Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurjanúar 1992næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    2930311234
    567891011
    12131415161718
    19202122232425
    2627282930311
    2345678

Morgunblaðið - 15.01.1992, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 15.01.1992, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. JANÚAR 1992 STJÖRNUSPÁ eftir Frances Drake Hrútur (21. mars - 19. apríl) Þú breytir til og skemmtir þér á nýjan hátt með frábærum árangri. Notaðu tækifærið og reyndu að komast eitthvað í burt til að ná áttum. Naut (20. apríi - 20. maí) Nú er tilvalið að kaupa eða selja fasteign ef þú ert í þeim hugleiðingum. Láttu heilbrigða skynsemi ráða ef þú ert að hugsa um að ráðast í fram- kvæmdir heima fyrir. Tvíburar (21. maí - 20. júní) 4» Það liggur vel fyrir þér núna að taka ákvarðanir um pen- ingamál og fjölskyldumálefni. Maki þinn vekur forvitni þína og eftirvæntingu. Krabbi (21. júní - 22. júlí) >“18 Trúðu ekki á stórkarlaieg lof- orð. Sinntu mikilvægum sím- tölum, bréfaskriftum eða heim- sóknum. Nýttu þér sköpunar- krafta þína. Ljón (23. júlí - 22. ágúst) Viðræður sem þú tekur þátt í lofa góðu fyrir framtíð þína. Þú lendir óvænt á skemmti- samkomu og nýtur hverrar mínútu. Ýktu ekki í kvöld. Meyja (23. ágúst - 22. septcmber) 32 Þú hefðir gott af einveru núna til að skerpa innsæi þitt. Hittu þá vina þinna sem hafa svipuð áhugamái og þú. Þú hefur gaman af að tala við fólk. Vog (23. sept. - 22. október) Þú tekur þátt í félagslífi í dag, en langar einnig til að fá tíma til eigin ráðstöfunar. Hafðu ekki hátt um áætlanir þínar í bili. Sporódreki (23. okt. - 21. nóvember) Þú ættir ekki að vanmeta um- fang verkefnis sem þú ert að hugsa um að taka að þér. Með réttum undirbúningi ætti það þó að ganga upp. Vandvirkni og ástundunarsemi geta ráðið þar úrslitum. Bogmaóur (22. nóv. - 21. desember) £3 Þú ert í óræðu skapi núna, en iangar til að vera með góðum félögum ef þú ferðast. Þú átt gott samstarf við maka þinn og þið gerir framtíðaráætlanir. Steingeit (22. des. - 19. janúar) & Eyddu ekki of miklu í heimilið núna. Leitaðu nýrra leiða ef þú ætlar að fjárfesta. Þið hjón- in eruð sammála um mikilvæg- ustu málin. Vinnið saman. Vatnsberi (20. janúar - 18. febrúar) Þú átt skemmtilegar stundir í hópi góðra vina í dag. Viðræð- ur sem þú tekur þátt í bera ríkulegan árangur. Leyfðu maka þínum að njóta sannmæl- is fyrir framlag sitt. Fiskar (19. febrúar - 20. mars) tS* Þér opnast nýjar leiðir í starfi þínu. Láttu ekki glepjast af auglýsingum um tískufæði eða hollustulyf sem allsheijarlausn fyrir heilsu þína. Þú átt gott andlegt samfélag við náinn ættingja eða vin. Stjörnusþána á aó lesa setn dœgradvól. Sþár af þessu tagi byggjast ekki á traustum grunni visindalegra staóreynda. DÝRAGLENS I pe-TTA ’A AÐ HEITA \ WMVMP FVeiR BÖEN-EN EKKERT MB44A OFBBLOI.'J ^ J oo r ' \ 1 01987 Triburw Meoai Sorvices Inc. Hl/AE>A 'AHfSiF HALUft ^ESSIf? FCAAiLElÐEHDOR. A£> SVOHA A'NMDIR .HAFil 'A HINA 'AHieiFAGJÖeiMU HUÖ7 AHORFENCAf/- v—7 'rr- /VU<S LA NSAR. Tl L AÐ Q£XU \ ^ HVEET BEIN X þeiAA.1 GRETTIR TOMMI OG JENNI 'cwtNJóim> /A s : 1— \ ™ LJOSKA ——-— r—-r- ■.. ——7—■—r SMÁFÓLK MARCIE, UJHAT BOOK OJERE WE SUPP05EP TO REAP PURIN6 THANK56IVIN6 VACATION? THI5 15 CHRI5TMA5 VACATI0N,5IR.. Magga, hvaða bækur áttum Þetta er jólafrí, við að lesa í þakkargjörð- herra ... arfríinu? CHRI5TMA5 VACATI0N?.' HOUi CAN I REAP 5ÖMETHIN6 PURIN6 CHRI5TMA5 VACATI0N WHEN 1 PIPN'T REAP UJHAT I U)A5 5UPP05EP TO REAP PURIN6 THANK56IVIN6 VACATION? DUCK, 5IRÍ EA5TER. 15 C0MIN6!! Jólafríið! Hvernig á ég að lesa eitthvað í jólafríinu, þegar ég las ekki það sem ég átti að lesa í þakkargjörðarfríinu? Elskan mín! Pásk- amir eru að koma! BRIDS Umsjón: Guðm. Páll Arnarson Tölva Bridssambandsins var trylltu skapi þegar hún gaf spil- in í 8. umferð Reykjavíkurmóts- ins. Hún gaf tóninn strax í fyrsta spili: Norður gefur; enginn á hættu. Norður VÁKD ♦ DG10762 + Á932 Vestur Austur ♦ D96432 4ÁKG105 ▼ 87654 | ▼ G10932 ♦ K4 4 3 + - ♦ G7 Suður ♦ 87 ▼ - ♦ Á985 ♦ KD10654 Það er óhætt að fullyrða að sagnir hafi ekki gengið eins á neinum tveimur borðum. Eins er erfitt að sjá fyrir sér hvernig NS eiga að segja 7 lauf af ör- yggi eftir að ÁV hafa lagt und- ir sig fyrstu þrepin í sagnstigan- um. Einhver pör sögðu þó 7 lauf, en a.m.k. tveir sagnhafar voru slegnir bridsblindu og töpuðu slemmunni: sáu ekki að hægt var að henda þremur tíglum nið- ur í ÁKD í hjarta og svínuðu fyrir tígulkóng. í leik VÍB og Roehe gerðust þau undir að AV sögðu aðeins einu sinni á spilin sín. Öðru megin var opnað á sterku laufi á spil norðurs og Sævar Þor- björnsson í austur stakk inn tígli, sem sýnir háliti eða lágliti. Karl Sigurhjartarson í vestur var sannfærður um að Sævar væri með láglitina og skipti sér ekk- ert af sögnum upp frá því. Á hinu borðinu sagði Símon Símonarson 2 tígla yfir eðlilegri tíuglopnun norðurs, sem hann taldi sýna hálitina. Félagi hans Hörður Amþórsson ákvað að halda samlegunni leyndri og þagði allan tímann. Sú taktík heppnaðist út af fyrir sig vel, því NS létu hálfslemmu duga. SKÁK Umsjón Margeir Pétursson Á stórmótinu í Reggio Emilia um áramótin kom þessi staða upp í síðustu umferð í viðureign hinna kunnu stórmeistara Valerí Salvo (2.665), sem hafði hvítt og átti leik, og Mikhail Gúrevitsj (2.630). Gúrevitsj hafði fórnað manni til að fá upp þessa stöðu, en yfirsást einföld gagnsóknar- flétta andstæðingsins: 30. Hxh7+! og svartur gafst upp, því eftir 30. — Kxh7, 31. Dxg6+ blasir mátið við. Síðasta umferðin í Reggio var æsispennandi. Fyrir hana voru þeir Anand, Kasparov og Gelfand jafnir og efstir með 5 v. af 8 mögulegum. Það tók Ind- veijann ekki langan tíma að leggja Beljavskí að velli með svörtu mönnunum, en hann varð lang- neðstur á mótinu. Anand gat þá fylgst makindalega með keppi- nautum sínum. Kasparov náði ekki að leggja Khalifman að velli með hvítu mönnunum og Gelfand, sem hafði einnig hvítt, lenti fljót- lega í vörn gegn Karpov. Með því að ná jafntefli í 90 leikjum tókst Gelfand þó að deila öðni sætinu með Kasparov, en Karpov varð að sætta sig við það fjórða. < I < i i i í í

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 11. tölublað (15.01.1992)
https://timarit.is/issue/124497

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

11. tölublað (15.01.1992)

Aðgerðir: