Morgunblaðið - 15.01.1992, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 15.01.1992, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. JANÚAR 1992 t Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir og amma, RAKEL SIGRÍÐUR GÍSLADÓTTIR, Skólabraut 3, Seltjarnarnesi, lést í Borgarspítalanum 12. janúar. Magnea S. Sigurðardóttir, Sveinn Björnsson, Jón Sigurðsson, Sigra Þorgrímsdóttir, Sigurður F. Sigurðsson og barnabörn. t Faðir minn, bróðir okkar og mágur, KJARTAN ÓLAFSSON, lést 28. desember sl. á Landspítalanum. Útför hans hefur farið fram. Kjartansson, Þórir Yngvi Ólafsson, Sveinn Ólafsson, Björgvin Ólafsson, Þórey H. Proppé, Höskuldur Ólafsson, Jónas Ólafsson, Sylvía Ólafsdóttir, Ingibjörg Ólafsdóttir, Sigríður Ólafsdóttir, Ólöf Ólafsdóttir, María Ólafsdóttir, Elín Davfðsdóttir, Þórdís Lúðvíksdóttir, Magnús Proppé, Nanna Magnúsdóttir, Bjarni Einarsson, Jóhannes Einarsson, Guðmundur Ingvarsson, Unnar Stefánsson. t HÖRÐUR MÁR MAGNÚSSON frá Hólmatungu, Jðkulsárhlíð, lést f Landspítalanum aðfaranótt 13. janúar. Kveðjuathöfn verður frá nýju Fossvogskapellunni fimmtudaginn 16. janúar kl. 10.30. Systkini hins látna. t Faðir minn, tengdafaðir og afi, PÁLL KRISTINSSON, Áslandi 12, Mosfellsbæ, lést í. Landspítalanum 13. janúar. "V~ ” Helga Pálsdóttir, Þórir Eyjólfsson, Gerður Sigurðardóttir og barnabörn. t SIGRÍÐUR HALLSDÓTTIR, Seljahlíð, áður Gunnarsbraut 34, Reykjavík, lést 1. janúar. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Þökkum auðsýnda samúð. Svana Kristvinsdóttir, Ómar Kristvinsson, Lórens Rafn Kristvinsson, Jórunn Alexandersdóttir, Birgir Jónsson, barnabörn og barnabarnabörn. t Ástkær eiginmaður minn, BJARNI ODDSSON, Öldugötu 4, Hafnarfirði, lést á Sólvangi 13. janúar. Svanhvrt Jónsdóttir. t Eiginkona mín, BERGUÓT BORG, lést i Landspítalanum 9. janúar. Útför hefur þegar farið fram í kyrrþey. Geir Borg. t Ástkær dóttir mín, móðir okkar og tengdamóðir, RAGNHILDUR JÓRUNN ÞÓRÐARDÓTTIR, Laugarásvegi 69, andaðist sunnudaginn 12. janúar. Ragnhildur Einarsdóttir, Júlíus O. Björnsson, Þórður O. Björnsson, Einar O. Björnsson, Estella D. Björnsson, Ólafur Kr. Ólafsson. Lárus Marteinsson, Akureyri - Minning Fæddur 21. febrúar 1930 Dáinn 6. janúar 1992 Mig langar til að minnast afa míns, Lárusar M. Marteinssonar, sem lést aðfaranótt 6. janúar á heimili sínu Stórholti 10. Afi Lárus fæddist 21. febrúar 1930 í Glerár- holti og var sonur hjónanna Kristín- ar Sigurðardóttur og Marteins Pét- urssonar. Hann var yngstur sjö systkina. Afi var ekki nema 12 ára þegar hann eignaðist sinn fyrsta árabát og hann notaði hann til þess að róa út á pollinn. Fljótlega upp úr ferm- ingu byijaði hann að stunda sjóinn fyrir alvöru, og var meðal annars á síld á togurum. En upp úr 1955 byijaði hann að stunda vinnu í landi því að 24. október 1952 kvæntist hann ömmu minni Sigrúnu G. Gúst- afsdóttur og eignaðist hann með henni tvö böm, Ragnheiði og Sig- urð. Eftir að afi Lárus kom í land vann hann lengi vel í byggingar- vinnu, en síðustu 20 ár ævinnar hjá Sambandinu. Það var ekki fyrr en eftir 11 ára dvöl á Akranesi að við fluttum aft- ur heim til Akureyrar í byijun árs 1990. Þá gafst mér fyrst kostur á því að kynnast afa betur, þeirri hlýju og þeirri góðvild sem hann hafði að geyma. Afi var ávallt tiibú- inn til þess að hjálpa mér með hvers kyns vandamál sem mér tókst að koma mér í, og þau vom ófá skipt- in sem ég fór upp í Stórholt að ræða málin við afa og setjast niður og njóta rólegheitanna hjá afa og ömmu. Ég vil þakka fyrir að hafa fengið að vera svona mikið með afa síð- ustu tvö árin, og bið Guð að styrkja ömmu Sigrúnu í sorginni, einnig Ragnheiði, Sigurð og þeirra nán- ustu. t Dóttir mín og systir, GUÐFRÍÐUR DANÍELSDÓTTIR, Sörlaskjóli 16, er látin. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey. Daníel Jónsson og systkini. t Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og fóstra, GUÐRÚN SÆMUNDSDÓTTIR NORÐFJÖRÐ, Aflagranda 40, áður Víðimel 65, verður jarðsungin frá Neskirkju fimmtudaginn 16. janúarkl. 15.00. Árni Norðfjörð, Lilja Hallgrímsdóttir, Kjartan Norðfjörð, Auður Aradóttir, Wilhelm Norðfjörð, Jóhanna Guðbjörnsdóttir, Einar Snorri Sigurjónsson, Edda Hannesdóttir, Jóhanna Andrésdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Elskuleg föðursystir mfn, ÞORBJÖRG SÓVEIG GUÐMUNDSDÓTTIR, Espigerði 14, verður jarðsungin frá Bústaðakirkju fimmtudaginn 16. janúar kl. 13.30. Fyrir hönd ættingja og vina, Þorgils Arason. t Alúðarþakkir fyrir auðsýnda samúð, vináttu, kærleika og heim- sóknir við andlát og útför eiginmanns míns, SIGGEIRS GUNNARSSONAR, Hátúni 12. Guð blessi ykkur öll. Helga Bergmann. t Þakka auðsýnda samúð við andlát og útför eiginmanns míns, KRISTJÁNS BJARNA SVEINSSONAR. Inga Þórunn Jónsdóttir. Lokað eftir hádegi í dag, miðvikudaginn 15. janúar, vegna jarðarfarar BIRGIS GUÐJÓNSSONAR. Gúmmíbátaþjónustan, Eyjarslóð 9, Örfirisey, Reykjavík. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú raeð Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem) Lárus O. Sigurðsson. Lífið hefur tilgang og takmark, en það er erfitt að skilgreina lífið, þar sem lífið er, þar er dauðinn skammt undan, bara misjafnlega langt í hann. Á þessa staðreynd erum við minnt á annað slagið. Nú þegar jólin voru að kveðja, þá kvaddi tengdafaðir minn Lárus Marteinsson þetta lif. Hann gladd- ist með okkur um jóiin án þess að kenna sér meins, en varð bráð- kvaddur á heimili sinu 6. janúar. Lárus Marteinsson var fæddur í Glerárholti 21. febrúar 1930. For- eldrar hans voru Kristín Sigurðar- dóttir og Marteinn Pétursson. Lárus var yngstur af sjö börnum þeirra, en er annar sem kveður. Eitt barn þeirra dó í bemsku. Láms var snemma hrifinn af sjónum og hann var mjög ungur þegar hann fór á sjó í fyrsta sinn. Hann var á vertíð, svo á togurum, og hann tók þátt í síldarævintýrinu. En þegar hann kom í land þá stundaði hann bygg- ingarvinnu hjá BTB í mörg ár. Og hjá Ullarþvottastöð SÍS var hann búinn að vinna í 18 ár. Síðustu tvö árin vann hann hjá íslenskum skinnaiðnaði. Lárus kvæntist eftirlifandi konu sinni Sigrúnu Gústafsdóttur 24. október 1952. Þau eignuðust tvö böm, Ragnheiði, f. 11. mars 1953, gift Stefáni ívar Hansen og eiga þau tvö böm, Sigurð, f. 26. júní 1954, kvæntur Valdísi Þorvalds- dóttur og eiga þau þijú böm. Sigrún og Láras hófu búskap sinn í Glerárholti, en byggðu sér einbýlishús í Stórholti 10 árið 1963, og hafa búið þar síðan. Ég kynntist Lámsi um 1970 er ég fór að verða tíður gestur á heimili hans. Þá var hann hættur á sjónum, en hugurinn var samt alltaf tengdur sjónum. Hann átti trillu í mörg ár, en var nýbúinn að selja hana er ég kynnt- ist honum. Hann sagði mér oft sög- ur af sjónum, og þá blundaði alltaf áhuginn á því að kaupa sér aftur bát, en af því varð nú ekki. Lárus var mjög traustur maður og gott að eiga hann að. Hann vildi alltaf finna góða lausn á öllum málum. Hann hafði mikinn áhuga á bamabörnunum, og vildi vita hvert hugur þeirra stefndi. Síðastl- iðið sumar lést tengdamóðir Lárus- ar, þá næstum níutíu ára gömul. Það kom einnig mjög snögglega, því hún hafði verið heilsuhraust og alltaf búið á heimili Lárusar. Það er erfitt að minnast Lárusar í fáum orðum, en hann vildi nú sjálfur ekki hafa mörg orð um hlutina. Hann var viðkvæmur og hjartahlýr og bar ekki sín mál á borð fyrir aðra. Mér er efst í huga þakklæti til hans fyrir allt sem hann gerði fyrir mig og mína fjölskyldu. Elsku Sigrún mín, ég vona að góður Guð styrki þig í gegnum sorgina, svo þú megir finna tilgang með lífinu sem er framundan. Öllum í fjölskyldunni vil ég senda mínar innilegustu samúðarkveðjur. Megi minningin um góðan dreng lifa í hjörtum okkar. Stefán ívar Hansen.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.