Morgunblaðið - 15.01.1992, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 15.01.1992, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. JANUAR 1992 Sauðárkrókur: Nýársfagnaður eldri borgara Sauðárkróki. Á VEGUM Félagsmálaráðs Sauðárkrókskaupstaðar var haldinn nýársfagnaður eldri borgara í félagsheimilinu Bifröst hinn 11. janúar síðastliðinn. Mikil og góð aðsókn var og sóttu hina árlegu skemmtun á annað hundrað manns. Fagnaðurinn hófst með kaffidrykkju en undir borð- um flutti ávarp forseti bæjar- stjórnar, Knútur Aadnegard, en síðan hélt Friðrik J. Frið- riksson héraðslæknir ræðu og kom í máli sínu víða við, hérlendis og erlendis, þessa heims og annars, og fór með margar vísur og bragi. Á vegum Leikfélags Sauð- árkróks las Sólveig Jónsdótt- ir upp úr fundargerðabók bæjarsins, frásögn af fundi sem haldinn var fyrir'um það bil fimmtíu árum og var þar Ijallað um ýmis velferðar- og framfaramál, meðal ann- ars lausagöngu búfjár í bæn- um í heldur léttum dúr. Þessu næst söng karlakór- inn Heimir nokkur lög undir stjórn Stefáns R. Gíslasonar við ágætar undirtektir við- staddra, en að síðustu var stiginn dans við harmonikku- undirleik Kristjáns Stefáns- sonar. Formaður Félagsmálaráðs Sauðárkrókskaupstaðar og kynnir á nýársfagnaðinum var Steinunn Hjartardóttir. - BB. Morgunblaðið/Bjöm Bjömsson Eldri borgarar á Sauðárkróki. Á innfeldu myndinni er Friðrik J. Friðriksson í ræðustól. ■ FUNDUR í stjórn- og trúnaðarmannaráði Vmf. Árvakurs, Eskifirði, hald- inn 13. janúar 1992, lýsir miklum vonbrigðum vegna skammsýni ríkisstjórnarinn- ar til saltsíldarviðskipta ís- lendinga og rússneska lýð- veldisins. Fundurinn telur að þessi afstaða lýsi óskiljanleg- um fjandskap ríkisstjórnar- * innar í garð þeirra byggðar- laga sem eiga mest undir því að síldarsöltun verði fram- vegis sem hingað til veiga- mikill þáttur í atvinnulífi ís- lendinga. Jafnframt vekur fundurinn athygli á að við þau umsvif sem af samn- ingnum leiða muni tekjur ríkisins stóraukast í formi skatta. Fundurinn skorar á ríkisstjómina að endurskoða afstöðu sína sem fyrst þann- ig að hægt verði að salta upp í hluta saltsíldarsamningsins á yfirstandandi vertíð. Samstaða um óháð Is- land stofn- ar kjör- dæmisfélög STOFNFUNDIR kjör- dæmisfélaga Samstöðu um óháð Island verða haldnir á fimmtudags- kvöld á ísafirði og í Borg- arnesi. Á fyrrnefnda staðnum hefst fundurinn klukkan 20,30 en klukkan 21 á hinum síðarnefnda. Á fundunum verður farið yfir stöðu viðræðna um Evr- ópskt efnahagssvæði. Auk heimamanna flytja erindi á ísafirði Hjörleifur Gutt- ormsson og Jóna Valgerður Kristjánsdóttir og í Borgar- nesi Kristín Einarsdóttir og Bjarni Einarsson. Háskólabíó sýnir myndina „FX11“ HÁSKÓLABÍÓ hefur tekið til sýningar myndina „FX II“. Með aðalhlutverk fara Bryan Brown og Brian Dennehy. Leikstjóri Itichard Franklin. Rollie Tyler (Brown) hef- ur unnið sem brellusmiður í kvikmyndaiðnaðinum og hefur náð mikilli leikni í að ’ ^láta hið ömögulega sýnast raunverulegt. Áhorfendur kannast e.t.v. í FX II er enn á ný þörf fyrir sérkunnáttu hans og hún flækir hann í margslunginn vef blekk- inga, svika og morðs. Rollie felst á að aðstoða lögregl- ^una við að egna gildru fyrir geðveikan kvennamorðingja en ekki fer allt eins og skyldi. Rollie er sá eini sem getur komist að raun um hvað er raunverulega á seyði. Hann veit ekki hveij- um hann getur treyst og leitar því á náðir gamals vinar síns og fyrrum Iög- regluþjóns sem þá er orðinn einkaspæjari, Leos McCarthys (Dennehy). Líf þeirra er í stöðugri hættu er þeir reyna að leysa úr flækjunni, því eins og Rollie veit manna best þá-er ekki allt sem sýnist. Morgunblaðið/Aðalheiður Högnadóttir Björgvin Tómasson orgelsmiður vinnur við uppsetningu og stillingu á 10 radda pípuorgeli sem vígt verður nk. laugardag í Oddakirkju. Rangárvallasýsla: Nýtt 10 radda org- el í Oddakirkju Hellu. NÆSTKOMANDI laugardag er stór dagur í safnaðar- starfi Oddakirkju en þá verður vígt við hátiðlega athöfn nýtt 10 radda pípuorgel sem verið hefur í smíðum und- anfarin misseri. Það er Björgvin Tómasson orgelsmiður sem unnið hefur að smíði orgelsins og uppsetningu þess á laun nú í ársbyrjun. Forsaga þessa máls er sú að fyrir 2-3 árum bilaði gamla orgelið sem þjónað hafði Oddakirkju í aldar- fjórðung. Þar sem ljóst var að mjög erfitt yrði að útvega varahluti og með hliðsjón af því að ekki væri vanþörf að fá nýtt og betra orgel var ráðist í að kanna möguleika á smíði nýs orgels fyrir kirkj- una. Þess má einnig geta að unnið hefur verið að miklum endurbótum á kirkjunni sl. 2-3 ár, hún hefur verið ein- angruð og klædd að innan og utan, skipt um gólf og gler, máluð og fegruð en þess vandlega gætt að hinn upprunalegi stíll fengi að njóta sín. Þá var söngloftið stækkað um helming til að hið nýja orgel rúmaðist vel fyrir ásamt kórnum. Leitað var til Björgvins Tómassonar orgelsmiðs en hann hefur smíðað orgel í 6 aðrar kirkjur víða um land. í samtali við Björgvin kom fram að upphaflega var gert ráð fyrir 8 radda orgeli, en við nánari athugun þegar að smíðinni kom var sú ákvörð- un endurskoðuð, raddavali breytt og ráðist í smíði 10 radda orgels með tveim hljómborðum og pedal og svokölluðum „svellara" var bætt við fyrir annað hljóm- borðið. í orgelinu er 631 pípa, þar af 48 trépípur sem Björgvin hefur handsmíðað, en hinar ei-u úrýmsum málmblöndum sérsmíðaðar fyrir þetta orgel í Þýskalandi. Orgelið mun vera fyrsta hljóðfærið sem smíðað er sérstaklega fyrir kirkju í Rangárvallasýslu og það stærsta, þ.e. með flestar raddir. Að sögn Braga Gunnars- sonar safnaðarfulltrúa er áætlaður kostnaður við org- elkaupin um 4 milljónir króna en síðan verður kirkj- an að greiða um 1 milljón króna í virðisaukaskatt sem er í raun og veru aukakostn- aður sem ekki var gert ráð fyrir í byijun, því þá giltu gömlu söluskattsreglurnar. Kirkjunni hafa borist vegleg- ar gjafir frá ýmsum aðilum í sókninni, má þar nefna höfðinglega gjöf Rafns Þor- steinssonar bónda á Hrafnt- óftum í Djúpárhreppi og gjöf barna og tengdabarna Guð- rúnar Pálsdóttur og Þor- steins Tyrfingssonar sem bjuggu á Hellu. Við vígslumessu nk. laug- ardag mun hljóðfærið sjálft leika stærsta hlutverkið en orgelsmiðurinn mun kynna það fyrir kirkjugestum með aðstoð Jóns Olafs Sigurðs- sonar organista á Akranesi. Þá mun Anna Magnúsdóttir organisti Oddakirkju leika á orgelið og kór kirkjunnar syngja. Sóknarpresturinn, séra Sigurður Jónsson pred- ikar og þjónar fyrir altari. Athöfnin hefst kl. 13.30. - A.H. LITLA SVIÐIÐ: eftir Ljudmilu Razumovskaju í kvöld kl. 20.30, uppselt. Fim. 16. jan. kl. 20.30, 50. sýning, uppselt. Lau. 18. jan. kl. 20.30, uppselt. Sun. 19. jan. kl. 20.30, uppselt. UPPSELT ER Á ALLAR SÝNINGAR Á KÆRU JELENU TIL 9. FEBRÚAR. Miðar á Kæru Jelenu sækist viku fyrir sýningu, ella seldar öðrum. BUKOLLA barnaleikrit eftir Svein Einarssun. Aukasýning sun. 19. jan. kl. 14. Allra síðasta sýning. Miðasalan er opin frá kl. 13-18 alla daga nema mánudaga og fram að sýningu sýningardagana. Auk þess er tekið við pöntun- um í síma frá kl. 10 alla virka daga. Greiðslukortaþjónusta - Græna línan 996160. Leikhúskjallarinn er opinn öll fostudags- og laugardagskvöld. Leikhúsveisla; leikhúsmiði og þríréttuð máltíð öll sýningar- kvöld á stóra sviðinu. Borðapantanir í miðasölu. Lcikhúskjallarinn. Sími 16500 Laugavegi 94 Stórmynd Terrys Gilliam BILUN í BEINNIÚTSENDINGU <mí' jyZZ* : I X FISHE R KIN G „Besta jólamyndin í ár “ - ★ ★ ★ ★ Bíólínan ★ ★ ★ V2 HK DV ★ ★ ★ ★ S.V. Mbl. „Tvímælalaust ein eftirminnilegasta mynd, sem ég hef séð á árinu. Gott handrit og fráhær leikur." Valdis Gunnarsdóttir. Leikstjóri: Terry Gilliam. Rókin Rilun í beinni útsendingu fæst í næstu bókabúð. Sýnd í A-sal kl. 4.30, 6.45, 9 og 11.30. Bönnuð innan 14 ára. eftir William Shakespeare Fös. 17. jan. kl. 20. Sun. 26. jan. kl. 20. Fim. 23. jan. kl. 20. Lau. 1. feb. kl. 20. Hipmesté er lifa eftir Paul Osborn Fim. 16. jan. kl. 20. Lau. 25. jan. kl. 20. Sun. 19. jan. kl. 20. Fim. 30. jan. kl. 20. eftir David Henry Hwang Lau. 18. jan. kl. 20. Fös. 31. jan. kl. 20. Fös. 24. jan. kl. 20. Fim. 6. feb. kl. 20. í sgvPJODLEIKHUSIÐ sími 11200 L.fj y fíi i l Rómeó og Júlía BORN NATTURUNNAR Aðalhlutverk: Gisli Halldórs- son og Sigríður Hagalín. Sýnd í B-sal kl. 7.15 og 9. *★*>A MBL. iA LEIKFELAG AKUREYRAR 96-24073 • TJÚTT & TREGI Söngleikur eftir Valgeir Skagfjöró Fös. I7. jan. kl. 20.30. Lau. 18. jan. kl. 20.30. Sun. 19. jan. kl. 16. Miðasalan er í Samkomuhúsinu, Hafnarstræti 57. Miðasalan er opin alla virka daga nema mánudaga kl. 14-18 og sýning- ardaga fram að sýningu. Sími í miðasölu: (96) 24073.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.