Morgunblaðið - 15.01.1992, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. JANÚAR 1992
29
Minning:
Helga Guðmunds-
dóttir, Hafnarfirði
Öll fengum við sting í brjóstið
og fórum að gráta þegar okkur var
sagt að amma Helga væri dáin, því
þó við vissum að hún væri mikið
veik, þá vonuðum við alltaf að henni
myndi batna og báðum þess í bæn-
um okkar. En nú er hún hjá Guði
og líður mikið betur, þó leið henni
alltaf best með okkur krílunum sín-
um og hvergi var betra að vera en
í „holunni“ í rúminu hjá ömmu og
afa.
Það er svo skrýtið að hugsa til
þess að fá ekki aftur að heyra
ömmu segja sögur eða leika með
henni leikrit, sem var sérstaklega
skemmtilegt, því hún kunni að búa
til leikbúninga úr allskonar dóti.
Þá urðum við alltaf prinsar eða
prinsessur, oft í álögum, en alltaf
enduðu leikritin vel með brúðkaupi
og hamingju. Þannig voru öll ævin-
týrin hennar ömmu, falleg eins og
hún sjálf og allir áttu að hjálpa
öðrum. Oft hafði hún þó mikið að
gera, var í allskonar nefndum sem
hjálpa þeim sem eiga bágt, og oft
að baka fyrir basar. Afí sagði oft
að eldhúsið væri eins og bakarí, og
svo fór hann á basarinn blessaður
og keypti kökumar hennar, því
honum fannst þær alltaf bestar.
Við eigum líka margar góðar
minningar úr sumarbústaðnum
þeirra í Birkinesi, þar sem allir vom
velkomnir og stöðugar veislur. Þar
var amma í essinu sínu, bakaði
pönnukökur í tugatali og hitaði ljúf-
fengt kakó með. Svona var amma
Helga, alltaf glöð og gefandi öðmm
af sjálfri sér. Við munum sakna
hennar sárt, en um leið munu allar
fallegu minningamar hjálpa okkur
í sorginni. Þessar minningar mun-
um við geyma í hjörtum okkar og
segja yngri systkinum okkar frá.
Við biðum góðan Guð að blessa
elsku Helgu og vitum að hún er
nú með englunum sem vaka við
rúmin okkar þegar við sofum.
Guð geymi elsku ömmu Helgu.
Láttu nú ljósið þitt
loga við rúmið mitt.
Hafðu þar sess og sæti,
signaði Jesús mæti.
(Sálmur)
Barnabörnin.
Mig langar að minnast vinkonu
minnar og samstarfsstúlku um tíu
ára skeið, Helgu Guðmundsdóttur.
Helga var glæsilegur fulltrúi og
andlit Rafveitu Hafnarfjarðar þenn-
an tíma. Hlýlegt viðmót og glaðlegt
bros einkenndi hana og það sem
allir sáu og kunnu að meta, enda
virtist Helga þekkja hvern mann
sem kom á staðinn.
Til hvers er gatið? spurði strákur
sem kom að heimsækja mömmu
sína í vinnuna. Það er til þess að
ég geti kysst karlana þegar þeir
koma að borga, svaraði Helga.
Drengur þagði, en beið spenntur
þegar fullorðinn maður kom inn til
að greiða reikning sinn. Helga
spjallaði við manninn meðan hún
afgreiddi hann og klappaði honum
á handarbakið um leið og þau
kvöddust. Þú kysstir ekki þennan?
segir stráksi, finnst þér hann ljót-
ur? Þannig urðu gullkorn hvers-
dagsins oft að hátíðarstundum, svo
mikilfengleg var frásagnar- og
kímnigáfa Helgu.
I þau tíu ár sem við unnum sam-
an bar aldrei skugga á. Eitt sinn
var ég hrædd um að ég hefði gerst
full tungulöng. Helga og ráðskonan
voru ósammála um matseðilinn.
Helga spurði mig álits. Ég held að
það muni nú ekki ganga, með tvær
ráðskonur í sama húsi, svaraði ég.
Helga þagði um stund, en sagði
svo: Þetta er rétt hjá þér, ég á
ekki að skipta mér af þessu.
Ekki varð atvik þetta til að spilla
vináttunni og kom hún oftar inn til
gjaldkera eftir þetta.
Helga var víkingur til vinnu og
féll aldrei verk úr hendi. Hún var
kjörin til forystu í ýmsum félags-
skap og gegndi þeim störfum af
sérstökum glæsibrag. Oft skemmti
hún með upplestri og gríni á árshá-
tíðum okkar og þegar við eitt sinn
æfðum söngatriði, var ekkert sjálf-
sagðara en að æfa það í kjallaranum
hjá Helgu.
Helga átti góða að og fjölskyldan
var mjög samhent. Eg og sam-
starfsstúlkur mínar hjá Rafveitu
Hafnarfjarðar óskum Gunnlaugi,
börnum, tengdabörnum og barna-
börnum alls góðs í framtíðinni og
biðjum að guð gefi þeim styrk á
þessari sorgarstundu.
Edda Þráinsdóttir.
Kvödd er í dag frá Þjóðkirkjunni
í Hafnarfírði frú Helga Guðmunds-
dóttir, Klettahrauni 3, Hafnarfirði,
en hún lést á 65. aldursári, þegar
nýtt ár var gengið í garð.
Háð hafði verið hetjuleg barátta
og því hvíldar þörf. Helga var af
þeim meiði komin, þar sem mótlæt-
inu var tekið með ró og stillingu
og ævinlega horft til þess sem skap-
ar þá birtu í lífinu, sem trúin ein
getur gert. Hún þekkti það frá
barnæsku, þegar faðir hennar Guð-
mundur Guðbjörnsson, sjómaður
féll frá. Móðir hennar frú Guðrún
Ásbjömsdóttir með bamahópinn
sinn lét aldrei deigan síga og þegar
á móti hefur blásið hjá börnunum
hefur hún verið þeim mikill styrkur.
Góðvilji og bjartsýni fylgdi Helgu
jafnan og ánægjulegt var að hitta
hana og spjalla saman. Það skildi
alltaf eitthvað jákvætt eftir. Það
skipti ekki máli hvort um persónu-
leg mál var að ræða eða málefni
samfélagsins, sem hún hafði mikinn
áhuga á. Alltaf lagði hún gott til
og vildi láta gott af sér leiða.
Helga Guðmundsdóttir var ein-
dreginn stuðningsmaður einstak-
lingsfrelsis og vildi gefa öllum sitt
tækifæri í lífsbaráttunni. Hún var
til forystu valin í Sjálfstæðisflokkn-
um í Hafnarfirði, formaður Sjálf-
stæðiskvennafélagsins Vorboða og
varabæjarfulltrúi í bæjarstjórn
Hafnarfjarðar um skeið. Áhuginn á
landsmálabaráttunni var ekki síðri
og sterkur stuðningsmaður var
Helga þeim sem þar völdust til for-
ystu, sem nú að leiðarlokum er
þakkað.
Þau voru samrýnd hjón í 40 ára
hjónabandi, Helga og eiginmaður
hennar Gunnlaugur J. Ingason,
framkvæmdastjóri sem ég veit að
mat hana mjög mikils. Velferð fjöl-
skyldunnar, sem óðum hafði stækk-
að, sat í fyrirrúmi hjá þeim og þar
er nú skarð fyrir skildi þegar Helga
er horfín. Eftir lifir minningin um
góða konu, sem ævinlega sá birtuna
og kveður við hækkandi sól.
Ég og fjölskylda mín sendum
samúðarkveðjur og biðjum Helgu
Guðmundsdóttur guðsblessunar.
Matthías Á. Mathiesen.
Með söknuði kveðjum við kæra
vinkonu og skólasystur, Helgu Guð-
mundsdóttur.
Það var haustið 1946 að við fór-
um í Húsmæðraskóla Akureyrar,
sem leiddi til vinskapar sem haldist
hefur síðan. Við sem búum á
Reykjavíkursvæðinu höfum verið í
saumaklúbb um 35 ár.
Margs er að minnast úr sumar-
ferðunum sem við fórum með eigin-
mönnum okkar og hafa þær verið
hver annarri skemmtilegri. Þar var
Helga hrókur alls fagnaðar, hún
hafði skemmtilega frásagnarhæfí-
leika og þegar hún hló þá streymdu
tárin niður kinnar hennar, allt er
þetta geymt í minningunni.
Aldraðri móður og þér kæri
Gunnlaugur, bömum, barnaböm-
um, systkinum og öðrum aðstand-
endum sendum við innilegar samúð-
arkveðjur.
Ó góða sál til friðar feginsheima
far þú nú vel á Guðs þíns náðarfund,
en minning þína veit og vinir geyma,
þótt vegir skiljist hér um litla stund.
(Úr EriSljóðum 1928.
Guðlaugur Guðlaugsson)
Saumaklúbbur Húsmæðra-
skóla Akureyrar 1946-47.
Mér himneskt ljós í hjarta skín
í hvert sinn er ég græt,
því drottinn tekur tárin mín
ég trúi og huggast læt.
(Kr. Jónss.)
Við sitjum saman að kveldi þrett-
ándadags jóla, kunningjamir í
hreppnum og veltum fyrir okkur
gátu lífsins, þeirri einu sem við vit-
um þó að er staðreynd sem ekki
verður breytt. Við eigum öll eftir
að deyja þegar okkar stund kemur.
Fregnin um að hún Helga hans
Gunnlaugs sé dáin þjappar okkur
saman og minningamar ljóma eins
og stjörnurnar á himinhvolfinu.
Munið þið þegar vð hittum þau
fyrst? Ójá, við munum það svo sann-
arlega, fallegu ljóshærðu konuna,
sem bar með sér birtu og yl, í húsi
hjá sameiginlegum vinum í Hafnar-
fírði fyrir nær 25 áram.
Við munum líka að þetta fólk
gerði ekki endasleppt við okkur, það
heimsótti okkur í sveitina. Frá þeim
dögum, kvöldum og nóttum eigum
við bara glaðar minningar.
Við heimsóttum Helgu og Gunn-
laug á þeirra yndislega heimili í
Hafnarfírði, þar var alltaf sólskin
og kæti. Við fylgdumst með þegar
sumarbústaðurinn þeirra var í
byggingu og þar var okkur tekið
opnum örmum hvenær sem við birt-
umst og á svipstundu var veisluborð
reitt fram, allt svo ljúfmannlegt og
notalegt, eins og Helgu var lagið.
Við fundum okkur svo velkomin.
Þannig var Helga og þannig geym-
um við hana í minningunni.
Okkur fínnast óskiljanleg örlög
að verða að yfírgefa ástvini sína á
góðum aldri, en við trúum því að
allt hafí sinn tilgang og við erum
líka búin að læra af reynslunni, að
okkur er ekki ætlað að skilja alla
hluti.
Við þökkum af alhug fyrir sam-
fylgdina með Helgu á þessum
ógleymanlegu áram og vitum að
hún hefur verið kölluð til æðri
heima. Þar hefur verið vel tekið á
móti henni, konunni með sitt ljúfa
bros og glaða hlátur.
Það er svo ótal margs að minn-
ast. Við sendum Gunnlaugi vini
okkar einlægar samúðarkveðjur,
svo og börnum þeirra, móður Helgu
og öllum ástvinum. Megi hækkandi
sól og góðar minningar milda ykkur
söknuðinn og gefa ykkur styrk.
Endurminningin merlar æ
í mánasilfri hvað, sem var,
yfir hið liðna bregður blæ
blikandi fjarlægðar,
gleðina jafnan, sefar sorg,
svipþyrping
sækir þing
í sinnis hljóðri borg.
(Gr.Th.)
Blessuð sé minning Helgu Guð-
mundsdóttur.
Sigurbjörg, Hrefna og Guð-
mundur, Svava og Sigurður.
Fleiri minningargrcinar um
Helgv Guðmundsdóttur bíða
birtingar og munu birtast í
blaðinu næstu daga.
t
Alúðarþakkir til allra þeirra, er sýndu okkur samúð og vinarhug
við fráfall eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa,
ARNGRÍMS BJARNASONAR
fv. aðalfulltrúa,
Byggðavegi 84,
Akureyri.
Sérstakar þakkir til Kaupfélags Eyfirðinga.
Ásta Friðriksdóttir,
Stefán Arngrímsson, Kristbjörg Héðinsdóttir,
Ólöf Stefanía Arngrfmsdóttir, Baldur Jónsson,
Guðríður Þórhallsdóttir, Hallgrímur Jónsson
og barnabörn.
t
Alúðarþakkir til allra þeirra, er sýndu okkur samúð og vinarhug
við fráfall eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og lang-
afa,
DAVfÐS SIGURJÓNSSONAR,
Þórshöfn.
Sérstakar þakkir til starfsfólks dvalarheimilisins Nausts, Þórshöfn.
Jónína Guðjónsdóttir,
Guðjón Davfðsson,
Þórdís Davíðsdóttir,
Oddný D. Suarez,
Jón Davíðsson,
Sigurjón Davíðsson,
Steinunn B. Björnsdóttir,
Jónína M. Davfðsdóttir
Anna Eymundsdóttir,
Hafsteinn Steinsson,
William Suarez,
Sigrföur Bjarnadóttir,
Erla Jóhannesdóttir,
Halldór Karel Jakobsson,
Einar Ólafsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Þökkum innilega auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför
eiginmanns míns, föður, tengdaföður, afa og langafa,
EGGERTS B. PÉTURSSONAR.
Sigríður Eggertsdóttir,
Pétur Eggertsson, Ingirföur Halldórsdóttir,
Eggert Pétursson, Hulda Hjartardóttir,
Halldór G. Pétursson
og barnabarnabörn.
t
Okkar innilegustu þakkir og kveðjur til ykkar allra, sem sýnduð
okkur samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærs eiginmanns
míns, föður okkar, sonar, bróður og tengdasonar,
JÓHANNS GUNNARS EINARSSONAR,
Hlíðarvegi 16,
Njarðvfk.
Sérstakar þakkir til starfsfólks deildar 14-E Landspítala og starfs-
fólks Sjúkrahúss Keflavíkur.
Guð blessi ykkur öll.
Sveindfs Árnadóttir,
Einar Árni Jóhannsson, Ingvi Steinn Jóhannsson,
Þóra Björg Jóhannsdóttir,
Ingibjörg Jónsdóttir, Einar Ingólfsson,
Sólveig Einarsdóttir, Björn Albertsson,
Þóra Ólafsdóttir, Árni Hermannsson.
t
Okkar innilegustu þakkir og kveðjur til allra, sem sýndu okkur
samúð og vinarþel við andlát og útför eiginmanns míns, föður
okkar, tengdaföður og afa,
GUÐMUNDAR DANÍELSSONAR
bifreiðastjóra,
Hamraborg 24,
Kópavogi.
Ingibjörg Sveinbjarnardóttir,
börn, tengdabörn og barnabörn.
t
Hjartans þakklæti til þeirra fjölmörgu, sem auðsýndu okkur sam-
úð og hlýhug við fráfall og útför eiginmanns míns, föður okkar,
tengdaföður og afa,
JÓNS ÞORGILSSONAR,
Heiðvangi 22,
Hellu.
Gerður Jónasdóttir,
Sævar Jónsson, Friðjóna Hilmarsdóttir,
Þorgils Torfi Jónsson, Sofffa Pálsdóttir,
Ragnar Fjalar Sævarsson, Anna Torfadóttir,
Jón Þorgilsson, Ægir Sævarsson.