Morgunblaðið - 15.01.1992, Blaðsíða 14
14
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. JANÚAR 1992
Stöðva þarf lestina til Brussel
eftir Hjörleif
Guttormsson
Eins og mönnum er í fersku
minni lýsti EB-dómstóllinn um
miðjan desember sl. samningsdrög-
in um Evrópskt efnahagssvæði
ómerk og stangist þau á við Rómar-
sáttmálann. Þessi niðurstaða dóm-
stólsins virtist koma samninga-
mönnum beggja megin borðsins í
opna skjöldu. Þó hafði legið fyrir
frá því um miðjan ágúst 1991 að
dómstóllinn átti ósvarað fyrirspurn-
um sem framkvæmdastjórnin í
Brussel þá beindi tii hans í alllöngu
skriflegu erindi. Það er furðulegt
að samningamenn EFTA-ríkjanna
með ráðherra, fjölda embættis-
manna og sérfræðinga innanborðs
skyldu ekki gera sér grein fyrir
hvað gæti verið í vændum. Menn
hljóta að spyija, hvort þeir þekki
svo lítið til gagnaðilans og grund-
vallarþátta í stofnunum EB, að svar
dómstólsins kæmi þeim þess vegna
í opna skjöldu. Þó er það svo að
flestir ljúka upp um það einum
munni að þetta hafi „komið mjög
á óvart“, nú síðast Jón Sigurðsson
viðskiptaráðherra í grein í Morgun-
blaðinu 28. desember.
Það er til lítils fyrir samninga-
menn EFTA-ríkjanna að vísa á
framkvæmdastjórn EB, hún hafí
átt að vita betur, hennar sé sökin
og vandinn, eins og Jón Hannibals-
son hefur klifað á. Það eru margar
kenningar uppi um ástæður þess
að framkvæmdastjórninni í Brussel
hélt á málum eins og raun bar vitni.
Sumir kenna um sofandahætti, en
aðrir telja þetta yfirveguð klókindi
til að setja EFTA-ríkin í sem mest-
an vanda. Hvað sem rétt kann að
vera í því efni þá eru það ábyrgðar-
aðilar í EFTA-löndunum en ekki
Evrópubandalagsmenn sem sitja
ráðvílltir í EES-frumskóginum nú
í byijun árs.
EFTA vildi fá EES-dómstól
Um miðjan maí 1991 var gengið
frá samkomulagi um stofnanir Evr-
ópsks efnahagssvæðis, þar á meðal
um dómstóla. Eftir langa og
stranga fundi samninganefndar og
ráðherra var tilkynnt, að nú væri
búið að leysa erfiðasta hnútinn og
gatan væri greið til að ljúka EES-
samningum miðsumars. Ráðherrar
EFTA eins og Jón Hannibalsson,
Antai Gradin og Eldrid Norbol
lögðu eftir fundinn sérstaka áherslu
á þá lausn sem náðst hefði til að
útkljá deilumál með sérstökum
óháðum EES-dómstól. „Það hefur
allan tímann verið forsenda að við
hefðum tæki til lausnar deilumál-
um,“ sagði norski utanríkiráðherr-
ann í Stórþinginu 16. maí. EFTA
hefur gert kröfu um óháðan dóm-
stól. EB hefur viljað hafa það deild
eða gerðadóm (tribunal) í EB-dóm-
stólnum. í fréttatilkynningu af ráð-
herrafundinum 13. maí var sérstök
áhersla lögð á að EES-dómstóll
yrði óháður og þyrfti ekki að vera
bundinn af túlkun annarra dóm-
stóla.
Þetta er rifjað upp hér til að
minna á, að samningsniðurstöðunni
um EES-dómstólinn var sérstak-
lega hampað sem árangri af samn-
ingamönnum EFTA. Hún átti m.a.
að vega að nokkru upp áhrifaleysi
EFTA á öðrum sviðum, svo sem
við mótun nýrrar EES-löggjafar.
Jón Hannibalsson hefur rifjað það
upp margsinnis að undanförnu, að
ísland og Noregur hafi lagt sér-
staka áherslu á slíkan dómstól.
Þessi spilaborg er nú hrunin eftir
að EB-dómstóllinn blés á hana á
jólaföstunni og vandséð er hvernig
eigi að tylla henni upp á ný þannig
að frambærilegt geti talist.
Ætlar EFTA enn að beygja
sig?
Auðvitað er sá möguleiki áfram
til staðar að tjasla saman EES-sam-
ingi gegn því að EFTA-ríkin láti
enn í minni pokann og beygi sig
fyrir veldissprota Evrópubanda-
lagsins einnig á dómssviðinu. Því
miður gáfu viðbrögð Jóns utanríkis-
ráðherra í umræðum á Alþingi um
málið 17. desember sl. ekki til
kynna að hann hefði séð sig um
hönd: Samningurinn skal í höfn,
hvað sem það kostar! Nú kemur það
í hlut íslenska utanríkisráðherrans
næsta hálfa árið að veita EFTA-
ráðinu forystu. Það setur Jón í þá
óskemmtilegu stöðu að þurfa að
þjóna tveimur herrum, eiga annars
vegar að gæta sundurleitra hags-
muna EFTA-ríkjanna í heild, þar
sem helmingurinn er á hraðleið inn
í EB, og hins vegar samtímis að
halda utan um íslenska hagsmuni.
Ummæli Jóns Sigurðssonar við-
skiptaráðherra í grein í Morgun-
blaðinu 28. desember sl. bera vott
um að ráðherrar Alþýðuflokksins
séu á harðahlaupum í fangið á
EB-dómstólnum en þar segir hann
m.a.: „Ekki virðast miklir annmark-
ar á að koma til móts við sjónar-
mið dómstólsins sem koma fram í
svörum hans við annarri og þriðju
spurningunni ..." Þar er hann að
vísa til þess að EFTA-ríkjunum
heimilist að koma fyrir EB-dómstól-
inn telji þau sér málið skylt og að
forúrskurður EB-dómstólsins verði
bindandi einnig fyrir dómstóla í
EFTA-ríkjunum. Eftir er að sjá
hvort starfsbræður ráðherranna í
öðrum EFTA-löndum taka þátt í
undanhaldinu á þessum forsendum.
Þess ber líka að gæta, að samnings-
drögin eru nú þegar á tæpu vaði
gagnvart stjómarskrám einstakra
ríkja, þannig að svigrúmið er lítið.
í pólitískri úlfakreppu
Þegar Jón Hannibalsson útlistaði
væntanlegan EES-samning af
mestum sannfæringarkrafti áður
en kyrkingur hljóp í þetta fóstur
hans lagði hann sérstaka áherslu á
að gætt yrði fyllsta jafnvægis bæði
um hagsmuni einstakra ríkja og
milli samningsaðila. Allt væri hér
vegið upp á gramm: Norðmenn
tækju á sig „fórnarkostnað" vegna
íslendinga og EFTA-ríkin greiddu
í þróunarsjóð fátækra EB-ríkja upp-
hæð sem vegin yrði og metin á síð-
ustu stundu til að stilla af þessa
miklu jafnvægisvog, þar sem á eng-
an mætti halla og allir gerðu það
gott að lokum.
Nú heyrist lítið um þessa jafn-
vægislist og nákvæmnisstillingu.
Sem ábyrðgaraðilar þessa dæma-
lausa máls eru ráðherrar Alþýðu-
flokksis og lagsbræður þeirra í
Noregi og víðar komnir í slíka úlfa-
kreppu að hætt er við að flestu
verði til kostað í von um að losna
úr henni. Það eru hins vegar mót-
sagnarkennd viðbrögð sem fram
hafa komið til þessa frá einstökum
ráðamönnum í EFTA-ríkjunum.
Fyrstu viðbrögð formanns EFTA-
ráðsins, finnans Pertti Salolainens,
voru þau að ekki kæmi til greina
að hefja samningaviðræður á ný.
Menn verði að líta á EES-samning-
inn sem eina heild og ekki verði
unnt að breyta einstökum atriðum
hans eins og skipan dómstóls án
Hjörleifur Guttormsson
„Það er dapurlegt að
íslenskir ráðamenn
skyldu álpast upp í
þessa EES-lest með
öðrum EFTA-ríkjum,
sem mörg hver höfðu
það eitt í huga að stíga
af henni við fyrstu
hentugleika inn í sjálft
Evrópubandalagið. “
þess að endurskoða allan samning-
inn. Þessi niðurstaða dómstólsins
virtist koma samningamönnum
beggja megin borðsins í opna
skjöldu. í áðurnefndri blaðagrein
talar Jón Sigurðsson í allt aðra átt,
og telur að líta beri einangrað á
dómsþáttinn: „Pað er skörun á
dómssögu dómstólana tveggja sem
vandanum veldur. A því máli má
án efa finna lausn sem báðir aðilar
geta sætt sig við,“ segir hann nú
rétt fyrir áramótin. (Leturbr. H.G.)
Margar blikur á lofti
Stefnt hefur verið að því af for-
göngumönnum EES-samnings að
hann geti gengið í gildi í ársbyijun
1993, þ.e. samtímis innri markaði
Evrópubandalagsins. Til þess að svo
megi verða þarf annan takt í þetta
þriggja ára langa þóf en verið hefur
lengst af. Koma þarf samningnum
af strandstað nú í janúar og ná
samkomulagi um lokatexta sem
ráðherrar geti undirritað í næsta
mánuði. Þá er eftir að leggja samn-
inginn fyrir þjóðþing ríkjanna 19
til umfjöllunar með öllu sem til
heyrir, lagabálkum og reglugerðum
á tugum þúsunda blaðsíðna. Til að
samningurinn öðlist gildi á tilsettum
tíma þurfa þjóðþing allra væntan-
legra aðildarríkja EES að staðfesta
hann og ljúka nauðsynlegum breyt-
ingum á eigin löggjöf fyrir lok árs-
ins 1992. Innan EB hefur nýlega
komið fram andstaða við samning-
inn m.a. hjá stjórnvöldum á Spáni
og í Belgíu og kann þ'að að endur-
speglast á þingum landanna. Þá
þarf meirihluti þingmanna á Evr-
ópuþinginu einnig að greiða samn-
ingnum atkvæði sitt. Þótt á þeim
vettvangi ríki nokkur óvissa tel ég
meiri líkur á að EES-samingur
standi tæpar annars staðar.
Innan EFTA-ríkjanna hefur
stuðningur við EES-samning dapr-
ast m.a. í Noregi eftir því sem
málið hefur lent í meiri hrakningum
og raunverulegt innihald hefur
smám saman orðið almenningi ljós-
ara. Það er nánst með ólíkindum
að enn skuli EFTA-hópurinn hanga
saman yfir þessari lönguvitleysu
svo ólíkir sem hagsmunir landanna
eru innbyrðis og gagnvart Evrópu-
bandalaginu.
Mikilvægasta verkefni ársins
Það er dapurlegt að íslenskir
ráðamenn skyldu álpast upp í þessa
EES-lest með öðrum EFTA-ríkjum,
sem mörg hver höfðu það eitt í
huga að stíga af henni við fyrstu
hentugleika inn í sjálft Evrópuband-
alagið. Mikilvægasta verkefni ný-
byijaðs árs er að stöðva þessa ferð
í átt til Brussel. Til þess að það
takist þurfa þeir mörgu sem eru
áhyggjufullir og í raun andvígir því
að binda ísland inn í Evrópskt efna-
hagssvæði að ná betur saman en
hingað til og Iáta meira að sér
kveða. íslendingar þurfa sem óháð
og sjálfstæð þjóð að ná sem bestum
samskiptum við Evrópubandalagið
sem og aðra heimshluta og einstök
ríki. Þau samskipti eiga að byggj-
ast á glöggu og langsæju mati á
gagnkvæmum hagsmunum en ekki
á gönuhlaupi eins og því sem enn
stendur yfir undir merkjum EES.
Höfundur er alþingismaður fyrir
Alþýðubandalagið & Austurlandi.
Sparileið 4
skilaði ríkulegum vöxtum
órið 1991, en hún gaf
7,14%
raunávöxtun.
Vertu viss um aö velja arövœnlega leiö fyrir spariféö þitt á nýju ári;
Sparileiö íslandsbanka.
ÍSLANDSBANKA