Morgunblaðið - 15.01.1992, Blaðsíða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. JANÚAR 1992
Undirbúningsfélag um tvöföldun Reykjanesbrautar;
Nýtt hlutafélag* annist
breikkun og reki í 20 ár
Samgönguráðherra segir ekki tímabært að ráðast í verkið
VERKTAKASAMBAND Islands,
Atvinnuþróunarfélag Suðurnesja
og Landsbréf hf. hafa haft for-
göngu um stofnun undirbúnings-
félags um stofnun hlutafélags sem
taki að sér tvöföldun Reykjanes-
brautar og rekstur með veggjöld-
um í 20 ár. Hafa fulltrúar þess
farið þess á leit við samgönguráð-
herra, að hann heimili að ráðist
verði í könnun á hagkvæmni þess
að tvöfalda Reykjanesbraut frá
Krýsuvíkurvegi við Hafnarfjörð
að Fitjum við Njarðvík. Halldór
Veraldarfarþegum hótað vatns-
og rafmagnsleysi á Kanaríeyjum:
Farþegum enn
ekki verið úthýst
ENGUM farþegum á vegum ferða-
skrifstofunnar Veraldar hafði enn
ekki verið úthýst af hótelum sín-
um á Kanaríeyjum í gærkvöldi,
þrátt fyrir hótanir þar um. Hótel-
eigendur hafa ekki fengið greiðsl-
ur frá Veröld, sem er komin í
þrot, og krefja fólkið um greiðslu
fyrir gistinguna, sem það hefur
Heiti leik-
rits breytt
vegna höf-
undarréttar
LEIKFÉLAG Reykjavíkur
hefur orðið við kröfu Rúnars
Armanns Artúrssonar rithöf-
undar og breytt nafni gam-
anleiks sem frumsýndur
hafði verið undir nafninu
Rugl í ríminu. Leikritið kall-
ast nú Ruglið. Skáldsaga
Rúnars Armanns, sem út
kom árið 1990, bar nafnið
Rugl í ríminu og taldi Rúnar
brotinn á sér höfundarrétt á
þeim titli. Hann og lögmaður
hans höfðu krafist leiðrétt-
ingar af hálfu Leikfélagsins.
Sigurður Hróarsson, leikhús-
stjóri LR, sagði í samtali við
Morgunblaðið í gærkvöldi að
það hefði ekki verið ætlun leik-
félagsins að ganga á rétt rithöf-
undarins með þessum hætti en
hins vegar hefði það farið fram
hjá þýðanda verksins og öðrum
sem nálægt uppsetningu leiks-
ins komu að skáldverk Rúnars
bæri sama titil. Sigurður sagði
að þegar upp komst um málið,
rétt fyrir frumsýningu, hefði
verið búið að prenta aðgöngu-
miða og leikskrá og ganga frá
auglýsingum vegna fyrstu sýn-
inga og því hefði ekki verið
talið unnt að bregðast við
kvörtunum Rúnars Ármanns
fyrr en í gær að ákveðið var
að breyta nafni verksins, sem
framvegis verður sýnt undir
heitinu Ruglið.
þegar greitt. Á einu hóteli, Green
Oasis, var hótað að taka vatn og
rafmagn af herbergjum Islending-
anna ef þeir greiddu ekki gisting-
una úr eigin vasa, en það reyndist
ekki tæknilega framkvæmanlegt
og hótunin féll um sjálfa sig.
„Við erum ennþá í óvissu og vitum
ekkert hvernig þetta endar,“ sagði
Hafdís Stefánsdóttir, sem var í Ver-
aldarhópnum sem fór utan 2. jan-
úar. Hún sagði að frá samgöngu-
ráðuneytinu hefðu þau skilaboð bor-
izt að flugvél yrði send um leið ef
til kæmi að fólki yrði úthýst og ráðu-
neytið myndi greiða gistikostnað þar
til fólkið yrði sótt. Þórhallur Jóseps-
son, deildarstjóri í samgönguráðu-
neytinu, staðfesti þetta í samtali við
Morgunblaðið.
Blöndal samgönguráðherra hafn-
ar beiðni hópsins og segir að
Vegagerðin hafi komist að þeirri
niðurstöðu að ekki sé tímabært
að ráðast í tvöföldun Reykjanes-
brautar, jafnvel þó verði af bygg-
ingu álvers.
Undirbúningshópurinn hefur gert
ráð fyrir að stofnað verði sérstakt
hlutafélag til að annast undirbúning
og framkvæmd verksins án kostnað-
arþátttöku opinberra aðila. Áætlaður
stofnkostnaður brautarinnar er
1.500 milljónir.
I greinargerð sem undirbúnings-
hópurinn hefur tekið saman og kynnt
var á ráðstefnu Verktakasambands-
ins í gær, er gert ráð fyrir að hlutafé-
lagið sjái um lagningu vegarins og
reki hann í 20 ár með tekjum af
veggjöldum, sem talið er að þyrftu
að vera 70-80 kr. til að standa und-
ir fjárfestingunni en auk þess er
gert ráð fyrir sérstökum aðgerðum
til að milda áhrif veggjaldsins gagn-
vart íbúum á Suðurnesjum. Félaginu
er ætlað að sjá um viðhald nýrri hluta
Reykjanesbrautar og rekstur á þessu
20 ára tímabili en að því loknu yrði
hann í eigu og á ábyrgð ríkisins.
Undirbúningshópurinn telur brýnt
að gerðar verði lagfæringar á
Reykjanesbraut af öryggisástæðum
og að með tvöföldun vegarins verði
hægt að komast hjá fyrirhuguðum
endurbótum á veginum auk þess sem
ljóst sé að stjórnvöld hyggist ekki
ráðast í breikkun vegarins á næstu
árum. Þá kæmi lagning vegarins á
heppilegum tíma fyrir verktakaiðn-
aðinn og dragi úr fyrirsjáanlegu at-
vinnuleysi.
Davíð Oddsson, forsætisráðherra:
Morgunblaðið/Jón Páll Ásgeirsson
Þyrlur á björgunaræfingu
Sameiginleg æfing þyrlusveitar björgunarsveita varnarliðsins og
Landhelgisgæslunnar var á Faxaflóa í gær. Voru þar notaðar tvær
Sikorsky-þyrlur frá varnarliðinu en varðskipið Óðinn tók þátt í æfing-
unni af hálfu Landhelgisgæslunnar. Á myndinni sést ný Sikorsky-
þyrla sveima yfir þilfari Oðins.
ísland þjónustuaðili á alþjóð-
legum fjármagnsmarkaði
DAVIÐ Oddsson forsætisráðherra sagði á ráðstefnu Verktakasam-
bandsins í gær að ríkisstjórnin hefði ákveðið að láta fara fram út-
tekt á því hvort Island gæti haft hlutverki að gegna sem þjónustuað-
ili á aiþjóðlegum fjármagnsmarkaði og leita eftir ráðgjöf erlendra
sérfræðinga í því skyni. „Í kjölfarið geta fylgt tillögur til breytinga
á starfsumhverfi fyrirtækja en þau meta síðan sjálf hvort þau vilja
hasla sér völl á þessu sviði,“ sagði forsætisráðherra.
Davíð fjallaði um efnahagsvand- stæður á komandi ári. „Þær þýða
linda. Skapa yrði forsendur fyrir
hagvexti af eigin rammleik. „Það
er nú almennt viðurkennt að skipu-
lag hagkerfisins ráði mestu um það
hvernig þjóðum farnast efnahags-
lega. Þar skiptir mestu máli að
heiðarleg samkeppni ríki á sem
flestum sviðum efnahagslífsins og
atvinnugreinum sé ekki mismunað
af hinu opinbera," sagði Davíð.
ann og tækifæri framtíðarinnar í
ræðu sinni. Sagði hann að þriggja
mánaða verðbólga mældist nú rúm-
lega 2%. „Takist okkur að koma
verðbólgunni á lægra stig en hjá
öðrum þjóðum hefur mikill sigur
verið unninn og sá sigur mundi
nýtast atvinnulífinu miklu betur en
blóðgjöf sem fengist fyrir milli-
göngu erlendra lána sem tekin
væru af óforsjálni,“ sagði hann.
Davíð sagði að nýjar tölur um verð-
bólguþróun gæfu mjög góð fyrir-
heit og nýjustu tölur um viðskipta-
jöfnuð bentu til að hann yrði hag-
Úrval-Útsýn yfirtekur Sögu
FERÐASKRIFSTOFAN Úrval-Útsýn hefur yfirtekið rekstur ferðaskrif-
stofunnar Sögu. Úrval-Útsýn átti fyrir 43% hlut í Sögu og yfirtekur
nú hlut Hagkaupa, Málningar hf. og nokkurra smærri hluthafa. Hörð-
ur Gunnarsson, framkvæmdastjóri Úrvals-Útsýnar, segir að rekstur
Sögu hafi gengið illa og velja hafi þurft milli þess að koma inn með
nýtt hlutafé eða fara þessa leið.
Flugleiðir eiga 80% í Úrvali-Útsýn
og Eimskip 20%. Úrval-Útsýn hefur
áður komið með hlutafé inn í Sögu
og hefur átt 43% í fyrirtækinu frá
1989. Saga er nú úr sögunni og sá
rekstur, sem ferðaskrifstofan hafði
með höndum, er kominn undir nafn
Úrvals-Útsýnar. Hörður segir að
helmingi af 15 starfsmönnum Sögu
verði boðin vinna hjá ÚÚ, þar á
meðal stjórnendum fyrirtækisins,
þeim Erni Steinsen og Pétri Björns-
syni. Þeir muni einkum starfa við
hagsmunagæzlu vegna samrunans.
Fram_ kemur í fréttatilkynningu
Úrvals-Útsýnar að rekstur fyrirtæk-
isins hafi gengið betur á árinu 1991
en árið áður og útlit sé fyrir að hann
standi í jámum.
það að þrýstingur á gengisfall
minnkar jafnt og stöðugt," sagði
hann.
Davíð vék að gagnrýni á stjórn-
völd fyrir að leggja of mikla áherslu
á að draga upp dökka mynd af
vandanum sem við blasti, fyrir að
mikla hann fyrir sér og að þau dragi
kjark og þor úr fólki. „Auðvitað er
sannleikskjami í þessari afstöðu en
það er skammt öfganna á milli. Ef
þessi afstaða leiðir til þess að menn
verða andvaralausir og hirðulausir
um vandann sem við er að etja og
halda áfram á sömu braut eiga
menn á hættu að standa einn dag-
inn frammi fyrir enn stærri og erfið-
ari vandamálum en við stöndum
frammi fyrir nú,“ sagði forsætisráð-
herra.
Sagðist Davíð vera andvígur
hugsunarhætti þeirra sem vildu
ekkert vita af vandanum sem við
blasi. „í honum felst ákveðin vantrú
á þjóðinni, rétt eins og hún þori
ekki að heyra sannleikann. Eg er
þeirrar skoðunar að í þjóðinni sé
sá efniviður að hún geti tekið á
vandanum og unnið sig út úr hon-
um,“ sagði hann.
Forsætisráðherra sagði að ís-
lendingar gætu ekki lengur treyst
eingöngu á nýtingu náttúruauð-
ísfélagið í Eyjum:
Starfsfólk neitar að
starfa við flæðilínu
STARFSFÓLK ísfélagsins í Vestmannaeyjum neitaði í gær að hefja
störf við nýja flæðilínu sem átti að taka í notkun, þar sem ekki
hafði verið gengið frá samningum um hópbónus. Boðinn hefur ver-
ið sams konar samningur og í gildi er á ýmsum stöðum í landinu
en verkalýðsfélögin í Vestmannaeyjum hafa hafnað honum og standa
yfir viðræður um málið.
Að sögn Magnúsar Kristinsson-
ar, aðstoðarforstjóra ísfélagsins,
var flæðilínan fyrst reynd á mánu-
dag en á þriðjudagsmorgun átti að
hefja þar störf af krafti en þá hefði
starfsfólkið neitað þar sem engir
samningar væru í gildi um slíka
vinnu. „Við vorum búnir að bjóða
sambærilegt við Akureyrarsamn-
ingana en þá komu fram sérkröfur
sem við féllumst ekki á,“ sagði
Magnús.
Elsa Valgeirsdóttir, formaður
Verkakvennafélagsins Snótar, stað-
festi að sömu samningar hefðu ver-
ið boðnir og annars staðar. „En við
viljum semja sjálf um hlutina hér
og miða við aðstæður hér,“ sagði
hún. Samningafundur aðila var
haldinn í gær og varð engin niður-
staða af honum. Bónussamning-
ar í Vestmannaeyjum eru frá-
brugðnir slíkum samningum annars
staðar á þann hátt að á þeim er
ekkert þak. Því hafa einstaklingar
átt möguleika á mjög háum bónus,
sem myndi lækka í hópbónus, og
samkvæmt upplýsingum Morgun-
blaðsins beinist óánægjan helst að
því.
Starfsfólk í Vinnslustöðinni hf. í
Vestmannaeyjum fór sér hægt við
vinnu um tíma í gærmorgun og
mun það hafa átt rætur að rekja
til hópbónussamningaviðræðnanna.
Að sögn Viðars Elíassonar, fram-
leiðslustjóra Vinnslustöðvarinnar,
er þar unnið að því að taka upp
flæðilínu um mitt árið.