Morgunblaðið - 15.01.1992, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 15.01.1992, Blaðsíða 21
20 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. JANUAR 1992 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. JANUAR 1992 21 iw Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Ritstjórnarfulltrúi Árvakur h.f., Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Björn Vignir Sigurpálsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðal- stræti 6, sími 691111. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 691122. Áskriftar- gjald 1200 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 110 kr. eintakið. Hvað er orðið um verðbólgima? Vorið 1983, þegar þáver- andi vinstri stjórn hrökklaðist frá völdum, nam verðbólguhraðinn á __ árs- grundvelli um 130%. A 'síð- asta ári nam verðbólgan 6,8%-7,5% eftir því við hvað er miðað. A þessu ári er gert ráð fyrir, að verðbólgan nemi 2-3% frá upphafi til loka árs- ins. Þetta- er stórkostlegur árangur. Tímabil óðaverð- bólgu hófst á íslandi með valdatöku vinstri stjórnar sumarið 1971. Það stóð með miklum sviptingum í tvo ára- tugi. Á því árabili nam verð- bólgan að jafnaði um 35% en árum saman var hún föst í um og yfír 60% og stundum var hún margfalt meiri eins og vorið 1983. Kjarasamningar og ýmsar aðgerðir stjórnvalda og fjár- málastofnana hafa skilað verulegum árangri. Verðlag hefur verið nokkuð stöðugt síðustu misseri. Atvinnufyr- irtæki og einstaklingar geta nú skipulagt ijármál sín með meira öryggi en nokkru sinni síðustu tvo áratugi. Þrátt fyrir lífskjaraskerðingu og margvíslega erfiðleika í efna- hags- og atvinnumálum er ljóst, að við höfum náð mikl- um árangri í efnahagsstjórn- un. Þótt skammt sé um liðið frá því að verðbólgustigið var mjög hátt erum við byijuð að gleyma þeim tíma. Þjóðin er orðin vön því stöðuga verð- lagi sem hér hefur ríkt und- anfarin misseri. Það mundi koma fólki gersamlega í opna skjöldu ef breyting yrði á því og sviptingar verðbólgunnar gengju í garð á nýjan leik. Það hefur með öðrum orðum orðið veruleg hugarfars- breyting hjá Islendingum. V erðbólguhugsunarháttur- inn er að hverfa. Kjarasamningarnir sem gerðir voru í febrúar 1990 eiga verulegan þátt í þeim árangri sem náðst hefur. Dýrir peningar eiga líka rík- an þátt í þessari ánægjulegu þróun. Háir raunvextir hafa stöðvað margvíslegar óarð- bærar íjárfestingar sem áður þóttu sjálfsagðar þegar óða- verðbólgan borgaði lánin nið- ur. Markviss stefna núver- andi ríkisstjórnar að draga úr ríkisútgjöldum og þar með lánsþörf ríkisins mun eiga mikinn þátt í að viðhalda þessum árangri á nýbyijuðu ári. Það er rík ástæða til að fagna þessum árangri. Hann er ljósi punkturinn í heldur erfiðri fjárhagsstöðu þjóðar- innar. Fyrir nokkrum árum hefði enginn trúað því, hefði sú spá verið sett fram, að verðbólgan yrði komin niður í 2-3% á síðasta áratug aldar- innar. Nú skiptir máli, að við höldum okkar striki. Það er meiri kjarabót fólgin í svo lágri verðbólgu fyrir lands- menn en kauphækkunum sem enginn grundvöllur er fyrir. Það er mikill léttir fyr- ir bæði heimili og fyrirtæki að verðtrygging lánaskuld- bindinga hækki þær skuld- bindingar ekki upp úr öllu valdi í hveijum mánuði. Mesta kjarabótin fyrir stóra hópa landsmanna er fólgin í lækkun raunvaxta, sem grundvöllur er að skapast fyrir. Ef tekst að lækka raun- vexti um nokkur prósentustig á næstu mánuðum þýðir það aukið ráðstöfunarfé fyrir fjöl- marga launþega. Staða atvinnulífsins er mjög erfið. Sú staðreynd, að um 3.000 íslendingar voru atvinnulausir í desember- mánuði veldur verulegum áhyggjum. Þetta atvinnuleysi getur aukizt ef við förum ekki varlega. Við slíkar að- stæður er lítið vit í því fyrir verkalýðsfélögin að efna til verkfallsaðgerða. Reynslan af þeim vinnustöðvunum sem Dagsbrún efndi til í desember er ekki slík fyrir verkalýðsfé- lögin, að tilefni sé til endur- tekningar á þeim. Verkalýðsfélög og vinnu- veitendur og stjórnmálamenn úr öllum flokkum eiga þátt í því að þessi mikli árangur hefur náðst í verðbólgubar- áttunni. Nú þurfa ábyrgir menn í öllum flokkum og í félagasamtökum vinnuveit- enda og verkalýðs að taka höndum saman um að varð- veita þennan árangur. Betri kjarabót er ekki hægt að tryggja launþegum við nú- verandi aðstæður. Fimm bæir í Borgarfirði um- flotnir vatni eftir flóð í Hvítá FIMM bæir í Borgarfirði voru í gær umflotnir vatni eftir hina miklu vatnavexti í Hvítá og þverám hennar. Bændur í Borg- arfirði sem fréttaritari Morgun- blaðsins í Borgarnesi ræddi við töldu þessa vatnavexti í hópi hinna allra mestu í manna minn- um en þó tæpast eins mikla og 1982. Víða flæddi inn í útihús og skemmur og einnig flæddi inn í bæinn á Ferjukoti. Þá var vitað um að minnsta kosti tvo sumarbústaði í Norðurárdal þar sem flætt hafði inn vatn. Víða hafa vegir orðið fyrir skemmd- um vegna vatnavaxta. Vatn rann yfir Vesturlandsveg fyrir neðan Hreðavatn. Hvítárvalla- vegur er lokaður við Ferjukot og Hálsasveitarvegur er ófær í Hvítársíðu við Hvítársíðukrók. Talið var að allvíða hefði vatnið rofið skörð í vegi og á þriðja hundrað rúllubaggar hefðu orð- ið fyrir skemmdum vegna vatnsins. Sumir höfðu flotið upp og þá rak eins og dufl um um- flotin tún. Þá var einnig talið að girðingar hefðu víða skemmst. Björgunarsveitin Brák í Borgar- nesi var kvödd að Feijukoti í Borg- arhreppi í gærmorgun en þar var vatn farið að flæða inn um niður- föll. Björgunarsveitarmenn héldu til hjálpar með þijár dælur og aðstoðuðu Þorkel Fjeldsted bónda og hans fólk við að dæla út úr húsum og loka niðurföllum. Jónas Valdimarsson, formaður Brákar, kvaðst ekki telja að mikið tjón hefði orðið innanstokks í Feijukoti enda væri fólk á þessum slóðum ávallt viðbúið vatnavöxtum og hefðu flestir af fyrri reynslu sett sökkla undir eldavélar og viðkvæ- mustu heimilistæki. Jónas sagði að sér hefði virst sem um kaffíleytið væri farið að sjatna í ánni en menn voru því þó viðbúnir að til þeirra yrði leitað nú í nótt. Auk útkallsins að Feijukoti og björgunar hesta við Sólheima- tungu í fyrradag höfðu Brákar- menn verið fengnir til að koma böndum á um 40 metra hitaveitu- rör sem flotið var upp skammt frá Hvítá, sem að sögn Jónasar var í gær orðin að beljandi stórfljóti „eins og flestar lækjarsprænur,“ sagði Jónas. Fréttaritari Morgunblaðsins í Borgarnesi ræddi í gær við bænd- ur sem töldu það hafa verið lán í óláni í sambandi við þessa vatna- vexti að ekki hafi verið stór- streymt. Vatrisborð hafði hækkað mjög skyndilega, eða um allt að 10-20 sentimetra á klukkustund þegar verst lét. Engu síður voru bændur á því að hér væri á ferð- inni réttnefnt stórflóð í Hvítá og nálægt því sem menn myndu mest Morgunblaðið/Júlíus Flætt hefur yfir Hvítárvallaveg við brúna yfir Ferjukotssíki. þótt ekki væri eins mikið og 1982. Auk Feijukots í Borgarhreppi voru það bæirnir Hvítárbakki og Staf- holtsey í Andakílshreppi og Flóða- tangi og Melgerði í Stafholts- tungnahreppi, sem voru umflotnir í gær. Ekki var vitað um tjón á skepnum eða að gera hefði þurft út björgunarleiðangra vegna nauðstaddra dýra utan að í Vatnsdal nyrðra var um 70 hross- um bjargað undan flóði. Annars staðar á landinu hafði ekki frést um tjón á bæjum en vegaskemmdir höfðu orðið á Vest- fjörðum. Þannig var Vestfjarða- vegur ófær í Djúpadal og Reyk- hólavegur var aðeins fær jeppum. Á Barðaströnd rann Hagá yfir Barðastrandarveg. Morgunblaðið/Rax Þorkell Fjeldsted í Ferjukoti athugar vatnsdýptina við útihúsin en þar undan var hyldjúpt. Mótmælafundur opinberra starfsmanna: Ríkisstjórnin stefnir að grund- vallarbreytingu á þjóðfélaginu Guðs miskunn er það fyrsta sem deyr í vondu ári, sagði formaður Kennara- sambandsins um efnahagsráðstafanir ríkisslj órnarinnar Opinberir starfsmenn fylltu Bíóborgina. Morgunblaðið/KGA HÖRÐ gagnrýni kom fram á að- gerðir ríkisstjórnarinnar til að spara í velferðarkerfinu og auka kostnaðarþátttöku neytenda op- inberrar þjónustu á fundi um 700 opinberra starfsmanna í Bíóborg- inni í gær. í ályktun fundarins eru aðgerðir ríkisstjórnarinnar kall- aðar grundvallarbreyting á þjóð- félaginu. Að fundinum stóðu Bandalag háskólamenntaðra rík- isstarfsmanna, Bandalag starfs- manna ríkis og bæja og Kennara- samband Islands. Einnig var mót- mælt hugmyndum um skerðingu á starfshlunnindum opinberra starfsmanna, svo sem lífeyrisrétt- indum, fæðingarorlofi og veikind- arétti, og áformum stjórnvalda umfækkunopinberrastarfsmanna. „Það er sama hvar borið er niður hjá vaídhöfum þessarar þjóðar, allt skal í burt, sem aukið getur á vel- ferð og þrótt almennings," sagði • Sigríður Kristinsdóttir, formaður starfsmannafélags ríkisstofnana, en hún var fundarstjóri. „Niður skal bijóta það samfélag, sem við höfum reynt að byggja upp þannig að jafn- rétti og mannvinátta skuli í heiðri höfð.“ Sigríður sagði að fundurinn væri aðeins byijun á baráttu opin- berra starfsmanna gegn ríkisstjórn- inni. Aðeins hótanir frá ríkinu Páll Halldórsson, formaður BHMR, sagði að hótunum ríkis- stjórnarinnar í garð launafólks linnti ekki. Ekki væri látið þar við sitja, heidur töluðu verk stjórnarinnar. Þeim væri fyigt eftir með hræðsluá- róðri, sem vekti ótta og bölmóð með launafólki. Páll talaði um hernaðará- stand í heilbrigðisþjónustunni. „Sú samhjálp, sem við höfum verið stolt af, skal víkja en í staðinn skulu sjúkl- ingar vera tekjustofn," sagði hann. Hann bætti við að ráðizt væri að menntun og skólakerfi og kallaði hugmyndir um breytingar á Lána- sjóði íslenzkra námsmanna aðför að sjóðnum, sem þýddi afturhvarf til þeirra tíma er menntun hefði verið forréttindi efnafólks. Páll sagði að óttinn væri bitrasta vopn ríkisstjórnarinnar og opinberir starfsmenn yrðu að vinna á ótta sín- um við að mótmæla. „Þetta land á ærinn auð, og stundarvandræði þurfa ekki að koma niður á velferð- inni ef við skiptum honum rétt,“ sagði Páll. Hann sagði að á sama tíma og opinberum starfsmönnum væri hótað skerðingu starfsiilunninda og íjöld- auppsögnum hefðu samningar verið lausir í nær fimm mánuði. „Á samn- ingafundum hefur lítið annað komið frá samningamönnum ríkisins en hótanir. Fundirnir hafa verið hrein sýndarmennska og móðgun við samningamenn félaganna. Engar raunverulegar viðræður hafa átt sér stað,“ sagði Páll. „Við venjulegar kringumstæður hefði framkoma rík- isins nægt til þess að menn hefðu látið sverfa til stáls. En, góðir félag- ar, óttinn hefur ekki síður gert vart við sig hingað til meðal opinberra starfsmanna en annarra. Eg er sann- færður um að ef svo væri ekki vær- um við löngu búin að hrinda þessari árás,“ sagði hann. Hann bætti við að menn hefðu gert sér ljóst að rík- ið væri ómerkilegur viðsemjandi og veigruðu sér því við að fara út í kostnaðarsamar aðgerðir til að ná árangri, sem væri strikaður út með einu pennastriki. Þetta slen yrðu opinberir starfsmenn að hrista af sér, leggja til hliðar ágreiningsefni sín og snúa vörn í sókn. Grundvallarhugmyndum að baki velferðarkerfinu hafnað Svanhildur Kaaber, formaður Kennarasambandsins, sagði að hug- myndir um félagslegan jöfnuð og samhjálp þegnanna hefðu þokað fyr- ir kaldriljaðri gi’óða- og markaðs- hyggju. „í þessu sambandi hlýtur okkur, opinberum starfsmönnum, að vera ofarlega í huga sá boðskapur, sem felst í hugmyndum samninga- nefndar ríkisins til okkar, þar sem lausnarorðin í kjaramálum okkar og svokölluðum efnahagsvanda þjóðar- innar eru framleiðniaukning, einka- væðing og hagræðing," sagði Svan- hildur. „Þannig eru hugtök og hugsunarháttur, sem fram að þessu hafa verið bundin við framleiðslu og iðnað, heimfærð á störf okkar og það velferðarkerfi, sem byggt hefur verið upp með áratugabaráttu. Nú- verandi stjórnvöld lita á velferðar- kerfið sem hvert annað fyrirtæki, sem á að bera sig, eins og það, heit- ir, og hafna þannig greinilega þeim grundvallarhugmyndum, sem að baki liggja,“ sagði hún. „Guðs miskunn er það fyrsta sem deyr í vondu ári, er sagt við móður Jóns Hreggviðssonar er hún grætur og særir bændur við Jesúnafn að feija sig yfir Ölfusá þegar hún ætl- aði að leita syni sínum griða,“ sagði Svanhildur. „Það eru orð að sönnu og eiga ótrúlega vel við efnahagsráð- stafanir ríkistjórnarinnar, sem hún hefur ýmist þegar ákveðið eða stefnir að.“ Byggt á breiðu baki öryrkjans Ögmundur Jónasson, formaður BSRB, sakaði stjórnvöld um að reyna að „byggja upp á hinu breiða baki öryrkjans“. „Þeir hafa sett hærri skatta á þá, sem eru sjúkir eða búa við ómegð. Þar er borið nið- ur. Þar er teknanna aflað. En við spyijum enn og aftur, í allt haust höfum við spurt: Hvers vegna þora menn ekki að setja skatta á ríkt fólk fyrr en það verður veikt? Og hvers vegna í ósköpunum er svona erfitt og flókið að setja á ijármagns- skatt, sem einn sér myndi gera miklu meira en afla allra þeirra tekna, sem þeir.eru að krafsa upp úr vösum sjúklinga og barnafólks?“ sagði Ögmundur. Hann krafðist þess, eins og aðrir ræðumenn, að tekjuskiptingunni yrði breytt. „Við höfnum þessari tekju- skiptingu," sagði Ögmundur um núverandi ástand. í fundarlok var samþykkt ályktun fundarins, en þar segir meðal ann- ars: „Opinberir starfsmenn líta svo á að ríkisstjórnin stefni að því að gerbreyta gerð íslenzks þjóðfélags í veigamiklum atriðum. Ber þar hæst niðurskurðinn á velferðarkerfinu sem byggt hefur verið upp með ær- inni fyrirhöfn. Niðurskurður og fjár- svelti skólakerfisins er beinlínis aðför að æsku þessa lands og afkomumög- uleikum þjóðarinnar síðar. Sem sparnaðaraðgerð er þar um að ræða fullkomið vindhögg. Ríkisstjórnir mega ekki fara út í stórfelldar breytingar á þjóðfélaginu án þess að það sé gert í sátt við þjóðina. í alþingiskosningunum á síðasta ári var ekki kosið um grund- vallarbreytingu á þjóðfélaginu. Eng- inn boðaði þá þessa leiftursókn gegn velferðarkerfinu sem ráðamenn eru nú að framkvæma með tilskipunum og lagaboðum.“ Ráðherra hefur viðræður við Samskip um kaup á Ríkisskipum Beiðni undirbúningsnefndar um frest hafnað HALLDÓR Blöndal samgöngu- ráðherra hefur hafnað beiðni und- irbúningsnefndar að stofnun hlut- afélags um strandferðir um frek- ari frest til að gera tilboð í eignir Skipaútgerðar ríkisins. Hefur hann ákveðið að hefja viðræður við Samskip hf. um hugsanleg kaup þeirra á m/s Esju og e.t.v. flciri skipum Ríkisskipa. Hjörtur Emilsson, varaformaður undir- búningsnefndarinnar, segist vera vonsvikinn yfir að ekki hefði ver- ið reynt til þrautar að vinna úr hugmyndum undirbúnings- nefndarinnar. Hann segir ljóst að Samskip muni ekki veita sömu þjónustu og Ríkisskip hafi veitt. „Eg þykist viss um að þegar upp verður staðið komi i ljós að okkar tilboð um þjónustusamning er hagkvæmasta lausnin fyrir ríkið,“ sagði hann. „Okkur finnst' þessi tímapressa undarleg og hversu hratt málið er -allt í einu keyrt áfram. Við hefðum talið eðlilegt að meiri tími gæfist til að taka jafn stórar ákvarðanir og þarna er verið að taka,“ segir Hjörtur. Hann segir jafnframt að verði samið við Samskip sé starfi undirbúningshópsins lokið. Halldór sagði að borist hefði til- boð frá Samskipum hf. í m/s Esju þar sem tekið væri fram að starfs- fólk Ríkisskipa sitji fyrir um vinnu ef af kaupum verði ella muni Sam- skip leita eftir því erlendis, hvort hentugl skip fáist til strandsiglinga fyrir Austfjörðum. „Nú er óhjá- kvæmilegt að taka upp viðræður við Samskip um hugsanleg kaup eða leigu á Esju og er opið að þeir samningar taki líka til fleiri skipa Skipaútgerðar ríkisins. Undir- búningshópurinn hafði ekki neitt það fram að færa sem gaf tilefni til að verða við beiðni hans enda hefur það sett strik í útreikninga þeirra að Samskip hyggjast sjálf taka upp áætlunarferðir til Austur- lands,“ sagði Halldór. Sagði hamf að viðræður við Samskip hæfust án tafar. Hjörtur sagði að fyrir lægi að Samskip myndu bjóða áhöfn Esjunn- ar starf hjá félaginu en óvissa ríkti um störf annarra starfsmanna Ríkis- skipa. „Við starfsmenn gerðum okk- ar tilboð í þeim tilgangi að stærstur hluti starfsmanna hefði áfram" vinnu hjá nýju fyrirtæki,“ sagði hann.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.