Morgunblaðið - 15.01.1992, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 15.01.1992, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR MIÐVIKUDAGUR 15. JANÚAR 1992 HANDKNATTLEIKUR Guðjón með FH-ingum GUÐJÓN Árnason, fyrirliði FH, hef ur ekkert leikið á tímabilinu vegna meiðsla, en verður með FH-ingum á ný íkvöld íbikar- leiknum gegn ÍR. Guðjón fór að fínna til í lær- vöðva í lok nóvember 1990, en lék engu að síður með út tímabi- lið. Hann var síðan skorinn upp í nóvember s.l. og hefur verið að byggja sig upp jafnt og þétt síðan. „Eg hef beðið lengi eftir þessu tækifæri og er svo sannarlega kom- inn með fiðring í fingurna," sagði Guðjón við Morgunblaðið í gær- kvöldi. „Það verður gaman að taka þátt í þessu á ný og viss tilhlökkun fylgir því að byrja í bikarkeppn- inni. Strákarnir voru heppnir gegn Þór á Akureyri, en náðu að sigra með einu marki eftir tvíframlengd- an leik, þannig að ég á von á enn erfiðari viðureign að þessu sinni.“ Guðjón sagði að þessi tími hefði verið valinn með tilliti til þess að framundan er stutt frí vegna lands- leikja. „Ég er að sjálfsögðu ekki í neinni leikæfingu, en fer rólega af stað og kem smátt og smátt inní þetta.“ Guðjón Árnason verður með FH í kvöld eftir langa fjarveru. SNOKER Kristján sigraði aftur Kristján Helgason, sem er 17 ára, sigraði í fimmta stiga- móti Billiardsambands Islands í snóker sem haldið var dagana 11. og 12. janúar. Kristján sigr- ’aði Brynjar Valdimarsson í úr- slitaleik 4-2 eftir að hafa verið 2-0 undir í byrjun. Hæsta stuð mótsins þ.e. 100 slétt, átti Jó- hannes B. Jóhannesson sem er aðeins 18 ára gamall. Stigahæstu mennirnir eftir fimm stigamót: 1. Amar Ric- hardsson 196 stig, 2. Atli M. Bjamason 163, 3. Jóhannes B. Jóhannesson 159, 4. Kristján Helgason 155, 5. Brynjar Valdi- marsson 153. Evrc ipusæti ísji énmáli UNDANÚRSLIT bikarkeppni karla og kvenna í handknattleik fara fram í kvöld. í karlaflokki leika FH og ÍR f Kaplakrika og Valur og Víkingur að Hlíðar- enda, en í kvennaflokki mætast FH og ÍBK í Kaplakrika og Fram og Víkingur í Laugardalshöll. Kvennaleikirnir hefjast kl. 18, en karlaleikirnir kl. 20. IR-ingar hafa ekki tapað stigi í 2. deildinni, en FH-ingar, sem eru efstir í 1. deild, hafa gert tvö jafntefli í vetur, gegn Val heima og Víkingi úti, og tapað einum leik, gegn Stjömunni í Garðabæ. Víkingur er í sömu stöðu og FH, en með lakara markahlutfall. Liðið er með eitt tap á bakinu, gegn KA á Akureyri, og tvö jafntefli, gegn FH heima og Val úti í síðustu viku. Valur hefur hins vegar ekki náð að sýna stöðugleika í vetur. Islands- meistararnir hafa aðeins þrisvar fagnað sigri í deildinni, gert fimm jafntefli og tapað fjórum leikjum. ÍR hefur aldrei orðið bikarmeist- ari í meistaraflokki karla, en FH fagnaði sigri þrjú ár í röð — frá 1975 til 1977. Valur sigraði 1974, 1988 og 1990, en Víkingur 1978 og 1979 og svo fjögur ár í röð, 1983 til 1986. Hörkuleikur í Höllinni Fram, sem hefur oftast sigrað í bikarkeppni kvenna, alls 10 sinnum og þar af síðustu tvö árin, fær Vík- ing í heimsókn. Víkingsstúlkur hafa aðeins tapað einu stigi í deildinni og eru í efsta sæti, en Víkingur hefur hvorki náð að sigra í deild né bikar kvenna. Liðin mættust á sama stað í deildinni í nóvember og þá sigraði Víkingur með þriggja marka mun í jöfnum leik, þar sem úrslitin réðust ekki fyrr en undir lokin. FH, sem er í fjórða sæti, tekur á móti ÍBK, sem er í sjötta sæti í deildinni. Liðin eiga það sammerkt að hafa ekki gert jafntefli í vetur, en FH sigraði með þriggja marka mun í leik liðanna í deildinni í októ- ber eftir jafnan fyrri hálfleik. Erkifjendur í 4ra ia úrslitum blkarkeppninnar í kvöld: VALUR - VÍKINGUR Tekst Víkingum loks að vinna Val í Valsheimilinu? 1000 áhorfendur komast fyrir í Valsheimilinu. Það verður örugglega ekki nógl Tryggðu þér því miða strax! é-.—-,— \ Forsala er í Valsheimilinu (BESTAJ og í Víkinni frá kl. 16.00. FOLX B ÖRN Torfason, sem lék með bikarmeisturum Vals sl. sumar, mun snúa heim og leika með BI frá Isafirði í 2. deild næsta sumar. ■ PÉTUR Bjarnason og Þorri Ólafsson, sem léku með 2. flokki Fram í knattspyrnu sl._sumar, hafa ákveðið að leika með ÍR í 2. deild næsta vetur. ■ HAUKUR Pálmason, sem lék með meistaraflokki Fram í fyrra, mun leika með Stjörnunni í 2. deild í sumar. ■ GUÐMUNDUR Hilmarsson og Pálmi Jónsson, sem hafa leikið um árabil með FH, hafa gengið til liðs við Reyni í Sandgerði sem leikur í 4. deild. Þeir munu einnig sjá um þjálfun liðsins. ■ SÆNSKI vamarmaðurinn Glen Hysen er laus allra mála hjá Liverpool. Stjóri liðsins, Graeme Souness, tilkynnti að Hysen, sem er á samningi við Frá Bob vors, hefði fengið Hennessy fijálsa sölu og gæti lEnglandi farið strax. Hysen er 32 ára og kom frá Fiorentina á Ítalíu fyrir 500.000 pund 1989. Souness sagði að ekk- ert tilboð hefði borist í leikmanninn en svissnesk félög hefðu sýnt hon- um áhuga nýverið. ■ BIRMINGHAM, sem leikur í 3. deild, var í gær sektað um 10.000 pund (rúmlega eina milljón ÍSK) af enska knattspymusambandinu fyrir að hafa notað leikmann sem ekki var skráður hjá félaginu, Ian Atkins, í leik í september. Hann kom til félagsins í sumar sem Ieik- maður og aðstoðar-framkvæmda- stjóri, skráningarpappírar voru sendir til knattspymusambandsins, en hafa aldrei fundist þar á bæ! ■ STEVE Nicol skrifaði í gær undir nýjan þriggja og hálfs árs samning við Liverpool. Samning- urinn færir honum um 600.000 pund í aðra hönd, um 6,2 milljónir ISK. ■ NICKY Tanner, sem hefur fest sig í sessi í stöðu miðvarðar hjá Liverpool í vetur, skrifaði um helg- ina undir jafn langan samning og Nicol. ■ CARDIFF, sem leikur í 4. deild, er að reyna að fá Kevin Ratcliffe, fyrirliða landsliðs Wales, en hann fékk fijálsa sölu frá Everton í fyrrakvöld. Hann hefur leikið með Everton í 13 ár. ■ DON Howe, sem nýlega tók við liði Coventry, bauð David O’Leary, varnaijaxlinum gamal- kunna hjá Arsenal, að gerast að- stoðarmaður sinn, en O’Leary af- þakkaði boðið. Howe var lengi þjálfari hjá Arsenal og þekkir því til vamarmannsins. ■ LIAM Brady heldur áfram að „hreinsa til“ hjá Celtic í Skot- landi. Hann seldi pólska framheij- ann Jackie Dziekanowski í gær til Bristol City fyrir 250.000 pund og tilkynnti einnig að írski lands- liðsframheijinn Tony Cascarino yrði seldur. Hann var keyptur fyrir eina milljón punda í fyrra en hefur aðeins gert fjögur mörk. B MICKEY Thomas, gamla brýnið hjá 4. deildarliði Wrexham, sem skoraði í bikarleiknum gegn Arsenal á dögunum, hefur verið ákærður fyrir að dreifa fölsuðum 10-punda seðlum. Hann var hand- tekinn á heimili sínu á sunnudag og sat í fangelsi aðfararnótt mánu- dags og þriðjudags, en var leystur úr haldi í gær gegn tryggingu. í kvöld HANDKNATTLEIKUR Bikarkeppni karla: Hliðarendi: Valur-Víkingur.... kl. 20 Kaplakriki: FH-ÍR kl. 20 Bikarkeppni kvenna: Höllin: Fram-Víkingur ,kl. 18 Kaplakriki: FH - ÍBK .kl. 18 KÓRFUKNATTLEIKUR Japísdeildin: Stykkish: Snæfell - UMFT .kl. 20 unuiii IHtlHIII! 4

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.