Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurjanúar 1992næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    2930311234
    567891011
    12131415161718
    19202122232425
    2627282930311
    2345678

Morgunblaðið - 15.01.1992, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 15.01.1992, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. JANUAR 1992 27 Minning: Birgir Guðjónsson slökkviliðsmaður Fæddur 15. júní 1937 Dáinn 3. janúar 1992 Við sem verðum þeirrar gæfu aðnjótandi að fæðast í þennan heim vitum aðeins eitt með vissu að héðan munum við hverfa, en hvenær? Það er undir skapara okkar komið. Starfsfélagi minn síðastliðin 28 ár, Birgir Guðjónsson, hvarf yfir móðuna miklu 3. janúar síðastliðinn. Við Birgir komum til starfa hjá Slökkviliði Reykjavíkur 1. júní 1964 sem sumarstarfsmenn, reyndar ekki á sömu vakt en við vissum hvor af öðrum, báðir vorum við úr Vestur- bænum, hann reyndar aðeins eldri en ég og þess vegna lágu leiðir okk- ar ekki saman í skóla eða á ungl- ingsárum. En eftir að við hófum störf í Slökkviliði Reykjavíkur þá var það fyrst og fremst starf okkar í blíðu og stríðu sem tengdi okkur. Ég ætla ekki að reyna telja upp alla þá erfiðu bruna og sjúkraflutn- inga er við glímdum við saman, all- oft sigruðum við „rauða hanann" ef oft töpuðum við, ekki lét Birgir það á sig fá heldur hélt sínu létta skapi þótt á móti blési. Ég og aðrir starfs- menn Slökkviliðs Reykjavíkur eigum margar góðar minningar um Birgi þau ár sem við fengum að starfa með honum. Birgir var ekki mikill félagsmálamaður, eins og við köllum það sem lifum og hrærumst í félags- málapólitík, en honum stóð ekki á sama hvernig farið var með málefni brunavarða. Síðasti fundur er við Birgir sátum saman var aukaþing landssambands slökkviliðsmanna haldið á slóðum er hann unni mjög mikið en það var á Flúðum nú í nóvember síðastliðnum. Ekki langt frá Flúðum áttu þau hjónin sér sælu- reit en þar reistu þau sér sumarhús. Þessi staður var Birgi mjög hug- stæður og ekki spillti það fyrir að stutt var að heimsækja soninn niður að Flúðum. Ekki var ég heimagang- ur hjá þeim hjónum en í þau skipti er ég kom á þeirra heimili var tekið á móti mér og öðrum með höfðings- skap og veit ég að undir það taka margir af mínum samstarfsmönn- um. Ég og aðrir félagar Birgis í Bruna- varðafélagi Reykjavíkur þökkum honum fyrir samfylgdina um leið og við sendum Ástu og öðrum aðstand- endum okkar innilegustu samúðar- kveðjur. Ármann Pétursson, formaður BR. Vinur okkar og félagi Birgir Guð- jónsson hefur kvatt þennan heim aðeins 54 ára gamall. Hann hefur sl. 7 ár barist við sjúkdóm sem svo margir hafa orðið að lúta í lægra haldi fyrir. Aldrei kvartaði hann yfir sínum veikindum né vantaði mikið í vinnu og lýsir það vel persónu hans. Birgir hóf starf á Slökkvistöð Reykjavíkur 1. júní 1964 og var all- an sinn starfsferil á C-vakt, utan síðasta ár er hann var dagmaður. Mjög gott var að vinna með hon- um og var hann boðinn og búinn að taka öll þau störf að sér sem hann var beðinn um, og er það mik- ilsvert í starfi þar sem ótrúlegustu hlutir geta komið upp. í sjúkraflutningum kunni hann vel við sig, þá hitti hann mikið af fólki, enda félagslyndur maður og hjálpsamur mjög ef svo bar undir. Birgir var lítið fyrir að trana sér fram en var afskaplega traustur maður og það sem hann tók sér fyrir hendur gerði enginn betur. Við félagar hans á vaktinni minn- umst margra góðra stunda með Birgi og þá ekki síst er þau hjón Birgir og Guðrún Ásta buðu okkur austur að Flúðum eina helgi fyrir nokkrum árum en þar áttu þau sum- arhús. Þar fengum við höfðinglegar mót- tökur eins og þeirra var von og vísa og hugsað var fyrir öllu svo okkur gæti liðið sem best. Birgir bar sterk- ar taugar til Flúða og vildi hann vera þar yfir jólahátíðina hjá syni sínum sem þar býr nú. Fluttum við hann þangað en þá var hann orðinn mjög veikur. Það var svo 2. janúar er við vorum að flytja hann í geislameðferð að hann vildi koma við á Slökkvistöðinni og heilsa upp á okkur vaktfélagana. Ekki grunaði okkur þá að þetta væri hinsta sinn sem við sæjum hann. En minningin um góðan dreng mun alltaf lifa á meðal okkar. Eiginkonu hans Guðrúnu Ástu Þórarinsdóttur og öðrum aðstand- endum vottum við okkar dýpstu samúð. C-vakt Slökkviliðsins, Björn Gíslason. Mig langar fyrir hönd fjölskyld- unnar í Forsæti II að minnast með fáum orðum Birgis Guðjónssonar sem lést á Borgarspítalanum 3. jan- úar eftir mikil veikindi. Það duldist okkur ekki að veikindi hans voru alvarleg og höfðu leikið hann hart í nokkur ár. En með sínum einstaka viljastyrk, góðu skapgerð, dugnaði og þekkingu í baráttunni við sjúkdóm sinn, tókst honum ætíð að fá mann til að trúa að hann myndi sigra. Kallið kom því kannski nokkuð á óvart. Ekki síst þess vegna er harmurinn sár og erfitt að sætta sig við að enn skuli svo ótímabært skarð hoggið í þessa fjölskyldu. Birgir var vel gerður, einstaklega skapgóður, hlýr, glaðlegur og já- kvæður og vildi alls staðar láta gott af sér leiða. Dugnaður og vinnusemi var líka eitt af hans séreinkennum og minn- umst við systkinin og foreldrar okk- ar þess er hann kom að Forsæti í gegnum árin, að varla var hann búinn að heilsa þegar hann var orð- inn þátttakandi í hinu daglega lífi í sveitinni, hvort sem það var í fjós- inu, á túninu eða kartöflugarðinum og með sinni glaðværð skapaði hann alltaf gott andrúmsloft. Það var okk- ur mikið tilhlökkunarefni þegar von var á Birgi og Ástu frænku í heim- sókn því í þessu öllu voru þau sem einn maður. Fyrir þessar minningar og alla samfýlgd við Birgi viljum við þakka þegar sú staðreynd blasir við að hann er horfinn okkur til annarra heimkynna. Birgir starfaði sem brunavörður hjá Slökkviliði Reykjavíkur frá 1. janúar 1967 til dauðadags og átti þar trygga og góða samstarfsmenn. Birgir giftist 1959 eftirlifandi konu sinni Ástu Þórarinsdóttur og eignuð- ust þau 1 son, Guðjón, garðyrkju- fræðing, sem giftur er Helgu Karls- dóttur og eiga þau 3 börn. Þau búa að Meluin á Flúðum, Hrunamanna- hreppi. Fóstursonur Birgis, Guðbjörn Þór (Bubbi), hagfræðingur, hefur verið búsettur í Svíþjóð í mörg ár og er kona hans Inger og eiga þau 2 börn. Birgir bjó lengst af sínum búskap í Hjallabrekku 28 í Kópavogi, þar sem þau hjón reistu sér fallegt og myndarlegt heimili. Voru þau mjög samhent í að gera það allt sem best úr garði úti sem inni. Þangað hefur alltaf verið gott að koma og þiggja hressingu eða gistingu ef þurft hef- ur. Alltaf eins og að koma heim. Þau byggðu sér einnig sumarbústað nálægt Flúðum og voru þar mikið. Það var yndi Birgis að vera í nálægð við Guðjón og Helgu og barnabörnin og rétta þeim hjálparhönd. Þar fékk hann einnig að eyða síð- ustu jólunum sínum að eigin ósk, með aðstoð fjölskyldunnar. En vegna fjarlægðarinnar við Bubba og fjölskyldu urðu samskiptin minni en hugur stóð til seinni árin. Það varð að láta nægja símasam- band og heimsóknir annað slagið. Elsku Ásta, Guðjón, Bubbi og fjöl- skyldur. Missir ykkar er mikill en megi minningin um góðan dreng gefa ykkur von og styrk. Við minnumst Birgis öll sem ein- lægs fjölskylduvinar og biðjum Guð að blessa minningu hans. Okkar innilegustu samúðarkveðj- ur. F.h. fjölskyldunnar, Guðbjörg Þ. Gestsdóttir. Mig langar hér með nokkrum fá- tæklegum orðum að minnast fyrr- verandi vinnufélaga míns á Slökkvi- stöðinni í Reykjavík, Birgis Guðjóns- sonar, sem kvaddi þennan heim eft- ir baráttu við illvígan sjúkdóm, í raun á besta aldri en Birgir var fæddur 15. júní árið 1937. Við Birgir vorum vaktfélagar á C-vakt slökkvistöðvarinnar, samfellt í um sextán ár. Birgir var traustur vinnufélagi, sem vann störf sín af kostgæfni og alúð. Hann reyndi aldrei að upphefja sjálfan sig á annarra kostnað og sóttist ekki eftir metorðum en lagði metnað sinn í að leysa þau vanda- mál, sem slökkviliðsmenn standa svo oft frammi fyrir, af samviskusemi og öryggi. Hann lagði aldrei illt til nokkurs manns svo ég heyrði, öll þau ár, sem við unnum saman. Birgir var hraustmenni og taldi ekki eftir sér að taka þyngri endann á körfunni í erfiðum sjúkraflutning- um, ég minnist þess með þakklæti. Foreldrar Birgis voru Guðjón Bjarnason slökkviliðsmaður í Reykjavík og Arnbjörg Sigurðar- dóttir. Guðjón er látinn fyrir alllöngu síðan. Árið 1959 kvæntist Birgir eftirlif- andi konu sinni Ástu Þórarinsdóttur og sama ár eignuðust þau son, Guð- jón, sem nú er einn af stærri garð- yrkjubændum á Flúðum, auk þess að vera einn af máttarstólpum slökkviliðsins þar. Guðjón er kvænt- ur Sigríði H. Karlsdóttur og eiga þau 3 börn. Fyrir átti Ásta son, Guðbjörn Þór Pálsson, sem er rekstr- arhagfræðingur, búsettur í Svíþjóð, kvæntur sænskri konu, Inger Bene- feld, og eiga þau 2 böm. Birgir og Ásta byggðu einbýlishús í Hjallabrekku 28 í Kópavogi og seinna sumarhús í Hrunamanna- hreppi nálægt Flúðum. Þau vom alla tíð mjög samhent um að skulda engum neitt. Starf slökkviliðsmanna hefur löngum verið lélega launað. Birgir vann því alla tíð aukavinnu á frívöktum eins og við var komið, fyrst byggingavinnu, mest við múr- verk og síðar við viðgerðir á björgun- arbátum fyrir skip hjá Gúmmíbáta- þjónustunni hf. Með virðingu kveðjum við hjónin Birgi Guðjónsson og vottum Ástu og öðrum aðstandendum, okkar dýpstu samúð. Guðmundur P. Bergsson, Gerður Daníelsdóttir. Föstudaginn 3. janúar barst okkur starfsfólki slökkviliðs Reykjavíkur andlátsfregn starfsbróður okkar Birgis Guðjónssonar. Ekki kom hún okkur beinlínis á óvart en samt vor- um við óviðbúnir henni, því daginn áður heimsótti Birgir okkur á slökkvistöðina stutta stund. Lá vel á honum þrátt fyrir alvarleg veik- indi. Þetta er dæmigert íyrir Birgi. Aldrei kvartaði hann svo ég heyrði öll þau ár sem ég vann með honum á slökkvistöðinni. Þó var hann ör- ugglega oft illa haldinn vegna sjúk- leika. Birgir var hetja hversdagsins af gamla skólanum. Birgir gekk hljóðlega um sali. Hann hvorki skellti hurðum né öskraði hátt. Birgir Guðjónsson var fæddur í Reykjavík, sonur hjónanna Add- bjargar Sigurðardóttur og Guðjóns Bjarnasonar. Sem barn ólst hann upp í Vesturbænum í nágrenni við gömlu slökkvistöðina í Tjarnargötu, en þar starfaði faðir hans í rúm 20 ár fyrir slökkviliðið. Ásamt konu sinni, Ástu, skóp Birgir glæsilegt heimili með iðni, ráðdeild og dugn- aði. Birgir hóf störf á slökkvistöðinni 1. júní 1964 og starfaði hér allt þar til hann lést 3. janúar. Hann á því langan og farsælan feril að baki í þjónustu við borgarbúa, bæði við slökkvistörf og sjúkraflutninga. Lengst af var hann slökkviliðsmaður á C-vaktinni en síðasta árið var hann í dagvinnu og sinnti þá ýmiskonar erindrekstri fyrir stofnunina. Við það jukust samskipti mín við Birgi í dag- legu starfi. Ég tel mig tala fyrir hönd allra starfsmanna Slökkvi- stöðvarinnar er ég minnist með söknuði, glaðværðar hans og hjálp- semi. Væri Birgir beðinn bónar var svarið yfirleitt „Hafðu ekki áhyggj- ur. Ég sé um þetta.“ Fyrir hönd slökkviliðs Reykjavík- ur votta ég aðstandendum hans dýpstu samúð okkar á þessari stund. Birgi sendum við okkar hinstu kveðju. í fógru veðri flestir reyna ferð að byija’ á landi’ og mari, til ljóssins er og leiðin beina að líða burt á sólar ari, og dauða’ á stundu dýrmætt er að drottins auga hlær við mér. (Andlátsbæn, Grímur Thomsen.) Hrólfur Jónsson slökkvi- liðsstjóri í Reykjavík. Þegar ég kynntist Birgi fyrst fyr- ir rúmu ári kom mér samstundis í hug að þar væri drengur góður. Mér leið vel í návist hans og fann fyrir vináttu sem sjaldan gerist svo um- svifalaust. Þann tíma sem við störf- uðum saman þegar hann var á vakt- inni á markaðsdögum í Kolaportinu voru þau ófá skiptin sem hann gerði mér glaðan dag með björtu viðmóti sínu og rósemdar brosi sem var hon- um svo eiginlegt. Birgir rækti starf sitt með miklum ágætum en var einnig alltaf fús til að hjálpa okkur í erfiðum málum sem ekki heyrðu beint til starfssviðs hans sem eldvarnareftirlitsmanns. Hann hafði hæfileika til að miðla málum og hjálpa fólki þannig að allir gætu vel við unað og litlu börnin sem urðu viðskila við foreldrana áttu þar hauk í horni. Mér eru líka minnisstæðar stundir okkar yfir kaffibollum á kaffistof- unni þar sem hann hafði alltaf gotl um allt og alla að segja. Birgir var ekki málglaðastur manna en hann hafði ríka samúð, sagði skemmtilega frá og virtist alltaf sjá björtu hliðarn- ar á lífinu. Þegar Birgir þurfti að hætta vöktum stuttu fyrir jól vegna veikinda sinna kom mér það mjög á óvart því mér hafði aldrei dottið í hug að nokkuð amaði að honum. Starfsfólk Kolaportsins hefur saknað nærveru hans og við vorum harmi slegin að heyra af svo skyndi- legu fráfalli hans. Við höfðum alltaf reiknað með og vonast til að sjá hann sem allra fyrst á vaktina aftun. Fyrir hönd okkar í Kolaportinu vil ég votta fjölskyldu Birgis okkar innilegustu samúð. Við vitum að missir þeirra er mikill. Jens Ingólfsson. í dag kveð ég bróður minn, Birgi Guðjónsson, brunavörð, sem andað- ist þann 3. janúar sl. eftir hetjulega baráttu við illvígan sjúkdóm. Birgir fæddist 15. júní 1937, sonur hjón- anna Guðjóns Birgissonar, bruna- varðar, sem er látinn, og Addbjargar Sigurðardóttur. Hann var elstur fímm systkina sem öll lifa, en þau eru í aldursröð: Hafsteinn, Reyniiv Sigrún og Helga Marín. Eftirlifamfr kona hans er Guðrún Ásta Þórarins- dóttir og áttu þau einn son, Guðjón. Ásta átti fyrir einn son, Guðbjörn Þór, og gekk Birgir honum í föður- stað. Guðjón býr á Melum í Hruna- mannahreppi og er kvæntur Sigríði Helgu og eiga þau þijú börn, Sigr- únu, Guðrúnu og Birgi. Guðbjörn Þór býr nú í Svíþjóð og er kvæntur Inger Benefeld og eiga þau tvö börn, Karl Kristján Þór og Ástu Ewu Kristínu. I síðustu heimsókn minni til bróður míns sagði hann: „Er ég ekki ríkur?“ og hélt á myndum af barnabörnunum sínum fimm og geislaði allur. Með þessum fátæku orðum vil ég þakka honum sam- fylgdina í gegnum árin sem gleym- ast aldrei. Ég votta hans nánustu mína dýpstu samúð því ykkar er missirinn mestur. Megi algóður Guð veita ykk- ur styrk í sorg ykkar. Blessuð sé minning hans. Sigrún Guðjónsdóttir. Kveðjuorð: * Krisljón Arnason Fæddur 17. september 1901 Dáinn 4. janúar 1992 Nú er hann elsku afi okkar dá- inn. Upp í huga okkar koma allar þær ánægjustundir sem við áttum hjá afa og ömmu í Stóragerði. Þang- að var svo gott að koma, þar ríkti svo mikil ást og hamingja og þau virtust alltaf hafa nægan tíma fyrir okkur barnabörnin. Afi gat setið með okkur tímunum saman og sagt okkur frá því hvernig lífið var þegar hann var ungur og hann reyndi að gera okkur grein fyrir því hvað allt hefði breyst síðan þá. Það var líka ósjaldan sem við settumst niður við borðstofuborðið með afa og ömmu og þau kenndu okkur hin ýmsu spil, svo sem marías og hjónasæng og höfðum við systurnar mjög gaman af. Það er okkur líka í fersku minni að þegar við fórum niður í miðbæ þá var það rúsínan í pylsuendanum að heimsækja afa í vinnunni og þá var hann nú fljótur að finna til gos og súkkulaði handa stelpunum sín- um. Hann afi var orðinn áttræður þegar hann hætti að vinna en hann sat nú aldeilis ekki aðgerðalaus þrátt fyrir það heldur fann sér ýmis- legt til dundurs. Hann hafði gaman af að lesa og því varð það honum mikill missir þegar sjóninni fór að hraka. Afi var orðinn gamall maður og lasburða en amma stóð eins og klett- ur við hlið hans, hjúkraði honum og hjálpaði, þar til yfir lauk. Nú hefur hann hlotið hina eilífu hvíld í Guðsríki. Við þökkum afa fyrir allar yndis- legu stundirnar sem við áttum sam- an. Sá sem eftir lifir deyr þeim sem deyr en hinn dáni lifir í hjarta og minni manna er hans sakna. Þeir eru himnamir honum yfir. (Hannes Pétursson: 16, 36 ljóð.) Elsku amma, missir þinn er mik- ill og við biðjum góðan Guð að styrkja þig í þessari miklu sorg. Inga Þóra og Guðný.

x

Morgunblaðið

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1021-7266
Tungumál:
Árgangar:
111
Fjöldi tölublaða/hefta:
55869
Skráðar greinar:
3
Gefið út:
1913-í dag
Myndað til:
31.12.2024
Skv. samningi við Árvakur útgáfufélag Morgunblaðsins er ekki hægt að sýna efni frá síðustu þremur árum Morgunblaðsins í almennum aðgangi á Tímarit.is.
Útgáfustaðir:
Ritstjóri:
Vilhjálmur Finsen (1913-1921)
Þorsteinn Gíslason (1921-1924)
Jón Kjartansson (1924-1947)
Valtýr Stefánsson (1924-1963)
Sigurður Bjarnason frá Vigur (1963-1970)
Matthías Johannessen (1959-2000)
Eyjólfur Konráð Jónsson (1960-1974)
Styrmir Gunnarsson (1972-2008)
Ólafur Þ. Stephensen (2008-2009)
Davíð Oddsson (2009-í dag)
Haraldur Johannessen (2009-í dag)
Útgefandi:
Félag í Reykjavík (1924-1947)
Árvakur (1947-í dag)
Efnisorð:
Lýsing:
Dagblað. Fréttir og greinar um innlend sem erlend málefni.
Styrktaraðili:
Fylgirit:

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 11. tölublað (15.01.1992)
https://timarit.is/issue/124497

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

11. tölublað (15.01.1992)

Aðgerðir: