uppl. í síma 68 98 68 Ki-akkar 10-12 ara fci á kl.3-4 -aukið þol -aukinn liðleiki -mikil brennsla -meiri styrkur 3 mánuðir kr. 6.900,-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.