Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurjanúar 1992næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    2930311234
    567891011
    12131415161718
    19202122232425
    2627282930311
    2345678

Morgunblaðið - 15.01.1992, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 15.01.1992, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. JANUAR 1992 13 Skólastefna ríkissljómarinnar: Fram- leiðniaukning, hagræðing og einkavæðing? eftir Guðrúnu Ebbu Ólafsdóttur Ný lög um grunnskóla tóku gildi síðastliðið vor. Þar voru sett inn ákvæði sem beðið hafði verið lengi eftir t.d. um einsetinn skóla, leng- ingu á skóladegi nemenda, fækkun í bekkjardeildum, námsráðgjafa, skólamáltíðir og heimild til að ráða aðstoðarskólastjóra við sérstakar aðstæður. Lögin voru samþykkt samhljóða á Alþingi. Nú gerist það í upphafi skólaárs að Kennarasamband íslands fékk ásamt öðrum viðsemjendum ríkisins plagg frá Sameninganefnd ríkisins með hugmyndum varðandi komandi kjarasamninga. Þar og í stefnuskrá ríkisstjórnarinanr „Velferð á varan- legum grunni" birtast töfraorð ríkis- stjórnarinnar: Framleiðniaukning, hagræðing og einkavæðing. Framleiðniaukning Hvernig komum við á framleiðni- aukningu í skólastarfinu? Verður hún metin eftir einkunnum nem- enda? Hvað verður þá um þá nem- endur sem ekki standa sig nógu vel? Kennum við eingöngu þau fög sem eru ódýrust eða sem taka stysta yfirferð? Eða verður framleiðniaukn- ingin metin eftir því hve mörgum nemendum er hægt að koma í kennslustofuna? Varla verður mikill tími í foreldrasamstarf eða í umsjón- arhlutverkið. Verða einkunnarorð skólanna: Einungis þeir hæfustu lifa af? Hvers eiga seinfærir nemendur að gjalda? Svör óskast! Hagræðing Hagræðingaráform ríkisstjórnar- innar nefnast öðru nafni niðurskurð- ur. Fjárlögin sem Alþingi samþykkti fyrir jól gera ráð fyrir að laun í menntamálaráðuneytinu verði skor- in niður um 6,7%. Kostnaður mennt- amálaráðuneytisins vegna grunn- skóla er eingöngu launakostnaður og er hann u.þ.b. 35% að heildarlau- nagreiðslum á vegum menntamála- ráðuneytisins. Heildarniðurskurður á launum í menntamálaráðuneytinu á að vera 720 milljónir og er hlutur grunnskóla um 252 milljónir. Það samsvarar 190 stöðugildum. Nú hef- ur verið tilkynnt að niðurskurðurinn í grunnskólanum verði 180 milljónir á árinu 1992. Þar sem nýtt skólaár hefst ekki fyrr en næsta haust ótt- ast skólafólk að allur niðurskurður- inn komi niður á fimm seinustu mánuðum ársins. Þar með tvöfaldast upphæðin og fækka þarf um a.m.k. 260 stöðugildi. Heyrst hefur að nið- urskurðurinn eigi að dreifast á allt næsta skólaár þannig að fjárlögin boða ekki einungis niðurskurð fyrir árið 1992 heldur einnig fyrir tæpt hálft árið 1993! Hagræðing kallar á endurskipu- lagningu. Nauðsynlegt er að horfa fram á veginn til framtíðar, eins og stjórnmálamenn segja á tyllidögum og hefja nú þegar breytingar á skóla- kerfinu, nemendum og íjölskyldum þeirra til hagsbóta. Allir stjórnmála- flokkarnir hafa á stefnuskrám sínum að komið verði á einsetnum skóla og skóladagurinn verði lengri og samfelldur. Það er jú hagkvæmara þannig fyrir ijölskylduna og fyrir þjóðfélagið í heild, ég tala nú ekki um þegar horft er til framtíðarinn- ar. Því er það með öllu óskiljanlegt að lögin um grunnskóla, sem voru samþykkt samhljóða á Alþingi á síð- asta þingi, skuli vera gerð ógild á yfirstandandi þingi. Hagræðing rík- isstjórnarinnar felst ekki í því að endurskipuleggja skólastarfið. Hún felst í því að skera niður útgjöld til grunnskólans um 180 milljónir og fresta mikilvægum ákvæðum í lög- um um grunnskóla. Einkavæðing Þriðja töfraorð ríkisstjórnarinnar er einkavæðing og því er það e.t.v. engin tilviljun að umræðan um eink- askóla hefur aftur skotið upp kollin- um. Meðan skólaskylda er enn á Islandi ætti umræðan að fjalla um rétt barna til að fá kennslu við hæfi í sínum hverfisskóla. Nemandinn og fjölskylda hans á einnig rétt á þeirri þjónustu sem boðuð er í aðalnám- skrá grunnskóla og lögum um grunnskóla. Samfelldur og lengri skóladagur á að standa hveiju barni til boða og ekki ráðast af efnahag eða búsetu foreldra þess. Yfirvöld menntamála eru í höndum ríkis og „Hagræðing ríkis- stjórnarinnar felst ekki í því að endurskipu- leggja skólastarfið. Hún felst í því að skera niður útgjöld til grunn- skólans um 180 milljón- ir og fresta mikilvæg- um ákvæðum í lögum um grunnskóla.“ sveitarfélaga. Skólamálaráð Reykja- víkurborgar ætti því t.d. að taka á vanda stóru skólanna í borginni í stað þess að skipa nefnd til að ákveða styrki til einkaskóla. Með tillögum nefndarinnar er öllum eink- askólum í ókominni framtíð tryggður ákveðinn lágmarksstyrkur. Stefna Kennarasambands íslands er skýr varðandi einkaskóla og á haustþingi Kennarafélags Reykjavíkur var sam- þykkt ályktun þar sem varað var við einkavæðingu grunnskóla. Ríki og borg mega ekki skorast undan ábyrgð vegna skólaskyldunnar. í skólastefnu Kennarasambands íslands segir; „Kennarasamband ís- lands leggur áherslu á að skólar fái aukið sjálfstæði til að marka stefnu um innra starf skóla (bls. 11).“ „Kennarasamband íslands krefst þess að sjálfstæði skóla verði eflt og aukið frá því sem nú er. Mikil- vægt er að sá rammi sem lög og reglugerðir um skólastarf setja starfinu verði rýmkaður til muna og skólum gefíð sjálfstæði til að skipu- leggja innra starf (bls. 52).“ Krafan um aukið sjálfstæði skóla er sett fram til að draga úr miðstýringu, ekki til að firra yfirvöld menntamála ábyrgð. Sjálfstæði skóla er ekki fengið með því að selja hann. Það er engin nauðsyn á einkavæðingu til að auka sjálfstæði skóla. Lokaorð Afleiðingar þessar stórfellda nið- Guðrún Ebba Ólafsdóttir urskurðar eru ekki fyrirsjáanlegar. Aðför ríkisstjórnarinnar að æsku íslands eru með öllu óafsakanlegar og afhjúpa einungis skilningsskort á mikilvægi menntunar og virðingar- leysi gagnvart skólastarfínu og upp- eldishlutverki skólanna. Höfundur erformaður Kennarafélags Reykjavíkur. MORSE CONTROL Stjórntæki fyrirvélarog gíra, spil o.fl. Stýrisvélarog stýri. Mikið úrval fyrirliggjandi. Flestar lengdir og sverleikar af börkum. Fyrir allar vélategundir og bátagerðir. ÁNANAUST 1, REYKJAVÍK. SÍMI 91-26122 LQKAÐ I DAG HEFST A MORGUN NÝTT GREIÐSLUKORTATÍMABIL HANZ kringlunni

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 11. tölublað (15.01.1992)
https://timarit.is/issue/124497

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

11. tölublað (15.01.1992)

Aðgerðir: