Morgunblaðið - 15.01.1992, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 15.01.1992, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. JANUAR 1992 31 Morgunblaðið/Úlfar Ágústsson Foreldrar Helgu Sigurðardóttur, þau Helga Jóakiinsdóttir og Sigurð- ur Þórðarson, taka við verðlaununum fyrir hennar hönd, en hún dvelur við æfingar og nám í Bandaríkjunum. Einar Garðar Hjalta- son, forseti bæjarstjórnar Isafjarðar, afhenti verðlaunin. ÍSAFJÖRÐUR Helga Sigurðar- dóttir kjörin íþrótta- maður ársins POPP Michael Jackson gerir atlögn að ímynd sinni Það má öllum ljóst vera, að popp- arinn Michael Jackson reynir nú að breyta ímynd sinni. Reyndar hefur þessi ímynd verið fremur óljós og torskýranleg, því drengurinn þykir verulega undarlegur og ótal ferðir til lýtalækna hafa gerbreytt honum frá því sem í eina tíð var og hét. Sérvitringsháttur hans hef- ur og þótt yfirgengilegur, t.d. yfir- lýstar tilraunir hans til að líkjast sem mest í útliti systur sinni Janet og sú athöfn að fylla eitt herbergi á setri sínu af gínum og sitja síðan að næturþeli á meðal þeirra og rabba við þær um heima og geima. En nú er öldin önnur. Nýja plata- kappans heitir Dangerous og á meðfylgjandi mynd má sjá að hann reynir að vera eins karlmannlegur og hann frekast getur, Það er búið að fela lokkana síðu í tagli einhvers staðar, vatnsgreiða kappann og gera mikið úr börtunum. Síðast en ekki síst hefur hann verið klæddur í hlírabol sem þykir afar karlmann- legt. Ekki hefur hann þó stigið skrefið til fulls, því svo sem sjá má er hann enn farðaður í bak og fyrir og sjálfsagt varalitaður að auki. Þá var þess get- ið sérstaklega og á svo áberandi hátt vestur í Bandaríkjun- um að talið var að um auglýsingabrellu væri að ræða, að á mynd- bandinu af nýjasta laginu hefði dijúgum kafla verið sleppt þar sem Jackson stigi nautnalegan dans En þó þannig, að bandið var fyrst sýnt í sjón- varpi óstytt og ráku þá siðgæðispostular strax upp ramakvein. Bandið var síðan stytt, en ekkert látið uppi um það og það var rifið út eins og um heitar lummur væri að ræða. Einn liðurinn í hinni nýju ímynd er að vera við kvenmann kenndur og það hefur Jackson gert að undanförnu. Að vísu er það gömul og góð vinkona hans Brooke Sheilds, en því er hvíslað að þau Hinn nýi Michael Jackson.. séu nú nánari en fyrr og íhugi jafn vel að klyngja brúðkaupsbjöllum. ísafirði. > Iþrótta- og æskulýðsráð ísafjarð- ar útnefndi íþróttamann ísa- í'jarðar, í hófi á Hótel ísafirði 2. janúar.Tíu aðrir íþróttamenn hlutu viðurkenningu. Sundkonan Helga Sigurðardótt- ir hlaut titilinn í_ fjórða sinn. Hún var fyrst kjörin íþróttamaður ísa- fjarðar 1986 og síðan árlega frá 1989. Á síðasta ári náði hún þeim árangri að verða fjórfaldur íslands- meistari í sundi innanhúss, auk silfurvbrðlauna í fimmtu greininni. Þá vann hún til. fimm gullverðlauna á Olympíuleikum smáþjóða, auk fjölda annara verðlauna. Hún gat ekki verið við afhendingu verðlaun- anna þar sem hún stundar nú nám og æfingar í Alabama í Bandaríkj- unum. Þeir tíu sem hlutu viðurkenn- ingu á sama tíma unnu allir til Islandsmeistaraverðlauna á síðasta ári. Það voru skíðamennirnir Arnar Pálsson, Daníel Jakobsson, Gísli Árnason, Arnþór Þ. Gunnarsson, Ásta Halldórsdóttir og Sigurður Friðriksson og sundmennirnir Helga Sigurðardóttir, Pálína Björnsdóttir, Halldór Sigurðsson og Hlynur Tryggvi Magnússon. Það var Einar Garðar Hjaltason forseti bæjarstjórnar sem afhenti Helga Sigurðardóttir Iþrótta- maður Isafjarðar 1991. foreldrum Helgu bikar og peninga- ávísun við útnefninguna, en vara- foi-maður íþróttabandalags ísa- fjarðar Gylfí Guðmundsson afhenti viðurkenningarnar. Úlfar COSPER ... og svo yfirgaf maðurinn minn mig og skildi mig eftir með 5 milljónir eggja. Nýtt greiðslukortatímabil ef óskað er Laugavegi81, Kringlunni8-12.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.