Morgunblaðið - 15.01.1992, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 15.01.1992, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. JANÚAR 1992 FÍN fellir og samþykk- ir tímabundin verkföll FÉLAGAR í Félagi íslenskra náttúrufræðinga hafa samþykkt í allsheijaratkvæðagreiðslu að boða til timabundins verkfalls í VMSÍ: Fundur með viðsemjendum FUNDUR samninganefndar fisk- vinnsludeildar Verkamannasam- bands íslands með viðsemjendum sínum hefur verið boðaður í dag klukkan 10 í húsnæði ríkissátta- semjara. Á dagskrá fundarins eru sérkröfur fiskvinnslufólks í VMSÍ. Fundur hef- ur ekki verið haldinn frá því seinni- hluta nóvembermánaðar, en þá var til umræðu rammasamningur vegna ábataskiptakerfis í saltfiskverkun. einn dag, 11. febrúar, en jafn- framt fellt að boða verkfall 29. janúar annars vegar og 25. og 26. febrúar hins vegar. Mjótt var á mununum í atkvæðagreiðsl- unni. 316 félagsmenn af 353 rík- isstarfsmönnum greiddu atkvæði eða 89,5%. Árni Hjartarson, formaður FÍN, sagðist gjarnan hafa viljað sjá meiri baráttuvilja, en það væri kannski óeðlilegt að gera ráð fyrir mjög jákvæðri afstöðu gagnvart verkfalli „sérstaklega þegar það fór þannig síðast að viðsemjandinn fylgir ekki eðlilegum leikreglum og setur lög á eigin samning. Það situr auðvitað í mönnum. Það sé í raun og veru ekki hægt að semja á þennan hátt við ríkisvaldið og að það sé ekki hægt að leggja á sig mikil verkföll þegar samningamir eru síðan bara teknir af með lagabókstaf. Ég býst við að það hafi ráðið atkvæðum margra manna, en þrátt fyrir það er þessi hugur í mönnum samt að vilja fara af stað,“ sagði Árni. Hann sagði að FÍN hefði verið dálítið á undan öðrum félögum í BHMR í sambandi við aðgerðir og þeir túlkuðu þessi skilaboð frá fé- lögunum þannig að þeir skyldu að- eins hinkra við þar til fleiri hefðu gert upp hug sinn. Atkvæði féllu þannig að varðandi verkfallsdag 29. janúar sögðu 50% já, 47,2% nei og auð og ógild at- kvæði voru 2,8%. Verkfallsboðun fellur á jöfnu þar sem samkvæmt niðurstöðu Félagsdóms ber að telja auð og ógild atkvæði með þeim sem segja nei. Verkfallboðun 11. febr- úar var samþykkt með 51,3% at- kvæða gegn 45,9% en auð og ógild voru 2,8%. Verkfallsboðun 25.-26. febrúar var felld. Jafnmargir sögðu já og sögðu nei, 48,7%, en auðir og ógildir voru 2,5%. VEÐUR I DAG kl 12.00 Heimild: Veöurstofa íslands (Byggí á vefturspá kl. 16.15.1 gær) I/EÐURHORFUR I DAG, 15. JANUAR YFIRLIT: Yfir Bretlandseyjum er víðáttumikil 1.040 mb hæð en á Grænlandssundi er 1.000 mb lægð á leið austur. SPÁ: Fremur hæg vestan- og suðvestanátt. Dálítil þokusúld suð- vestanlands en að mestu þurrt í öðrum landshlutum. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: HORFUR Á FIMMTUDAG OG FÖSTUDAG: Suðaustan- og sunnan- átt, víða súld eða rigning sunnan- og vestanlands, en að mestu þurrt í öðrum landshlutum. Hiti 5 til 6 stig. Svarsími Veðurstofu íslands - Veðurfregnir: 990600. TÁKN: Heiðskírt Léttskýjað Halfskyjað Skýjað y, Norðan, 4 vindstig: r Vindörin sýnir vind- stefnu og fjaðrirnar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. r r r r r. r r Rigning r r / * r * / * r * Slydda r * r * * * * * * * Snjókoma * * * ■jq Hitastig: 10 gráður á Celsíus Skúrir * V El — Þoka = Þokumóða ’Súld OO Mistur —Skafrenningur [T Þrumuveður m / VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12.00 í gær að ísl. tíma hiti veður Akureyri 11 skýjað Reykjavik 7 úrkomaígrennd Bergen 7 súld Helsinki +2 snjókoma Kaupmannahöfn 7 skýjað Narssarssuaq 4-7 skýjað Nuuk +9 snjókoma Ósló 0 skýjað Stokkhólmur 6 hálfskýjað Þórshöfn 9 skýjað Aigarve 18 þokumóða Amsterdam 8 skýjað Barcelona vantar Berlín 8 súld Chicago t6 snjókoma Feneyjar 3 þokumóða Frankfurt 4 alskýjað Qlasgow 8 léttskýjað Hamborg 6 súld London 6 mistur Los Angeles 8 heiðsklrf Lúxemborg 1 þokumóða Madríd 8 skýjað Malaga vantar Mallorca 13 skýjað Montreal 0 rigning NewYork 12 rigning Orlando 21 alskýjað París 3 léttskýjað Madeira 19 skýjað Róm 12 þokumóða Vín vantar Washington 13 alskýjað Winnipeg +25 heiðskirt Morgunblaðið/Ingvar Arekstur við Hnoðraholt Tvennt slasaðist í hörðum árekstri á Reykjanesbraut við Hnoðra- holt umn klukkan 17 í gær. Lada-bifreið sem ekið var norður eftir Reykjanesbraut var skyndilega sveigt yfir á öfugan vegarhelming og inní hliðina á Toyota-bíl sem kom úr gagnstæðri átt. Að sögn lögrelgunnar er talið að ökumaður Lödunnar hafi verið að stilla stöð á útvarpi sínu og því hafi hann misst vald á bílnum. Fólkið sem slasaðist í Toyota-bílnum var ekki talið lífshættulega slasað, samkvæmt upplýsingum lögreglu. Formaður Félags íslenskra ferðaskrifstofa: Viljum tryggingasjóð allra ferðaskrifstofa „FÉLAG íslenskra ferðaskrifstofa lagði til við samgönguráðuneytið fyrir tveimur árum að stofnaður yrði ábyrgðartryggingasjóður ferða- skrifstofa. Tilgangurinn með slíkri breytingu á tryggingum ferða- skrifstofa er að ná fram víðtækri neytendavernd, svo farþegar verði ekki fyrir fjárhagstjóni. Ákvæði um stofnun sjóðsins er að finna í frumvarpi, sem lagt verður fram á þessu þingi,“ sagði Karl Sigur- hjartarson, framkvæmdasljóri Félags íslenskra ferðaskrifstofa. Neytendasamtökin hafa óskað eftir fundi með samgönguráðherra á morgun, fimmtudag, til að ræða nauðsyn þess að ferðaskrifstofum verði gert að leggja fram trygging- ar, sem verndi neytendur betur en núgildandi reglur gera. Nú leggur hver ferðaskrifstofa fram 6 milljón króna tryggingu, sem samkvæmt lögum má aðeins skerða til að koma fólki heim til landsins aftur, en ekki til að greiða hótelkostnað eða tap ferðalanga. „Hugmynd okkar er sú, að stofnaður verði einn sjóð- ur, sem annist allar tryggingar ferð- askrifstofa,“ sagði Karl Sigurhjart- arson. „Sjóði þessum er ætlað að endurgreiða ferðir, sem falla niður, greiða heimflug og bæta fólki hlut- fallslega það tjón sem það verður fyrir vegna þess að ferð þess stytt- ist, eins og nú er rætt um með far- þega Veraldar. Fyrrverandi sam- gönguráðherra, Steingrímur J. Sigfússon, lagði fram frumvarp þar sem var að finna ákvæði um slíkan sjóð, en það dagaði uppi á þingi. Núverandi ráðherra, Halldór Blönd- al, leggur síðar á þessu þingi fram frumvarp um ferðamál, með sam- svarandi ákvæði.“ Karl sagði að ferðaskrifstofur hefðu byijað að greiða í sjóðinn í ársbyrjun 1991, þegar búist var við að frumvarp Steingríms yrði af- greitt í þinginu um vorið. Nú væru nokkrar milljónir í sjóðnum og af- greiðslu frumvarpsins beðið. -------»-»■ *---- Þak fauk af hlöðu í Aðaldal Straumnesi, Aðaldal. HÁLFT þak fauk af hlöðu á Sandi í Aðaldal í hvassviðri aðf- aranótt þriðjudagsins. í hlýindunum undanfarna daga hvessti mjög af suð-vestan og að- faranótt þriðjudags var áttin vest- anstæðari og var þá mjög hvasst á Sandsbæjum. Á bænum Sandi tók rúmlega helming af fjóshlöðu- þakinu með sperrum og öllu sam- an. Ekkert tjón varð á öðrum byggingum. Hey sem í hlöðunni var er óskemmt. Fréttir af öðrum skemmdum eru ekki glöggar en það mun ekki vera mikið. Þó munu nokkrir hey- hleðsluvagnar hafa oltið eða færst úr stað. St.SK. Tii höfunda greina Töluverður fjöldi aðsendra lesendahópur verði stærri, auk greina bíður nú birtingar í Morg- þess sem búast má við skjótari unblaðinu. Til þess að greiða fyrir birtingu eins og að framan greinir. því að biðtími styttist og greinar Morgunblaðið leggur áherzlu á birtist skjótar en verið hefur um að verða við óskum höfunda um skeið, eru það eindregin tilmæli birtingu greina. Blaðið er orðið Morgunblaðsins til greinarhöf- helzti vettvangur slíkra umræðna unda, að þeir skrifi að jafnaði í þjóðfélaginu og vill vera það. ekki lengri greinar en sem nemur Stærð blaðsins er hins vegar háð tveimur A-4 blöðum með venju- takmörkunum frá degi til dags. legum línubilum. Morgunblaðið vill bæta þjónustu Yfirleitt geta höfundar komið sína við þá sem skrifa í blaðið sjónarmiðum sínum á framfæri í með skjótari birtingu, en forsenda texta, sem er ekki lengri en þessu þess er, að höfundar stytti mál nemur, þótt auðvitað geti verið sitt. Jafnframt áskilur blaðið sér undantekningar á því. Hins vegar rétt til að birta aðsendar greinar. kostar það meiri vinnu fyrir grein- í einstökum sérblöðum Morgun- arhöfunda að setja fram skoðanir blaðsins, ef efni þeirra gefur til- og sjónarmið í samþjöppuðu máli efni til. en um leið má gera ráð fyrir, að Ritslj.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.