Morgunblaðið - 15.01.1992, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 15.01.1992, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. JANUAR 1992 15 Yerðugt málgagn eftir Sigríði Ásgeirsdóttur í því tölublaði hins virta blaðs Pressunnar sem út kom 8. janúar sl. segir frá því að þau gleðilegu tíðindi hafí gerst, að nýir og dugandi frétta- menn og sérfræðingar á hinum ýmsu sviðum hafa gengið til liðs við blaðið. Eins og menn muna þá keyptu þeir feðgar Friðrik Friðriksson kosninga- stjóri núverandi forsætisráðherra og Friðrik Kristjánsson, þetta fijálslynda og trausta blað nýlega. Þar segir einnig að Pressan muni áfram leggja áherslu á innlendar fréttir og að blaðið hafi markað sér nokkra sérstöðu meðal annarra fjöl- miðla á þeim vettvangi og muni halda henni. Megum við vera for- sjóninni þakklát fyrir það. Á meðal þeirra sérfræðinga blaðs- ins, sem munu velta fýrir sér mönn- um og málefnum, er framkvæmda- stjóri Almenna bókafélagsins. Er það mikið gleðiefni að Almenna bóka- félagið skuli nú hafa gengið til liðs við Pressuna. Eins og kunnugt er á Almenna bókafélagið í talsverðum erfíðleikum en við hluthafamir hljótum að fagna þessu samstarfi við Pressuna og væntum þess að það megi hefja Al- Ráðstefna um vega- samgöngur á höfuðborg- arsvæðinu SAMTÖK Sveitarfélaga á höfuð- borgarvæðinu efna til ráðstefnu um vegasamgöngur á svæðinu laugardaginn 18. janúar næstkom- andi. Ráðstefnan verður haldin í lista- og menningarmiðstöð Hafn- arfjarðar og hefst klukkan 13. Frummælendur eru frá aðildar- sveitarfélögunum, Vegagerð ríkisins og Skipulagi ríkisins. Danskur ráð- gjafi Reykjavíkurborgar um spor- brautir, Flemming Larsen, mun sækja ráðstefnuna og flytja erindi um möguleika á sporbrautakerfi á íslandi. menna bókafélagið til vegs og virð- ingar á ný, áður en langt um líður. Mun félagið þá væntanlega alfarið snúa sér að útgáfu vandaðra skáld- sagna. I framangreindu tölublaði Press- unnar kemur einnig fram að í hópi fyrrgreindra sérfræðinga, sem komnir eru til liðs við þetta vandaða blað, er Hreinn Loftsson aðstoð- armaður núverandi forsætisráðherra, sem jafnframt er formaður Sjálf- stæðisflokksins, eins og kunnugt er. Sjálfstæðisflokkurinn hefír ekki átt sitt eigið flokksblað, eins og allir hinir flokkamir hafa átt, og hefir það stundum valdið nokkrum tauga- titringi í röðum forystumanna hans. Nú er þess að vænta að með ráðn- ingu aðstoðarmanns forsætisráðherra og formanns Sjálfstæðisflokksins, sem sérfræðings við Pressuna, sé ráðin nokkur bót á þessu vandamáli Sjálfstæðisflokksins eða a.m.k. form- anns hans og að nú hafí skapast ákjósanleg aðstaða fyrir flokkinn eða formann hans til að koma boðskap sínum á framfæri á síðum þessa sann- leikselskandi og verðuga blaðs. Mun þetta verða hin besta landkynning. Enda kemur nú þegar í ljós, í leið- ara ofangreinds tölublaðs Pressunn- ar, að blaðið hefir þegar tekið við því vandasama hlutverki að flytja þjóðinni boðskap stjórnmálamanna, en þar segir orðrétt: „Þótt þjóðin sé orðin vön því að fá samskonar skilaboð frá stjómmál- amönnum, þá em þau óhugnanleg engu að síður. Að það skipti akkúrat engu máli hvemig gæslumenn al- menningseigna fara með þær. Það skiptir engu máli þótt þeir sói þeim eða týni, hendi út um gluggann eða inn í brennsluofninn. Það er í lagi. Það er meira að segja í allra besta lagi.“ Tilv. lýkur. Það hefir að vísu læðst sá gmnur að mönnum að eitthvað í þessa átt sé málum háttað a.m.k. hjá Sjálfstæð- isflokknum eða formanni hans en það hefír ekki áður verið gert opinbert. Sigríður Ásgeirsdóttir „Megi samstarf Press- unnar og Sjálfstæðis- flokksins eða formanns hans eða jafnvel allrar r íkisstj ór nar innar verða okkur öllum til blessunar.“ Það hlýtur að vera fengur að því fyrir þjóðina að fá nú loks sannar og réttar skýringar í traustum fjöl- miðli, á hinum mikla, uppsafnaða vanda hennar og þeim niðurskurði í fjármálunum, sérstaklega í Almann- atryggingakerfmu, sem ríkisstjómin þarf nú að beita, til að ráða bót á vandanum, tafarlaust. Megi samstarf Pressunnar og Sjálfstæðisflokksins eða formanns hans eða jafnvel allrar ríkisstjómar- innar verða okkur öllum til blessunar. Höfundur er hluthafí íAlmenna bókafélaginu. SJÚKRAHUVdSTOFA HHKC HUBERT Túngötu 3, sími 13680. Hef hafið störf að nýju Hilke Hubert, löggiltur sjúkranuddari. Grunnnámskeiðin eru fyrir þá sem ekki hafa þjálfað reglubundið undanfarin ár, eru komnir yfir þrítugt, of þungir og vilja taka sérstaklega á einhverjum þáttum í sínum lífsstíl. (T 1. Mat á líkamsástandi. 2. Ráöleggingar um líkamsþjálfun. 3. Þjálfun. 4. Fræðslunámskeiö og æfingar. (Háls og herðar, breyttar matarvenjur og slökun gegn streitu) 5. Endurmat á líkamsástandinu eftir 6 vikur. Skráning á grunnnámskeiðin er hafin. Upplýsingar í afgreiðslu MÁTTAR í síma 689915. VILJI’VELLÍÐAN FAXAFENI 14, 108 REYKJAVIK, SlMI 689915 TIL SÖLU: SAAB 900 TURBO m/intercooler, árg. 1988. Rúmgóður og traustur bíll. 5 dyra, 5 gíra. Ekinn 60 þús. Upplýsingar í síma 98-68838. Tíl frambúöar SIBA þakrennur Litir: Hvítt, svart, rautt, brúnt Sænsk gæða framleiðsla Galvanhúðað stál gefur styrkinn og litað plasthúðað yfirborð ver gegn ryði og tæringu. Fagmenn okkar veita ráðleggingar. Hagstætt verð. Sölu- og þjónustuadilar: Blikksmiöjan Funi sf., Smiðjuvegi 28, Kóp. S. 91-78733 Blikksmiójan Vík hf., Smiðjuvegi 18c, Kóp. S. 91-71580 Blikksmiðja Einars sf., Smiðjuvegi 4b, Kóp. S. 91-71100 Blikksmiðjan Höfði, Eldshöfða 9, Rvk. S.686212 Borgarblikksmiðjan hf., Álafossvegi 23, Mosfellsb. S. 91-668070 Stjörnublikk hf., Smiðjuvegi 1, Kóp. S. 91-641144 Blikkás hf., Skeljabrekku 4, Kóp. S. 91-44040 Blikksmiðja Eriendar, Hnifsdalsvegi 27, ísaf. S. 94-4488 Blikkrás hf., Hjalteyrargötu 6, Akureyri. S. 96-27770 Blikk og bilar, Túngötu 7, Fáskrúðsfirði. S. 97-51108 Blikk hf., Gagnheiði 23, Selfossi, S. 98-22040 Blikksmiðja Agusts Guðjónssonar, Vesturbraut 14, Keflav. S. 92-1243 Blikksmiðjan Eintœkni, Bygggörðum 4, Seltjarnesi. S. 91-611665. Bllkksmiðjan sf., Iðnbúð 3, 210 Garðabæ, sími 46711. ÍSVÖR BYGGINGAREFNI Bókhalds- nám Markmið námsins er að þátttakendur verði fullfærir um að starfa sjálfstætt við bókhald og annast það allt árið. Aúv áfftt- 4rr^rf- utát éóéíttftff éétáfo4tt yntirítiififaiiifri'fr. Á námskeiðinu verður efdrfarandi kennt * Almenn bókhaldsverkefni * Launabókhald * Lög og reglugerðir * VirðisaukasKattur * Raunhæf verkefni, fylgisldöl og afstemmingar * Tölvubókhald: Fiárhagsbókhald viðskiptamannabókhald Launabókhald Námskeiðið er 72 klst. Næsta grunnnámskeið hefst 27. janúar og bókhaldsnámið 4. febrúar. Innritun er þegar hafin.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.