Morgunblaðið - 15.01.1992, Blaðsíða 18
18
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. JANÚAR 1992
Eftirlitsmenn SÞ koma
til Króatíu og Belgrad
Belgrad, Vín. Reuter.
FYRSTU eftirlitsmenn Samein-
uðu þjóðanna (SÞ) komu til
Belgrad og Króatíu í gær. Þeim
er ætlað að hafa eftirlit með því
að vopnahlé, sem samið var um
3. janúar, verði virt og ef allt fer
að óskum hyggjast Sameinuðu
þjóðirnar senda 10.000 manna
friðargæslusveit til Júgóslavíu.
Það yrði í fyrsta sinn sem friðar-
gæslusveit á vegum Sameinuðu
þjóðanna yrði send til Evrópu-
lands.
21 eftirlitsmaður kom með flug-
vél til Belgrad og tólf með rútu til
Króatíu. 17 bætast við í dag og
þeir verða því alls 50. Eftirlitsmenn-
irnir verða óvopnaðir og hlutverk
þeirra er að koma á sambandi milli
júgóslavneska hersins og króatískra
þjóðvarðliða og reyna að koma í veg
fyrir að átök brjótist út. Þeir senda
síðan upplýsingar til höfuðstöðva
Sameinuðu þjóðanna um hvort
vopnahléið sé virt og á grundvelli
þeirra verður ákvörðun tekin um
friðargæslusveitirnar.
Búist er við að aðildarríki Evr-
ópubandalagsins, að Þýskalandi
undanskildu, viðurkenni sjálfstæði
Króatíu og Slóveníu í dag. Þjóðveij-
ar viðurkenndu Króatíu og Slóveníu
í síðasta mánuði. Hins vegar er
talið ólíklegt að ríkin viðurkenni .
sjálfstæði Bosníu-Herzegovínu og
Makedoníu, sem hafa einnig farið
fram á slíkt.
Skýringar þær sem vamarmála-
ráðuneyti Júgóslavíu hefur gefið á
Færeyjar:
Rússinn
fær hæli
Níkolaj Popov, rússneskum
sjómanni, sem hljóp af skipi
sínu í Færeyjum fyrir átta
mánuðum, hefur nú loksins
verið veitt þar hæli af mann-
úðarástæðum. Kemur það
fram í færeyska blaðinu
Dimmalætting.
Það var í júní síðastliðnum,
að Povov synti í land frá skipi
sínu og baðst hælis sem póli-
tískur flóttamaður en fyrstu
viðbrögð yfirvalda voru að skila
honum um borð. Þangað var
hann þó sóttur aftur og síðan
hefur hann beðið þess, að ein-
hver botn fáist í máli sínu.
Hann er nú kominn og fær
hann landvistar- og atvinnu-
leyfi í Færeyjum fram til miðs
árs 1996. Ekki þó sem pólitísk-
ur flóttamaður, heldur af
mannúðarástæðum. Er Popov
nú að vinna að því að fá fjöl-
skyldu sína til sín.
því hvers vegna þyrla, sem í voru
fimm eftirlitsmenn á vegum Evr-
ópubandalagsins (EB), var skotin
niður fyrir viku, eru ekki teknar
gildar af bandalaginu. Joao Da
Silva, talsmaður eftirlitsmanna EB
í Júgóslavíu, sagði að í yfirlýsingu
ráðuneytisins væri að finna rangar
staðhæfingar.
Da Silva nefndi sem dæmi að
varnarmálaráðuneytið héldi því
fram að ekki hefði verið leitað leyf-
is fyrir flugið. Þetta væri rangt þar
sem daginn fyrir flugið hefði emb-
ættismaður staðfest að fallist hefði
verið á það.
Branko Kostic, varaforseti Júgó-
slavíu, sagðist í viðtali við dagblað-
ið Borba ekki útiloka að einhveijir
innan hersins hefðu vísvitandi hald-
ið upplýsingum um flug þyrlunnar
leyndum fyrir réttum aðilum.
Reuter.
Króatískur embættismaður (t.v.) tekur á móti eftirlitsmönnum Sam-
einuðu þjóðanna í Zagreb, höfuðborg Króatíu, í gær.
Bandaríkin:
George Bush svarar gagn-
rýnendum sínum fullum hálsi
Formaður í samtökum bandarískra framleiðenda
segir viðskiptin við Japan snúast um fleira en bíla
Washington. Reuter.
GEORGE Bush Bandaríkjaforseti
fór í gær hörðum orðum um and-
stæðinga sína og gagnrýnendur
og kallaði þá úrtölumenn og
dómsdagsspámenn, sem sæju ekk-
ert nema svartnættið framundan.
Lét hann þessi orð falla á fundi
hjá bandarísku bændasamtökun-
um og hann lagði áherslu á, að
mikill árangur hefði orðið af 12
daga ferð sinni um Astralíu og
Asíulönd. Formaður í samtökum
bandarískra framleiðenda tók
undir það með honum á mánudag
og sagði, að samkomulagið við
Japani myndi auka atvinnu í
Bandaríkjunum.
„Leggið ekki eyrun við þessum
dómsdagsspádómum, hlustið ekki á
þessa pólitíkusa, sem segja, að
Bandaríkin séu annars flokks ríki,“
sagði Bush og var reiður. „Við erum
óumdeilanléga forysturíkið í heimin-
um.“
Það eru ekki aðeins demókratar,
sem gagnrýna Bush fyrir getuleysi
í efnahagsmálum og kalla Japans-
ferðina misheppnaða, heldur hafa
sumir repúblikanar, samflokksmenn
Bush, lagst á þá sveifma líka. Við
þessu er Bush nú að bregðast af
hörku og ræðan hjá bændum í Kans-
as í gær er aðeins sú fyrsta af nokkr-
um fyrirhuguðum. Ekki mun heldur
af veita því að gengi hans sam-
kvæmt skoðanakönnunum hefur
aldrei verið minna en nú.
í Gallup-könnun, sem dagblaðið
USA Today og sjónvarpsstöðin CNN
birtu á mánudag, kemur fram, að
Bush nýtur aðeins fylgis 46% kjós-
enda en meðan á stóð og eftir Persa-
flóastríð studdu hann 90%. í annarri
könnun, sem gerð var í New Hamps-
hire, kváðust 46% líklegra
stuðningsmanna Repúblikanaflokks-
ins ætla að styðja Bush í forkosning-
unum 18. febrúar en 30% ætluðu
að kjósa Pat Buchanan, hægrisinn-
aðan repúblikana, sem kallar
Japansför Bush „algjört klúður“.
Á fundinum með bændum í gær
beindi Bush einnig máli sínu að
Evrópubandalaginu og sagði, að fyrr
eða síðar yrði það að hætta að fela
sig á bak við jámtjald vemdarstefn-
unnar. Bandaríkjamenn myndu ekki
draga úr styrkjum við sinn landbún-
að fyrr en EB gerði það líka.
Dexter Baker, formaður í samtök-
um bandarískra framleiðenda, sagði
í fyrradag, að Japansferð Bush hefði
tekist mjög vel og myndi skila sér
í aukinni atvinnu í Bandaríkjunum.
Kvaðst hann vilja minna menn á,
að viðskipti landanna snerust um
fleira en bíla og sagði, að Bush hefði
til dæmis tekist að opna japanska
markaðinn betur fyrir gler- og efna-
vömm, pappír og tölvum.
Verðhækkanirnar í Rússlandi:
Jeltsín vísar á bu g gagn-
rýni á umbótastefnuna
LÆKKIÐ BYGGINGAKOSTNAÐINN
Við sérpöntum fró Englandi þak- og klæðingarstál, stutt-
ur afgreiðslufrestur. Margar gerðir, margir litir.
Frébært verð.
Bjóðum einnig af lager vinsæla stallaða Plannja
þakstálið með tíulsteinsmunstri, og SIBA stál
þakrennurnar með litaðri plastisol-vörn.
ÍSVÖR
BYGGINGAREFNI
Dalvegur 20. Box 435 202 Kóp. Sími 641255, Fax 641266
Moskvu. Reuter.
BORÍS Jeltsín, forseti Rússlands,
vísaði í gær á bug gagnrýni for-
seta rússneska þingsins á umbóta-
stefnu hans og kvaðst ætla að
styðja sljórn sína áfram.
Jeltsín er á ferð um Rússland til
að tryggja stuðning við umbóta-
stefnu sína. Hann hafnaði áskorun
Rúslans Khasbúlatovs, forseta þings-
ins, um að stjórnin segði af sér.
„Menn fleygja ekki ríkisstjórnum
eins og gömlum sokkum,“ sagði
Jeltsín. „Eftir á að hyggja, þá fleygja
menn víst ekki lengur gömlum sokk-
um,“ bætti hann svo við og vísaði
til vöruskorts í verslunum út um allt
Rússland.
Khasbúlatov gagnrýndi þá ákvörð-
un stjórnarinnar að gefa verðlag
frjálst án nokkurra takmarkana.
Verð á nauðsynjavörum er nú þrisvar
til þrjátíu sinnum hærra en fyrir ára-
mót, er verðstýringin var afnumin.
Vöruframboðið hefur samt ekki auk-
ist eins og menn höfðu bundið vonir
við.
Umbótastefnu Jeltsíns stafar þó
ekki mest hætta af óánægju þing-
manna, heldur almennings og þá
sérstaklega verkamanna á stærsta
kolanámasvæði Rússlands, Kúzbass.
Verkalýðsforingi í Kúzbass sagði
hættu á að til óskipulagðra skjmdi-
Reuter
Tvö rússnesk börn horfa á franskar matvæladósir og fatlaður faðir
þeirra fylgist með. 80 tonn af matvælum hafa verið flutt frá Frakk-
landi til Síberíu.
verkfalla og mótmæla kæmi á næst-
unni. „Við vitum ekki í hvorn fótinn
við eigum að stíga sem stendur. Við
viljum gera eitthvað fyrir verkafólkið
en ekki grafa undan stjóm Jeltsíns."
Verkfall kolanámamanna í Kúz-
bass, Donbass í Úkraínu og Karg-
anda í Kazakhstan lömuðu því sem
næst atvinnulífíð í Sovétríkjunum
fyrrverandi í fyrra. Námamennimir
fengu kauphækkanir og þær hafa
átt sinn þátt í mikilli verðbólgu að
undanfömu.
Fremur lítið hefur verið um mót-
mæli í Rússlandi frá áramótum enda
söfnuðu margir Rússar matvæla-
birgðum fyrir verðhækkanirnar. Það
kann því að breytast á næstu vikum.
Tölvunámskeið
Word Perfect fyrir Windows
Word fyrir Windows PC bvriendanámskeið
Excel
Næstu námskeið hefjastfljótlega. Verð kr. 13.600,-
jjjjjil VR og fleiri aðildarfélög styrkja.
Ol Tölvuskóli Reyfciavlkur , Borgartúni 28, sími 91-687590