Morgunblaðið - 15.01.1992, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 15.01.1992, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. JANÚAR 1992 HCE/'VAHII ffþú sag&ir ég mættl sktía. fcJÍ e.f /conon nu'n \zxrc oJcki áneegð með fab." * Ast er... ... að kæra sig kollóttan um símareikninginn TM Reg. U.S. Pat Off.—all rights reserved c 1991 Los Angeles Times Syndicste Hvenær lýkur þessum fót- bolaleik? HÖGNI HREKKVÍSI Starf Gí deonfélagsins Gefðu, að móðurmálið mitt, minn Jesú, þess ég beiði, frá allri villu klárt og kvitt krossins orð þitt út breiði um landið hér til heiðurs þér, helzt mun það blessun valda, meðan þín náð lætur vort láð lífi og byggðum halda. Þannig biður Hallgrímur Péturs- son í Passíusálmum sínum, 35:9. Almennt er talið að Passíusálmarnir séu næstir heilagri ritningu, hafi á erfiðum tímum haldið uppi andlegu lífi og menningu íslensku þjóðarinn- ar. Eigum við Hallgrími mikið að þakka. Þessi bæn er enn í fullu gildi og ávallt jafn nauðsynleg, enda hef- ir Guð ætlast til að hans orð sé „lampi fóta vorra, og ljós á vegi vorum“, sálm: 119:105. „Guðs orð fær sýnt og sannað, hvað sé þér leyft eða bannað. Það skal þitt leiðarljós", Ps. 7:3. Gídeon- félagsskapurinn er alþjóðlegur fé- lagsskapur kristinna manna, sem ekki er bundinn einni sérstakri kirkjudeild. í inntökubeiðni stendur m.a. að þeir geti orðið félagar „sem trúa Biblíunni sem innblásnu óskeik- ulu orði Guðs og trúa á Drottin Jes- úm Krist sem eilífan Guðs son, hafa tekið við honum sem persónulegum frelsara sínum og leitast við að fylgja honum í daglegu lífi sínu, og eru vel metnir félagar evangelískrar mótmælendakirkju, safnaðar eða félags". Fyrsta Gídeonfélagið var stofnað í Reykjavík 1945 og nú starfa þar þijár deildir, en einnig í Vestmanna- eyjum, Keflavík, á Akranesi, Akur- eyri og ísafirði. Starfsemin lætur ekki mikið yfir sér, en gegnir þó því háleita hlutverki að efla kristni í landinu með því að útbreiða Guðs orð meðal þjóðarinnar, og einnig nokkuð meðal framandi þjóða. Flest- ir íslendingar 10-48 ára ættu nú að hafa fengið Nýja testamentið að gjöf frá félaginu, þar sem því svo lengi hefir verið útbýtt til 10 ára barna í grunnskólum. Einnig er því útbýtt til allra sjúkrarúma á sjúkrahúsum til afnota fyrir sjúklinga og ennfremur á elli- heimilin. Hjúkrunarfræðingar fá einnig Nýja testamentið við útskrift. Ekki má gleyma öllum hótelunum, sem fá íslenska Biblíu og Nýja testament- ið á ensku, þýsku og frönsku inn á hvert gestaherbergi. Á síðasta ári var úthlutað 200.000. eintakinu, og fékk það Steingrímur Hermannsson, þáverandi forsætisráðherra. Það sjá því allir að unnið hefir verið trúlega að því að sá hinu góða sæði, sem orð Guðs er, og um blessun Guðs, sem af því leiðir þarf ekki að efast, því hann stendur við öll sín fyrirheit. Allt kostar þetta mikla peninga og margir spyija því hvernig þetta sé ijármagnað. Þar kemur til fórnar- lund Gídeonbræðra og -systra og mikil vinna, sem unnin er endur- gjaldslaust. Einni ijáröflunarleið er þó haldið í gangi, og er það sala á heillaóska- og minningarkortum, sem eru til sýnis í flestum kirkjum Jandsins og öðrum húsum þar sem fagnaðarerindi Jesú Krists er boðað. Fólk má taka þau heirn með sér án þess að borga þau á staðnum. Síðan má nota þau eftir þörfum og senda þá með meðfylgjandi gíróseðli þá upphæð sem hver og einn vill láta, þó lágmark sé kr. 300. Þetta er mjög þægileg þjónusta, og vil ég hvetja fólk til að notfæra sér þetta, og styrkja þá um leið þetta góða málefni. Einnig má fá kortin hjá undirrituðum, og ef óskað er eftir, er þá séð um sendingu þeirra innanbæjar. Minnist látinna vina á þennan hátt, og þeirra er lifa á merkisdögum. Á síðastliðnu ári gerðist það í Fella- og Hólasókn að sóknarnefndin ákvað að gefa eitt slíkt minningarkort eftir hvern lát- inn safnaðarmeðlim með 500 króna gjöf. Mætti það vera öðrum söfnuð- um til hvatningar í þessu efni. „Orð Guðs er lifandi og kröftugt," Hebr. 4:12. Láttu Guðs hönd þig leiða hér, lífsreglu halt þá bestu: Blessuð hans orð, sem boðast þér, í bijósti og hjarta festu. (Ps. 44:10.) Sigfús B. Valdimarsson Foreldrar Geymið öll hættuleg efni þar sem börnin ná ekki til. Víkveiji skrifar Athyglisvert er hve útgáfa á hvers konar fréttabréfum blómstrar. Hér er átt við fjórblöð- unga eða áttblöðunga, sem félög, landssamtök, fyrirtæki og stofnanir gefa út til að kynna starfsemi sína eða baráttumál. Þessi fréttabréf eru ekki fjölrituð eða prentuð á lélegan pappír, heldur er hér yfirleitt um íitprentun á glanspappír að ræða. Víkveiji hefur hvergi séð neina úttekt á því, hvers vegna slíkum blöðum hefur ijölgað svo mjög. Hefur þessi breyting orðið á sama tíma sem bylting varð í fjölmiðlun með afnámi rfkiseinokunar á ljós- vakanum. Er augljóst, að sú bylting hefur ekki fullnægt þörf útgefenda fréttabréfanna fyrir upplýsingam- iðlun. Jafnframt hefur það gerst, að í dagblöðum birtast nú sérstakar síður eða blaðaukar, sem ætlaðir eru starfsemi fyrirtækja og stofn- ana í viðskiptalífinu. Sú aukna þjón- usta hefur ekki heldur svarað kröf- um_ útgefenda fréttabréfanna. Á tölvuöld og tímum mikilla framfara í prenttækni er litprentun lítilla blaða í litiu upplagi mun hag- kvæmari en áður og auðvelt er að búa slíkt efni milliliðalaust í hendur á prentsmiðjum. Byltingin í fjölm- iðluninni þefur haft í för með sér, að efnistök á því sviði eru allt önn- ur en áður og kröfur gjörbreyttar. Stórir fjölmiðlar nota þessi frétta- bréf sem heimildir fyrir fréttum sín- um. I stuttu máli er þetta líklega auðveldasta leiðin fyrir útgefendur til að koma sjónarmiðum sínum á framfæri á tiltölulega ódýran en smekklegan hátt. XXX Víkveiji hefur fyrir framan sig nýtt fréttabréf frá Sambandi veitinga- og gistihúsaeigenda (SVG). Á forsíðu þess eru þrjár fréttir. í fyrsta lagi er skýrt frá því, að skrifstofa SVG sé flutt úr Garðastræti á Lækjartorg. í öðru lagi er sagt frá fundi fulltrúa SVG með dómsmálaráðherra, þar sem rætt var um skemmtanahald í fé- lagsheimilum og nú síðast í íþrótta- sölum. Vex veitingamönnum sam- keppnin við slíkar skemmtanir í augum. Segir meðal annars í frétta- bréfinu: „Það sem helst hefur einkennt skemmtanahald í félagsheimilum í gegnum tíðina er að laun hafa ekki verið gefin upp, sköttum ekki verið skilað, STEF-gjöld ekki greidd, launatengdum gjöldum ekki skilað og víða ekki sótt um leyfi. Lögreglu- stjórar og bæjarfógetar hafa fram að þessu ekkert hafst að og helst látið uppi að enginn mannafli sé til að eltast við svona „smámál“. Það er reyndar ekkert smámál fyrir skemmtistaði að missa af hverri árshátíðinni á fætur annarri yfir á þennan markað. Dómsmálaráð- herra Iýsti því yfir á fyrrgreindum fundi að hann hygðist setja á lagg- irnar vinnuhóp til að fara í þetta mál.“ xxx riðja fréttin á forsíðu þessa fréttabréfs SVG er um það, að nýlega hafi dómsmálaráðherra fallist á síendurtekna kröfu veit- ingamanna um að þeir fengju að afgreiða áfengi til loka skemmtun- ar. Þetta þýðir með öðrum orðum að ekki er lengur skylt að hætta áfengisveitingum hálfri klukku- stund áður en leyfðum skemmtana- tíma lýkur. Hér er um sögulega breytingu að ræða, en allir, sem sækja íslensk vínveitingahús, hafa kynnst því að undir lok skemmtana hafa ýmsir birgt sig upp af glösum til að deyja ekki úr þorsta síðasta hálftímann. Nú hefur þeirri hættu sem sé verið bægt frá. Þetta eru þannig engar einkafréttir veitinga- manna, sem lesa má í fréttabréfi samtaka þeirra.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.